Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 29. MAÍ1983 fæti ■ Elsta borg Þýskalands, Trier heldur upp á tvö þúsund ára afmæli sitt á næsta ári, og ef að líkum lætur, verður þar mikið um hátíðarhöld á því herrans ári. Skelfingar hvítvoðungur virkar nú bless- uð höfuðborgin okkar, Reykjavík þegar hún er borin saman við elstu borg Þýskalands, og þá á ég ekki bara við samanburð í aldri, en Rcykjavík mun vonandi halda upp á tvö þúsund ára afmæli sitt árið 3786, heldur á ég einnig við sögulegar menjar og arkítekúr, því Tríer hlýtur að teljast hinn ágætasti skóli í arkítektur, svo fjölbreytilegur er hann í borginni, og beinlínis frá öllum bygg- ingartímabilum. Ég fékk tækifæri til þess að heimsækja þessa fögru borg, nú í vor, ásamt nokkrum íslenskum kollegum mínum, og vorum við þar í góðu yfirlæti í boði Flugleiða og Þýska ferðamálaráðsins. Það er skcmmst frá því að segja, að Trier, að mínu mati, sameinar flest það sem borg þarf að hafa, til þess að laða ferðamenn að. Hún er stórkostlega falleg, fjölbreytileiki þess sem hún hefur Séð yfir Trier. ■ Rústir Rómversku baðanna - er GÖTUNAFN í TRIER, OG ER ÞAB SVO SANNARLEGA RÉTTNEFNI upp á að bjóða er mikill - verslanir eru fallcgar, með mikið og vandað-vöruúr- val, cnda fcr það orð af þeim, að sumir ferðamenn sem þangað koma (sagði leiðsögukonan okkur í Trier) einkum bandarískar konur segja þegar þær koma til borgarinnar: „Við getum skoðað Rómversku böðin og Porta Nigra seinna, en vertu nú svo væn að fylgja okkur í nokkrar af þessum víðfrægu verslanir ykkar!" Það er ekki af ástæðulausu sem ein smágatan í grennd við Dómkirkjuna heitir „Sieh um dich“ sem útleggst á íslensku „Skoðaðu þig um,“ eða „Horfðu í kringum þig“ því þetta ætti í rauninni að vera einkunnarorð hvers og eins sem heimsækir Trier. Ég ætla ekki að lýsa í löngu máli því sem fyrir augu bar, í stuttri skoðunarferð minni um Tríer, en beini þeim tilmælum til lesenda, sem einhvern tíma eiga eftir að heimsækja þessa gömlu borg, að „Horfa nú í kringum sig“. Einni heim- sókn má ég þó tii með að greina frá, en það var heimsókn á fæðingarstað Karls Marx, Karl-Marx-Haus, sem hefur nú verið gert upp og breytt í minjasafn um þennan föður kommúnismans, sem fæddist í Trier 5. maí 1818. Leiðsögu- kona okkar um þetta fallega hús, sem stendur við Bruckenstrasse 10; sýndi ■ Guðlaugur Bergmundsson, hlaðamaður Helgarpóstsins við anddyri Karl Marx Hússins, sendir blaðamanni Tínians viðcigandi baráttukveðju. Fyrir framan Porta Nigra í Trier. Tímamyndir - Agnes ■ Leiðsögukona okkar, á svölum Karl Marx hússins. okkur skjöl og heimildir um líf Marx. Þar voru handrit hans, sendibréf og fleira og var öllu haganlega og smekk- lega fyrirkomið. Það verður að segjast, eins og er, að leiðsögukona okkar var svo frá sér numin af hrifingu, þegar hún rifjaði upp liðna tíma, að annarlegur glampi kom í augu hennar og var næsta ljóst af öllum hennar viðhorfum, að henni þótti lítið til hins ósögulega nútíma koma. Það var því, þrátt fyrir góða heimsókn í Karl-Marx-Haus, hálfgerður léttir að koma á nýjan leik út áBrucken- strasse, og upplifa iðandi mannlíf göt- unnar, og verslananna í kring. Svo miklir nútímamenn eru íslenskir blaðamenn nú einu sinni, enda kannski ekki annað viðeigandi í þessari stétt. Við skoðum einnig heillegar rústir Romönsku baðanna, sem rekja sögu sína allt aftur til fyrri hiuta fjórðu aldar. Þetta hafa verið feiknarlega mikil mann- virki og leiðsögumaður okkar sagði að böðin hefðu verið í hópi þeirra alstærstu í öllu Rómarveldi. Samkvæmt því sem hún sagði okkur, þá réðu tvö meginsjón- armið því á hvaða hátt Rómverjar byggðu böðin: Þau urðu að vera stór í sniðum og symmetrísk varð byggingin að vera. Heita baðið (Caldarium) stór salur með risastórri laug, með heitu vatni og tvær minni laugar eru sá hluti baðanna sem best hefur varðveist. Það er sérstæð reynsla að ganga um þessar vel varðveittu rústir, vitandi um að þær eru a.m.k. 15 hundruð ára gamlar, og hugleiða hversu skammt okkur hefur í raun miðað á þessum langa tíma á mörgum sviðum, þó svo okkur hafi fleygt fram á öðrum. Annað mannvirki frá dögum Róm- verja í Trier, én þeir stofnuðu reyndar borgina árið 16 fyrir Krist, er borgarhlið Porta Nigra. Sagan hermir að Porta Nigra hafi verið byggt á annarri öld eftir Krist, þegar borgin Trier; sem frá stofriun hafði verið opin borg, varð lokað borg- riki, umkringd.borgarvegg, og var Porta Nigra eitt hliðið inn í borgina. Annars er best að láta myndirnar frá þessari fögru borg tala sínu máli, því eins og ávallt er sjón nú sögu ríkari.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.