Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 25

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 25
SUNNUDAGUR 29. MAI 1983 iheimsókn ■ í stofunni heima. Eitt af áhugamálunum er málverkasöfnun og í baksýn sér í nokkur af málverkum þeirra hjóna. stofuna Snyrtingu á Frakkastíg um tveggja ára skeið, ásamt tveimur systrum sínum. Síðan hefur hún verið heima og hugsað um börn og bú, en þau hjónin ■eiga fimm börn. Síðastliðin tíu ár hefur hún svo aðstoðað Bjarna Konráðsson lækni, hluta úr degi. - Þú hefur ekki haft hug á því að fara aftur út í hárgreiðsluna eftir að börnin voru komin upp? „Jú, mig langaði það nú reyndar," segir Ingibjörg, „og ég gerðist meistari á hárgreiðslustofunni Kaprí um tveggja ára skeið. Þá vann ég part úr degi, eins og meisturum er uppálagt. Þá vorum við búnar að ákveða það, ég og eigandi stofunnar, að ég myndi kenna henni mitt garnla og hún myndi kenna mér sitt nýja. En það vannst aldrei tími til þess svo að þar með var hárgreiðsluferli mínum lokið. Það hafa orðið mjög miklar breytingar í hárgreiðslu frá því er ég byrjaði að 'vinna við hana. Fá var bylgjugreiðslan númereitt, en þegar ég varáKaprí voru það túperingarnar sem nú eru reyndar komnar úr tísku fyrir löngu. Maður verður að stunda starfið stöðugt til þess að detta ekki út úr því. Þær konur á mínum aldri sem enn eru starfandi hárgreiðslukonur hgfa allar unnið við fagið alveg frá því að þær luku námi og einnig sótt námskeið meira og minna erlendis." - Ert þú líka áhugamanneskja um tónlist? „Nei,‘‘segirlngibjörg, „éger algjör- lega ómúsíkölsk..." „Einhvern veginn gastu nú lært að dansa,“ segir Björn og vill greinilega ekki samþykkja þessa staðhæfingu konu sinnar svo ég spyr náttúrlega hvort hún dansi. „Ég var mikið í ballett í æsku hjá Rigmor Hanson," segir Ingibjörg, „og hárskeranáminu og þetta var svona aukavinna. En þá gerðist það allt í einu þarna að við fórum að vinna fyrir okkur sem dansspilarar. Þetta var góð vinna og lífvænleg ef kvöldin voru nógu mörg, en við æfðum svo á daginn. Við spiluðum fyrst hjá góðtemplurum, sem ráku Lista- mannaskálann. Ég hélt þessu áfram í fimmtán ár, þó með talsverðum breyt- ingum á hljóðfæraskipan og tónlistar- stefnum. En upp úr þessu fór ég að fá vinnu í Útvarpshljómsveitinni, sem lék tvisvar í viku í beinni útsendingu í útvarpinu. Hljómsveitin var stærri annan daginn og þá var ég með. Skömmu síðar eða 1950 var svo Sin- fóníuhljómsveit íslands stofnuð og ég varð þá fastur starfsmaður hennar. Kon- ungsheimsókn ogopnun Þjóðleikhússins urðu til þess að hér var stofnuð sinfóníu- hljómsveit. Það varð að hóa saman í hljómsveit þegar Friðrik konungur kom í heimsókn og eins varð að vera til hljómsveit til þess að Þjóðleikhúsið gæti sýnt Rigoletto með pomp og prakt.“ -Hvað varð helst til þess að þú helgaðir þig tónlistinni? „Það kom bara af sjálfu sér með hljómsveitinni árið 1945, þegar við sáum fram á að við gátum haft lífsviðurværið af hljóðfæraleiknum. Og þá hugsaði maður: nú hættir maður bara að raka. f dag^væri sennilega skemmtilegra að klippa, en í þá daga höfðum við betri laun sem hljóðfæraleikarar en við höfum tiltölulega í dag. Nú kostar ódýrasta klippingin um 150 krónur, en þegar ég byrjaði að spila kostaði hún 10 krónur. Þá höfðu hljóðfæraleikarar hins vegar 40 krónur á tímann eða jafngildi fjögurra klippinga. Ef við ættum að fjórfalda verðið á klippingunni núna yrði tíma- kaupið okkar ansi hátt. En taxti hljóð- færaleikara fyrir útkall er' 160-70 krónur, sem er eins og ein klipping í dag.