Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 29. MAI 1983 menn og málefni Stjornar Steingríms bíður mikill vandi m. ■ Steingrímur Hermannsson f forsætisráðherra. Tveir möguleikar ■ Myndun ríkisstjórnar tók skemmri tíma að þessu sinni en oftast áður. Þrennt virðist hafa ráðið mestu um, að stjórnarmyndunin tók ekki lengri tíma. Forseti íslands, Vigdís Finnboga- dóttir, sýndi röggsemi við stjórnar- myndunina. Hún setti þann frest, að flokkarnir yrðu að hafa gengið úr skugga um fyrir hvítasunnuhelgina, hvort þeir gætu myndað þingræðis- stjórn eða ekki. Flokkarnir tóku fullt tilit til þessara óska forsetans. Þessi tilmæli forsetans byggðust á augljósum rökum. Ljóst var að mikil holskefla myndi ríða yftr atvinnuveg- ina 1. júní, ef ekki hefðu verið gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir þann tíma. Mörg atvinnufyrirtæki myndu bugast og mikið atvinnuleysi hefja innreið sína í landið. Þessi yfirvofandi hol- skefla rak á eftir flokkunum. Þótt úrslit kosninganna hefðu leitt til fjölgunar á flokkum og þar af leiðandi til meiri sundrungar í þinginu, höfðu þau skýrt þá möguieika til stjórnarmyndunar, sem voru fyrir hendi. Tilkoma Bandalags jafnaðarmanna og Kvennaframboðs útilokuðu vinstri stjórn, þar sem 'ekki var hægt að byggja hana á fallvaltri þátttöku þess- ara flokka. Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn og Alþýðubanda- lagið höfðu aðeins 30 þingmenn samanlagt, en starfhæf ríkisstjórn þarf minst að styðjast við 32 þingmenn. Þar sem möguleiki til myndunar vinstri stjórnar var ur sögunni voru raunar ekki nema tveir möguleikar tyrir hendi. Annar var samvinna Fram- sóknarflokksins og Sjálfstæðisflokks- ins með eða án Alþýðuflokksins. Hinn var samvinna Sjálfstæðisflokks og Al- þýðubandalags, með eða án Alþýðu- flokksins. Tilraun Svavars Bæði innan Alþýðubandalagsins og Sjálfstæðisflokksins voru sterk öfl sem voru fylgjandi samstarfi þessara flokka. Hins vegar var slík samvinna vart hugsanleg, nema áður væri búið að útiloka aðra möguleika. Stjórnar- myndunartilraun Svayars Gestssonar einkenndist af þessu sjónarmiði. Til- raun hans til að mynda vinstri stjórn var ekki gerð af alvöru. Tilgangur Svavars var að leiða það„ enn betur í Ijós, sem raunar allir vissu, að möguleiki til að mynda vinstri stjórn, var ekki fyrir hendi. Svavar taldi sig geta sagt eftir þessa tilraun, að nú væri ekki um annað áð ræða en samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eða utanþingsstjóm. Til þess að sýna Sjálfstæðisflokkn- um, að Alþýðubandalagið gæti hugsað sér róttækar efnahagsaðgerðir, bar Svavar fram hina alkunnu tillögu sína um að fresta vísitölugreiðslum, sem áttu að koma til framkvæmda 1. júní, um einn mánuð. Með því var boðið upp á meiri kjaraskerðingu, því að fresturinn var óþarfur, ef ekki átti að nota tímann til slíkra viðræðna. Þessi fyrirætlun Svavars misheppn- aðist, því að Sjálfstæðisflokkurinn vildi ekki fallast á þau skilyrði, sem Alþýðu- bandalagið setti fyrir þátttöku sinni í efnahagsaðgerðum, eins og t.d. frest- um á byggingu nýrrar flugstöðvar í Keflavík. Þau mál setti Alþýðubandalagið ofar en að hafa áhrif á aðgerðir í efnahags- málum. Samstarf ólíkra flokka Það kom ekki á óvart, að það tæki nokkurn tíma að koma á stjórnarsam- vinnu Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðisflokksins og að báðir yrðu þeir Geir Hallgrímsson og Steingrímur Hermannsson að gera misheppnaðar tilraunir áður en það tækist. Hér er um þá flokka að ræða, sem