Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 5

Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 upp á því við þá hjá útvarpinu að taka slíkt upp hér, en fékk góðlátlegar ábend- ingar um að ungum mönnum væri nær að hugsa um sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar en svona skemmtimúsík. Nei, það var enginn áhugi á því þar að gera svona þætti, þótt þeir hafi í rauninni aldrei verið í útvarpinu. Þess í stað eru þættir með allra lélegasta poppglundrinu sem er á markaðinum og stefnan sú að hafa tónlist sem engum leiðist og skemmtir engum heldur, - bara til þess að fólk slökkvi ekki. Þetta er eins og í hátölurum í stórmörkuðum.“ Þegar menn sitja við ritstörf utan land- steinanna, - sjá þeir þá ekki íslenskt þjóðlíf undir nýju sjónarhomi? reyndist þetta klár misskilningur og þegar ég færði þetta í tal við Dag Sigurðarson, skáld, þá sagði hann að þetta kynni að vera rétt í vissum skiln- ingi, en ísland væri þá eins og sambland af Svíþjóð og Kanada!" Reyndist þér erfitt að rita þess bók? „Það var að minnsta kosti gaman að því, þótt auðvitað sé þetta hræðilega erfitt þegar illa gengur og mánuðum saman finnst manni sem ekkert hafi gerst. En svo lifnar yfir manni, þegar skár gengur. Ætli ég hafi ekki ákveðið að leggja út á rithöfundarbraut haustið 1978. Þá hafði maður gengið með þetta í magan- um lengi, dútlað við að yrkja Ijóð f frístundum frá skóla og vinnu. En það ■ Braggar í Laugarnesi. Holdsveikraspitalinn í baksýn. „Jú, þarna úti var ég farinn að sjá ísland frá talsvert nýju sjónarhorni, sem ég tel reyndar mjög jákvætt. En það merkilega er að ég var farinn að fegra fyrir mér landið eða gera mér jákvæðari hugmyndir en ætla hefði mátt af þessu viðfangsefni. Það var til dæmis lega landsins: Það má segja að skilin milli Evrópu og Ameríku liggi um mitt Atl- antshafið eða Atlantshafshrygginn og helmingur íslands er vestan við hrygginn og helmingurinn austan við hann. Þótt þetta í sjálfu sér segi ekki neitt, þá var ég farinn að spyrja mig hvort þetta lýsti ekki menningarsamblandinu líka. Var hér ekki sambland af hinni gömlu og frekar kyrrlátu evrópsku menningu og svo amerísku menningunni? Mér datt í hug að ísland væri ef til vill sambland af Amsterdam og Berlín annars vegar og svo New York hins vegar. En auðvitað var nokkuð sem maður sagði hvorki sjálfum sér né öðrum að maður ætlaði sér að fara að skrifa. Fyrir fjórum árum kom svo út Ijóðabók eftir mig sem hét „Loftræsting" og nú hefur þetta verið mitt aðalstarf í fimm ár, þótt ég hafi skroppið inn á vinnumarkaðinn öðru hvoru. Nú er ég í byggingavinnu. Auðvitað ætla ég að sitja áfram við ritvélina ef ég mögulega get, en það eru engin ný tíðindi að það sé erfitt að lifa á þessum tímum. En ef bók skáldsagna- höfundar nær meðalsölu, þá eru tekjurn- ar sem svarar hálfum launum á lægsta verkamannataksta. Svo eru líka sporslur eins og launasjóður rithöfunda og fleira, en þar er nú ekki á vísan að róa. Jú, auðvitað er þetta erfitt og Reykja- vík er erfiður staður fyrir rithöfunda að lifa á. En það má mikið ganga á áður en maður gefst upp.“ -AM Ferða stereotæki á kostaverði með kostakjörum RT-150 S Stereo kasettuferðaútvarp Með: FM-, mið-, stutt- og langbylgju. Hringspólun á kasettu (Auto reverse) Verð kr. 8.775.- EINAR FARESTVEIT & CO. HF. BERGSTAÐASTRÆTI I0A - SIMI 16995 leikfimifatnaður fimleikafatnaður jazzballett —— v aW urfl Svo ^em 6 fÖtJuroW“5SÓWd Fööulpéte^ RaíeÍo^ PÓSÍtróU 9 129 ReY^am , MK»W*oU’'r íKnm«ar Sa,a .aWurK°'Warpa ■SSSmS^ <*w'

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.