Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 Mirnm menn og málefni AMCS-vðarnar gera land- ratsjárstöðvar lítilvægar Hluti DEW-lmunnar. Myndin tr einfölduð og sýnir atxim tvtrr af fjárum ratíjántóðvum á Grarnlandi. ■ Tvær teikningar úr bókinni „GIUK-hliðið" sem skýra ólíka gagnsemi landratsjárstöðva og AWACS-ratsjárflugvélanna. Teikningarnar sýna að ratsjár AWACS-vélanna þekja mun stærra svæði en ratsjár á DEW-lín- unni svokölluðu sem er mynduð af landratsjárstöðvum. ■ Sumar yfirlýsingar ráðherra Sjálf- stæðisflokksins síðustu dagana hafa óneitanlega vakið nokkra undrun. Þetta á bæði við um þá ..frumlegu" tillögu fjármálaráðherra að aimenn- ingur gefi útgerðarfyrirtækjum í land- inu allar skuldir þeirra við opinbera sjóði - striki þær út með einu penna- striki og svo fullyrðingar utanríkis- ráðherra um ratsjármálið um síðustu helgi. Svo var að skilja á utanríkisráðherra í sjónvarpsviðtali fyrir viku, að mikil þörf væri á því að reisa nýjar ratsjár- stöðvar á Vestfjörðum og Austfjörð- um - en stöðvarnar þar voru lagðar niður fyrir fjöldamörgum árum síðan og fljúgandi ratsjárstöðvar notaðar í staðinn, - og að reyndar hefði verið stórt gat í vörnum landsins síðan þessar landstöðvar voru lagðar niður! Jafnframt lýsti utanríkisráðherra þeirri skoðun sinni að íslendingar ættu sjálfir að biðja Bandaríkjamenn um að reisa nýjar ratsjárstöðvar á þessum stöðum! Máiatilbúnaður þessi er allur vægast sagt furðulegur. Auðvitað dettur eng- um í hug að utanríkisráðherra hafi að eigin frumkvæði allt í einu komist að þeirri niðurstöðu nú að þörf sé á nýjum ratsjárstöðvum. Ætla má að all- ar slíkar hugmyndir hafi komið að utan. Fullyrðingar um að þörf sé á slíkum landstöðvum, hvað þá að þær séu betri en fljúgandi ratsjárstöðvarnar sem nú gegna eftirlitsstarfi hér, eru einnig vægast sagt furðulegar. í tilefni af þessum yfirlýsingum utan- ríkisráðherra, sem væntanlega lýsa hans persónulegu skoðunum en ekki afstöðu ríkisstjórnarinnar, er rétt að rifja upp nokkrar staðreyndir um þessi mál. Þær eru m.a. að finna í athygl- isverðu riti, sem Gunnar Gunnarsson, starfsmaður Öryggismálanefndar, tók saman og birt var árið 1981 undir nafninu „GlUK-hliðið". Þar er m.a. fjallað sérstaklega um ratsjármál á íslandi. DEW-lman lítilvæg samanborið við AWACS-vélarnar Um ratsjárkerfið á og við ísland segir m.a. svo í riti Gunnars Gunnars- sonar: (feitletranir eru blaðsins). „Grundvöllur loftvarna er ratsjáin. Hún gefur varnarherafla viðvörun og upplýsingar um staðsetningu árásarað- ila. Ratsjárviðvörun í GIUK-hliðinu fer fram á tvennan hátt, annars vegar með aðstoð landratsjárstöðva og hins vegar fljúgandi ratsjárstöðva, þ.e. hinna svonefndu AWACS véla sem staðsettar eru í Keflavík og Scháck- leton véla í Skotlandi. Landratsjárnar eru hluti hinnar svonefndu DEW-línu (Distant Early Warning - line), sem komið var upp á sjötta áratugnum og liggur þvert yfir norðanvert Kanada og heldur síðan áfram um stöðvar á Grænlandi, ís- landi, Færeyjum og Hjaltlandseyjum. Upphaflega voru 57 