Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 2
SUNNUDAGUR 30. OKTOBER 1983 eldhúskrókurinn umsjón: Agnes Bragadóttir Tveir fiskréttir kynntir í dag: Rækjnrúil- ur og baconfars — sem hun Abba, nýútskrifaður kokkur matreiðir fyrir okkur Abba med rækjurúllurnar góðu, tilbúnar í ofninn eða í djúpsteikingarpottinn. ■ Abba úrbeinar og vinnur kjöt af miklum krafti í Hvammseli, enda útbýr hún hvorki meira né minna en 30 hálftilbúna rétti daglega. Nóg að gera hjá henni. ' Tímamyndir GE ■ Girnilegir fiskréttir, svo sem ysurullur með ýmsum fyllingum, ýsa í orly-deigi, fylltur hryggur með epl- um og sveskjum, girnileg salöt, af ýmsum tegundum brosa til þin úr kæliborðinu í versluninni Hvammsel, við Smárahvamm i Hafnarfirði og eftir að hafa reynt eina tvo þessara rétta kom ég að máli við kokkinn sem starfar í þess- ari verslun og falaðist eftir smá- spjalli og að sjálfsögðu einni eða tveimur uppskriftum. Kokkurinn, Aðalbjörg Þorvarðardóttir, nýút- skrifuð, aðeins tvítug og full af ferskum hugmyndum tók malaleit- an minni bara vel. Ég má til með að greina lesendum frá því, áður en spjall mitt við kokkinn fer á þrykk, að Aðalbjörg gengur undir gælu- nafninu Abba, og finnst mér alveg sjálfsagt að rita það allt með upp- hafsstöfum, ABBA. - Hvenær útskrifaðist þú sem kokkur? „Það var núna síðastliðið vor. Ég lærði í Gaflinum og vann þar alveg þangað til ég réðst hingað í haust, en þá urðu eigendaskipti hér í versluninni." - Hvernig kanntu svo við starfið? „Ég kann mjög vei við starfið, og það er alveg prýðileg tilbreyting að vera komin hingað, því það er jú talsverður munur á að vinna í eldhúsi á veitinga- húsi, samkvæmt föstum matseðli, eða vera sinn eigin herra, ef svo má að orði komast hér í versluninni. Ég hef mun meira frjálsræði hér, og ákveð hvers könar rétti ég er með. Auðvitað verð ég að ganga í svo til öll störf sem viðkoma matargerð, eins og kjötvinnslu og þess háttar." - Nú eru þetta hinir gimilegustu réttir sem þú ert með hér í kæliborðinu, hvaða rétti útbýrð þú aðallega? Snjóruðningstæki: Framleiðum snjóruðnings- tennur fyrir vörubíla og dráttarvélar. Pantanir þurfa að berast sem fyrst svo hægt verði að afgreiða þær fyrri part vetrar. StálIækni sf. Sföumúla 27, sfml 30662 ; , 31. OKTÓBER FERÐAR „Ég geri hálftilbúna rétti, sem annað hvort á eftir að bregða á pönnu eða í ofn. Aðallega erum við með ýmsa fiskrétti, svo sem fiskrúllurnar, fisk í orly og fleira. Ég útbý svona 30 rétti að öllu meðtöldu, þannig að það er nóg að gera.“ - Nú er þetta ný þjónusta hvernig hafa undirtektir viðskiptavinanna verið? „Undirtektir hafa verið mjög góðar. Við höfum heyrt fjölda ánægjuradda, og að fólki þyki gaman að prófa svona nýja rétti. Vinsælasti rétturinn eru þessar mismunandi fiskirúllur, sérstaklega sú með camenbertostinum inn í, og fiskförsin hafa einnig verið vel látin. Nú svo hafa rækjurúllurnar verið mjög vinsælar, og fiskfarsið sem hefur skorið sig úr í vinsældum er Baconfars, og ég held bara að ég gefi þér uppskrift að þessum tveimur réttum.“ Ég hef engar athugasemdir fram að færa við það, og hér koma því uppskrift- Rækjurúllur — uppskrift fyrir 2 2 lítil ýsuflök 150 grömm rækjur Rasp Salt og pipar Flökin eru roðflett, og skorin til helminga. Þeim er velt upp úr raspi og kryddað. Rækjurnar settar á mitt flakið, flakinu síðan rúllað upp og tannstöngli stungið í gegn. Rúllan er annað hvort djúpsteikt, eða bökuð í ofni. Ef hún er bökuð í ofni.þá er rifnum osti stráð yfir, og síðan bakað í um 20 mínútur við 150 gráðu hita. Rúllurnar eru bornar fram með hvítum kartöflum, hrásalati og karrý- sósu. Baconfars - uppskrift fyrir 4 2 stór ýsuflök 2egg 150 grömm hveiti 2 dl mjólk 6 baconsneiðar Salt og pipar Flökin og baconið er hakkað. Síðan er hveiti, mjólk egg og krydd hrært saman við og öllu blandað vel saman. Bollur mótaðar og steiktar, eða bakaðar í eldföstu móti í 20 mínútur við 150 gráðu hita. Bollurnar bornar fram með hvítum kartöflum, hrásalati og bræddu smjöri eða coktailsósu. Semsagt, allir ættu að ráða við þessa matreiðslu, og hljóta að fagna því að fá hugmyndir að því hvernig matreiða má fiskinn okkar góða á nýjan máta. Upp- skriftirnar eru alls ekki flóknar, en þær eru ljúffengar, og ég get óhrædd mælt með þeim. Verði ykkur að góðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.