Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 29. MAÍ1983 Tosca a Akureyri ■ Óperan Tosca eftir Puccini verður flutt í íþróttahöllinni á Akureyri laugar- daginn 28. maí n.k. og hefst flutningur- inn kl. 19.00. Pessi flutninguróperunna, sem er í könsertformi, var fyrirhugaður 12. marss.l. cn fcll niðurvegna veðurs. Flytjcndur auk Sinfóníuhljómsveitar Islands: Sieglinde Kahnian, sem syngur Toscu, Kristján Jóhannsson, Cavara- dossi, Robert Becker, Scarpia, en í minni hlutverkum eru þau Elín Sigur- vinsdóttir, Guðmundur Jónsson, Krist- inn Hallsson og Már Magnússon, enn- frernur Söngsveitin Fílharmónía, en sveitina skipa 70 manns. Flogið verður mcð þotu Fluglciða frá Reykjavík til Akureyrar en þotan bíður mcð flutningurinn stendur yfir. Óperan verður endurtckin í Háskóla- bíói þriðjudaginn 31. maí n.k. kl. 20.00. Stjórnandi á báðum tónleikunum er aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- svcitar íslands Jean-Pierrc Jacqulliat. Hestamannamót á Melgerðismelum Ljóða- dagskrá — Mál og menning efnir til ljóðadagskrár í tilefni af nýjum ljóðabókum ■ Nýlega komu út tvær nýjar Ijóða- bækur hjá Bókaforlagi Máls og menning- ar, eftir þau Ingibjörgu Haraldsdóttur og Einar Ólafsson. Af því tilefni efnir Mál og menning til Ijóðadagskrár í Norræna húsinu, laugardaginn 28. maí kl. 4 síðdegis. Auk höfunda nýju bók- anna koma fram skáldin Helgi Hálfdán- arson, Nína Björk Árnadóttir, Vilborg Dagbjartsdóttir, Ólafur Haukur Símon- arson, Norma E. Samúelsdóttir og Olga Guðrún Árnadóttir. Hjalti RögnValds-, son leikari les úr verkum Snorra Hjartar- sonar ög Ólafs Jóhanns Sigurðssonar. Kynnir er Silja Aðalsteinsdóttir. ■ Slappað af milli atriða á Melgerðismelum: F.v. Jóhann Friðgeirsson, Ragnar Hinriksson, Reynir Aðalstcinsson og Eyjólfur ísólfsson. ■ Margir fallegir gæðingar reyndu með sér á íslandsmótinu í hcstaíþróttum á Mclgerðismclum sumarið 1981. bilinu. Þá þurfa hlaupahrossin að hafa stokkið 250 metrana á 21 sek., 350 metrana á 28 sek. og 800 metrana á 65 sek. Brokkararnir verða að hafa 300 metrana á 39 sek. Að sjálfsögðu sakar ekki þótt hrossin hafi farið þessar vega- lengdir á skemmri tíma, þar sem um lágmarkstíma er að ræða! Unglingar hafa á undanförnum árum unnið sér sess á ölium helstu stórmótum hestamanna. Á Fjórðungsmótinu á Melgerðismelum verður lögð áhersla á unglingakeppnina, en það hefur viljað brenna við að unglingarnir hafi verið einskonar „aukanúmer" á mótum. Keppt verður í yngri og eldri flokki og keppnin fer fram á aðalvellinum. Búist við fjölmenni Reikna má með 300-400 keppnis- hrossum á Melgerðismelum á Fjórð- ungsmótinu, en auk þess verða þar ferðahestar mótsgesta og aðrir hafa með sér hesta til útreiða á meðan á mótinu stendur. Hvað mótsgestir verða margir er erfitt að spá um, það fer eftir veðri og öðrum aðstæðum. Mótssíjórnin gerirsér vonir um að sjá 5-6 þúsund manns á svæðinu, sem er ekki óraunhæft miðað við aðsókn að Landsmótinu í fyrra. Ef vel tekst til má því búast við að vísir að hestamannaþorpi rísi á Melgerðis- melum í sumar. Lögð