Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 12
ti' *■ í FRAM í DAGSLJÓSIÐ Þorsteinn Antonsson skrifar um nýtt ritgerdasafn Gore Vidal þar sem m.a. er fjallað um samkyns- hneigð + a forvitnilegan hátt Gorv Vidal í auguin bandaríska tviknarans l)avid Lvvinv. Gore Vidal. Pink Tríangle & Ycllow Star (Bleikur þríhyrningur og gul stjarna). Granada. 1982. Kitgeröir 1976- 1982. 350 síður. Bókaverslun Máls og menningar. Heiti bókarinnar vísar til einkcnnismerkja Gyðinga og homma í útrýmingabúðum nas- ista í síðari heimstyrjöldinni. ■ Gyðingaþjóð, þetta hrakta fólk, var herleidd af Mesapótamíumönnum 538 f.K. og gerð að undirmálsfólki í Babý- lon. Kyrus Persakonungur hinn mikli lagði Babýloníuborg undir sig 538 f.K. Kyrus var umburðarlyndur og gaf Gyð- ingum frelsi. Ungmenni meðal þeirra höfðu þá stundað svallhof Babýioníu- borgar og því var það að Gyðingum þótti að svo komnu við hæfi að styrkja siðferði sitt. Við bættist að þeim þótti ólíklegt að ógæfan hefði dunið ylir þá með þcim hætti sem hún gerði og leiddi til herleið- ingarinnar ef þeir hefðu verið vandaðri í viðmóti um þær mundir. Af þessum ástæðum tveim var rit Gamla testament- isins Levitikus sett saman - Vegurinn til heilagleika. í því riti er lögð áhersla á rétta breytni í kynferðismálum, einkum er samkynshneigð fordæmd. Síðan þá hcfur gyðingdómur og sú mcnning sem af honum er sprottin talið samkyns- hneigð glæp, ódyggð, sjúkdóm, skrifar Gore Vidal. Babýloníumenn dýrkuðu gyðju eina sem hafði mikla velþóknun á fjölbreyti- legu kynferðislegu samneyti, sama gerðu margar aðrar þjóðir í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og bar gyðjan ýmis nöfn eftir því hver þjóðin var, Kybel, Astarte, Diana, Anahita. Gyðingar töldu sínum átrúnaði ógnað af þessu og frjálsræði í kynferðismálum varð í vitund þeirra trúarvilla, dýrkun á gyðjunni miklu. I Levitikus cr ekki átt við kynferð- isathafnir út af fyrir sig heldur þær sem hafðar eru í frammi til vegsömunar gyðjunni miklu. En gyðjan gleymdist og þar með þessi afmörkun. Ritið Levitikus varð hið fyrsta margra barátturita jiddísk- krístinnar menningar gegn sjálfsákvörðunarrétti manna í kyn- ferðismálum. Páll sá sem mest aílra manna stuðlaði að útbreiðslu kristinnar trúar byggði hugmyndir sínar um „kyn- villu“ á þessu riti, gaf orðinu merking- una. í þessu sambandi er vert að minnast þess að kristni er jiddísk trúarvilla og sameignarhyggja (kommúnismi) er kristin trúarvilla. Hreintrúaðir (Púrítan- ar) mótuðu löggæsluhætti í Bandarík- junum þar sem ofsóknir lögreglu á hendur hommum og vændiskonum hafa lengi verið taldar sjálfsagt mál. í Rúss- landi nú um stundir búa hommar við sömu kjör og þeir gerðu í Vestur Evrópu fyrir byltingu sameignarsinna þar í landi. Slæm, vægast sagt. Höfundurinn veikur fyrir málefninu Gore Vídal er dálítið veikur fyrir málefninu og kemur víða að því í ritgerðum sínum sem annars fjalla um hin margvíslegustu efni. En sjálfur er hann hinseginn, skiljið þið? Hann vitnar í heimspekinginn Platon (Symposium): „Hagsmunir ríkisvaldhafa eru að þegn- arnir séu andlega vannærðir og að þeir bindist ekki sterkum vináttu- eða sam- takaböndum slíkum sem ást umfram öll önnur stefnumið er líkleg til að efla, lexía sem reynslan kenndi hinum aþen- sku harðstjórum,- ást Aristógetonsog staðfestu Hermodíusar fylgdi afl scm velti þeim af stóli". Með þessum síðustu orðum á Platon viö elskendur - tvo karlmenn - sem áttu hlut í að svipta harðstjórana í Aþenu völdum. Spart- verjar og Þebumenn héldu úti her- deildum samkynshneigðra manna, töldu að þar með styrktist baráttuhugur her- mannanna og samstaða. „Látið mig fá her ástfanginna manna og ég skal sigra heiminn", sagði Napóleon. Og konan hefur verið álitin eign karlmannsins. Vera kann að fcðravcldi gyðingdómsins sé orðið til við byltingu karlmanna gegn mæðravcldi forns akur- yrkjusamfélags, samfélagsforrrii sem víðast hvar leiddi af dvínandi gildi veiðimcnnsku til öflunar lífsviðurværis, gildi konunnar óx er upp voru tcknar friðsamlegri aðferðir til