ratsjárstöðvar í DEW-línunni en þeim hefur heldur verið fækkað og eru nú 31. Nokkrar endurbætur hafa verið gerðar á DEW- línunni en hún er í meginatriðum byggð á tækni frá sjötta áratugnum. Flestar ratsjánna geta uppgötvað flug- vélar á háfíugi allt upp í 40.000 feta hæð og í 370 km fjarlægð. Landratsjár duga hins vegar skanimt til að nema flugvélar á lágflugi þar sem fjöll og aðrar ójöfnur í landslagi skyggja á ratsjárgeislann. Einnig veldur lögun jarðar því, að geislinn fjarlægist hana eftir því sem lengra dregur frá rat- sjánni. Venjulegar ratsjár uppgötva ckki flugvélar, sem fljúga mjög lágt fyrr en þær eru um 50 km undan. Tvær landratsjárstöðvar eru hér á landi, á Stokksnesi við Hornafjörð og á Reykjanesi. Upphaflega voru stöðv- arnar fjórar, því auk hinna fyrrnefndu var ein á Vestfjörðum og önnur á Langanesi. Ratsjáin á Langanesi mun hafa verið öflugust þeirra, en hún eyðilagðist í öveðri 1968. Hún var ekki endurbyggð en í staðinn var farið að nota fljúgandi ratsjárstöðvar af gerð- inni EC-121 Constcllation. Þessar vél- ar voru notaðar allt fram tii þess að tvær nýjar E-3A Sentry AWACS vélar komu hingað til lands í lok september 1978. AWACS eru fullkomnustu fljúgandi ratsjár- og stjórnstöðvar sem völ er á. í 30.000 feta hæð nemur ratsjáin vélar í lágflugi í 400 km radius og í háflugi yfir 550 km. Þetta þýðir að hvor vélin um sig getur fylgst með vélum í lágflugi yfir tæplega 500.000 ferkm. svæði og á háflugi yfir 950.000 ferkm. svæði. Samanborið við þær virðist DEW-Iín- an vera heldur lítilvæg. A friðartímum eru AWACS-vél- arnar hafðar til eftirlits og þjálfunar. A ófriðartímum væri meginhlutverk þeirra stjórnun herafla. Myndu AW- ACS-vélarnar á íslandi m.a. vera not- aðar til þess að samræma loftvarnir í Noregi, Bretlandi og á Islandi.“ Veikleiki loftvarnar- kerfa á landi I riti Gunnars Gunnarssonar er gerð nokkur úttekt á AWACS-flugvélun- um, og tilkomu þeirra. Þarsegir m.a.: „E-3A Sentry eða AWACS (Air- borne Warning and Control System) er hönnuð til að gegna þríþættu hlut- verki til eftirlits, aðvörunar og stjórn- unar herafla. Vélunum er ætlað að geta uppgötvað, fylgt eftir og borið kennsl á bæði herskip og flugvélar og einnig stjórnað herflugvélum NATO. AWACS vélarnar eru breytt gerð Boeing 707-320 B farþegaþotunnar. Þær eru arftaki eldri gerðar fljúgandi ratsjárstöðva EC-121 Super Constell- ation en mikið fullkomnari. Þróun AWACS vélanna hófst á sjötta ára- tugnum, en framleiðsla 1975 og var fyrsta vélin tekin í notkun í apríl 1978. Ráðgerir bandaríski flugherinn að taka samtals 34 AWACS í sína þjónustu en 18 vélar eru ætlaðar evrópskum N ATO ríkjum. Kjarni vélarinnar er ratsjáin, sem er sögð sú flóknasta' sinnar tegundar. Gefur hún upplýsingar um fjarlægð, hæð, hraða og staðsetningu flugvéla (eða herskipa). Algengast er að AWACS fljúgi í um 30.000 feta hæð og þekur þá ratsjáin svæði, sem hefur yfir 400 km radius nálægt jörðu en yfir 550 km radius þegar hærra dregur. Áhöfn vélarinnar er 17 manns; þar af eru 13 sem vinna við tækjabúnað