Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 15
14 SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 ■ Upphaf vísindalegra rannsókna á tcngslum heila og huga er rakið til ársins 1861 þegar franski taugalæknirinn Paul Broca uppgötvaði að ákveðnir örðugleikar við að tala eða skilja m:elt mál (málstol-aphasia) voru ávallt samfara skeninidum í ákveðnum hluta vinstra heilahvelis. Þessi uppgötvun gat af sér nýja vísindagrein, taugafneði hcilans, sem setti sér m.a. það verkefni að „kortleggja" mannsheilann, iinna staðsetningu stjórnstöðva æðri hugarstarfsemi í ákveðnum hlutum heilans. Undir lok aldarinnar varð vísindamönnum æ Ijósara að slík kortlagning var of einfeldingsleg, og að hugarstarfsemi manna heimtaði flóknari skýringar sem sækja yrði til lífeðlisfræði. Freud ruddi brautina á þessu sviði með bók sinni Málstol (1891), og það var einkum rannsókn hans á túlkunarstoli (agnosía), vangctu til að túlka skynhrif, sem lciddi til þessara efasemda hans. Hann áleit að til að skilja málstol og túlkunarstol til hlítar þyrfti nýja og nákvæmari vísindagrein. Þessi nýja vísindagrein sem Freud hafði í huga varð til í Rússlandi á árum Seinni heimsstyrjaldar. Höfundar henn- ar voru sálfræðingarnir A.R. Luria (og faðir hans R.A. Luria), Leontev, Anokhin, Bersteon o.fl. Þeir nefndu hana „taugasálarfræði." Það varævistarf A.R. Luria að koma þessari grein til þroska, og þegar haft er í huga hve byltingarkenndar niðurstöður hennar áttu eftir að verða er undarlegt hve langan tíma það tók hana að ná fótfestu á Vesturlöndum. Viðhorf taugasálar- fræði voru fyrst sett fram á skipulegan hátt í hinu mikla fræðiriti Luria Æðri stjórnstöövar mannsins (sem kom út á ensku 1966), og á alþýðlegan hátt í bók hans Maður í hrundum heimi (sem kom út á cnsku 1973), en sú bók var ævisaga cða sjúkrasaga eins manns. Enda þótt báðar þessar bækur séu fullkomnar á sinn hátterþarekki vikiðaðmikilvægum atriðum. 1 fyrri bókinni erckkert fjallað um hugarstart'semi í hægra heilahveli, og í seinni bókinni er sagt frá skemmd í vinstra heilahveli sjúklings Zazetskys, hægra hvcl hans var í lagi. Raunar fna sem hér hafa verið ræddar“, skrifaði hann, „leiða okkur að grundvallarvanda- máli - hlutverki hægra heilahvelis í hinu beina vitundarlífi... Rannsóknir á þessu mikilvæga sviði hafa fram að þessu verið vanræktar." Sjálfur reyndi Luria að sinna slíkum rannsóknum, og skrifaði nokkrar rannsóknarritgerðir síðustu mánuðina sem hann lifði. Þær voru aldrei birtar í Rússlandi; Luria sendi þær til breska sálfræðingsins Richard Grc- gory og niðurstöður þeirra verða birtar i bók hans Oxford Companion to the Mind sem væntanleg er innan tíðar. Þegar um skemmd í hægra heilahveli er að ræða getur verið ógerlegt fyrir sjúklinginn að vita hvað að honum gengur. Eins eiga aðrir en sjúklingurinn í miklum erfiðleikum með að setja sig í spor hans og skilja hvaða áhrif skemmd- in hefur á vitundarlíf hans. Öfugu máli gegnir um sjúkdómseinkenni sem rakin eru til vinstra heilahvelis, við cigum flest auðvelt með að átta okkur á því hvernig þau eru, Enda þótt sjúkdómseinkcnni hægra