Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 8

Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 8
SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 a Útgefandi: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gislason. Skrifstofustjóri: Ragnar Snorri Magnusson. Afgrelðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjórl: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: Atli Magnússon. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Bjarghildur Stefánsdóttir, Baldur Kristjánsson, Friðrik Indriðason, Guðmundur Sv . Hermannsson, Heiður Helgadóttir, Jón Guðni Kristjánsson, Jón Ólafsson, Kristin Leifsdottir, Samúei Örn Erlingsson (íþróttir), Skaftl Jónsson, Sonja Jónsdóttlr, Þorvaldur Bragason. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnssson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Árni Sæberg. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Kristín Þorbjarnardóttir, Sigurður Jónsson. Ritstjórn skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86306. Verð í lausasölu 20.00, en 22.00 um helgar. Áskrift á mánuði kr. 250.00. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Reynt að takmarka erlendar lántökur ■ Fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir næsta ár hefur verið lögð fram á Alþingi. Meginstefnan þeirrar áætlunar ríkisstjórnarinnar er að stilla fjárfestingu hins opinbera og annarra aðila í það hóf, sem samrýmst getur viðunandi jafnvægi í viðskiptum við önnur lönd og áframhaldandi hj öðnun verðbólgu á næsta ári. Ákvarðanir um fj árfesting- arstefnuna mótast einnig af viðleitni til þess að beina fjárfestingu í arðbærar framkvæmdir, sem best munu tryggja atvinnu manna til frambúðar. Jafnframt er þess gætt að tefla ekki atvinnuástandi í tvísýni á næsta ári með of harkalegum samdrætti. Fetta er vandasamt viðfangsefni og mikils um vert að teknar séu í þessum efnum fjárhagslega ábyrgar ákvarðanir af fyllsta raunsæi, segir í greinargerð um áætlunina. Þar kemur einnig fram, að eitt helsta viðfangsefni áætlunarinnar er að takmarka svo sem frekast er kostur erlendar lántökur á næsta ári og auka innlenda fjáröflun. Fað er markmið áætlunarinnar að erlendar skuidir þjóðar- innar hækki ekki í hlutfalli við þjóðarframleiðslu á árinu 1984, en þær eru þegar orðnar hættulega miklar. Eðlilega gætir samdráttar víða í lánsfjáráætluninni, bæði í opinberum framkvæmdum og fjárfestingu atvinnu veganna. Þó er gert ráð fyrir því að íbúðahúsabyggingar verði óbreyttar frá fyrra ári. Fjármunamyndunin mun minnka um 6.3%, en nær allur samdrátturinn er í svonefndum stórframkvæmdum og innfluttum skipum og flugvélum, þar sem önnur fjármunamyndun mun aðeins minnka um 1.2%. Fjárfesting atvinnuveganna mun hins vegar minnka um 6.2%. Þannig er reiknað með um 10% samdrætti framkvæmda í landbúnaði, og að fjármuna- myndun í fiskveiðum minnki um 22%, en fiskvinnslufyrir- tækja um 5%. Á sviði iðnaðar er gert ráð fyrir að bygging steinullarverksmiðju á Sauðárkróki hefjist á næsta ári, en hins vegar ekki reiknað með framkvæmdum við kísiljárn- verksmiðju. Fjárfesting í verslunar- og skrifstofuhúsnæði mun minnka um 5%. í áætluninni er gert ráð fyrir að íbúðabyggingar verði eins miklar á næsta ári og í ár, og ákveðið hefur verið að auka lánveitingar til íbúðarmála verulega á næsta ári sem kunnugt er. Atvinnuhorfur á næsta ári ■ í fjárfestingar-og lánsfjáráætluninni er fjallað sérstak- lega um atvinnuhorfur á næsta ári, og segir þar m.a.: ní þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir að landsframleiðsla og þar með umsvif í landinu dragist saman um 1.5% á árinu 1984. Þessar horfur fela í sér að nokkuð dragi úr eftirspurn á vinnumarkaði almennt og fjárfestingaspáin bendir til að umsvif í byggingarstarfsemi og mannvirkja- gerð minnki heldur meira. Atvinnuástand ætti þó að geta haldist þolanlegt við þessi heildarskilyrði, ef ekki kemur til nein óvænt truflun í atvinnustarfsemi í landinu. Enn sem komið er hefur ekkert komið fram sem bendir til þess að atvinna sé ónóg.