hafa verið aðalandstæðingar og höfuð- keppinautar í íslenzkum stjórnmálum í meira en hálfa öld og eru það enn. í- báðum flokkunum er rótgróin and- staða gegn samvinnu þeirra. Þrátt fyrir þetta hefur ill nauðsyn þvingað þá öðru hvoru til samstarfs. Þegar ískyggilega hefur horft um þjóð- arhag, hafa ekki aðrir flokkar fengist til að taka á sig vandann, sem þá hefur fylgt því að stjórna málum þjóðarinn- ar. Á slíkum tímum hafa þessir höfuð- andstæðingar sýnt þá ábyrgð að slíðra sverðin og láfa flokkshagsmuni víkja fyrir þjóðarhag. Þótt þessir flokkar hafi þannig unnið saman í lengri eða skemmri tíma, þegar þjóðarhagur krafðist slíkrar samvinnu, hafa þeir ekki látið barátt- una fyrir hugsjónastefnum sínum falla niður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið áfram að beita sér fyrir mark- aðshyggjunni og Framsóknarflokkur- inn fyrir félagshyggjunni. Þetta mun gerast nú alveg eins og áður, þegar þeir hafa starfað saman. Ólíkir flokkar þurfa að geta unnið saman, án þess að falla frá stefnu sinni, og ekki látið það verða til sundur- þykkju meðan samstarf þeirra er nauð- synlegt. Mikill vandi Ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sónar, sem kom til valda síðastliðinn fimmtudag, er mikill vandi á höndum. Að mörgu leyti tekur hún við óhag- stæðu búi. Verðbólgan er mikil og stefnir í það að verða 160%, án frekari aðgerða. Meginþorri atvinnufyrirtækja ílandinu stendur höllum fæti og hrun vofir yfir sumum. Stórfelldur halli er á ríkis- rekstrinum og hlýtur að fara vaxandi, ef verðbólguhraðinn helzt óbreyttur Erlendar skuldir eru orðnar ískyggi- lega miklar. Andstæðingar fráfarandi ríkisstjórnar reyna að kenna henni eingöngu um hvernig komið er. Þetta er rangt að verulegum hluta. Mikill aflabrestur, verðfall og sölutregða eiga stóran þátt í því, hvernig komið er. Þessum áföll- um hefur orðið að mæta með gengis- fellingum, sem aukið hafa verðbólgu- hraðann. Hitt er svo rétt, að verðbólgan væri nú minni og viðráðanlegri, ef ríkis- stjórnin hefði fylgt áfram þeim niður- talningaraðgerðum, sem hófust í árs- byrjun 1981 og báru góðan árangur á því ári. Þar skarst Alþýðubandalagið úr leik með þeim afleiðingum að verðbólguhraðinn jókst á ný. Áður- nefnd óviðráðanleg áföll urðu svo til að auka hann enn meira. Við allt þetta bætist svo aflabrestur- inn á vetrarvertíðinni nú og mjög' dökkar horfur framundan. þar sem karfinn er nú mikill hluti af afla togaranna, en þegar er búið að fram- leiða upp í þá sölusamninga, sem hafa verið gerðir, og útlit dökkt varðandi frekari sölu. Fyrirsjáanlegt er, að undir þessum kringumstæðum blasir algert hrun framundan, án frekari aðgerða, og gífurlegt atvinnuleysi. Óhjákvæmilegt er því að grípa til mjög róttækra neyðarráðstafana, sem hljóta að hafa í för með sér einhverja kjaraskerðingu fyrir alla. Höfuðmáli skiptir vitanlega, að þessum byrðum verði jafnað sem réttlátast niður og að breiðu bökin fái fyllilega sinn skammt. Þáttur þjóðarinnar Það er undir þessum kringumstæð- um, sem höfuðandstæðingarnir í ís- lenzkum stjórnmálum, Framsóknar- flokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, taka höndum saman um björgunar- starf. Aðrir hafa skorizt úr leik. Þar er Alþýðubandalagið ekki sízt áfellisvert, því að það á sinn ríka þátt í því hvernig komið er. Það björgunarstarf, sem nú er að hefjast, verður vandasamt og ekki vænlegt til vinsælda í upphafi. Því aðeins mun það takast, að þjóðin sýni því skilning og geri sér ljóst, hvað framundan