Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 29. MAÍ1983 „Hef gaman af því að spila sveiflu“ aÉg hef alltaf gaman af því að spila sveiflumúsík og við hittumst alltaf nokkrir kallar og strákar og spilum dálítið saman. Við byrjuðum að hafa reglulegar æfingar einu sinni í viku árið 1981 og hljómsveitin dregur nafn af því, Bigband '81. Við höfum gaman af því að spila svolítið sving. Við höfum gert lítið af því að spila opinberlpga, kannski vegna ódugnaðar við að koma okkur á framfæri en svo er líka erfitt að finna tíma sem allir hafa lausan, því við erum allir í einhverjum öðrum hljómsvcitum. Við spiluðum þó á Hótel Sögu í fyrra, nokkrum sinnum seint a mánudags- kvöldum. Einnig hófum við spilað nokk- ur kvöld í Naustinu núna undanfarið." - Þú hefur einnig spilað eitthvað með eriendum jassleikurum? „Já, eitthvað einu sinni eða tvisvar. Ég lenti t.d. einu sinni með Lee Conitz og Tyree Crlenn í jamsession í Aust- urbæjarbfói, 1954 eða 5. Þeir spil- uðu hvor sína stefnuna, Conitz lck nútímajass en Glenn var með gamlan jass. Reyndar er gamli jassinn ekki nema um það bil 70 ára gamall. Ég hef alltaf haft gaman :.f jassi og í dansbandinu spiluöum við eins mikinn jass og við gátum. Fplkið vildi aftur á móti dægurlögin og þetta stjórnaðist af því sem það vildi. Viö reyndum þó að koma okkar tónlist að eins og við gátum. Á meðan við spiluðum sving líkaði fólki nú yfirleitt viö þetta, en þau dægurlög sem gengu á hverjum tíma urðu alltaf að vera með." - I‘ú hefur líku stundað kennslu? „Já, ég byrjaði líklcga fyrir einum fimmtán árum aö kenna á básúnu við Tónlistarskójann í Reykjavík. Síðar fór égað kenna íTónlistarskólaGarðabæjar ogeins íTónlistarskóla FÍH. ÍTónlistar- skóla Garðabæjar er börnum og ung- lingum kennt aö leika á hljóðfæri og ég kenni þar á alls konar málmblásturs- hljóðfæri. Auk þess stjórna ég þar lúðrasveit barna. Mér þykir afskaplcga skemmtilegt að kenna og það fylgir því ýmislegt, t.d. fer ég nú um næstu hclgi á barnalúörasvcitamót með hljómsveit- inni." - Hvað finnst þér almcnnt um ís- lenska tónlist i dag? „Það hefur veriö óhemjumikið að gerast í tónlistarlífinu og tónskáldskap nú alvegá síðustu árum. Viðeigum bæði góða hljóðfæralcikara og nútímatón- smiði - bara nokkuð marga held ég. Ég held að poppmúsíkin sé bara ágæt " ■ Ingibjörg og Björn á árshátíð hárskera og hárgrciöslukvenna árið 1960, en þau lögðu stund á þcssar greinar. þau hjónin kynntust í Iðnskólanum þar sem Selur túnþökur á sumrin - Áttu fleiri áhugamál en tónlist? „Ég hef mjög gaman af garðrækt en hef ekki getað stundaö hana eins og ég hefði gjarnan viljað. Þegar ég var ung- lingur stundaði ég mikið íþróttir, þá var nú ekki sjónvarpið svo að unglingarnir sncru sér frekar að einhverri kvöldiðju. Ég fór að stunda sund, og gekk í sundfélagið Ármann. Ég syndi rcyndar cnn, og við hjónin bæði, við reynum að komast daglega í sund. Einnig keppti ég í boxi og hlaupum cn svo hætti ég öllum íþróttaiðkunum strax og ég fór að blása - þá fór maður nú bara að blása! En ég keppti á fyrsta íslands meistara- móti unglinga í frjálsum íþróttum. Svo var ég þrjú ár í boxinu, kcppti þrisvar og vann þrisvar og enginn lá í gólfinu. Það fannst mér nú best." - í símaskránni stendur „Sjá Tún- þökur“ við nafnið þitt - hvað á það að „Þetta er nú svona smá fjölskyldufyrir- tæki sem við höfum rekið í nær tuttugu ár. Þar sameinar maður eitt áhugamálið vinnunni við það, en það er útivera. Tveir synir okkar eru nú mest með þetta núna, en við kaupum