hvclis séu jafn algeng og vinstra hvelis - hví skyldu þau ekki vera það? - engin voru, stundum klappaði hann góðlátlega á „kollinn" á vatnshana eða stöðumæli og hélt að þar væru börn á ferð, eða stóð í hrókasamræðum við útskorna hnúða á stólum og var forviða þegar þeir svöruðu honum ekki. í fyrstu hlógu menn af þessum mistökum, ekki síst dr. P. sjálfur. Hann hafði alltaf haft sérstakt skopskyn og haft gaman af þverstæðum og ráðgátum. Tónlistar- hæfileikar hans voru ekkert síðri en áður, honum leið ekki illa, raunar hafði honum aldrei liðið betur, og þau mistök sem hann gerði voru svo furðuleg og afkáraleg að þau gátu varla verið til merkis um alvarlegan sjúkdóm. Það var ekki fyrr en þremur árum eftir að fyrstu einkenni komu í ljós og dr. P. hafði fengið sykursýki sem hann óttaðist að hefði áhrif á sjón sína, að hann leitaði til augnlæknis sem skráði sjúkrasögu hans og rannsakað hann af nákvæmni. „Það er ekkert að augunum þínum“ sagði læknir- inn. „En það er aftur á móti eitthvað af þeim parti heilans sem ræður sjón- skynjun. Ég get ekki hjálpað þér, þú vcrður að leita til taugasjúkdómafræð- hans - með því að byrja á venjulegri rútínurannsókn á taugaviðbrögðum. Það var þá þegar ég hafði orðið var við lítilsháttar afbrigðileika í viðbrögðum hans á vinstri hlið að undarlegur atburð- ur gerðist. Ég hafði látið hann fara úr skó á vinstra fæti - meðan ég var að rannsaka taugaviðbrögð á il hans - og bað hann að fara í skóinn aftur meðan ég lagði tæki mín til hliðar. Þegar ég leit til hans einni mínútu síðar var hann enn skólaus. „Á ég að hjálpa þér?“ spurði ég. „Hjálpa við hvað? Hjálpa hverjum?" „Hjálpa þér að fara í skóinn.“ „0,“ sagði hann, „ég var búinn að gleyma skónum,“ og tautaði við sjálfan sig, „skórinn, skórinn." Hann virtist ringlaður. „Skórinn þinn“, sagði ég enn. „Kannski að þú farir í hann aftur.“ Hann leit á ný niður, en ekki á skóinn, virtist einbeita sér, en ekki á réttum stað. Að lokum leit hann á fót sinn og sagði: „Þarna er skórinn minn, já þarna er hann.“ Heyrði ég rétt? Sá hann ekki rétt? „Augun á mér,“ sagði hann, og færði höndina að fót sínum. „Er þetta ekki skórinn minn?“ spurði hann. „Nei, þetta er ekki hann. Þetta er fóturinn þinn. Þarna er skórinn þinn.“ „Ó, ég hélt að það væri fóturinn minn.“ Var hann að gera að gamni sínu? Var hann að gera að gamni sínu? Var hann geðveikur? Var hann blindur? Ef Hélt að konan sín væri hattur Ég hlýt að hafa verið forviða á svip, en hann virtist halda að sér hefði tekist nokkuð vel upp. Það voru engar bros- viprur í andliti hans. Hann virtist einnig telja mál að Ijúka rannsókninni nú, því hann leit í kringum sig eftir hattinum. Hann fálmaði út í loftið, og tók um höfuð konu sinnar, reyndi að lyfta því upp, og setja það á sig. Augljóslega hafði hann haldið að konan sín væri hattur! Svipbrigði konu hans bentu til þess að hún væri slíku vön. Innan ramma hefðbundinnar tauga- sjúkdómafræði var ekki unnt að gera sér nokkra grein fyrir því hvað var á seyði. Hvernig gat hann verið sumpart svo eðlilegur, og sumpart svo óeðlilegur? Hvernig gat hann annars vegar haldið