Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 29. MAÍ1983 ■ Það sáust þök eins langt og augað eygði. Svo voru hér spanskgrænir og tignarlegir turnar. ■ LiTverðirnir við Amalienborg. ■ Hafmeyjan; fíngerð koparstytta á steini. rauðar kinnar hans er hann rétti kúnna innpakkað kjötið yfir búðarborðið. Maður stóð á götunni og spilaði á gítar og söng Bob Dylan. Fólk henti smápcning í gítartöskuna. Einn af þeim sem lifðienn íblómabyltingunni. Hippa- klæddar stúlkur höfðu.breitt teppi á gangstéttarhellurnar og raðað indversk- um hálskeðjum, armböndum ogsvoleið- is til að selja. Það lak af manni.svitinn, mér hitnaði á göngunni og varð að halda á jakkanum. Á Strikinu er allskonar fólk, negrar, Kínverjar, Japanirogmað- ur heyrir ýmis tungumál. Maður í Sherlok Holmes klæðnaði gekk hjá. Ég sá bregða fyrir frægum leikara úr Áfram- myndunum. Túristar voru að þvælast með kort og myndavélar. Bakpokaferðalangar þrömmuðu um í fjallgönguskóm. Stund- um heyrði maður óm af íslensku. Fólk sat á útikaffihúsum, drakk öl eða var að borða spagettí. Ég sá mann klæddan víkingaklæðnaði, standandi fyrir utan verslun eða eitthvað og með auglýsinga- spjald. Ekki hefur það veri skemmtileg atvinna. Annan sá ég sofandi í blóma- beði með tóma vínflösku við hlið sér. Þarna var selt grænmeti í tjöldum og blóm á miðri götunni. Á veturna, þegar kalt er í veðri er hægt að fá bakaðar kastaníuhnetur, sjóðandi heitar. Það er Indverji sem situr kappklæddur og grillar hneturnar jafnóðum. Talar framandi tungumál. Fjölskrúðugt mannlífþarsem hver hefur sínu hlutverki að gegna. Allir hafa hlutverk, það er bara að finna það. í turninum Næst komum við út á Ráðhústorgið. Það er stórt torg við endann á Strikinu þar sem fullt er af dúfum, pylsuvögnum og strætóum. Upp á húsunum eru ljósa- auglýsingar, blikkandi dag og nótt.-Við æddum í átt að ráðhúsinu, sem er svaka stórt, raðað úr steinum og steinandlitum utan á. Ætluðum við að fara upp í ráðhústurninn og sjá yfir. Stór hópur af fólki lagði af stað upp tröppurnar á fleygiferð eins og það ætti lífið'að leysa. En ég tók því rólega. Þessir túristar flýta sér alltaf að líta það merkilegasta augum, ekki til að sjá og njóta, heldur til að geta sagst hafa séð. Það kostaði tvær krónur að fara upp. Ég hafði derið fyrir augunum og tók eitt þrep í einu. Brátt þrengdist stiginn og æ meir eftir því sem ofar dró. Þetta voru steinþrep og minntu á Hróa Hattar myndirnar. Ég furðáði mig á því hvað Danir voru lagnir við að raða saman steinum. Allt í einu var ég kominn upp í turninn. Þar var hífandi rok. Hárið á fólkinu þeyttist upp. Krakkarnir spurðu af hverju ég hefði verið svona lengi, lögðu af stað niður og ráku á eftir mér. Djöfulsins læti. Til hvers að príla upp og gefa sér ekki tíma til að skoða. Það sáust húsþök eins langt ogaugað eygði. Einnig út við sjóndeildarhringinn. Flest þökin voru Ijót, brött og í mótsögn við hvort annað. Fullkomin óregla. Á þökunum voru brúnar leirhellur. Ein og ein blokk eða háhýsi sást í fjarska. En svo var mikið af tignarlegum, oddhvössum, spanskgrænum turnum. Falleg sjón. Kaupmannahöfn er stundum kölluð borg turnanna, sá ég nú hversvegna. Ég fylltist lotningu. Strætó var lengst fyrir neðan og fólkið eins og maurar. Mig sundlaði. Þorði ekki að líta niður nema halda mér fast. Þarna var einkennisklæddur vörður, sem fylgdist með að enginn fleygði sér niður. Tívolí var lokað og laufblöðin á trjánum byrjuð aö gulna. Þarna stóð ég í rokinu og horfði yfir þessa risastóru borg. Ég