“ Það er eitt meginmarkmið núverandi ríkisstjórnar að tryggja áframhaldandí fulla atvinnu í landinu. Þær róttæku ráðstafanir, sem grípa varð til á s.l. vori, voru ekki síst til þess að koma í veg fyrir stöðvun atvinnuveganna og fjöldaatvinnuleysi. Ríkisstjórnin mun því fylgjast vand- lega með þróuninni á vinnumarkaðinum í því skyni að tryggja að atvinnuöryggi verði áfram daglegur veruleiki íslensks launafólks, þótt tugir milljóna-verkafólks gangi atvinnulausir í nágrarnalöndum okkar. ■ í straumi daganna síðustu vikuna eða hálfan mánuðinn hefur ýmislegt rekið á fjörur og er það vogrek í þjóðlífinu margt hvað meira en smáskrítið, svo að ekki sé meira sagt - enda lifum við á afbrigðilegum tímum, eins og fjármálaráð- herrann segir þegar hann gengur fram fyrir lýðinn til þess að sýna sig á réttri leið og beina öðrum á hana eins og leiðtoga ber. Tvær þjóðbjörgunarsamkundur hafa setið á rökstólum síðasta hálfan mánuðinn - Alþingi íslendinga og kirkjuþing sömu þjóðar - önnur einbeitir sér við að bjarga veraldargeng- inu fyrir horn, en hin andlegum verðmætum - báðar á afbrigðilegum tímum. Og það má nú með sanni segja að yfirbragð og inntak beggja þessara þjóðþinga hafi verið tákn þeirra tíma. Pennastrik Alberts og nafn frelsarans Furðulegasta tilllaga, og líklega merkilegasta, sem fram kom á Alþingi þessa daga var „pennastrik" fjármálaráðherr- ans, þ.e. að leysa vanda aðalatvinnuvegar þjóðarinnar með því að strika yfir meginhluta skulda hans, og láta útgerðar- mennina síðan byrja (að safna) upp á nýtt. Pennastrik Kirkjuþings íslendinga var ekki alveg eins geníalt en það bætti úr skák að þau voru raunar tvö - annað um heimsfriðinn á friðarári kirkjunnar, hitt hvernig stafsetja skyldi nafn frelsarans Júsúsar Krists. Um hvorugt strikið fékkst niðurstaða. Kirkjuþing íslendinga er undarleg samkunda. Þar sitja saman geistlegir og leikir fulltrúar, eins konar öldungaráð sem telur sig hafa kristilega velferð þjóðarinnar (og fjármunavel- tillaga um að hverfa aftur til gömlu beygingarinnar á frelsaranafninu upp á hreinni latínu, og hefst þar lotan langa á þinginu. Það verður auðvitað að segjast eins og er, að þessi einföldun var ofur barnaleg hálfvelgja. í henni fólst réttmæt viðurkenn- ing á því, að latnesk beyging þessa tungutíðasta orðs íslenskrar kristni væri ekki viðhl ítandi lengur. Hins vegar náði skilningurinn ekki nógu djúpt til þess að sjá, að eina færa og sæmilega leiðin væri að taka skrefið til fulls og íslenska nafn frelsarans alveg, létta útlegðinni af barnavininum mesta og gera nafn hans að íslenskum málþegni en dæma þjóðina ekki lengur til málspjalla ef húb bæri sér það á tungu. Þetta var aðeins spurning um það hvort Jesús ætti að vera rómverskur gestur hér á landi lengur eða gerast íslenskur málborgari með fullum réttindum. Hér varð annað hvort að láta sitja við sama eða stíga skrefið til fulls. En tungubrjótur klerka virðist helst sá að beygja nafnið í þágufalli og eignarfalli eins og lög málsins bjóða - Jesúsi, Jesúsar- eins og við leyfðum okkur að íslenska guðspjallamanninn Markús t.a.m. Einfalt og sjálfgefið mál Þótt þetta mál vefðist svona illa og lengi fyrir þrætubókar- þinginu, er það í raun og veru lítið, einfalt og sjáflgefið hvernig með skuli fara. Það verður aðeins fyrirferðarmikið vegna þeirrar óeðlilegu tregðu sem lögð er á eðlilega þróunarbraut þess í málinu. Glöggskyggn prestur benti á þetta á þinginu og sagði að væri skrefið stigið til fulls ætti eignarfallið A frelsarinn að vera rómverskur eða íslenskur málþegn kér? ferð kirkjunnar) á herðum sér. Hópur leikra manna á þinginu cr líklega afturhaldssamasta lijörð sem saman hefur verið sett á Fróni, prestarnir þar