er, ef það mistekst. Þá mun ekki betra taka við. Reikna má með því, að hinir öfga- fyllri stjórnarandstæðingar reyni að vekja úlfúð og tortryggni og spilla fyrir því að tilætlaður árangur náist. Sá er því miður oft háttur ábyrgðarlausrar og ófyrirleitinnar stjórnarandstöðu. Mikil bót er það í máli, að á síðast- liðnum áratug urðu hér miklar framfar- ir á mörgum sviðum, sem munu auð- velda björgunarstarfið. Það hefur á margan hátt verið búið í haginn fyrir framtíðina. Ólíkt er t.d. ástatt nú en fyrir áratug, þegar togaraflotinn og frystihúsin voru í fyllstu niðumíðslu og fiskveiðilandhelgin ekki nema tólf mílur. Bregðist þjóðin rétt við björunarað- gerðunum og stjórnin hagi þeim rétt- látlega, ættu erfiðleikarnir nú ekki að verða meira en stuttur éljagangur. Þótt ískyggilega horfi nú, hefuroft syrt meira í álinn. Með framtaki og þraut- seigju hafa erfiðleikarnir verið yfimnn- ir. Sagan frá 1947 endurtekur sig Það er ekki úr vegi að rifja það upp hér, að sennilega hafa tvær ríkisstjórn- ir átt erfiðari aðkomu en núverandi ríkisstjórn. Hér er átt við ríkisstjórn Hermanns Jónassonar, sem kom til valda sumarið 1934 og ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar, sem tók við völdum í ársbyrjun 1947. Þessar tvær ríkisstjórnir tóku við óhagstæðu þjóðarbúi af ólíkum ástæð- um. Á árinu 1934 hafði heimskreppan leitt til markaðshruns á sjávarafurðum og við það bættist mikill aflabrestur á þorskveiðum. Hér var við vanda að glíma, sem sprottinn var af óviðráðan- legum ástæðum. Öðru máli gegndi um erfiðleikana, sem stjórn Stefáns Jóhanns fékk í arf. Þeir voru að nær öllu leyti heimatilbún- ir. Á örfáum missemm hafði ný- sköpunarstjórn Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokksins og Alþýðuflokksins tekizt að eyða öllum hinum gilda gjaldeyrissjóði, sem safnast hafði á stríðsárunum og ekki nema takmark- aður hluti hans farið til gagnlegra hluta. Hitt hafði farið íeyðslu ogsukk. Eftir nýsköpunarævintýrið var gjald- eyrissjóðurinn svo gersamlega tæmdur, að taka varð upp skömmtun á fjölmörgum lífsnauðsynjum. Þegar þannig var komið sögu, höfðu sósíalist- ar hlaupizt úr vistinni. Á ýmsan hátt minnir afstaða Alþýðubandalagsins nú á afstöðu fyrirrennara þess þá. Róttækar aðgerðir Hin nýja ríkisstjórn undir fomstu Steingríms Hermannssonar hefur boð- að róttækar aðgerðir með það að markmiði að komist verði sem fyrst út úr hinum miklavanda. Óhjákvæmilega fylgir því nokkur kjaraskerðing um stund, en hún ætti þó að vera bærileg, ef gætt er nægilega hagsmuna þeirra, sem minnst bera úr býtum. Það mun framar öðru velta á þjóð- inni, hvort þessar ráðstafanir ná tak- marki sínu. Takist óábyrgum áróðurs- öflum að vekja æsingu gegn þeim og torvelda framkvæmd þeirra, munu þær missa marks og lengra verða haldið út í ófæruna. Taki þjóðin þeim hins vegar með skilningi og sætti sig við nokkra kjaraskerðingu um stund, munu málin snúast fljótt til betri vegar og unnt verða að byggja á því betri og bjartari framtíð. Höfuðandstæðingar íslenzkra stjórnmála hafa tekið höndum saman á hættutímum í þeim tilgangi að bægja frá þjóðinni þeim vágesti, sem nú reynist mörgum þjóðum verstur, at- vinnuleysinu. Hin nýja stjórn biður þjóðina um þolinmæði í átta mánuði og bíða þess hvort ekki megi snúa mörgu til bóta á þeim tíma og búa þannig í haginn. Þetta er ekki stór bón, þegar þess er gætt hvað mikið þjóðin á í húfi. Þórarinn Þórarinsson, P ritstjóri, skrifar Hj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.