Tíminn - 04.06.1983, Side 3
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 1983
3
Tréttir
Eitt hundrað sjálfboðaliðar frá Flugleidum, Flugmálastjórn og
Hótel Loftleiðum
GRODURSETTU TRE OG
FEGRIHNI UMHVERFW
■ í dásamlegu veðri, sól og blíðu var
föngulegur hópur a.m.k. hundrað manns
samankominn fyrir utan Hótel Loftleiðir
> gser, ui.fjögur, og voru menn ýmist með
rekur í hönd eða önnur garðáhöld.
Tímamenn skruppu þangað suðureftir í
blíðunni og hittu þá fyrst að máli flug-
málastjóra, Pétur Einarsson, sem skip-
aði fyrir á báða bóga og hljóp á milli
vinnuhópanna, þrætti þó alfarið fyrir að
hann væri verkstjóri þessara fram-
kvæmda og sagðist bara þurfa að flnna
hann Hafliða garðyrkjustjóra.
Við spurðum Pétur hvað stæði eigin-
lega til: „Flugmálastjórn, Flugleiðir og
Hótel Loftleiðir, með aðstoð Reykjavík-
urborgar hafa tekið sig saman um að
fegra hér umhverfið og gróðursetja tré.
Hér eru í kringum 100 manns í sjálfboða-
vinnu nú að loknum vinnudegi, að byrja
að hreinsa og fegra. Flugmálastjórn,
Flugleiðir og Hótel Loftleiðir borga trén
sem hérna verða gróðursett, en starfs-
mennirnir hafa gefið vinnu sína. Við
höfum rætt það við Reykjavíkurborg, að
þegar við förum að rækta upp í kringum
völlinn, að hún leggi til tækin og við
borgum mannalaunin."
- Hvað reiknið þið með að gróður-
setja mörg tré? „Þau eru eitthvað á
annað hundraðið. Við setjum þau niður
hér fyrir framan hótelið, fyrir aftan það
og meðfram veginum. Það er fyrsti
áfangi hjá okkur.
- Annan mann rekumst við á, sem
er á þönum miklum. Maðurinn er Emil
Guðmundsson, hótelstjóri. Hann gengst
fúslega við verkstjóranafnbótinni, enda
er hans hópur eins og höfuðlaus her, ef
hann ekki skipar fyrir verkum. Hvaða
trjátegundir eru það sem þið gróðursetj-
ið hér Emil? „Þetta er birki, viðja og
grenitré. Þetta eru nokkurra ára tré,
svona tveir til þrír metrar. Það verður
allt miklu huggulegra hér hjá okkur
þegar við erum búin að þessu, en það
sem er samt skemmtilegast í þessu er að
hafa fengið starfsfólkið til að sameinast
um að hreinsa hér í kring og planta
trjám. Allt þetta fólk hefur sameinast
■ Tekið til hendinni: „Sýnir hvern hug fólkið ber til fyrirtækisins.“
(Tímamyndir Arni Sæberg)
■ Pétur Einarsson flugmálastjóri var ■ Emil Guðmundsson hótelstjóri:
hinn sportlegasti við fegrunaraðgerðirn- „Hugmyndin varð til yfir kafflboIla.“
ar á Reykjavíkurflugvelli í gær.
um að koma hér og eyða eftirmiðdegi í
að fegra umhverfi sitt og á það þakkir
skildar fyrir framtakið."
- Emil, hvemig varð þessi hugmynd
til?
„Hugmyndina um fegrun vallar-
svæðisins á Pétur Einarsson, flugmála-
stjóri áreiðanlega, en þessi hugmynd um
að planta hér trjám er þannig tilkomin
að við Pétur hittumst í kaffiteríunni yfir
kaffibolla einn morguninn og fómm að
ræða þessi mál, og þá kom þessi hug-
mynd um tré ogblóm upp á yfirborðið. “
Ung stúlka, Guðbjörg Sigurðardóttir
flugfreyja hjá Flugleiðum er að setja
niður eina trjáplöntu þegar okkur ber að
garði, og Árni ljósmyndari verður svo
hugfanginn að hann neitar að fara
lengra. Blaðamaður spyr því Guðbjörgu
hvað henni finnist um þetta sameiginlega
framtak fyrirtækjanna á flugvellinum:
„Ég er mjög ánægð með þetta framtak,
og ég held að allir þeir sem á annað borð
áttu frí hafi komið hingað til þess að taka
til héndinni fyrir félagið. Auk þess er
það mjög skemmtilegt að gera svona
lagað saman, - það eykur samkenndina
og svo er líka skemmtilegt að sjá
umhverfi sitt taka svona jákvæðum
breytingum."
Jörundur Markússon starfsmaður í
bókhaldi Flugleiða hvílir fram á skóflu
sína er Tímamenn ber að garði. Við
spyrjum hann hvað honum finnist um
þessar fegrunaraðgerðir: „Mér þykja
þær góðar. Petta gerir hópinn samstillt-
ari og sýnir jafnframt hvern hug fólkið
ber til fyrirtækisins.“ -AB
■ Guðbjörg Sigurðardóttir flugfreyja: „Mjög ánægð með þetta framtak.“
Ferðir milli
Akureyrar og
Hafnar adeins
þrjár
■ Enn hefur fækkað þeim ferðum
sem upphaflega var áætlað að fljúga
milli Akureyrar og Kaupmannahafnar.
Ákveðið er að aðeins verði ein ferð
farin í mánuði í sumar og verða því
ferðirnar ekki nema 3 alls.
{frétt frá Flugleiðum segir að stað-
festar farpantanir frá Akureyri nægi
engan veginn til að halda úti því flugi
sem áætlað hafði verið. Að auki kemur
til að kalt er í veðri í Danmörku og
Danir hafa greinilega meiri áhuga á
suðlægum slóðum en norðlægum um
þessar mundir.
