Tíminn - 02.10.1983, Síða 18

Tíminn - 02.10.1983, Síða 18
ÞAR VAR GUBINN „MARDUK” TIGNAÐUR Fyrsta vísbending gefur 5 stig, önnur 4 stig, þriðja 3 f jórða 2 og f immta 1 stig Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending FJórða vísbending Fimmta vísbending 1. Árni Snæbjörnsson ábóti í Við- ey var grátt leikinn eftir mis- þyrmingar ofstopamanns þessa. En hann átti tryggan vin og bandamann sem Eysteinn Brandsson hét. Mesti fjandmaður hans var hins vegar Torfi Jónsson í Klofa. Úm feril hans hefur verið gerð all umdeild kvikmynd Hann bar fógetanafn og sat á Bessastöðum. 2. Hann er Austfirðingur og hef- ur ritað mikið verk Um heima- byggð sína. Fyrsta Ijóðabók hans hét „Eitt kvöld í júní.“ Hann hefur þýtt erlend skáldverk, m.a. „Dittu mannsbarn.“ Hann var einn aðstandenda bókmenntatímaritsins „Birtings“ Hann átti í málaferlum vegna skrifa sinna um „Varið land". 3. Þessi merka kona hlaut fálka- orðuna fyrir störf sína árið 1939 Hún er fædd í Ólafsvík en fór 22ja ára til náms í Berlín . Sonur hennar er heimskunnur hljómlistarmaður. Hún nýtur nú heiðurslauna listamanna frá Alþingi. Hún söng í tvö ár við Metró- politanóperuna í New York. 4. Hann var skíröur Hirain Ulyss- es Hann fæddist í Point Pleasant í Ohio og varð dugandi her- maður. Þegar borgarastyrjöldin braust út bjó hann hjá föður sínum í Galcna. Stuttu síðar kallaði Lincholn hann til herforystu Hann átti eftir að verða 18. forseti Bandaríkjanna. 5. Mælt er að Snorri Sturluson hafa rekið mikiö nautabú á jörð þessari. Þar var lengi boðin gisting fyrir ferðamenn á noröur og suður- leið, þjónusta er nú aflögð... Þar er útsýnisskífa, hvaðan sjá má vel um sveitir Borgarfjarð- ar. Á síðari árum hafa risið þar sumardvalarheimili launþega- samtaka. Á fyrri ölduin var nafn óðals þessa Sygnaskarð. 6. Borg þessi stóð á mjórri land- ræinu milli fljótanna Efrat og Tígris. Hún hófst til mikillar viröingar á dögum Hammurabí Þar var mikil trúarmiðstöð og þar var guöinn Marduk tignað- ur Sargon konungur II hugðist endurreisa hana, efntir að Hitt- ítar og Assyringar höfðu lagt hana í rústir. Viö borgina var löngum kennd ein „mikil hóra“. 7. Þessi trúarleiðtogi lagði áherslu á að leiðin til ham- ingjuríks lífs væri réttar hugs- anir, rétt tal og gjörðir, en ekki meinlæti. Hann sagði lærisveinum sínuin að þeir mættu ekki deyða, ekki stela, ekki fara með fals, ekki vera óskírlífir og ekki drekka áfengi. Hann var uppi 500 f.Kr. Á myndum af honum er svo að sjá sem hann hafl nærst vel. Indverjar hafa á honum mikinn átrúnað. 8. Meöal þekktra verka þessa tónskálds er tónlistin við „Eins og yður þóknast" og „Ofviðr- ið.“ Hann er fæddur árið 1865, en látinn árið 1957. Eitt þjóðernissinnaðasta verk hans létu Rússar banna að flytja um skeið. A(V fornafni hét hann Jóhann Júlíus. Hann er höfundur „Fin- landíu". 9. Þcssi tónlistarmaður var fædd- ur í Skildinganesi árið 1900 Einna vinsælastur ísl. tónlist- armanna á fyrri hluta aldarinn- ar. Hann átti manna inestan þátt í stofnun Félags íslenskra bljóð- færaleikara. í hljómsveit hans léku þeir m.a. Rúrik Haraldsson, Björn R. Einarsson og Gunnar Egils- son. Nafn hans kemur fyrir í kunn- um gamanvísum: „Ég enn er ung í anda, hef ánægju af...“ ■ o Þessi þekkti guðsmaður hóf prestferil sinn í Kjalarnesþing- um árið 1867, en fékk veitingu fyrir Odda 1880. Hann byrjaði seint á skóla- námi, en varð þó mikill lær- dóms og andans maður. Hann þýddi „Friðþjófssögu“ eftir Tegnér. Hann orti: „Eitt sá tómt hel- strið- og hjálpaðist af; hin sáu Guðs dýrð og bárust í kaf.“ Hann er höfundur Þjóðsöngs Islendinga. Svör við spurningaleik á bls. 20

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.