Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 11

Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 11
SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 i£ ■ Gylfi Þ. Gíslason, Guðrún Vilmundardóttir, Jens Otto Krag og Helle Virkner Krag. Wm ra W&S+ 'T>j Sjt r J|M slæmt veður var og héldum við um tíma að flugvélin myndi ekki lenda á vellin- um. Hún dembdi sér svo niður og sagði flugmaðurinn eftir á að ef þeir hefðu ekki fundið þessa smugu í veðrinu þá hefðu þeir sennilega haldið áfram flug- inu til Bandaríkjanna. Eftir að hafa heilsað Heath á vellinum ókum við til Reykjavíkur, sendiherrann og Heath á undan en við Tómas í bíl á eftir. Ég sá að bílstjórinn á undan okkur átti í erfiðleikum með að sjá veginn og ók ég því fram fyrir hann til að leiðbeina honum í bæinn. í hádegisboði daginn eftir kom svo sendiherrann til mín og þakkaði okkur fyrir að hafa bjargað lífi þeirra því hann taldi víst að ökuferð þeirra hefði endað út í hrauni ef þcir hefðu ekki fengið leiðsögnina. Þegar Per Hækkerup kom var veður svo slæmt og snjór svo mikill að við þurftum að leita til björgunarsveitarinnar í Hafnarfirði til að aka gestum á ballið. Þeir aðstoðuðu m.a. Asgeir Asgeirsson forseta frá Bessastöðum. Af þessum sökum hófst ballið fremur seint, eða um klukkutíma eftir áætlun enda ófært um allan bæ. Þegar því lauk var hinsvegar komið hið besta veður, stjörnubjört nótt og logn og engin vandræði hjá gestunum að komast aftur heim.“ Segir Atli. Eins og fram kom hjá Atia var reynt að vanda til þessara skemmtana eins og kostur var en hann telur að fallegasta og tignarlegasta ballið hafi verið þegar Edward Heath kom. Þá voru Fóstbræður fengnir til að syngja fyrir gesti, auk annarra skemmtiatriða'. Troðfullt hús var og mikil stemmning og ræða Heath, sem hann flutti blaðalaust, þótti frábær, enda maðurinn góður ræðumaður. Síðasta ballið 1972 Síðasta ballið var haldið 1972. Getur Atli ekki skýrt á annan hátt en þreytu í mönnum að hafa fyrir hlutunum að þau lögðust niður. „Það kom ekki til af fjárhagslegu tapi vegna þessara balla því dæmið var alltaf sett upp þannig að við kæmum slétt út úr þessu og það gekk yfirleitt upp“.. Á ýmsu gekk við aðfá menn sem heiðursgesti á þessi böll framan af en eftir að kominn var gestalisti með þeim Jcns Otto Krag og Per Hækkerup var það mál auðveldara viðfangs þannig að það er ekki skýring á því að böllin lögðust niður. Síðan 1972 hafa ekki komið tilmæli frá stjórn B.I. að endurvekja þessi böll og ekki er útlit fyrir að slíkt verði gert í náinni framtíð. Ómar Valdimarsson núverandi förmaður B.í. sagði í samtali við Tímann en nú væru komnar allskon- ar aðrar hátíðir sem skipa þann sess er pressuböllin höfðu áður og átti hann alls ekki von á að þessi böll yrðu endurvak- inn, að minnsta kosti myndi hann ekki beita sér fyrir því enda hefðu þau á sínum tíma ávallt vakið deilur innan félagsins sjálfs og skoðanir manna mjög skiptar á því hvort félagið ætti að standa að þessu eða ekki. - FRI ■ Edward Heath, Tómas Karlsson þáverándi formaður B.Í., Eiríkur Briem og Ása Jónsdóttir. ■ Dr. Kristinn Guðmundsson og Per Hækkerup á léttri stundu ■ Háborðið á pressuballinu þar sem Per Hækkerup var heiðursgestur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.