þess arna. Gyð- jngar fundu sér leið til að snúa slíkri þróun við liver sem ástæðan var. „Ég þakka þér guð fyrir að hafa ekki skapað tuig konu”, segja karlmenn meðal Gyð- inga í bænum sínum. Ogsiðaregla hinna kristnu safnaða: „Eiginmaðurinn er höfuð konunnar, jafnvel í svo ríkum mæli sem Kristur er höfuö kirkjunnar". Karlremba Javes sjálfs er ósmá. Frjálst kynlíf ógnar kirkju og ríkisvaldi Petta þrennt, útskúfun samkyns- hneigðra, siðferðislegt og jafnvel laga- legt bann við lauslæti og forsjárréttur karla yfir konum, í sem fæstum orðurn sagt miðstýring kynlífs fólks í samfélagi, þetta sérkenni gyðingdóms og kristinn- ar kirkju hefur freistað ríkisvaldhafa til að taka kirkjuna í faðm sinn. Það er erfiðara að hemja homma en mann sem lifir í samræmi við hefðbundið kynhlut- verk sitt. Sá sem tekur seint upp sambúð er líklegri til að skapa valdhöfum vanda en hinn sem gerir slíkt snemma á lífsleiðinni, á fyrir fjölskyldu að sjá. Áhersla á mikilvægi kjarnafjölskyldunn- ar er jafnan ein grein íhaldsamrar stjórn- málastefnu, aðferð til að hafa hemil á atvinnustéttunum og neytendum yfir- leitt. í raun réttri er fjölskyldumaðurinn þræll atvinnu sinnar og neysluvenja, áberandi nú um stundir, en stefna vald- hafa, sama hverra, sáma á hvaða tímum, hefur verið að styrkja fjölskylduböndin ef þeir hafa viljað ná tökum á neysluhátt- um og stuðla að verkþægni. Frjálst kynlíf er ógnun við slíka yfirráðasemi. Kristin kirkja og íhaldssamir ríkisvald - hafar tóku upp stuðning hvorir við aðra og þar með varð til afl sem nægði til að svipta vestrænni menningu út úr víta- hring hefndarskyldunnar og valda þeirri þróun sem orðið hefur fram til sósíal- ískra sambúðarhátta nútímans. Hvers vegna er einn maður hommi en annar ekki? Hvers vegna er einn maður hommi annar ekki? Gore Vidal heldur því fram að ekki sé flóknara mál að svara þessu á annan veginn en hinn, í hvorugu tilvik- inu sé ástæða til að ræða um óeðli, öfughneigð og síst um kynvillu. Freud, sem olli byltingu í viðhorfum manna til kynlífsins, skilgreindi kynvillu sem hverja þá kynhneigð er ekki hefði fjölg- un að markmiði. (Forvitnilegt væri að vita hverskonar kynlífi Freud lifði). Þessi austurríski sálfræðingur, sem samdi fræði sín í siðferðislegri uppreisn gegn spillingu samborgara sinna í Vín, tók sér þar með stöðu meðal hinna fyrirferðamiklu frumkvöðla jiddísk - kristinnar siðhyggju: viðfangsefni hans yfirleitt að koma vísindalegu orðalagi á boðskap spámannanna. Þá sjaldan að getnaður er markmið kynlífs er hann hliðarspor. Að þessu leyti eru menn einsdæmi meðal lífvera og skemmtileg er sú kenning sem lýsir því að einmitt þessi hæfileiki hafi gert menn að því sem þeir eru, náttúruvalið hafi séð til þess að þær formæður mannkynsins sem móttækilegastar voru fyrir áleitni karl- dýrsins hafi þar með notið mestrar aðhlynningar fyrir sig og afkvæmi sín og bjargast af en hinar síður. Ef þessi kenning er talin gild eru menn afkom- endur slíkra formæðra og ekki við öðru að búast en að með tíð og tíma hafi kynhvötin orðið sérlega órætt og sívirkt einkenni mannsins. Homrnar hafa ekkert sálfarslegt ein- kenni sem á við um alla, ekki fremur en hinir sem ekki eru kenndir við kynhegð- un sína. Tilefnið liggur ekki í vitlausri hormónastarfsemi heldur, ef einhver skyldi halda það. Né hafa síðustu kann- anir, ítarlegri en nokkrar hinna fyrri, leitt í ljós aðvisstegund fjölskyldubanda sé líklegri til að valda samkynshneigð en önnur (t.d. of náið samband barns við ráðríkt foreldri af gagnstæðu kyni). „Kynvilla" var ekki ein af ástæðunum fyrir hruni Rómaveldis hins forna né við hæfi að telja slíkt líferni til hnignunar- einkenna þess. Á uppgangstímum þess, þegar hernaðarandinn var sem brattast- ur, var slík hegðun höfð í hávegum, einkum innan hersins. Homminn er fæddur svona, skrifar Gore Vidal, stór- fróður um efnið. Við erum öll blendingsverur Og hann heldur áfram. Við erum öll blendingsverur, kynhneigð okkar flestra beinist meir að öðru kyninu heldur en hinu en tvímælalaust í einhverjum