“ - Hvernig gengur svo vinnan fyrir sig í Sinfóníuhljómsveitinni? Þessi mynd er tekin af Sinfóníuhljómsveit Islands í Þjóðleikhúsinu árið 1950, en Björn hefur verið fastur starfsmaður Sinfóníuhljómsveitarinnar frá stofnun hennar var í sýningarhópi hennar,sem sýndi á öllum kaffihúsum í Rcykjavík. Ég þótti líka ágæt í lcikfimi, en Unnur Jónsdóttir kenndi hana í Austurbæjarskólanum. Hún kenndi okkur átta stelpum Lanciers sem er þaradans í mörgum þáttum og við sýndum þetta í skólum, á Hótel Heklu og Hótcl Borg, Iðnó, KR-húsinu og víðar.“ - Höfðar cinhvcr sérstök tóniistarstefna meira til þín en aðrar Björn? „Ja, mér þykir mjög gaman að leika gömlu meistarana með Sinfóníuhljóm- sveitinni en hef einnig gaman af að fást við þá yngri. Margt af því er mikið erfiði.í hina áttina hef ég gaman af állri sveiflutónlist, eins og Jón Múli mundi orða það. Rokkið og það allt hefur alveg orðið útundan hjá mér, ætli ég hafi bara ekki verið orðinn of gamall til að aðlagast því þegar það kom.“ „Við höfum fjörtíu stunda vinnuviku eins og aðrir launþegar. Við æfum alla morgna og síðan eru óhemju margir tónleikar. Fyrir utan fasta tónleika sem eru sextán á þessu starfsári, kemur svo fjöldinn allur af tónleikum sem ekki fara mjög hátt. Við spilum miklu méira en fram kemur í útvarpsauglýsingum og dagskrá. f vetur höfum við t.d. farið í nær aila skólana á höfuðborgarsvæðinu og einnig höfum við heimsótt nágranna- byggðarlögin. Samkvæmt starfsreglun- um megum við ekki fara út fyrir höfuð- borgarsvæðið nema að fá sérstakt leyfi til þess. Vinnutíminn er frá klukkan 9.15 á morgnana og til miðnættis. Maður er skyldugur til að mæta, en nú kemur sérstök greiðsla fyrir það sem við vinnum eftir klukkan fimm á daginn. Við erum nýfarin að fá greiðslu fyrir kvöldvinnuna en við vinnum í Þjóðleikhúsinu þegar á þarf að halda. í gamla daga vann maður þetta baki brotnu án þess að nein greiðsla kæmi fyrir. Vinnan teygist sem sagt yfir allan daginn og langt frarn á nótt. Núna er ég t.d. í óperunni og ballettinum og einnig í barnaleikritinu Línu langsokk í Þjóðleikhúsinu og spila líka í Mikado hjá Islensku óperunni. Síðan eru göt í stundaskránni sem fólk notar til þess að kenna. Þetta er ansi mikil vinna sem þýðir að við borgum mikla skatta en við kvörtum ekki. Þetta er skemmtileg vinna en þó er þreytandi að þurfa að þeytast svona á milli staða...“ Ingibjörg sér um daglega reksturinn „Og skipta um föt þrisvar á dag,“ skýtur Ingibjörg inn í. „Það er fastur liður að ég er hlaupandi á eftir honum út á götu með gleraugu, munnstykki og lykla.“ „Ég sé ekki eftir að hafa valið þetta starf sem ævistarf, en Ingibjörg hefur algjörlega séð um daglega reksturinn, enda sagði hún um daginn að ef hún hrykki upp af þá vissi ég ekki einu sinni hvert ég ætti að sækja launin mín?“ Björn og Ingibjörg giftust árið 1947, en þau kynntust í Iðnskólanum árið 1941, þar sem þau sátu saman. Þau voru þá að hespa af bóklegu hliðinni á námi sínu, Björn í hárskeraiðninni og Ingi- björg var að Ijúka námi í háfgreiðslu. Ingibjörg er Reykvíkingur, dóttir Ragn- heiðar Bogadóttur og Gunnars Ólafs- sonar. Ingibjörg nam hárgreiðslu á hárgreiðslustofunni Ondúlu og vann þar síðan upp í meistararéttindin. Hún var síðan heimavinnandi húsmóðir frá 1948 til 1957, en síðan rak hún hárgreiðslu-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.