varð heillaður. Þetta var stórkostlegt. Öll þessi hús. Þetta höfðu mennirnir byggt í sameiningu og hver þjónað sínu hlutverki. Ég gat ímyndað mér allan þennan mannfjölda. Þarna voru bakar: ar, smiðir og slátrarar, bruggarar, slökkviliðsmenn og rafvirkjar, banka- starfsfólk, málarar og leikarar. Og ekki má gleyma mellunum. Hver þjónaði vissum tilgangi. Bakarinn bakar brauð, smiðurinn smíðar hús, leikarinn skemmtir öðrum. Allt er þetta eins og keðja. Auðvitað þurfti allt þetta fólk rithöfund sem skrifar sögur handa ríkum sem fátækum og færir gleði og afþrey- ingu. Ég leit yfir borgina í allar áttir. Vinnan er hálf ævin, hitt er svefn og hvíld. Þessvegna verður maður að vera í vinnu sem maður er ánægður í. Annars er ævin tóm leiðindi og kvöl. Hverjum kom það við þó ég vildi frekar safna andlegum auð sem ég gat geymt í hjartastað, heldur en vera í góðri stöðu með gott kaup svo ég gæti keypt allar heimsins lífsgæðamaskínur. Nei. Ég var skáld. Kominn í þcnnan heim til að krydda hversdagsleikann. Hver á að skrifa sögurnar og leikritin annar en ég. Skáldið skapar meira að segja atvinnu. Prenturum, setjurum, bóksölum, útgef- endum og gagnrýnendum. Hvaða vitleysa var í mér. Auðvitað var það hlutverk að vera rithöfundur. Þarna stóð ég innan um ókunnugt fólk að uppgötva nýtt líf og vörðurinn farinn að gefa mér illt uuga. Ég hljóp niður steinþrepin, kominn með nýja ákvörðun í hjartastað. Hugs- andi hvað lífið hefði verið snautt cf við hefðum til dæmis farið á mis við Bítlana, Chópin, Tolstoy, Strindberg eða Bob Marley. Ef einhver feitur karl með axlabönd hefði nú skipað þeim að læra eitthvað annað, bara af því hann var pabbi þeirra. Þau sátu á bekk niðri í ristastórum steinskreyttum sal og biðu mín. Öll með rauðu húfurnar sínar. Sumum var heitt á höfðinu og höfðu tekið þær ofan. En kaskeitið mitt var opið í skallann, bara der og teygja. Égsteinþagði, brosandi út að eyrum, líkt og ég væri nýkominn úr dönsku nuddi. Heimsúr Jens Olsens Við útganginn keyptum við aftur að- göngumiða og fórum að sjá Jens Olsens heimsúr. Sem er talið nákvæmasta klukkuverk í heimi. Ekkert sást nema heil glás af tannhjólum úr kopar inn í glerhúsi. Nokkrir pendúlar eins og hamr- ar í laginu slógu takt. Ég furðaði mig á því hvað úrsmiðurinn hafði verið klár að geta mælt tímann með öllum þessum tannhjólum sem deildu sólarhringnum niður í mínútur og sekúndur og skeikaði ekki dropa. Að öll þessi tannhjól gerðu akkúrat þetta, frábært. Allar aðrar klukkur eru víst stilltar eftir þessari. Hvar væru mennirnir ef við hefðum ekki fengið þennan úrsmið? Pælið í því - ef honum hefði nú verið skipað að verða bakari eða gluggaþvottamaður. Allir stilltu úrin sín, hópmynd var tekin, síðan þeyst út. „Hvaða læti eru þetta?“, sagði ég. „Við verðum að hafa hraðann á ef við eigum að halda áætlun.“ Fyrir utan klifruðum við öll upp á H.C. Andersen styttuna og héngum í henni á meðan mynd var tekin. Svo æddum við inn í Glyptotekið; stórt safn, þar sem tvö Ijón standa fyrir utan. Þangað hafði ég oft komið. Þar voru allskonar myndastyttur og málvcrk. Þaö frábærasta voru múmíurscm voru vafðar inn í hvítan klósettpappír og lágu í steinkistum. Maður trúði því ekki fyrst að þetta væru alvöru múmíur síðan úr fornöld. En þau ætluðu aö líta á postu- línsvasa með djörfum myndum utan á. En svo var búið að flytja vasana á sýningu annarstaðar. Svo við þutum framhjá marmarastyttum og klöppuðum steinstúlkum á fallegar rasskinnarnar. Sumar voru of fallegar til að höfða til