að kona sín væri hattur, og samt starfað nokkurn veginn eðlilega sem tónlistar- kennari við skóla? Nokkrum dögum seinna heimsótti ég þau hjónin og hafði með mér nótnahefti með Dichterliebe (ég vissi að hann var aðdáandi Schumanns), og auk þess margs konar einkennilega lagaða hluti til að prófa sjónskyn hans á. Frú P. vísaði mér inn í rúmgóða íbúð þeirra, í dagstofunni var stórt píanó og allt í kring nótnastatíf, hljóðfæri og nótnahefti. Þarna gat einnig að líta bækur og málverk, en tónlistin skipaði öndvegi. Dr. P. gekk inn í stofuna, álútur og utan við sig, rétti höndina í átt að stofuklukk- unni, en þegar hann heyrði rödd mína áttaði hann sig á mistökunum og tók í hönd mér. Við heisuðumst, og spjölluð- um svolítið saman um tónleikana sem Etnkennileg saga úr heimi taugasjúkdómafræði: eftir dr. Oliver Sacks segja að gervöll saga taugasjúkdóma- fræði og taugasálarfræði hafi verið saga ’ um rannsóknir á vinstra hveli heilans. Rannsóknir vanræktar Ein mikilvæg ástæða fyrir vanrækslu á hægra heilahvelinu, „minna“ hvelinu eins og það hefur alltaf verið kallað, er sú að auðvelt er að sýna áhrif margvís- lcgra skemmda á vinstra hveli, en hið sama gildir ekki um hægra hvelið. Hægra heilahvelið cr einnig mipna sundurgreint en hið vinstra, og er á yfirborðinu sléttara og samfelldara. Álitiö hefur verið að það væri vinstra hvelinu óæðra. og að í hinu síðarnefnda hveli væru stjórnstöðvar æðri hugarstarfsemi. í vissum skilningi er þetta rétt, vinstra hvelið er sérgreindara, og hefur orðið seinna til á þróunarskeiði mannsins. Á hinn bóginn er það hægra heilahvel sem stjórnar skynjun okkar á veruleikanum, og án þeirrar skynjunarstjórnar getur enginn maður lifað. En þekking manna á starfsemi þar eru mikil takmörk sett, og þegar fyrstu sjúkdómseinkenni sem rakin voru til hægra heilahvelis uppgötv- uðust;áttu menn í miklum erfiðleikum mcð að skilja þau og meðhöndla. Fyrr á árum höfðu menn gert tilraunir til að rannsaka starfsemi í hægra heila- hveli, t.d. Anton á síðasta áratug 19. aldar og Pötzl á fjórða áratugnum, én lengi vel hefur fram hjá þeim verið horft. í síðustu bók sinni Heilinn að starfi fjallaði Luria lítilsháttar um sjúkdóms- einkenni sem rakin verða til hægra heilahvelis. „Þær skemmdir í hvelinu eru opinberar sjúkrasögur af því tagi af einhverjum ástæðum þúsund sinnuni færri í tímaritum um taugasjúkdóma og taugasálarfræði. Kannski er það vegna þess að skýringar á þessu sviði krefjast meiri hugvitscmi, kannski vegna þess að þær heimta nýja tegund taugasjúkdóma- fræði, „rómantísk vísindi" cins og Luria komst eitt sinn að orði. Luria hafði áhuga á því að stofna til slíkrar vísinda- greinar og fyrsta skrefið var að birta sjúkrasögur þess fólks sem þjáðst hefur vegna skemmda í hægra heilahveli. í einu af síðustu bréfunum sem hann skrifaði sagði hann: „Birtið slíkar sögur, enda þótt þær séu aðeins drög. Þær heyra til ríkis undranna." Dr. P. heilsar stöðumæli Dr. P. bjó á austurströnd Bandaríkj- anna. Árum saman var hann kunnur söngvari, og síðar kennari viö tónlistar- skóla í heimabæ sínum. Það var þar sem nokkuð einkennilegt