Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.05.1983, Blaðsíða 8
8 Útgefandi: Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurósson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Siguröur Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Eiías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Guðmundur Magnússon, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Kristín Leifsdóttir, Samúel Örn Erlingsson (iþróttir), Skafti Jónsson, Sonja Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árn) Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, María Anna Þorsteinsdóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 18.00, en 20.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 210.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Hvað hefði gerst? ■ Fyrstu efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar Steingríms Her- mannssonar hafa nú verið tilkynntar' með bráðabirgðalögum. Markmið þeirra er að rjúfa vítahring sjálfvirkninnar í verðbólgu- málunum til þess að koma í veg fyrir að atvinnufyrirtækin stöðvist og fjöldaatvinnuleysi dynji yfir. Jafnframt er það markmið þessara aðgerða að gera herferðina gegn verðbólgu og fyrir fullri atvinnu sem léttbærasta fyrir þá, setn búa við erfiðustu skilyrði. Mörgum mun vafalaust þykja þessar aðgerðir harkalegar, og margir æsingamennirnir nunu reyna að ala á óánægju og sundrungu meðal þjóðarinnar. Það er líka ósköp skiljanlegt að mörgum verði illa við, þegar kjör þeirra eru skert. En þá er mikilvægt, að þeir hinir sömu hafi í huga, hvað gerst hefði, ef ekki hefði verið gripið til þessara eða hliðstæðra ráðstafana - ef veröbólguholskeflan hefði dunið yfir landsmenn 1. júní. Hvernig hefði ástand efnahags- og kjaramálanna þá orðið? Spár efnahagssérfræöinga sýna, að hér hefði ekkert annað blasað við en hrun atvinnulífsins og fjöldaatvinnuleysi. Fjöldamörg fyrirtæki, ekki síst í sjávarútveginum - sem er undirstaða lífskjara okkar - hefðu hreinlega stöðvast um mánað- armótin. Þau hefðu ekki getað greitt út 20% hærri laun. Verðbólgan, sem að undanförnu hefur farið eyðandi eldi um efnahagslíf þjóðarinnar, hefði orðið verulega á annað hundrað prósent á þessu ári eða orðið svipuð og gerist í stjórnleysisríkjum rómönsku Ameríku. Og í þessari miklu verðbólgu hefði kaupmátt-^ urinn - þrátt fyrir vísitölukerfið - minnkað mjög verulega einfaldlega vegna þess, aö í óðaverðbólgu okkar hefur vísitölu- kerfið, sem við höfum búið við fram að þessu, ekki verið launafólki - og sérstaklega ekki láglaunafólki - nein vörn, þótt það hafi hins vegar átt sinn þátt í því að auka sífellt hraðann á verðbólguhjólinu. Oðaverðbólga upp á nokkuð á annað hundrað prósent, fjöldaatvinnuleysi vegna stöðvunar fyrirtækja og ört minnkandi kaupmáttur þeirra, sem atvinnu hefðu - þetta var það sem blasti við eftir 1. júní, ef ekki hefði verið gripið í taumana. Með aðgerðum ríkisstjórnarinnar er stefnt að því að hemja óðaverðbólguna og ná henni verulega niður með skipulegum aðgerðum á nokkrum tíma, og sömuleiðis að því að halda uppi fullri atvinnu. Þetta tvennt er hins vegar ekki hægt að gera með því að halda jafnframt óskertum kaupmætti allra launa. Fað vita allir, jafnvel Svavar Gestsson, sem lagði til að öllum kauphækkun- um yrði frestað I. júní og launþegar fengju þá enga hækkun. Hins vegar eru nú gerðar ýmsar ráðstafanir, sem eiga að gera kaupmáttarskerðingu láglaunafólksins mun bærilegri. Það, hvort þessar aðgerðir skila þeim árangri, sem að er stefnt, fer ekki aðeins eftir því, hvernig ríkisstjórnin stendur sig í framkvæmdinni, heldur