Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 27

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 29. MAÍ1983 27 Athuga- semd við skrif um andatrú eftir Águstu P. Snæland ■ I greininni „Andatrú" (með stríðs- letri) í sunnudagsblaði Tímans þ. 15. 5. vitnar G.M. til setningar í bók próf. •Haralds Schjelderups „Furður sálarlífs- ins“. Setningin kom mér á óvart, því mig minnti, að niðurstöður H.S. þar væru allt aðrar en hún gefur í skyn. Klausa þessi er birt með stækkuðu letri á rastagrunni svo áberandi, að freistast mætti til að álíta hana n.k. mottó greinarinnar. Hún hljóðarsvo: „Megnið af spiritistunum trúa og (trúðu) án verulegra heilabrota, þeir bera barnalegt traust til „fyrirbæranna" og eru gjör- sneyddir skilningi á ströngum sannana- kröfum vísindanna11 skrifar norski sál- fræðingurinn Harald Schjelderup í bók- inni Furður sálarlífsins."' Ein og sér gefur þessi setning til kynna að próf. Schjelderup hafi álitið „fyrir- bærin“ óskyggju einfeldninga svo ekki sé meira sagt. I lokakafla bókarinnar stendur hinsvegar (á bls. 252-3) „Mörg svonefnd „yfirnáttúruleg" fyrirbæri stafa af svikum og sjálfsblekkingu, önnur af rangri athugun eða rangminni. En raun- verulegur reynslukjarni, sem ekki er hægt að skýra á þann veg, verður samt sem áður eftir“. Síðan segir: „Ásamt niðurstöðum ESP tilraunanna hefur þetta rennt þeim stoðum undir tilgátuna um ESP, að hún er hafin yfir allan rökstuddan efa“. Á öðrum stað segir: „En þeir, sem fordómalaust hafa kynnt sér efnið, eru í dag sammála um höfuð- niðurstöðuna: „Með áður óþekktum hætti - án hjálpar skilningarvitanna - getur fólk komist í samband hvað við annað og við ytri atburði og hluti“. í kaflanum „Fræðileg gagnrýni eða fordómar" segir próf. Schjelderup: „í deilunni um ESP endurtekst það, sem gerst hefur hvað eftir annað í sögu vísindanna. Andstæðingar Galileis neit- uðu að horfa í sjónauka hans, til þess að verða ekki vitni að þcirri hneykslanlegu sjón, sem ekki hafði rétt til að vera til samkvæmt opinberlega viðurkenndum vísindum þeirra tíma. Vinir Liebéaults fóru að efast um að hann væri með öllum mjalla af því að hann helgaði krafta sína málefni, sern læknavísindi hans tíma kærði sig ekki um að sinna. Vísindin eru auðmjúk frammi fyrir staðreyndum. En vísindamennirnir eru það ekki ávallt - ef staðreyndirnar fara í bága við rótgróna hugsunarvenju þeirra. Framfarabraut vísindanna hefur oft legið þvert á for- dóma vísindamannanna sjálfra". Pað væri forvitnilegt að vita. hver tilganguf greinar sem þessarar er. Ef ætlunin er að skoða efnið og fræða lesandann, þá eru slík skrif verri en engin, þar sem eingöngu eru tínd til þau gögn, ér styðja neikvæða afstöðu höf- undar. Nöfn alvarlegra rannsóknar- manna á efninu jafnvel misnotuð á sama hátt, eins og að ofan greinir. „Strangar sannanakröfur vísindanna eru nauðsynlegar til að tryggja réttar niðurstöður þess, sem þar er ieitað. - En þar með er ekki gefið, að hvaðeina, sem ekki hefur verið rannsakað á þann hátt sé ekki til. Er nokkur munur á þeirri afstöðu í dag og var þegar vísindamenn fyrri tíma neituðu að horfa í kíki Galileis? Hér er um málefni að ræða, sem megnið af hugsandi mönnum velja fyrir sér - og varðar okkur öil. Allt, sem við kemur vitundarlífi mannsins, lífi hans og dauða hlýtur að vera ofurflókið. En vísindi geimaldar nálgast meir og meir hugmyndir þeirra, sem þora - og hafa þorað - að horfa í kíkinn. Pótt „tækin" séu ekki fullkomin. frekar en sjónauki Galileis var. er sém betur fer ekki bannað að horfa á það, sem þar birtist og nota skynsemina eftir því, sem efni standa til. Útboð Samband íslenskra samvinnufélaga óskar eftir tilboði í jarðvinnu, sprengingar, malbikun o.fl. vegna bílastæða við Holtagarða, Reykjavík. Helstu magntölur: Gröftur Sprenging Fylling Malbik 13000rúmmetrar lOOOrúmmetrar 7000rúmmetrar 8700fermetrar Utboðsgagna má vitja gegn 1000,- kr. skilatryggingu á Verkfræðistofu Braga Þorsteinssonar og Eyvindar Valdi mars- sonar, Bergstaðastræti 28 A. Tilboðum skal skila á sama stað miðvikudaginn 8. júní 1983. Stóra FAHR heybindivélin er ein afkasta- mesta heybindivél sem völ er á í dag. Mikil afköst - örugg hnýting - sjálvirk öryggi á matara - vökvalyft sópvinda. Eigum vélar til á verksmiöjuveröi fyrra árs. n a M ÁRMÚLA11 SfMI 81500 BHBHH Eigum á lager GARÐ TRAKTORA með sláttuvél og öðrum aukabúnaði. Leitið upplýsinga. VELADEILD SAMBANDSINS BÚVÉLAR Ármúla 3 Reykjavík S. 38 900 Sumartími Athygli viðskiptavina Bmnabótafélags íslands er vakin á því aö á tímabilinu frá 1. júní til 1. september n.k. verður aöalskrifstofa félagsins aö Laugavegi 103, Reykjavík opin frá ki. 8:00-16:00 mánudag til föstudags BRUNABÓTAFÉLAG ÍSLANDS — OA0NKVÆMT TRYOGINGARFÉLAG — Laugavegi 103,105 Reykjavík, sími 91-26055 uernila lakkið -varna ryð Svartir og úr stáli. Hringdu í síma 44100.og pantáðu, þú færð þér svo hbm kaffi meðan við setjum þá undir. % Sendum einnig í póstkröfu. ZZJblikkver Skeljabrekka 4. 200 Kópavogur. Sími 44100

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.