kom í Ijós. Stund- um þegar nemandi dr. P. heilsaði kennara sínum áttaði hann sig ekki á því hver var þar á ferð af því hann skynjaði ekki andlit hans. En þegar nemandinn talaði og kennarinn heyrði röddina vissi hann strax hver hann var... Slíkum atvikum fjölgaði og þau ollu leiðindum, misskilningi og ótta, en stundum var hent gaman að þeim. Vandi dr. P. var ekki sá einn að hann tæki ekki eftir andlitum þar sem þau var að finna, heldur fór hann líka að sjá andlit þar sem ings." Og það var þess vegna sem dr. P. kom til mín. Hvað amaði að dr. P.? Það var augljóst strax við fyrstu kynni að dr. P. var mikill hæfileika- og kúltúr - maður. Hann átti auðvelt með að tjá sig og sagði skemmtilega frá og á mjög heillandi hátt. Égskildi ekki hvers vegna honum hafði verið ráðlagt að leita til mín. Og þó, mér fannst eins og eitthvað væri að í framsögn hans og viðmóti. Hann horfði á mig, og þó var eins og... „Hvað er það sem amar að?“ spurði ég rólega. „Ekkert sem ég veit af" svaraði hann brosandi, og bætti við: „En fólk heldur að það sé eitthvað athugavert við augun á mér." „Verður þú sjálfur ekki var við neina sjónörðugleika?" „Nei, ekki beint, en ég geri stundum mistök." Ég fór fram stutta stund til að tala við eiginkonu hans. Þegar ég kom aftur inn í viðtalsherbergið sat dr. P. viðgluggann og hlustaði frekar en að hann væri að horfa út. „Umferðin", sagði hann. „Há- vaði frá götunni, lestir í fjarska - þetta er eins konar symfónía, ekki satt? Kann- astu við Kyrrahafssymfóníu Honegg- ers?" Elskulegur maður, hugsaði ég með sjálfum mér. Getur eitthvað alvarlegt virkilega verið að honum? Mundi hann vilja leyfa mér að rannsaka sig um tíma. „Já, auðvitað, dr. Sacks" svaraði hann. Ég sefaði kvíða minn - og kannski líka þetta var eitt hinna einkennilegu mis- taka sem hann hafði minnst á, þá var um að ræða eitthvert hið furðulegasta sem ég hafði nokkru sinni orðið vitni að. Ég hjálpaði honum með skóinn (fótinn) til að gera málið ekki flóknara. Dr. P. virtist áhyggjulaus og standa á sama, kannski var honum skemmt. Ég fór yfir niðurstöður rannsóknarinnar. Sjónskerpa hans var góð, hann átti í engum erfiðleikum með að greina prjón á gólfinu, en sá hann ekki alltaf glögglega ef hann var vinstra megin. Sjón hans var í lagi, en hvað var það sem hann sá? Ég opnaði eintak af tímaritinu National Geographic Maga- zine, og bað hann að lýsa fyrir mér því sem hann sæi á nokkrum myndum þar. Augu hans hvörfluðu frá einum hlut til annars á myndunum, og hann nefndi smáhluti sem hann sá eins og prjóninn áður. Hann veitti athygii birtu, litum eða lögun og sagði mér frá því, en það var eins og hann sæi aðeins smáatriðin en aldrei heildarmyndina. Ég bað hann að Líta á forsíðumynd tímaritsins sem sýndi dökkmórauða sanda Sahara-eyðimerkurinnar. „Hvað sérðu?" spurði ég. „Ég sé á“, svaraði hann. „Og lítið sumarhús sem liggur að því. Fólk situr að snæðingi á svölunum. Ég sé líka marglitar sólhlífar hér og þar." Hann var að horfa, ef það var rétt-nefni, rétt framhjá tímaritskápunni, út í loftið, og nefna hluti sem ekki voru þar í raun. voru haldnir um þessar