sundurleitari eins og stéttin öll, sumir afturgengir, aðrir Iftið eitt framsæknari. Nú er sagt véra heimsfriðarár í samanlagðri kristninni, og ýmsir klerkar kenna strangt úr stól gegn djöfli samtínians, stríðum og kjarnorkusprengjum, og megi þeir sem þá tungu hræra mæla heilastir manna. En Kirkjuþing íslendinga var ekki á 'einu máli um það, hvort vert væri að hafa orð á þessu og enn skiptari voru skoðanir um það hvaða orð skyldi velja. Átök urðu allhörð um þetta og gafst ekki tími til að jafna ágreining né ráða málinu til sæmilegra lykta, þar sem aðalmál þingsins kallaði mjög að - stafsetning og fallbeyging á nafni frelsarans í munni þjóðarinnar. Færðist þá enn fjör í ieikinn og vógust menn þar ýmislega á eins og í Heljarslóðarorrustu og fylkingar riðluðust nokkuð. Tillaga um afturhvarf til hreinni latínu Umræðan um fallbeygingu á nafni trúarleiðtoga íslendinga, eða um það hvort hann skyldi teljast rómverskur eða íslenskur málþegn í kirkju og bænum þjóðarinnar stóð daglangt og náttlangt og urðu þetta „nokkuð snarpar deilur“ eins og Moggi segir í ýtarlegri skýrslu, sem ekki dugði blaðsíða undir, enda varla annað markverðara að tíunda frá kirkjuþinginu. Kirkjuþing þóttu löngum á öldum áður æðsti vettvangur í þeirri hugljómun sem kallast þrætubókarlist, og eru mörg lýsandi dæmi .um það hvernig þar var deilt af upphafinni andagift um skegg kcisarans eða parruk páfans. Kirkjuþing íslendinga bregst ekki hefðinni, það sýna m .a. glöggt hinar langvinnu deilur þar í þetta skipti um nafnbeygingu frelsarans á íslenskri tungu. Allt frá því að fagnaðarerindið var flutt þjóðinni á latínu úr predikunarstólum á myrkustu öldum þjóðarinar hefur nafn frelsarans verið beygt upp á latínu alveg fram á okkar daga. Þetta kunnu álmúgamenn og börn, sem vildu bera sér nafnið í munn, heldur báglega, svo að af varð stundum klám og klaufska. Raddir komuuppumeinföldunogjafnvel íslenskun, sem prelátum hefur flestum þótt ganga guðlasti næst fram á þennan dag. Þó fór svo fyrir síðustu útgáfu bibiíu og sálmabókar á íslensku, að innleidd var einföldun, einhvers konar millistig latínu og íslensku. Nú bregður svo við á þessu háfleyga kirkjuþingi, að flutt er að vera Jesúsar. í þessu efni getum við vel tekið Færeyinga okkur til fyrirmyndar. Þeir hafa fyrir löngu boðið trúarleiðtoga sínum fullan borgararétt í máli sínu. Á það var bent á kirkjuþinginu, að við þctta sfðasta hálfkák hefði kristnum hugverkum, svo sem sálmum, verið breytt heimildarlaust í nýrri útgáfu sálmabókar. Þetta er auðvitað hárrétt, en á því var engin þörf. Þótt beygingu nafnsins sé breytt í íslenskri biblíu og mæltu máli er auðvitað sjálfsagt að láta gömlu beyginguna halda sér í gömlum sálmum, hvort sem þeir eru eftir Hallgrím eða aðra. Þetta er skáldskapur á máli síns tíma og við látum það tungutak alla jafna óhreyft. Það málfar er barn síns tíma og á allan rétt til að halda sér og spillir í engu nýjum myndum málsins. Það hvarflaði sem betur fór að einstaka kirkjuþingsmanni að eiginlega væri nafnbeyging Jesúsar Jósefssonar kannske ekki aðalatriði íslenskrar kristni á þessum afbrigðilegu tímum, og ef til vill væri ekki úr vegi að víkja heldur orði að kenningu hans, sem kannske skipti nokkru máli líka, en það komst ekki að sem varla var von! Nafnmálinu var síðan vísað til kirkjuráðs til undirbúnings framhaldsumræðu á næsta kirkjuþingi. Megum við fá meira að heyra? Enda málið langt frá því útrætt! Því má þó ekki gleyma, að kirkjuþingsmenn gáfu sér andartak til þess að rétta upp hendur í þeirri kröfu að stofnað skyldi hcilt, sjálfstætt, virðulegt og umsvifamikið kirkjumála- ráðuneyti, Minna má ekki gagn gera þegar kirkjuþing eru svona málefnarík. Þannig lauk hinu merka Kirkjuþingi íslendinga á því herrans heimsfriðarári 1983. Andrés Kristjánsson R skrifar W&M -E.S.J.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.