vélarinnar. Úr upplýsingum ratsjárinn- ar er unnið í öflugri tölvu en þær koma síðan fram á níu myndskermum í flugvélinni þar sem fylgjast má með hernaðarstöðunni. Ein AWACS flugvél getur stjórnað 100 herflugvélum í senn. Er fullyrt að stjórnun frá AWACS tvöfaldi í mörg- um tilfellum hæfni herflugvéla. Fer stjórnun og upplýsingamiðlun fram í gegnum fjarskiptakerfi. Flugþol er um 12000 km og getur vélin tekið eldsneyti á flugi ef þörf krefur. Hugmyndin að baki fljúgandi rat- sjár- og stjórnstöðva eins og AWACS, á rót sína að rekja til veiklcika loftvarn- arkerfa á jörðu. Hér er um að ræða þrjá meginveikleika. í fyrsta lagi geta landratsjár ekki „séð“ flugvélar, sem fljúga í mjög lítilli hæð fyrr en þær eru skammt undan vegna lögunar jarðkringlunnar. Ratsjá AWÁCS vélanna getur greint endurkast ratsjárgeisla af flugvél sem ber við jörð eða hafflöt frá endurkasti í bakgrunni. Þetta veldur því, að þær geta nýtt sér flughæðina og séð yfir miklum mun vfðara svæði en landrat- sjár. í öðru lagi er sjónsvið landratsjár- stöðva staðbundið. Aðvörun um árás t.d. með stýriflaugum frá flugvélum berst þar af leiðandi fyrirvaralítið. Hreyfanleiki AWACS stækkar það svæði geysilega mikið, sem loftvarnar- þotur fá upplýsingar um, svo andstæð- ingunum er unnt að mæta áður en hann kemur vopnum sínum við. í þriðja lagi eru landratsjár við- kvæmar fyrir árásum frá sprengjuflug- vélum og eldflaugum. Fljúgandi rat- sjárstöð er ekki eins auðvelt skotmark. Endurbætur og aukning við tækja- búnað AWACS hefur verið í þróun. Er m.a. gert ráð fyrir tækjabúnaði, sem gerir möguleg tengsl við upplýs- ingakerfi, sem tekið verður í notkun á næstu árum og á að auka samræmingu milli hinna ýmsu deilda bandarísks herafla. Einnig er ætlunin að gera mögulegar sendingar upplýsinga til yfirvalda í landi samtímis því sem þær koma fram ámyndskermum AWACS" Hver er tilgangurinn? Þessar tilvitnanir segja auðvitað sína sögu. Þær gera fullyrðingar um nauð- syn frekari landratsjárstöðva hér kjánalegar. Á meðan AWACS-flug- vélar hafa hér aðsctur og fylgjast mcð hernaðarumferð í kringum landið eru slíkar ratsjárstöðvar á landi óþarfar. Með þessarstaðreyndir í huga hlýtur það að vekja nokkra furðu að það skuli hvað eftir annað hvatt tilþessaf hálfu utanríkisráðherra að íslendingar gang- ist fyrir því að Bandaríkjamenn komi upp nýjum ratsjárstöðvum hér. Hver er eiginlega tilgangurinn? Núverandi ríkisstjórn var mynduð vegna hættuástands í efnahagsmálum. Meginverkefni hennar er að taka á þeim málum. Það hlaut að verða sársaukafullt fyrir marga í þessu þjóð- félagi. Slíkar aðgerðir eru því eðlilega mjög umdeildar, þótt flestir viður- kenni að þörf var róttækra aðgerða. Árangurinn fer m.a. eítir stuðningi almennings við aðgerðir stjórnvalda. Það er því mikilvægt að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir reyni að fylkja þjóðinni sem bcst að baki þeim bjarg- ráðum sem ríkisstjórnin var mynduð til að hafa forgöngu um. Þcss vegna er ástæðulaust með öllu að efna til deilna meðal þjóðarinnar um önnur