Þeim farþegum sem áttu pantað far
með þeim ferðum sem nú hcfur verið
ákveðið að fella niður geta fært sig á
ferðir 16. júní, 7. júlí og 4. ágúst. Þeir
sem vilja halda óbreyttum brottferðar-
dögum er hins vegar boðið upp á
flugfar til Reykjavíkur kvöldið fyrir
brottför og gistingu þar um nóttina.
Við heimkomu fá þeir ferð norður
samdægurs.
- IGK
Ökumaður
grunadur um
ölvun vid
akstur - Olli
árekstri á
Kópavogs-
braut
■ Allharður árekstur varð á Kópa-
vogsbraut í gær. Bílarnir skemmdust
mikið en engin slys urðu á fólki.
Áreksturinn varð þegar ökumaður
annars bílsins reyndi framúrakstur. í
sama bili kom bíli á móti og þeir skullu
saman. Að sögn iögreglunnar í Kópa-
vogi er sá ökumaður, sem framúrakst-
urinn reyndi grunaður um að hafa
verið ölvaður undir stýri. _ GSH
9. sinfónían
aftur í dag:
Ágóði rennur
til tónlistar-
hallar
■ Níunda sinfónía Beethovens verð-
ur endurflutt í dag kl. 14.00 í Háskóla-
bíói af Sinfóníuhljómsveit íslands,
söngsveitinni Fílharmóníu, karlakórn-
um Fóstbræðrum og Þjóðleikhúskórn-
um, en verkið var flutt s.l. fimmtudags-
kvöld fyrir fullu húsi.
Að loknum tónleikuum verður hald-
inn fundur í húsinu, þar sem rætt
verður um byggingu tónlistarhallar í
Reykjavík. Allur ágóði af tónleikunum
rennur til þeirra samtaka um þetta
verkefni sem væntanlega verða
stofnuð. Jafnframt munu hljóðfæra-
leikarar hljómsveitarinnar leika
ókeypis til stuðnings þessari hugmynd.
- JGK
Hrólfur Halldórsson, fráfarandi formaður fulltrúaráðsins:
„Engin gagnrýni kom fram á migM
— ,,eda störf mín frá neinum fundarmanna" — Fimm nýir koma inn í miðstjórn Framsóknarflokksins
■ „Ég kann enga sérstaka skýringu á
því hvers vegna ég féll í þessari kosningu,
enda kom engin gagnrýni fram á mig eða
störf mín frá neinum fundarmanna.
Þetta var auðvitað lýðræðisleg kosning
og ekkert annað að gera en að taka
úrslitunum,“ sagði Hrólfur Halldórsson,
fráfarandi formaður Fulltrúaráðs fram-
sóknarfélaganna í Reykjavík, spurður
hvort hann teldi kannski slök úrslit
flokksins í borginni í síðustu kosningum
hafa bitnað á honum. Fulltrúaráðið kaus
sem kunnugt er Bjarna Einarsson sem
formann á fundi sínum í fyrrakvöld.
- Það var Þorsteinn Ólafsson í Sam-
bandinu sem mælti með framboði Bjarna
og Valdimar Kr. Jónsson með framboði
mínu. Ég flutti mína skýrslu í upphafi
fundar. Helgi Bergs tók svo til máls áður
en gengið var til kosninga og sagði að
rétt væri að'fá nýandlitog breyta til í
forystu flokksins. Ég var auðvitað áður,
en Bjarni var nýr. Kannski að fólk hafi
farið eftir orðum Helga. Hins vegar var
ekki skipt um neina aðra stjórnarmenn
en mig. Varaformaður, stjórn og vara-
stjórn voru endurkjörin án mótfram-
boða, sagði Hrólfur.
Bjarni Einarsson hefur verið erlendis
og tókst Tímanum ekki að ná sambandi
við hann í gær.
í blaðinu í gær var sagt frá kosningu
stjórnar sem var endurkjörin, nema
hvað Halldór Árnason kom inn í stað
Gunnars Einarssonar sem ekki gaf kost
á sér aftur.
Af átta mönnum í miðstjórn voru hins
vegar 5 kosnir nýir: Árni Benediktsson,
Elísabet Hauksdóttir, Kristín Eggerts-
dóttir, Sigrún Sturludóttir og Viggó
Jörgensson. Vekur athygli að konurnar
eru nú 3 af átta en hefur aðeins verið ein
til þessa. Endurkjörnir voru: Björn
Líndal, Sævar Kristinsson og Valdimar
Kr. Jónsson. Af þeim 5 sem fyrir voru
höfðu Haraldur Ólafsson og Sigrún
Magnúsdóttir verið kosin í miðstjórn til
4 ára á síðasta flokksþingi. Jónas Guð-
mundsson var ekki í framboði, en Ár-
mann Höskuldsson og Kristinn Finn-
bogason féllu auk Leifs Karlssonar sem
einnig var í framboði til miðstjórnar.
Varamenn í miðstjórn voru kosnir:
Áslaug Brynjólfsdóttir, Bjarni Guð-
bjartsson, Einar Harðarson, Elín Björk
Jóhannesdóttir, Geir Magnússon, Jón
Aðalsteinn Jónasson, Sigfús Bjarnason
og Þóra Þorleifsdóttir.
Ur stjórn Húsbyggingasjóðs Fram-
sóknarflokksins áttu að ganga að þessu
sinni Guðný Laxdal og Kristinn Finn-
bogason, sem báðum var stillt upp til
endurkjörs auk Tómasar Óla Jónssonar,
sem hlaut kosningu í stað Kristins, en
Guðný var endurkjörin.
-HEI