mundir. Var- færnislega spurði ég hann hvort hann mundi vilja syngja. „Dichterliebe" hrópaði hann upp. „En ég get ekki lengur lesið nótur. Þú verður að spila nóturnar." Ég kvaðst mundu reyna. Hljómur píanósins var svo góður að jafnvel leikur minn virtist í lagi. Söngur dr. P. reyndist frábær og mér varð ljóst að það var ekki fyrir góðgerðarstarfsemi tónlistarskólans að hann var þar enn við kennslu. Bilun í hvirfil- og hnakkageira? Það var augljóst að gagnaugageiri dr. P. var óskemmdur, en ég velti fyrir mér hvað gæti verið að í hvirfil- og hnakka- geira hans, og þó einkum í hægri hluta sjónsviðs í heilanum. Ég dró nú fram kubbana sem ég hafði tekið með mér og spurði hann hvort hann þekkti þá einn af öðrum. „Hvað er þetta?" spurði ég og sýndi honum fyrsta kubbinn. „Auðvitað ferningur," svaraði hann. „Og þetta?“ Hann bað um að fá að skoða hlutinn, og það gerði hann af nákvæmni og á kerfisbundinn hátt. Svarið var enn rétt. „Ég þekki þessa hluti auðveldlega." Hlutir með óhlutstæða lögun virtust ekki valda honum neinum erfiðleikum. En hvað um andlit? Ég lagði spil fyrir hann. Hann þekkti strax kónginn, drottninguna, gosann og jókerinn. En hafa verður í huga að þessum myndum SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 eru menn vanir, og ómögulegt að segja hvort hann sá andlitin sjálf eða bara útlínur sem nægðu. Enn sýndi ég honum teikningar sem ég dró upp úr töskunni minni. Hann þekkti vindil Churchills, nefið á Schnozzle. Strax og hann kom auga á einhver þekkt einkenni vissi hann hvað var á ferðini. En hvernig mundi hann bregðast við raunverulegum and- litum? Ég kveikti á sjónvarpinu, en lét ekkert hljóð heyrast; það var verið að sýna gamla mynd með Bette Davis. Ástar- atriði stóð yfir. Dr. P. þekkti ekki leikkonuna - en kannski var það vegna þess að hann hafði aldrei séð myndir með henni áður. En það sem kom mér meira á óvart var að hann tók ekki eftir svipbrigðum á andliti hennar og elskhug- ans, enda þótt þau væru hin fjölbreyti- legustu. Hann áttaði sig ekki á því hvað var að gerast í myndinni, og hver var hvað þar. Hann vissi jafnvel ekki hvers kyns leikararnir voru. Það sem hann sagði um myndina hefði Marsbúi eins getað sagt. Þekkti ekki fólk á f jölskyldumyndum Ég prófaði að láta hann skoða myndir af eigin fjölskyldu með það í huga að kannski væri vanskynjun hans í einhverj- um tengslum við óraunveruleika mynd- spólunnar sjálfrar. Á veggnum í stofunni voru myndir af ættingjum iians.vinum og samstarfsmönnum, og ncmendum. Ég sýndi honum myndirnar og hann bar yfirleitt ekki kennsl á neina manneskju. Hann kannaðist við Einstein á mynd, en það var vegna þess að hann veitti kunnum dráttum í andliti hans athygli, og sama gilti um eina eða tvær aðrar myndir. „Þetta er Paul“, sagði hann t.d. og þekkti bróöur sinn. „Þessar líka stóru tennur", bætti hann við. Ég hafði komið við hjá blómasala á leiðinni til dr. P. og keypt hjá honum rós í hnappagat mitt. Ég tók hana nú af mér og sýndi honum. Hann tók við henni eins og þar færi grasafræðingur eða jurtafræðingur, en ckki maður sem gefið hefur verið blóm. „Þetta er um scx þumlungar að lengd," sagði hann, „samanvafið, rautt að lit og við það er fcst bein græn stöng." „Já,“ sagði ég með uppörvandi röddu, „og hvað heldurðu að það sé?" „Það er ekki auðvelt að segja til um það.