Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 24

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 24
SUNNUDAGUR 29. MAÍ 1983 24 Swtiiw heimsókn ■ Uti í gariti á Bókhlöðustígnum. I’au hjónin standa hér við eina húsið sem Björn hefur byggt! honum voru boðin, ekki verið nóg góð. Hljóðfæraleikur hefur aldrei verið sér- staklega hátt metinn á íslandi og hann hefur sjálfsagt fengið betra tilboð frá Svíþjóð, en þangað fór hann eftir vcru sína hér. Sonur hans Ib. sem þá var sex eða sjö ára gamall, er nú orðinn mjög þekktur hornleikari og hefur kom- ið hingað þrisvar eða fjórum sinnum og haldið hér tónleika. Wilhelm Lansky Otto hefur einnig komið hingað, líklega tvisvar sinnum. Ég fór síðar í Tónlistarskólann í Reykjavík og var þá tvo vetur að læra hljómfræði hjá Jóni Þórarinssyni." - Er algcngt að tónlistarfólk leiki á fleiri en eitt hljóðfæri? „Ég held að það sé algengt að fólk læri á píanó jafnframt, það er nú víst kallað að læra á hljómborð núna. Sjálfsagt er það til að auðvelda fólki almennan nótnalestur, en með píanóleik nemur maður grundvallaratriðin í nótnalestri. Einnig er mjög þægilegt að kunna að spila á píanó, t.d. til þess að geta spilað undir fyrir nemanda á einleikshljóðfæri. Það kemur sér einnig oft vel að kunna á píanó. Ég man t.d. að mamma skrifaði mig inn í stúku þegar ég var strákur og ég var ekki búinn að sitja marga fundi þegar í Ijós kom að ég kunni á píanó. Og það skipti engum togum - ég var umsvifalaust gerður að organista! Ég fór ekki til náms erlendis fyrr en ég var orðinn þritugur, þá fór ég til Bandaríkjanna. Par hitti ég menn sem léku með Philharmoníuhljómsveit New York borgar og fyrsti básúnuleikari þeirra tók mig í tíma í básúnuleik. Ég var hjá honum tvö sumur, hátt á þriðja mánuð fyrra sumarið en seinna sumarið var ég stutt, ekki nema þrjár vikur. - Varstu farinn að spila með hljóm- sveituin á þessum tíma? „Já, já, við vorum farnir að koma saman svona um það bil 40 manns, V Þann 16. þessa mánadar vöknuðu íbúar við Bókhlöðustíg í Reykjavík og í næsta nágrenni árla morguns við drunur miklar en ómþýðar þó. Þar voru nefnilega komnir félágar úr Lúðrasveit Reykjavíkur að heiðra félaga sinn, Björn R. Einarsson, sextugan. En Björn hefur, eins og fíestum er efíaust kunnugt, blásið í básúnu með ýmsum hljómsveitum um áratuga skeið. Helgar-Tíminn mætti í afganginn af kransakök- unni hjá Birni og eiginkonu hans, Ingibjörgu Gunnarsdóttur, og átti við þau nokkur orð. Björn er borinn og barnfæddur Reykvíkingur, sonur Ingveldar Björnsdóttur og Einars Jónssonar hárskera, sem nú er látinn. Og þá er komið að hinni óhjákvæmi- legu upphaísspurningu þessa samtals: Hvenær kviknaöi tónlistaráhugi þinn Björn? „Hann var nú eiginlega látinn kvikna þegar ég var smástrákur. Þá fór mamma að kenna okkur systkinunum þremur dálítið á píandog að lesa nótur. Hún fór þá sjálf að læra að spila á píanó, en markmið hennar mcð sínu námi var að kenna okkur krökkunum. Ilún spilaði talsvert og kcnndi okkur fyrstu árin. Síðan fór ég í einkatíma í píanóleik, líklega hef ég'verið sjö eða átta ára þegar ég byrjaði. Tónfræðina lærði ég einnig í einkatímum fyrst hjá Karli O. Runólfs- syni og síðar hjá Róbert Abraham Ottóssyni. Ég var svo kominn um fermjngu þegar ég byrjaði að blása. Karl O. Runólfsson kenndi mér fyrst á trompett einn eða tvo vetur. Hann hafði þá forskóla fyrir lúðrasveit þar sem hann kenndi riokkr- um unglingum. Ég hélt svo áfram að leika á trompettið þar til ég var 16 eða 17 ára, en þá kom hingað þýskur stjórnandi aö lúðrasveitinni sem réð því ciginlega að