fyrst og fremst eftir viöbrögöum almenn- ings. Ef landsmenn átta sig á því, sem framundan var, þá munu þeir líka gera sér grein fyrir því, að af tveimur kostum, sem fyrir hendi voru, er sá, sem farinn hefur verið, þó mun skárri. Þjóðin þarf því að gefa ríkisstjórninni tækifæri til þess að sýna stefnu sina í verki og ná þeim árangri, sem að er stefnt. Hún má ekki láta ieiða sig út í ævintýramennsku, sem allir nema fáeinir pólitískir lukkuriddarar munu tapa á. Ef þjóðin veitir ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar vinnufrið til að ná markmiðunum um áframhaldandi atvinnuöryggi, hjöðnun verðbólgu og verndun kaupmáttar lægstu launa og lífskjara þeirra, sem minna mega sín, þá hvílir líka sú þunga skylda á herðum ráðherranna og þeirra þingflokka, sem þá styðja, að skila þeim árangri sem þeir stefna að. Ef almenningur í landinu lætur orð æsingamanna sem vind um eyru þjóta og gefur ríkisstjórninni frið til að framkvæma stefnu sína, þá eiga landsmenn líka skýlausa kröfu til þess, að árangurinn verði í samræmi við loforðin. Og í því einu - árangrinum í meginmálum - á svo að dæma þessa nýju ríkisstjórn af. -ESJ Mesta rangsleitni kaup- gjaldsvísitölunnar lifir hengingu hennar af A Ný ríkisstjórn hefur tekið við völdum í landinu og gömul kvatt. Mér fannst brottfararkveðjan vera heldur kuldaleg, að minnsta kosti heyrði ég engan hinna nýju landsherra þakka þeirri gömlu gott starf, en flestir tæptu á ávirðingum, að minnsta kosti í hálfkveðnum vísum og létu að því liggja að rösklega þyrft að taka til hendi til þess að bæta úr skák, enda mundu þeir ekki draga af sér. Stjórnin sem var að kveðja á þó engan veginn skilið öll þau hallmæli sem á henni hafa dunið. Hún hefur margt gott verk unnið, og ég tel hana hiklaust meðal hinna betri lýðveldisrík- isstjórna. Það má alls ekki vanmeta það framlag hennar að halda fullri og góðri atvinnu í landinu, og þótt sagt sé að hún hafi að nokkru notað til þess erlend lán er það ranghverf skýring. Lánin hafa verið notuð til uppbyggingar í landi sem var síðbúið til framkvæmda sem framtíðin þarf á að halda en sú uppbygging og lánahjálp við atvinnuvegina hafa viðhaldið góðri atvinnu. Fjölmörgu öðru hefur gamla ríkisstjórnin vel af sér vikið, og varla cr hægt annað en dást að lagni forsætisráðherrans við að halda ríkisstjórninni saman. Það er list sem enginn skyldi vanmeta á tímum fjölflokkaþings. Það er heldur ekki réttmætt að kenna gömlu stjórninni alfarið um þær illu horfur, sem nú blasa við í þjóðarbú- skapnum, og kalla á þær neyðarráðstafanir sem hin nýja ríkisstjórn telur lífsafsökun sína og meðmælabréf. Þar koma til áföll sem ekki er á valdi neinnar stjórnar að bægja frá svo sem aflabrestur, erlend markaðshrakföll og heimskreppa. Tíu manna björgunarsveit Samkvæmt sjálfslýsingu er nýja ríkisstjórnin tíu manna björgunarsveit með bakliði í þingsölum. Og þessi björgunar- sveit er saman sett af meginandstæðingum í íslenskum stjórnmálum. Slík nauðungarsamfylgd er auðvitað varla afsakanleg nema í þjóðarlífshættu, og fyrst ástandið var metið á þann veg hefði verið æskilegast að allir flokkar hefðu gengið í björgunarsveitina. En þess var víst ekki kostur og verður þá við þetta að sitja, og menn að láta sér lynda þá skýringu að ástandið sé svo háskalegt að það krefjist samfylkingar yfir meginlínur stjórnmála. Á þetta má fallast. Það hefur mest verið haft á orði, að við höfum lifað mjög um efni fram á síðustu áratugum og safnað eyðsluskuldum. Verkefni neyð- arstjórnarinnar, sem nú hefur verið mynduð, sé öðru fremur að stöðva eyðsluhjólið