Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 18

Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 18
UNGUR ÞÁ HANN SAX AF GAMLA KONUNGI... ■ —— Fyrsta vísbending gefur 5 stig, önnur 4 stig, þriðja 3 f jórða 2 og f immta 1 stig Fyrsta vísbending Önnur vísbending Þriðja vísbending víslieiding Fimmta vísbending 1. Þýskur stjórnmálamaður, fæddur í Heidelberg 1871. Hann varð formaður í flokki sósíaldemókrata á eftir August Bebel. Forseti Weimar-lýðveldis- ins var hann 1919-1925. Löngum var honum legið á hálsi fyrir að hafa kæft upp- reisn rauðliða 1918-19. Hann dó úr botnlangabólgu árið 1925. 2. Dýr þessi ferðast i flokkum og hlaupa 15-25 kílómetra, á klst. séu þau óttaslegin. Algengt er að þau nái 50 ára aldri, en munu geta orðið talsvert eldri. Danir hafa skepnu þessa i æðstu orðu lands síns. Kipling hefur búið til sögu um það er krókódíllinn beit dýr þetta í nefið. Löngum hefur hún verið veidd vegna tannanna. 3. Ungur þá hann saxið Gamlanaut af Gamla kon- ungi Gunnhildarsyni. Hann fór til íslands vegna vígaferla í Noregi og tók land i Miðfirði. Miklar greinir urðu með þeim Miðfjarðar- Skeggja og honum og vildi Skeggi drepa hann með sverðinu Sköfnungi. Samt varð hann nú sótt- dauður. Hann reisti skála i Flatar- tungu, enda talinn mikill þjóðhagasmiður. 4. Þetta blóm hefur einnig nöfnin hleypisgrasogkæsi- gras. Það er af blöðrujurtaætt og blómgast í júní. Gulgræn og slímug blöð þess sitja fast niðri við jörð. Smyrsl af því þóttu m.a. góð við skalla. Ekki er flugum ráðlegt að koma mjög nærri þvi. 5. Hann fæddist i Króatíu 1892 og var sjöunda barn foreldra sinna. Meðan hann þjónaði í her Austurríkis-Ungverjalands gerðist hann mikill bylting- arsinni. Hann var frægur skæruliða- foringi á árum síðari heims- styrjaldarinnar. Ekki kom þeim Josep Stalín nógu vel saman. Hann var sameiningartákn Júgóslava fram á síðustu ár. 6. Skáldmæringur þessi stofnaði óvenjulegan skóla í Indlandi, sem hann nefndi „Santiniketan." Fæddur var hann 1861 i Calcutta Bretar öðluðu hann 1915, en síðar afsalaði hann sér nefnbótinni. Meðal verka hans má nefna „Gitanjali", og „Garðyrkju- maðurinn". Hann hlaut Nóbelsverö- launin 1913. 7. í París nam hann hjá hinurn fræga lækni Jean-Martin Charcot. í viðtalstimun hrópaði hann á sjúklinga sína, pataði með höndunum og tottaði vindil sinn. 1938 hraktist hann í útlegð til Bandaríkjanna. Ásamt Josef Breuer gaf hann út bókina „Athuganir á sefasyki." Hann er faðir sálkönnunar- innar. 00 ■ Hann samdi tónlist við leik- inn „Glataði sonurinn" eftir Hall Caine 21 árs gamall lauk hann prófi frá Prestaskólanum í Reykjavík. Hann hlaut fyrstur is- lenskra tónskálda heiðurs- laun úr rikissjóði. Mikinn hluta ævi sinnar dvaldi hann í Edinborg. við þjóðsöng íslendinga. 9. Tré þetta er af rósaættinni og vex víða hérlendis. Blöðin eru aflöng, oftast sagtennt og hærð á neðra borði. Hjátrúin sagði að því fylgdu niu náttúrur góðar og niu vondar. Berin þykja ekki bragðgóð, en afbragð eru þau í mauk eigi að síður. Tréð verður allt að 12 metra hátt og er algengt í görðum i borg og bæ. ■ o Skáld þetta fæddist að Skeggjastöðum á Langa- nesströndum 1884. Kennaraprófi lauk hann 1909. Hann þótti eitt hið snjall- asta af íslenskum rímna- skáldum. Löngum hafa Hafnfirðingar talið hann sitt skáld. Hann orti: „Stjáni blái strengdi klóna, stýrði fyrir Keilisnes." Svör vid spurningaleik á bls. 20

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.