Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 „Þar sem Djöflaeyjan rís...” Rælt við Einar Kárason, rithöfund, sem nú hefur ritað bók um reykvískt braggahverfi á sjötta áratugnum / ■ Menn geta víst varla verið viðræðuhæfir um það athygliverðasta sem er að gerast rneðal ungra höfunda á íslandi hafi þeir ekki lesið skáldsögu Einars Kárasonar, „Þetta eru asnar Guðjón“, sem út kom fyrir tveimur árum. Sú skáldsaga var eitt þessara stóru loforða sem sumir höfundar gefa strax með fyrstu bók sinni og þegar þannig tekst til hafa þeir nauðugir viljugir lagt sér þann kross á herðar að á þá er mænt og spurt: - „Hvað næst?“ Einar Kárason hef ur ekki tekið þann kost að sveipa sig neins konar dularmóðu og treina sér eftirvæntingu manna, eins og oft er siður skálda, því þegar á þessu hausti er von á nýrri skáldsögu hans, - „Þar sem djöflaeyjan rís“. Sjálft nafnið minnir þegar á ævintýri, á ókunn- an heim og það kemur í Ijós að ekki er fjarri lagi að svo sé. Sögusviðið reynist vera heimur sem löngum var nálægur í reykvísku borgar- líf i, en þó svo ókunnur mörgum og óraunveru- legur. Við hittum Einar Kárason á dögunum og fengum hann til að ræða um nýju bókina við okkur. „Ætli ég hafi ckki byrjað á þessari bók fyrir tveimuróghálfu ári, um það bilsem ég kláraði hina bókina, snemma árs 1981,“ segir Einar. „Síðan hef ég setið úti í Kaupmannahöfn og ekki gert annað en að skrifa, þótt ég hafi brugðið mér út á vinnumarkaðinn öðru hverju, þegar harðnaði á dalnuni. Ég bjó þarna í blokkaslömmi, sem kallast „Öresunds- kollegiet“, og einhvernveginn hafði maður af að draga fram lífið. Nú, umsögunaer það aðsegjaað þótt hún geti varla kallast heimilda skáldsaga, þá gerist hún að hluta fyrir mitt minni og ég get lítið byggt á minni eigin reynslu. Hún gerist í braggahverfi á árunum 1950-1960. Þetta hefur verið mikil heimildavinna, því ég hef lagt mig eftir að ná í þá sem þekktu þessi hverfi á þessum tíma. Ég hef líka lagt mig eftir að lesa blöð frá þessu skeiði og farið á söguslóðir, þar á meðal til Bandaríkjanna." Er það einhver sérstakur „kampur“ sem þú hefur í huga? „Nei, þetta er svona brætt upp úr nokkrum kömpum, sem ég hef heyrt um og man eftir sjálfur, eins og Múlakampi, svo ég tek þann kost að búa til einn kamp alveg nýjan. Ég kalla hann „Thule- kamp.“ En þessir kampar voru margir hér og ýmsir muna vel eftir „Kamp- Knox“ og „Selby-kamp“ og „Tripoli- kamp.“ Einnig kampinum inni í Laug- arnesi, en það var dálítið sérstakt með þann kamp að hann var að einhverju leyti fluttur þangað. Það eru nefnilega , ýmsir kaldhæðnislegir hlutir sem maður hefur rekist á í þessu grúski. Við Þór- oddsstaði stóð á sínum tíma mjög niður- níddur kampur. sem kallaður var Þór- oddsstaðakampur. Þetta var auðvitað á stjórnartíma t'haldsins og andstaðan í borgarstjórn var sífellt að rífast í því að eitthvað væri gert fyrir þá braggabúa. Þarna var komið og myndir teknur, - gólfin voru fúin og frosin, það lak og botnfraus í kaffikönnunni yfir nóttina og börnin voru að veslast upp. En hvorki gekk né rak fyrr en það gerist einn daginn að tilkynnt er að nú skuli leggja niður Þóroddsstaðakamp. Það var vegna