og leggja byrðar á þjóðina til þess að rétta hallann og koma farinu á kjöl. Það er líka haft á orði að þyngstar byrðar eigi þeir að taka á sig sem breiðust hafa bökin. Allir telja sig viðurkenna það siðalögmál. Frá sjónarmiði félagshyggjumanna hlýtur því að vera mikilvægast að félags- hyggjuflokkarnir, fulltrúar hinna fátækari stétta, standi þá - og einmitt þá - saman að stjórnarframkvæmdum til þess að verja þá sem minnst mega sín fyrir lífskjaraskerðingu en sjá um að þeir sem loðnari eru um lófa og gróðasælli láti ekki sinn hlut eftir liggja. Þarna á helst að ráða hið gamla og góða álagningarboðorð “ eftir efnum og ástæðum". Það hlýtur því að teljast harmsaga þegar félagshyggju- og alþýðuflokkar neyðast til að vinna efnahagslegt björgunar- starf með flokki markaðshyggjuriddara og sérgróðamanna, sem oft hafa cinhver ráð með að verja sinn hag og jafnvel maka krókinn í þessum sviptingum. Eftir bitra reynslu af þessu í björgunarstjórn með Sjálfstæðisflokknum fvrir svo sem aldarfjórðungi benti flokksþing framsóknarmanna á þessa staðreynd og lýsti yfir, að Sjálfstæðisflokkurinn notaði ætíð þátttöku sína í ríkisstjórn til þess að vernda óhóflegan gróða á kostnað almennings, og því sýndi reynslan ótvírætt að hinn aðsteðjandi vandi efnahagsmálanna yrði ekki leystur af stjórn er styddist við hann. Auðvitað má segja, að þessi samþykkt gildi ekki um allan aldur, en hefur Sjálfstæðisflokkurinn þá eitthvað breyst í þessum efnum? Ég held að sú breyting sé varla til hins betra, því að markaðshyggjusjónarmið hans eru nú enn harðhentari en fyrir aldarfjórðungi. Þess varð líka vart við stjórnarmynd- unina, að forystumenn Framsóknarflokksins gerðu sér þetta Ijóst, því að formaðurinn benti á, að von væri að seint gengi saman þar sem sjónarmið flokkanna í efnahagsmálum væri gerólík. Þórarinn Þórarinsson ritstjóri Tímans lét líka svo um mælt í leiðara á burðardegi nýju stjórnarinnar: „Það er undir þessum kringumstæðum, sem höfuðandstæðingarnir í íslensk- um stjórnmálum, Framsóknarflokkurinn og Stjálfstæðisflokk- urinn, taka höndum saman um björgunarstarf". Hornasinfónía stjórnarsáttmálans Það getur heldur ekki farið fram hjá neinum sem skoðar stjórnarsáttmálann með glöggskyggni, að hann ber augljós merki þess, að þar hafa höfuðandstæðingar í stjórnmálum „tekið höndum saman" og ekki tekist að samhæfa fyrirhugaðar aðgerðir. Hann er hin furðulegasta hornasinfónía, þar sem þversagnir og andstæður vega salt og togast á. Örfá dæmi sýna þetta gerla. Þar er talað um að verðlagseftirlit sem gilda eigi fyrst um sinn og vera hartren samt er engin forsögn um framkvæmd þess. Ef það á að vera í líkingu við það sem beitt hefur verið síðustu árin má stjórnin biðja guð að hjálpa sér. Það er lítið gagn að því að safna auglýsingum um margfaldan verðmun á brauðinu, ef ekkert er gert til að jafna hann. Það er líka talað um að jafna viðskiptahallann við útlönd, en jafnframt flytur Morgunblaðið með stórfyrirsögnum fagnaðarboðskap stjórn- arsáttmálans, um „aukið frjálsræði í gjaldeyrisverslun". Þeir sem hafa peninga eiga sem sagt ekki að þurfa að draga neitt saman seglin, miklu fremur hækka þau og njóta enn meira frjálsræðis í sóun gjaldeyris. Ætla mætti að það yrði meðal efstu úrræða á blaði nauðvarnarstjórnar að takmarka lítt nauðsynlegan innflutning um skeið, fækka eilítið sólarlandaferðum og hefta gjaldeyris- eyðslu á annan hátt. En annað virðist uppi á þessum teningi. Annað Ijóst dæmi um þessa ósamkvæmni er að sleppa öllu eftirliti með verðlagningu á þjónustu bæjarstofnana; svo sem hitaveitu, rafveitu, vatnsveitu, strætisvögnum