Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 7
7 Þemað er menntun „Rúnar tekur síðan við af Steinaspili með einþáttungnum Skýrsla flutt aka- demíu eftir Franz Kafka. Þetta er upphaflega smásaga um apa sem flytur fyrirlestur í háskóla. Þegar apinn held- ur fyrirlesturinn eru fimm ár liðin frá því að hann var fangaður og slitinn úr upprunalegu umhve fi sínu. Hann lýsir fyrra lífi sínu sem apa og segir síðan frá reynslu sinni í mannfé- laginu. Fyrirlesturinn fjallar aðallega um menntun og þroska, til hvers við lærum, hvernig við gerum það og hvert það leiðir okkur. Um leið er hann að vissu leyti ákveðin þróunarsaga mannsins. Þetta er mjög margræður fyrirlestur og er ymprað á ýmsum hugmyndum. Að loknu eintali apans tekur við verkið Aðeins eitt skref eftir spænska tónskáldið og kennarann Luis de Pablo, flutt af Kolbeini og Jóhönnu V. Þórhallsdóttur. Verkið greinir á yfir- borðinu frá átökum kennara og nem- anda. Kennarinn er harður og beitir ýmsum aðferðum til að kúga nemand- ann. Því er haldið fram í verkinu að allt nám feli í sér kúgun og að kennslan byggi á kúgun en þá staðhæfingu hefur apinn reifað áður í fyrirlestri sínum. Þetta er mjög óvenjulegt verk fyrir tónlistarfólkið og sérstaklega krefjandi fyrir söngkonuna sem þarf að fást við gífurlega mikinn leik í þessu verki. Auk þess að syngja þarf hún að hlaupa, tala, stjórna eins og hljóm- sveitarstjóri og öskra. Þetta bætir fleiri víddum við hlutverk tónlistarfólksins sem verður að fara út úr því mynstri sem þau eru vön og takast á við aðra tjáningarmiðla." - Hvers vegna völduð þið þetta þema? „Við - Kolbeinn, Jóhanna og Rúnar - vorum með þessa sömu hugmvnd en þó sitt í hvoru lagi. Síðan sáum við að þetta passaði mjög vel saman og erum sífellt að sjá það betur og betur. Síðan kom Steinaspil sem mjög jákvæður tónn inn í þetta. Þetta þema, menntun, hlýtur að henta Stúdentaleikhúsi mjög vel þó að við höfum nú eiginlega slysast til að vera með þetta öll saman. En síðan er ýmislegt fleira undir yfirborðinu, það má túlka þessi verk á allt annan hátt, t.d. sem frelsi og aga í einni persónu, muninn á austri og vestri eða svoköll- uðum frumstæðum þjóðfélögum og vestrænni menningu, nú eða bara sem innri baráttu einstaklingsins," sögðu Listatrimmararnir um leið og þau trimmuðu til æfinga - nú má engan tíma missa en: það ku vera hollt að trimma... - sbj Spilar þú með? Gleymdu þá ekki gíróseðlinum. LUKKULEIKUR. HAPPDRÆTTI SLYSAVARNAFÉLAGS ÍSLANDS. SHLAR ÞÚ MEÐ? (E3 VTÐÞÖRFNUMSTÞÍN- ÞÚOKKAR STORGLÆSEjEGIR MAZDA BÍLAR Lukkuleikurinn snýst um það hverjir hreppi 5 Mazdabíla, þ.á.m, þrjá Mazda 626, þessa frœgu,og 120 ELECTROLUX ÖREYLGJUOFNA Allir þessir vinningar eru skattfrjálsir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.