þess að þá átti að fara að byggja þessi fínu hús uppi við Öskjuhlíðina, þar sem margir mektarmenn bjuggu. Þá þótti það ekki nógu gott fyrir útsýnið úr þessum villum að hafa braggana þarna fyrir neðan. Var komið á vettvang með vörubíla, braggarnir hífðir upp á pallinn á þeim og keyrðir inn í Lauganes. Þar voru þeir settir niður og fólkinu sagt að það gæti farið þangað á eftir þeim, þótt ekki hefðu þeir batnað við flutninginn, orðnir skældir og af sér gengnir." Hverjar eru svo söguhetjurnar? „Ég skrifa þarna um nokkrar fjöl- skyldur, en einkum er þó fjallað um eina fjölskyldu, sem samt býr ekki í bragga. Hún býr í húsi inni í miðjum kampinum, ósamþykktu húsi sem þarna hafði verið reist, eins og tíðkaðist í þá daga. Þetta hús er kallað „Gamla húsið" og þar býr sem sé sú fjölskylda sem mest er fylgt eftir í sögunni. Þetta er svona venjuleg fátæktarfjölskylda, þar til úr rætist upp úr 1950 og hjá henni rennur upp blóma- skeið af ymsum ástæðum. Heimilisfaðir- inn hafði verið farandsali, en nú áskotn- ast honum verslun, sem hpnn verður verslunarstjóri yfir og stendur inni í miðjum kampinum. En annaðsemgerist á sama tíma og hefur enn meiri áhrif á velgengni fjölskyldunnar er það að dóttir gömlu hjónanna í húsinu giftist til Bandaríkjanna, eftir að hafa átt börn með mönnum af ýsmu þjóðerni. Þessi börn eru raunar aðalpcrsónur sögunnar. Þetta gerist árið 1951, og nú streyma peningar og margs konar flottheit heim frá Ameríku.“ Þarna koma því margvíslegir amerískir straumar til sögunnar? „Já, tengslin við Ameríku voru viss standard í Reykjavík á þessum tíma, því þetta þótti fínt. Þessi amerísku áhrif birtast sérstaklega sterkt í þessari fjöl- skyldu og til þess að ná þeim fram hef ég verið að velta mér upp úr þeim, eins og þau voru á þei n tíma er þau eru að berast hingið, en það var einkum í músík og bíómyndum. Eins og ég sagði þá gerði ég mér líka far um að riá í fólk sem mundi þessa tíma vel og ekki síst varð mér hjálplegur vinur minn einn, sem býr í Danmörku og honunt er bókin reyndar tileinkuð. Ein af kveikjunum að því að ég fór að fást við þetta efni var sú að ég hafði velt ■ Einar Kárason: „Ég hef líka lagt mig eftir að lesa blöð frá þessum tíma og farið á söguslóðir, þar á meðal tii Bandaríkjanna." (Tímamynd Róbert) því nokkuð fyrir mér í hvaða farveg þessi áhrif féllu hérna því hér urðu þau sterkari en víðast hvar annars staðar í Evrópu, svo sem í Danmörku, Hollandi eða Þýskalandi. Þá þóttist ég reka mig á það hve amerískri sögu og menningu svipaði til sögu íslensku þjóðarinnar. Þótt ísland væri að vísu numið nokkrum öldum áður en Ameríka, þá eru þetta hvorttveggja landnemaþjóðfélög. Þessir fornkappar okkar voru í rauninni svipað- ar manngerðir og kúrekarnir og þær persónur sem ganga svo skýrar fram í amerískum bíómyndum, þær eiga sér fulla hliðstæðu í íslenskum fornsögum. Við getum sem dæmi nefnt þær „týpur" sem Humphrey Bogart var að leika á þessum árum, þessi harði ógæfulegi maður með „töff“ svar á reiðum höndum, hann er svona nokkurs konar Skarphéðinn Njálsson. Útlaginn sem Clint Eastwood Ieikur er í sjálfu sér ekki ósvipaður Gretti. Við skulum líka muna að á íslandi breytist ekki svo mikið fram á 19. öldina og þar er landnematíðin svo nálæg að viðhorfunum svipar mikið til viðhorfa sem ríkja í Ameríku á sama tíma.