mæli að hinu kyninu líka. Einstaklingurinn á kosta völ en þvinganir, s.s. samfélags eða siðferðis yfirleitt í þessu efni eru aðeins til bölvunar. Við getum beint kynhvöt okkar í ákveðinn farveg en ættum að velja eingöngu út frá þekkingu okkar á sjálfum okkur. („Ég sakna Tootsie", sagði hún. „Hún er hér“, sagði hann og benti á sjálfan sig ). Samkynshneigðir karlmenn eru ekki fremur kvenlegir en hinir sem fara troðnar slóðir. Sama gildir þá auðvitað um konur. Gore Vidal vísar til þeirrar staðreyndar að mikil karlmenni (s.s. Ríkharður Ljónshjarta) lögðu sum hver eingöngu lag sitt við kynbræður sína, nutu sín einfaldlega ékki méð konum vegna þess að þeir fundu enga sem gat strítt gegn þeim - þar með æst kynhvöt- ina. Sambúð homma (orðið nær jafnt yfir konur sem karla) er ekki flótti frá veruleikanum og þá ekki hinu kyninu, slíkt fólk er góður félagsskapur hverjum sem er vegna þess einmitt að það er trútt sjálfu sér. Fólk sem ekki dregur dul á samkynshneigð sína er ekki þar með að ögra eða berjast gegn gagnstæðri kyn- hneigð samfélagsfólks síns, það á því rétt á að fá að vera í friði. Drykkju- skapur, sjálfsmorðsárátta, útúrboru- háttur, sjálfshatur samkynshneigðs fólks er ekki hirting náttúrunnar á þeim sem hefur brotið lögmál hennar, þvert á móti er ástæða til að ætla að maður með títtnefndar hneigðir sé ekki síður nátt- úrulegur en aðrir og eigi hann við eitthvert þessara vandamála að stríða eða öll stafar það tvímælalaust af þrýst- ingi samfélags hans á hann að hann lifi með þeim hætti sem honum er ekki eðlilegt. Þarna hitti Gore Vidal naglann á höfuðið. Samkynshneigðar mannesk- jur hafa gegnt mikilvægu hlutverki við viðhald og þróun samfélags síns, viður- kenndu meðal þjóðflokka sem búið hafa við annarskonar menningu en kommi- sarsins, prestsins, rabbíans. Völvan, skemaðurinn; ég minni á Seif. Fráleitt að flokka fólk og dæma eftir kynhneigð þess Það er tvímælalaust fráleitt að flokka fólk eftir kynhneigð þess og dæma það eftir henni. Aðlögunarhæfni manns kemur skýrast fram í kynlífi hans og nánast hvaðeina getur orðið að vana- bundnu viðfangi á því sviði. En það er vafasamt að ætla manninn fyrirfram blending milli tveggja kynferða sem séu í hreinni mynd aðeins draumsýn hans sem aldrei geti fyllilega orðið að veru- leika. Miklu fremur við hæfi að álíta hverja manneskju veru sem sé fjölræðust í kynlífi sínu og hljóti því vísvitað að velja sér viðfang - og þá fyrir aðhald annarra meðan hún hefur ekki vit fyrir sér sjálf, þ.e.a.s. sem barn og sem unglingur. Og það hlýtur að vera mestur ávinningur í að lifa í samræmi við sköpulag sitt. Ég hef kosið að draga saman einn efnisþátt ritgerða Gore Vidal í bókinni „Pink Triangle & Yellow Star“, þessa baráttuglaða höfundar. I bókinni eru 18 ritgerðir, tvær fjalla um kynferðismál. Hinar um bókmenntalegt efni og stjórnmál, einkum í Bandaríkjunum og sögu þeirra. „Sú ein tegund hugrekkis, sem máli skiptir jafnt í stjómmálum sem „lífinu sjálfu“ ersiðferðislegt hugrekki", skrifar höfundurinn. Og líklega hefur enginn Bandaríkjamaður reist þjóð- félagi sínu aðra eins níðstöng og hann með skrifum sínum um ástandið þar í landi frá stríðslokum fram á þennan áratug. Skarpskyggnin er ekki síðri en sú sem sjá má af samantekt minni hér að framan, háðið miklu meira, þekking á gangi mála á yfirborðinu ærin. Og kafar svo niður að orsakasamhengi sem sjald- an kemur fram í dagsljósið. I þessari bók fjallar hann um tengsl kaupsýslu við þingmennsku, söfnuði, herforingja, jafnvel herskóla. Hergagnaiðnaðarins, kaldastríðsáróðurs og kommagrýlu. Gore Vidal berst í nafni heilbrigðrar skynsemi gegn fjarstæðum sem hann telur einkenni og afleiðingu þjóðfélags- kerfisins bandaríska sem hann telur á helvegi. Hann býr á Ítalíu og í bókinni er grein um ástand þjóðmála þar. Þess utan ævisögur 'og ævisögubrot og bók- menntagagnrýni einstakra manna. Margt af því heldur óskemmtileg lesning, tókst betur upp áður, (Matters of Facts and of Fiction. ’73—’76).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.