verður áhersla á að þorpsbúum geti liðið sem best, við að skoða falleg liross, hrossakaup, skemmt- :anir og útreiðar, síðast en ekki síst, enda liggja reiðvegir til allra átta á Melgerðismelum. Þá er stefnt að því að þjónustan við þorpsbúa verði með þeim hætti, að þeir þurfi sem minnst að leita út af móts- svæðinu á meðan mótið stendur. Reist verður stórt þjónustutjald, þarsem m.a. verður kjörbúð frá Kaupfélagi Eyfirð- inga, sem Jens Ólafsson ætlar að sjá um að standi undir nafni, eins og hans er von og vísa. Og þó að slitni gjörð eða annað tilheyrandi reiðtygjum þá kemur það ekki að sök, því slíkt verður hægt að fá í verslun mótsins. Þar verða einnig seldir veggplattar og aðrir minjagripir tengdir mótinu. Mikil vinna hefur þegar farið fram við undirbúning Fjórðungsmótsins á Melgerðismelum í sumar, en rneira þarf til og nú er lokaátakið framundan. Allt er unnið í sjálfboðaliðavinnu. Sem dæmi má nefna. að þessa fjóra mótsdaga þurfa norðlenskir hestamenn að vinna um 500 stundir við sjálft mótið, samkvæmt vaktaskrá sem þegar hefur verið gengið frá. Það er því Ijóst, að mikið verður um að vera á Melgerðismelum í sumar, enda stærsta hestamannamótið hérlendis í ár. Þangað liggja leiðir hestamanna og annarra landsmanna, sem una sér með glöðu fólki og fallegum hrossum. Þátttökutilkynningar skulu hafa borist á skrifstofu mótsins hjá Búnaðarsam- bandi Eyjafjarðar, Akureyri, eða til Landssambands hestamanna í Reykja- vík. Nánari upplýsingar veita: Gunnar Egilson, vinnusími 23012, heimasími 25896 Ævarr Hjartarson, vinnusími 22455, heimasími 21159 Gísli Sigurgeirsson, vinnusími 24222, heimasími 21986 ■ Sýnishorn af verkum Árna Ingólfs- sonar. ■ Fjórðungsmót norðlenskra hesta- manna verður haldið á Melgerðismelum í Eyjafirði dagana 30. júní til 3. júlí í sumar. Það eru hestamannafélög allt frá Hrútafirði austur um til Þistilfjarðar, sem standa að mótinu. Hestamenn úr þessum félögum sýna gæðinga sína á kynbóta- og gæðingasýningum mótsins, en öll fótfráustu kappreiðahross landsins reyna með sér á hlaupabrautinni. Undirbúningur fýrir mótið hefur stað- ið allt frá því um áramót. Framkvæmda- nefndin, sem skipuð er fulltrúum frá öllum félögunum á svæðinu, hefur haldið fundi nær mánaðarlega. Þess á milli hefur framkvæmdaráðið komið saman og hiti og þungi undirbúningsins hvílir á framkvæmdastjóranum, Ævari Hjartar- syni, og formanni undirbúningsnefndar- innar, Gunnar Egilsyni. Melgerðismelar vel gerðir fyrir hestamannamót Mótssvæðið á Melgerðismelum er sameign hestamannafélaganna við Eyja- fjörð, Funa í Eyjafirði, Léttisá Akureyri og Þráins á Grenivík. Félögin hafa landið á leigu, en það er í eigu hreppsins. Auk hestamannafélaganna er ung- mennafélag hreppsins aðili að uppbygg- ingu á svæðinu. Framkvæmdir á Melgerðismelum hóf- ust sumarið 1975 og árið cftir var haldið þar fjórðungsmót, sem lengi verður i minnum haft, enda vefðiusæld einstök í Eyjafirði mótsdagana. Síðan hafa verið haldin þar árlega stór sem smá mót, m.a, íslandsmót í hestaíþróttum. Árlega hef- ur aðstaðan á melunum