“ Þetta hlýtur að vera saga með mjög mörgum persónum? „Já, þctta er mjög mikill fjöldi af fólki og engin ákveðin aðalpersóna, - þarna' er aðalfjölskylda og aukafjölskyldur. Jú, það er rétt. Elías Mar ritaði sögu um fólk í braggahverfi á sínum tíma og það er ákaflega falleg og vel skrifuð bók. En ef til vill stóðu þessir tímar of nærri höfundinum þarna, þetta var svo mikil gerjun þá og ég held að þær hugmyndir sem hinir krítisku vinstrimenn þess tíma gerðu sér um hin amerísku áhrif hafi ekki staðist. Ég man eftir því í Sóleyjar- sögu, sem einnig kemur fram í Atóm- stöðinni, að hin ameríkanseraða yfirstétt fer smám saman að fyrirlíta allt það sem ísrenskt er. í Sóleyjarsögu kemur þetta mjög táknrænt fram undir lok sögunnar, þegar Sóley er farin að fá skilning á ýmsum hlutum í þjóðfélaginu á grund- velli biturrar reynslu. Þetta verður henni einhvers konar hugljómun og á að vera mjög sláandi. En þetta er nokkuð sem ég held að hafi alls ekki reynst rétt. Það var einmitt þessi nýríka stétt sem mest hélt upp á fánann og þessi ytri einkenni. Ég hef heyrt sagt frá fjölskyldu á þessum árum, sem var að halda reisugildi og lenti í mestu vandræðum með að útvega fánann, uns loks tókst að útvega hann á Keflavíkurflugvelli." En gaman væri að heyra fleira um heimildaleit þína. Þú segist hafa farið vestur til Bandaríkjanna? „Eins og ég sagði þá fólst þetta í samtölum við fólk, en líka í því að ég las það allt sem ég náði í um þessa tíma, svo ekki sé minnst á músíkina. Það er rokktónlistin sem er að koma upp þarna og það eru fyrst og fremst strákarnir í fjölskyldunni, sem eru fulltrúar hennar. Þessir strákar, sem eru næst því að vera aðalpersónur í bókinni, þeir eru úti í Ameríku þegar þessi sprengja kemur upp um 1956, - Elvis og þeir allir. Já, ég gerði mér ferð út til Ameríku til þess að komast á þessar slóðir og reyna að ná konsertum með þessum gömlu mönnum sem eftir voru. Það tókst mér reyndar. Ég kom m.a. til Memphis í Tennessee og fór á konserta hjá Jerry Lee Lewis, Carl Perkins og Bo Didley og svo voru þarna blúsarar á ferðinni líka. Á endanum fór þetta tímabil að taka mikinn tíma af öllu hjá mér, því ég var að lesa sakamálasögur, horfa á Bogart og Brando og James Dean og hlusta á rokkmúsik. Gott ef þetta var ekki farið að hafa áhrif á göngulagið hjá mér á endanum. Nú er orðinn aldarfjórðungur frá því að rokk- tónlistin kemur upp og alveg síðan hefur hún verið alls ráðandi á markaði dægur- tónlistar og er jafnt ung og fersk og hún var þá. Ég vil ekki kalla mig sérfræðing á þessu sviði, en samt hefði ég gjarna viljað miðla öðrum einhverju af því sem ég hef upplifað við þessar stúdíur mínar. En því miður er ákaflega erfitt að lýsa tónlist á prenti. Úti í Bandaríkjunum ganga heilar útvarpsstöðvar fyrir svona efni, svonefndar „oldie“-stöðvar og í Danmörku og Svíþjóð eru margir viku- legir þættir með þessu, enda er þetta ákaflega merkilegt efni. Ég hef stungið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.