o.fl. Þó er furðulegast að þetta virðist gert að kröfu samkeppnismanna. Allir vita að þetta eru opinberar einokunarstofnanir, og almenningur getur ekki komist hjá að nota þessa þjónustu hvað sem hún kostarog hefur ekki íönnur húsað venda. Þegar svo er í pottinn búið er verðlagseftirlit rtkisins eina vörn almennings og fráleitt að selja bæjarfélögum sjálfsdæmi um þetta. Verðlag á þessari þjónustu er líka einhver mesti áhrifavaldur um afkomu heimilanna í landinu, einkum láglaunafólks. Eðlilegast hefði verið, að verðlagseftirlit ríkis- ins héldi þessum þráðum í hendi sinni eins og verið hefur, en sú bráðabirgðaráðstöfun gerð með lögum, að hin jafna álagningarprósenta útsvara yrði afnumin næstu tvö árin en útsvör lögð á stighækkandi. Það hefði verið í samræmi við þá siðgæðisreglu félagshyggju, að breiðustu bökin bæru þyngstu byrðarnar þegar að kreppir. Frjáls verðlagning vöru og þjónustu er kverkatak á alþýðu manna nema samkeppni njóti við. Vísitalan á höggstokkinn Við þessa stjórnarmyndun fer fram aftaka vísitölunnar langfrægu án dóms og laga. Dagar hennar virðast nú taldir að minnsta kosti í fyrri mynd. Ef hún endurfæðist verður hún í öðrum stakki. Vafalítið var hún úrelt og illra hóta norn, og ekki verður heldur sagt að hún væri vinur smælingjanna á síðustu árum óðaverðbólgunnar. Upphaflegt hjálpræði henn- ar átti að vera það að bæta fólki dýrtíð, létta þann kostnaðarauka sem dýrtíðin lagði á heimilin. En hún hefur alltaf verið greidd sem hundraðshluti á stofnlaun sem voru mjög mishá. Þannig fékk hálaunafjölskylda tvöfalt eða þrefalt hærri bætur fyrir hækkun framfærslukostnaðar en láglauna fjölskylda, þótt aldrei hafi verið færð gild rök að því réttlæti - sem varla er von - að forstjóri eigi að fá þrefalt hærri framfærsluuppbót en verkamaður. Svo kynlega bregður við, að verkalýðshreyfingin hefur látið sér lynda það öll þessi vísitöluár að svona væri níðst á smælingjunum. Að vísu hcfur oft verið ýjað að því, að slíkt dýrtíðaruppbót ætti að vera sama tala hjá láglaunamcnnum og hálaunamönnum, en hvernig sem á því stendur hefur þetta augljósa réttlæti aldrei fengið teljandi hljómgrunn. Og svo kynlega bregður nú við, að jafnvel þetta ætlar að lifa af þótt vísitalan sé hengd. Enn ætlar ríkisvaldið að höggva í þennan sama knérunn. Hin skerta dýrtíðaruppbót á líka að vera hundraðshluti á laun - há sem lág - en ekki sama tala handa öllum. Enn ætlar ríkisstjórn og löggjafi að stuðla að því að þeir sem mikið hafa fái enn meira og geti lifað enn hærra. Hvers vegna var ekki ákveðin sama uppbót handa öllum núna? Og þó er það eiður þessarar nýju stjórnar að hlífa láglaunafólkinu! Þessi ríkisstjórn kallast ef til vill sterk að því leyti að hún hefur góðan þingmeirihlua að baki, en hver stjórn sem er sjálfri sér eins ósamþykk og sáttmáli þessarar sýnir, er og hlýtur að verða veik. Það skal ekki dregið í efa á fyrstu dögum þessarar stjórnar, að ýmsar ráðstafanir sem hún boðar geti dregið úr verðbólgunni, og það er okkur lífsnauðsyn. En aðfarirnar eru harkalegar, svo aðgangsharðar að margan mun undan svíða. En þær skortir enn á margan veg það réttlæti og jöfnuð sem sættir fólk við þær. Þó mun það vafalítið ráða úrslitum um langlífi þessarar ríkisstjórnar og sigurorð í verðbólgustríðinu, hvort henni tekst að halda sæmilegri atvinnu í landinu. Bætist atvinnuleysi ofan á naumlega deildan verð mun snaran dregin hátt að húni og verkföllum breytt í uppreisn með hlífðarleysi örvæntingarinnar. - AK Kristjánsson skrifar Andrés

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.