tún eða ofanristur af bændum í nágrannasveitum Reykja- víkur og scljum hcr í bænum." - Er þetta góður bísness? „Þetta eru nú varla nein uppgrip, en gætu sjálfsagt verið það ef við snerum okur að þessu í alvöru. Við eigum bara lítinn vörubíl og eina litla vél til að skera og svo hendurnar. Enda höfum við aldrei stefnt að því að verða rík af þessu. En þetta er ágætis sumarstarf. Við fáum tveggja mánaða sumarfrí í Sinfóníu- hljómsveitinni og mér er óhætt að eyða hluta af því í túnþökurnar. Ég hef tekið svona mánuð í þetta en svo verður maður að byrja að hita sig upp aftur til þess að vera í góðu formi þegar æfingar hefjast að nýju hjá hljómsveitinni." - Þið hafið þá ekki haft inikinn tíma tii fcröalaga? „Við hjónin höfum farið fjórum sinn- um saman í sumarfrí til Ameríku, í heimsókn til yngsta sonar okkar sem er þar við nám í básúnuleik. Síðan höfum við farið tvisvar sinnum með Lúðrasveit Reykjavíkur til Kanada, 1972 og 1975, en ferðin 1972 var fyrsta sumarfrí Ingi- bjargar. Svo fórum við líka með Sinfóníuhljómsveitinni til Austurríkis árið 1981." Nú er kominn tími til að slá botninn í spjallið því að Björn er að verða of seinn í kennsluna í Tónlistarskóla Garðabæjar og Ingibjörg er að verða of sein í bankann - það er hún sem sér um daglega reksturinn eins og áður segir. Og ég spyr hana að lokum hvernig hún kunni við að búa svona alveg í miðbæn- um. „Ég hef alltaf átt heima í miðbænum - í gömlum húsum - nema í fjögur ár.' Ég get hvergi hugsað mér að búa nema í miðbænum. Við höfum nú búið hér síðastliðin 23 ár og hér er ég ánægðust vegna þess að hér er ég næst Lækjar- torgi." - sbj. þýða? ■ Hér cru Ingibjörg og Björn ásamt börnum sínum fimm, barnabörnunum níu og tengdadætrum. Börnin eru: Gunnar, sem er prestur og sellólcikari; Björn, verslunar- og slagverksmaður; Ragnar, búfræðingur og framreiðslumaður; Ragnheiður, optikcr og Oddur, sem nú dvelur við nám í básúnuleik í Boston í Bandaríkjunum. líka, en reyndar heyri ég lítið af henni. Öðru hvoru heyrir maður þó alltaf eitthvað í útvarpinu. Poppið virðist í miklum uppgangi cins og sést best á velgengni Mezzoforte, sem mun vafa- laust rcka á eftir næstu mönnum og hvetja þá til dáða. En svo er líka ákaflega mikiö af lélegri popptónlist, nú cr orðið svo auðvelt að gefa út plötu að það eru ekki cndilega gæðin sem ráða. Ég gcri ráð fyrir að í framtíðinni fari allt á plötur og kassettur, sumu mætti alveg sleppa en það á nú líka við um ýmsar gamlar plötur." „06 SVO FÓR ÉG AÐ BLÁSA...” Frá Flensborgarskóla Flensborgarskóli er framhaldsskóli sem starfar eftir Námsvísi fjölbrautaskóla. Þar er hægt að stunda nám á eftirtöldum námsbrautum: Eðlisfræðibraut Félagsfræðabraut Fiskvinnslubraut Fjölmiðlabraut Fleilsugæslubraut íþróttabraut Latínu- og sögubraut Málabraut Náttúrufræðabraut Tónlistarbraut Uppeldisbraut Viðskiptabraut. Umsóknir nýrra nemenda um skólavist þurfa að hafa borist skólanum í síðasta lagi föstudaginn 3. júní n.k. Innritun í Öldungadeild skólans fer fram eftir 15. ágúst og verður nánar auglýst síðar. Skólameistari I Westinghouse hitavatnsdunkar Höfum fyrirliggjandi Westinghouse hitavatnsdunka í 4 stærðum: TR 221 20 gallon - 80 lítrar TL 522 52 gallon - 200 lítrar TL 622 66 gallon - 250 lítrar TL 822 82 gallon - 300 lítrar Vandlátír velja Westinghouse KOMIÐ-HRINGIÐ-SKRIFIÐ við veitum allar nánari upplýsingar. Kaupfélögin um allt land Véladeild Sambandsins Ármúla 3 Reykiavik Simi 38900

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.