verið bætt og nú á næstu vikum verður lokaátakið gerf í þeim efnum. Stærsta byggingin í sumar verður bygging 300 metra hringvallar, sem er vel á veg komin. Auk þess verður byggt nýtt hús fyrir mótsgesti og starfs- menn stórbætt. Þá má geta þess, að á undanförnum árum hefur markvisst ver- ið unnið að uppgræðslu á melunum með mjög góðum árangri. Það er mál hesta- manna, að eftir framkvæmdirnar fyrir mótið í sumar verði Melgerðismelar íullkomnasta mótssvæðið fyrir hesta- mannamót hér landi. Fáir útvaldir Á Melgerðismelum verða sýndir allir bestu gæðingar Norðlendinga, sem vald- ir verða a úrtökumótum, sem þegar eru hafin. Þorkell Bjarnason sérum aðvelja kynbótahrossin og hefur hann yfirreið sína í vestur Húnvatnssýslu 30. maí. Daginn eftir verður hann í austursýsl- unni, en 2. júní á Dalvík og Ólafsfirði. 4. júní fer Þorkell um Eyjafjörð, 6. júní um Suður-Þingeyjarsýslu, 7. júní um Þistilfjörð, 8. júní um Öxarfjörð og Kelduhverfi og 10. og 11. júní verður Þorkell á Vindheimamelum. Kappreiðahross verða að ná ákveðn- um lágmarkstímum til að hafa þátttöku- rétt á Fjórðungsmótinu. Þau verða að hafa runnið 150 metra skeið á 17 sek og 250 metra skeið á 26 sek. á keppnistíma- ■ Hún er traustvckjundi moldin þeirra I.ionsmanna. Moldarsala Lionsmanna ■ Lionsklúbburinn Muninn i Kópa- tjarnarnesi verður btlhlassið af mold vogi verður með hina árlegu moldar- sclt á 800 kr., en l(KK) kr. í Garðabæ, söiu sína um helgina, laugardag og Hafnarfirði og Mosfellssveit. sunnudag. Nú er tíminn til að sinna Allur ágóði af moldarsölunni rennur vorverkunum og vafalaust margir sem til líknarmála. vilja notfæra sér þessa þjónustu nú Nánari upplýsingar og pantanir í eins og áður. st'mum 44983 - 76759 - 72316 - frá kl. í Reykjavík, Kópavogi og á Sel- 9 laugardag og sunnudag. Ljósmyndasýning Harðar Geirssonar í Listsýningarsalnum ■ Laugardaginn 21. maí opnar Hörður Geirsson sína fyrstu Ijósmyndasýningu í Listasýningarsalnum að Glerárgötu 34 í Akureyri. Á sýningunni verða 45 litmyndir auk nokkurra svart/hvítra mynda og eru þær allar nýjar af nálinni. Viðfangsefni sækir höfundur í sitt nánasta umhverfi sem oft eru hvcrsdagsleg, en eru tekin óvenju- legum tökum. Höfundur vinnur allar myndir sínar sjálfur með svokallaðri Kodak ektaflex aðferð. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl. 20.00-22.00 og helga daga frá kl. 14.00-22.00 og lýkur sunnudaginn 29. mai. Arni Ingólfsson í Nýlistasaf ninu ■ Árni lngólfssonopnar sina 3. einka- sýningu í Nýlistasafninu við Vatnsstig 3b laugardaginn 28. mai kl. 16.0(1. Arni hcfur tekið þátt í IJölinörgum sýningum á íslandi og utan; hannvart.d. einn af þremur fulltrúu.m íslands á Ungdömshienalnum i Paris 1980. Hann stundaði nám við Myndlista og handiðaskóla íslands árin 1973-77 og framhaldsnám í Hollandi frá 1977-80, Arni hcfur kennt við Myndlista og handiðaskóla íslands fraárinu 1980. Sýningin er opin frá kl. 16.00-20.00 virka daga, cn 14.00-22.00 um helgar. liún stcndur til $unnudagsins5. júní.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.