“ Hann virtist ringlaður. „Þetta líkist ekki hinni einföldu lögun hlutanna sem þú sýndir mér áðan, en þeta gæti verið blómaskraut eða blóm." ) „Gæti verið?" spurði ég. „Já, gæti verið", svaraði hann. „Lyktaðu af því" sagði ég, og enn varð hann svolítið ringlaður á svip. Það lifnaði yfir honum þegar hann hafði fundið lyktina. „Dásamlegt! Nýútsprungin rós", hrópaði hann. Hann raulaði fyrir munni sér „Die Rose, die Lillie..Svo virtist sem unnt væri að átta sig á veruleikanum með lyktarskyni en ekki sjónskyni. Síðasta sem ég gerði þennan dag var að sýna honum einn hanska minn sem ég hafði lagt í sófa í stofunni. „Hvað er þetta?" spurði ég. „Yfirborðið er slétt, en hægt að vöðla því saman. Svo virðist scm fimm pokar hangi á því." „Já, núna ertu búinn að lýsa hlutnum. Segðu mér þá hvað þetta er." „Eitthvað til að setja L“_ „Já, og hvað mundi það vera?“ „Það er margt sem kemur til greina", svaraði dr. P. „Það gæti verið budda fyrir fimm tcgundir af mynt...“ „Finnst þér hluturinn ekki líta kunn- uglega út?“ spurði ég. Gæti ekki verið að hann væri notaður tilað setja einhvern part af líkama þínum í?“ Engin merki í andliti dr. P. um að Ijós rynni upp fyrir'honum. Sjón dr. P. minnir á tölvu Lýsing dr. P. á hlutnum var þroskaðri en barn gæti gefið, en hvaða barn sem er mundi aftur á móti strax átta sig á því að þetta væri hanski. Dr. P. gerði það aftur á móti ekki. Honum kom ekkert kunnuglega fyrir sjónir. í sjónheimi hans voru aðeins til óhlutstæð form. Hann gat talað um hluti, en hann sá þá ekki eins og venjulegt fólk. Sjónskynjun hans var eins og tölvu. Hann sá hluti á sama vélræna háttinn og þær gera, og þekkti hiuti á sama hátt og þær læra að gera, með því að einbeita sér að áberandi einkennum. Þau próf sem ég.hafði lagt fyrir dr. P. fram að þessu sögðu mérekkert um hinn innri heim hans. Var hugsanlegt að sjónminni hans og ímyndunarafl væri enn óskemmt? Ég bað hann um að ímynda sér að hann væri að ganga inn á eitt torgið í bænum úr norðurátt, og bað hann að lýsa þeirn byggingum sem hann sæi. Hann gat nefnt allar byggingar á hægri hlið, en engar á vinstri hlið. Þá bað ég hann að ímynda sér að hann gengi inn á torgið úr suðurátt. Nú lýsti hann enn rétt byggingum á hægri hlið, en engum á vinstri hlið. Byggingarnar sem nú voru á hægri hlið voru áður á vinstri hlið og þá hafði hann ekki þekkt neina þeirra. Það var augljóst að eitthvað mikið var bilað í ákveðnum sjónstöðum heilans. Dr. P. gat hæglega munað söguþráð í bókum sem hann las, og hvað söguper- sónur höfðu sagt, en hann gat ekki munað útlitseinkenni þeirra. Það kom mér á óvart að hann gat auðveldlega teflt við mig skák í huganum, sá þá fyrir sér skákborðið, og vann mig! Luria skrifaði um sjúkling sinn Zazetsky að hann hefði tapað hæfileikanum til að taka þátt í leikjum, en fjörugt imyndunarafl hans væri í engu skert. Þeir Zazetsky og dr. P. bjuggú í heimum