manns. í einum salnum voru brons- myndir. Dæmi um franska expression- isman. Þar var mannshöfuð sem stóð citt á stalli. Nefið á andlitinu var þræl beyglað. Það kvcikti forvitni mína. Fór að skoða. Því mcira sem ég skoðaði - því forvitnari. Ég var sannfærður um aö þessi maður hafði lifað í alvörunni. En hann hafði verið hræðilega Ijótur. Aum- ingja maðurinn. Þá var engin tækni til plastikskurðlækninga. Kannski hafði hann verið óvitlaus og kannski góðhjart- aður. Með nefið svona út á kinn hefur ekki átt sjans í ncina konu. Það hefur verið hræðilcgt fyrir hann að lifa svona. Mér fannst -þetta þrælgott. Ég 'dáöi listamanninn fyrir að segja mér sannleik- ann, þó hann væri Ijótur. Akkúrat svona sannleika vildi ég segja. Skrifa dæmi- sögur úr lífinu. Þau strunsuðu i gegnum sali og ganga. Ég var síðastur. „Komum og skoðum múmíurnar", sagði ég. „Það eru engar múmíur hér". „Vertu ekki með þetta rugl. Þú ert öðruvísi en aðrir, íslendingur.“ í mellugötunni Næst fórum við inn á Istedgötu, þar sem mellurnar eru. Þær standa út á götunni og.harka hvort sem það er rok eða rigning. Þarna voru allskonar gúmmíverslanir, þar sem seldur var gúmmíklæðnaður meðal annars. Boðið var upp á Pornóbíó, tattoveringu og klámblöð. Við sáum engar mellur, enda hábjartur dagur. Það getur líka verið erfitt að koma auga á þær ef maður er óvanur. Sumar líta ekkert öðruvísi út en aðrar konur. Við strunsuðum þarna í gegn. Ég var teymdur svo ég gæti ekki skoðað neitt. I hliðargötu var tekin hópmynd áður en við fórum inn á tyrkneskan restau- rant. Þar áttum viö að fá ódýran og góðan stcrkkryddaðan mat. En ég bað um pizzu. Þau gerðu grín aö þrjósku minni og sögðu að ég vildi alltaf vera öðruvísi en aðrir. Mig langaði bara í pizzu. Og nú vildi ég gera það sem mig langaði. Þetta var mitt fyrsta skref undan oki annarra. Pabbi hafði alltaf bannað mér að borða makkarónur heima, ef ég stalst til að sjóða mér nokkrar að nóttu þá var ég flengdur. Pizzan kom og var kúfaður diskur með pizzuræmum með ofsalcga miklum osti og allskonar kjöti og nammi. Besta pizza sem ég hafði smakkað í allri Kaup- mannahöfn. Þau urðu þræl forvitin og fengu að smakka bita og bita. Þarna slöppuðum við af nokkra stund, enda öll útkeyrö. Og ég svolgraði í mig nokkrum gómsætum bjórum. I fátæklegu hverfi gengum við inn í tyrkneska matvöruverslun. Strákarnir keyptu sér sérstaka sterkkryddaða spægipylsu. Þarna var hægt að fá ólífur scm voru í vökva í tunnu, líkt og síld. Mér finnst ólífur svo vondar. En þarna var hægt að kaupa næpur, þið vitið þessar hvítu. Fckk mér nokkrar, því í Danmörku fást ekki rófur. Það er ýmis- legt undarlegt étið í Tyrklandi. Loks fórum við í leigubílnum heim. Ég var sárþreyttur í fótunum og slæptur. En hafði lært eitthvað nýtt og hafði losnað við nöldrið hans pabba, sem bergmálaði í bakhluta hugans. Heimur- inn hafði not fyrir mig þó ég væri með þessa skáldadrauma. Ég var ákveðinn í að hætta tölvunámi þó ég missti vasapen- ingana. Ég meina - Chopin bjó í köldu og fátæklegu kiaustri á Spáni þegar hann samdi Sorgarmarsinn. Ég var til í að búa í kofa og lifa á rúgbrauði og súrmjólk ef ég bara gæti fengið að skrifa í friði. Það er alveg á hreinu að manni líður alltaf illa inn í sér ef maður gerir ekki að ævistarfi það sem mann sjálfan langar. Nú svo verða allir fallegri þegar þeir eru ánægðir. Eftir svona erfiða og örlagaríka bæjar- ferð er ekkert betra en að hátta ofan í rúm ef maður hefur vinkonu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.