ég fór að blása í básúnu. Þetta var árið 1936 og maðurinn var Albert Klahn, en hann var að flýja nasismann í Þýskalandi, ásamt fjöl- skyldu sinni. Konan hans var gyðingur. Þau hjónin réðu sig sem hljóðfæraleikara á Hótel Borg, hann á fiðlu en hún á píanó. Auk þess stjórnaði hann Lúðra- sveit Reykjavíkur. Og hann kenndi mér sem sagt á básúnu en aðalástæða þess að hann byrjaði á því var sú að það vantaði básúnu í lúðrasveitinai Albert Klahn kenndi heilmikið á sinni tíð, yfirleitt öllum þeim ungu mönnum sem þá höfðu hug á að læra á málmblásturshljóðfæri. Um þessar mundir var maður líka farinn að huga að ævistarfinu og ég ákvað aö hefja nám í hárskeraiðn. Þá geysaði styrjöld í Evrópu og hingað var kominn her. Hermennirnirstofnuðusín- ar hljómsveitir, fyrst þeir ensku og síðan kanarnir og þá kynntist maóur þessum hljóðfæraleikurum. Einn þeirra fór t.d. að kenna mér.á básúnu og við spiluðum þá bara saman á rakarastofunni á kvöldin. Við höfðum tekið okkur saman tveir rakarar og farið að vinna á stofu hjá amcríska hernum í kampi sem stóð þar sem Háskólabíó er núna á bak við gömlu útvarpsstöðina. Við unnum mjög sjálf- stætt á þessari stofu, það var í rauninni eins og þetta væri okkar eigin stofa, en herinn útvegaði öll aðföng. Þetta var officerakampur og þeir komu þarna einu sinni í viku til að láta snyrta sig. Ég starfaði sem sagt lítils háttar að iðninni eftir að ég lauk sveinsprófinu en þó nóg til þess að fá meistaratignina. „Hljóðfæraleikur ekki sér- staklega hátt metinn á Is- landi“ Á þessum árum kom einmg til landsins tónlistarmaður og kennari frá Dan- mörku, Wilhelm Lansky Otto hornleik- ari. Hann var ráðinn til Tónlistarskólans í Reykjavík, til þess að kenna á píanó. Hann kenndi mér líka á básúnuna en ég fór jafnframt í píanótíma til hans. Hann lék einnig í útvarpshljómsveitiiftii, sem var fyrirrennari hinnar eiginlegu Sinfóníuhljómsveitar. Það var mikil synd að við skyldum missa hann af landi brott, en líklega hafa þau kjör sem Helgar-Tíminn ræðir við Björn R, Einarsson básúnuleikara og eiginkonu hans, Ingibjörgu Gunnarsdóttur þremur til fjórum árum áður en Sinfóníuhljómsveitin var stofnuð, og halda tónleika, stundum meira að segja með kór. Þetta var hinn árlegi viðburð- ur. Ég man t.d. eftir tónleikum í Trípolíbíói, sem var einn af bröggunum sem tilheyrðu kampinum á Háskóla- svæðinu, og einnig í Fríkirkjunni. Svo settum við saman hljómsveit,sem hlaut nafnið Hljómsveit Björns R. Ein- arssonai, nokkrir strákar árið 1945. Það voru þeir Árni ísleifsson á píanó, Axel Kristjánsson á gítar en hann var þá að læra til loftskeytamanns, Guðmundur bróðir minn spilaði á trommur, Haraldur Guðmundsson lék á trompett en hann var þá að læra prent. Haraldur var lengi setjari hjá Þjóðviljanum, en síðast var hann með prentsmiðju austur á Nes- kaupstað, þar til hann lést í fyrra. Nú, Gunnar Egilsson spilaði á klarinett og ég á básúnu. Þetta var fyrsta hljómsveitin hér á landi sem hafði þá hljóðfæraskipan sem oft gengur undir nafninu dixieland- hljómsveit." „Nú hættir maður bara að raka“ „Við byrjuðum að æfa um mánaðamót- in september/október og fengum vinnu strax í nóvember. Ég var þá að ljúka ■ Mvnd þessi er tekin á tónleikum Lee Conitz og Tyree Glenns í Austurbæjarbíói. Guðmundur R. Einarsson lék á trommur, Jón Sigurðsson á bassa, Magnús Pétursson á píanó, Tyree Glcnn á básúnu, Björn á básúnu, Jón Sigurðsson á trompett og Gunnar Ormslcv á tenórsaxófón. Upptöku á þessum flutningi mun vera að finna á plötunni Jass í 30 ár. Ljósm. G.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.