sem voru spegil- myndir hvors annars. Sá var hryggileg- asti munurinn á þeim að Zazetsky reyndi hvað hann gat að komast á réttan kjöl og yfirvinna sjúkdóm sinn, en dr. P. vissi ekki cinu sinni af því að Itann hafði tapað einhverjum hæfileikum. Þegar rannsókninni var lokið bauð frú P. okkur í kaffi-drykkju. Á borðinu voru líka gómsætir súkkulaðimolar. Dr. P. greip strax mola, og raðaði á diskinn sinn, um leið og hann raulaði lag^túf. Allt í einu heyrðist skellur í hurð og það truflaöi hann. Hann hætti að borðaogsat hreylingarlaus, blindur og ringlaður í sæti sínu. Hann sá, en sá þó ekki, borðið; skynjaði það ekki lengur sem kaffiborð. Kona hans hellti kaffi í bolla hans, og lyktin af því vakti hann til veruleikans á ný. Hann hélt áfram að borða súkkulaðimolana. Heimurinn er tónlist Hvernig fer hann yfirleitt að? hugsaði ég með mér. Hvað gerist þegar hann klæðir sig, þarf að fara á salernið, baðar sig? Ég fylgdi konu hans fram í eldhúsið og spuröi hana hvernig hann færi t.d. að því að klæða sig. „Hann gerir það á sama hátt og hann boröar" svaraði hún „Eg legg fötin hjá honum þar scm hann cr vanur að hafa þau, og Itann klæöir sig sjálfur án crfiðlcika og syngur þá. Hann gerir allt syngjandi. En ef hann cr truflaður og tapar þræðinum, þá stoppar hann alger- lcga, þekkir ckki lengur fötin sín, eða líkama sinn. Hann syngur alltaf, og er annars hjálparlaus." Við fórum aftur inn í dagstofuna. „Jæja, dr. Sacks," sagði dr. P. „Þér viröist að ég sé merkilegt tilfelli. Get- urðu sagt mér hvað amar að, komið með einhverja tillögu?" „Ég get ekki sagt þér hvað er að, en ég get sagt þér hvað er ekki að. Þú ert stórkostlegur tónlistarmaður, og tónlist- in cr þitt líf. Það sem ég mæli með í tilfelli af þessu tagi er að þú helgir líf þitt gersamlega tónlistinni. Tónlistin hefur fram að þessu verið í öndvegi hjá þér, en nú verður þú að láta allt snúast um hana.“ Þetta var fyrir fjórum árum. Ég hitti dr. P. aldrei aftur. En ég velti því oft fyrir mér hvernig han skynjaði heiminn í kringum sig þegar ímyndunarafl hans og sjónskyn var svo skemmt sem raun bar vitni, en tónlistarskyn hans í fullkomnu lagi. Eg held að tónlistin hafi komið í staðinn fyrir ímyndunaraflið: þann var líkamslaus en hafði tónlistar- líkama. Þess vegna gat hann hreyft sig og farið ferða sinna svo auðveldlega, en stansaði þegar hin „innri tónlist" hætti. Á bók sinni Die Welt als Wille und Vorsfellung (1819) talar Schopenhauer um tónlist sem hinn hreina vilja. Án vafa hefði hann orðið heillaður af dr. P., manni sem tapað hafði hinni sýnilegu veröld en varðvcitti heiminn í tónlist- inni, eða viljanum. Og það gerði hann allt til hinstu stundar, því enda þótt sjúkdómurinn færðist í aukana - stórt æxli eða hrörnun í sjónskyni heilans - kenndi dr. P. tónlist og lifði í heimi hennar fram á hinsta dag. Höfundurinn dr. Oliver Sacks er pró- fessor i taugasjúkdómafræöi við Einstein læknaháskólann í New York. Greinin birt- ist upphaflega i timaritinu London Re- view of Books Vol. 5, No. 9, 1983. GM þýddl lausl. og endursagði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.