og óþörf mál cins og byggingu nýrra stööva bandaríska hcrsins hér á landi. Von- andi verða því þcssar kröfur um nýjar ratsjárstöðvar í landinu látnar niður falla. Hlutafélag um rekstur Tímans Blaðaútgáfa hefur átt í margvís- legum erfiðleikum hér á landi á undan- förnum árum. Óðaverðbólgan, raun- vaxtastefnan, hratt gengishrun og sam- dráttur þjöðartekna síðustu ár hefur að sjálfsögðu lcnt með miklum þunga á blaðarckstri sem er mjög viðkvæmur fyrir öllum breytingum á efnahags- ástandi. Dagblöðin eru að sjálfsögðu mis- jafnlega vel í stakk búin að mæta crfiðleikum. Morgunblaðið hcfur þar algjöra sérstöðu vcgna útbrciðslu sinn- ar og mikilla eigna. Önnur blöð hafa staðið vcrr að vígi. Þótt Tíminn sé kominn langt á sjötugsaldurinn þá hcfur þannig vcrið að rekstri hans búið, að hann hefur hvorki eignast sitt eigið húsnæði né aðrar umtalsverðar cignir. Oft á tíðum hcfur hann ekkert „átt" ncma skuldir. Fyrirtæki, sem þannig standa. hafa að sjálfsögðu átt í fjárhagslegum erfið- lcikum á árum raunvaxta og óðavcrð- bólgu. Á áttunda áratugnum var rekstur Tímans mjög erfiður. Erfiðlcikunum var mætt mcð samdrætti, sem aftur lciddi til minnkandi sölu. Svo var loks komið, aö sýnt þótti að breyta þyrfti um stefnu ef halda ætti Tímanum áfram úti sem dagblaöi. I kjölfar þeirra ákvarðana kom gjörbreytlng á útliti og cfni Tímans vorið 1981, þegar blaðið var fært til nútímalegs horfs. Þær breytingar takmörkuðust þó að sjálf- sögðu við þann fjárhagsramma, scm við var búið. Á þcim tíma, sem liðinn cr síðan breytingin var gerö á blaðinu, hefur útbreiðslan aukist jafnt og þétt en hins vcgar ckki nægjanlega til þess aðstanda aðöllu leyti undirgífurlcgum fjármagnskostnaði og gengistöpum vcgna pappírskaupa crlendis frá. Það var því öllum Ijóst, að fjárhaglcg endurskipulagning fyrirtækisins væri nauðsynleg, og ákvörðunin um stofnun hlutafélags um rekstur blaösins er liður í slíkri cndurskipulagningu. En það er ekki aðeins þörf á að endu_rskipuleggja fjárhag Tímans og lagfæra ýmislegt í rekstri hans, heldur er cinnig brýnt að stækka blaðið sjálft og auka fjölbreytni þess. Tíminn hefur að undanförnu lagt á það megináherslu að vera gott og áreiðanlegt innlent fréttablað. cn minni rækt verið lögð við ýmsa aðra efnisþætti sem ekki eru síður mikilvægir. Nægir þar að minna á að blaðið flytur engar daglegar erlendar fréttir, og er það ekki vansa- laust fyrir dagblað, en stafar einfald- lega af fjárskorti. Það er því von okkar, sem störfum á ritstjórn Tímans, að þegar nýir rekstraraðilar taki við útgáfunni þá verði blaðið sjálft gert fjölbreyttara og efnismeira og betur í stakk búið að auka verulega hlut sinn á íslenskum blaðamarkaði. Það hlýtur að vera keppikefli okkar að efla Tím- ann jafnt og þétt að útbreiðslu og áhrifum, og það er hægt. Gerum þá hlutafjársöfnun, sem nú er hafin, að myndarlegu átaki til að skapa þann rekstrargrundvöll, sem geri nýja og öfluga sókn Tímans mögulega. -ESJ. Elías Snæland Jónsson, ritstjóri skrífar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.