Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 10
io SUNNUDAGUR 3fl. OKTÓBER 1983 ■ Frá pressuballinu 1966, Helle Virkner Krag, Atli Steinarsson og Sigurður Bjarnason frá Vigur, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins. ■ Á áratugnum 1962-1972 voru haldin hér á hverju ári svokölluð pressuböil og þóttu jafnan veglegustu hátíðir ársins hverju sinni enda gestalistinn ahrifamikill. Meðal gesta á þessum böllum má nefna ráðherrana Jens Otto Krag og Per Hækkerup og þáverandi formann breska íhaldsflokksins Edward Heath. Margir sakna eflaust þessara hátíða, þar sem lágmarksklæðnaður var síðir kjólar og smóking, en litlar líkur virðast á að þetta verði nokkurn tímann endurtekið. ■ Ása Jónsdóttir, Tómas Karlsson og Grete Hækkerup ■ Tímaborðið á ballinu 1968, Ámi Gunnarsson, Alfreð Þorsteinsson og Kári Jónasson ásamt konum sínum. Ekki berum við kennsl á manninn fremst til hægri. Þau sem lengst af skipuðu pressuballa- nefnd voru þau Agnar heitinn Bogason, Elín Pálmadóttir og Atli Steinarsson en við báðum Atla að rifja upp í stórum dráttum sögu þessara balla. „Böllin hófust sama ár og Hótel Saga opnaði. Ég man að fyrsta ballið þar var - á vegum Stangveiðifélagsins en síðan vorum við með fyrsta pressuballið kvöld- ið eftir, á laugardagskvöldi“ sagði Atli. - A þessum böllum gafst almenningi kostur á að kaupa miða, aðgangur var ekki bundinn við félagsmenn B.í. en fyrsta ballið vakti strax mikla athygli fyrir veglegheitin og var fyrsti heiðurs- gesturinn Gunnar Gunnarsson. Hélt hann hátíðaræðu eins og til var ætlast en þótti nokkuð langorður. „Raunar átti að bjóða einhverjum erlendum gesti á fyrsta ballið en það var ekki byrjað nógu snemma að huga að því og fórst það því fyrir og raunarefast maður um að það hefði gefist vel því þessi böll voru þá ekki búin að vinna sér þann sess í samkvæmislífinu sem síðar varð“ sagði Atli. Utanríkisráðuneytið með í ráðum I máli Atla kemur fram að utanríkis- ráðuneytið var mjög ánægt á þessum tíma að boðið skyldi erlendum gestum á þessi böll og komu oft uppástungur um menn úr ráðuneytinu þar að lútandi enda þá um að ræða menn sem ráðuneyt- ið vildi ræða við. Samt brást það tvisvar að erlendir boðsgestir kæmu. í fyrra tilfellinu var William Heinesen, færeyski rithöfundurinn, boðinn, þáði boðið en komst svo ekki þar sem flug féll niður. í síðara tilfellinu var það Bernedette Devlin norðurírski þingmaðurinn, sem boðin var hingað, en hún forfallaðist af einhverjum orsökun og sendi ekki skeyti þar um fyrr en á hádegi sama dag og ballið átti að vera og þá orðið of seint að fá annan. „Það var alltaf mikið tilstand í kring- um þessi boll og þegar frá leið vöktu þau jafnan mikið umtal og málin þróuðust þannig að þetta var mikið til sama fólkið sem sótti þau ár frá ári" segir Atli, en ekki voru allir jafnhrifnir af þeini. Innan Blaðamannafélagsins sjálfs vóru skoðan- ir mjög .skiptar um þessi böll, viss hluti félagsmanna alfarið á móti snobbinu í kringum þau. Atli segir að skiptingin hefði yfirleitt verið þannig að 40% voru með þeim, 40% á móti og 20% voru á báðum áttum. Ef vel tókst til þá var þetta alit í lagi, ef illa tókst til átti að leggja þau niður. Félagið slapp vel „Eitt af okkar vandamálum var að — veglegustu hátíðir sjöunda áratugarins með gesti á borð við ráðherrana Jens Otto Krag, Per Hækkerup og Edward Heath miðaverð til blaðamanna var ódýrara en til almennings og þegar blaðamenn fjöl- menntu, eins og þegar Edward Heath kom, þá voru eitthvað á annað hundrað á ballinu, kom hátíðin út í mínus en markmiðið hjá okkur var að böllin stæðu undir kostnaði og tókst það yfirleitt vel, þannig að félagið slapp ágætlega frá þessu. Á sumum böllum var ofurlítill hagnaður og á sumum ofurlítið tap en á heildina litið stóðum við á sléttu“ Til að byrja með voru böllin haldin á Hótel Sögu og Hótel Borg en 1966 var pressuballið haldið í Lídó og þá var heiðursgesturinn Jens Otto Krag forsætisráðherra Danmörkur. „Blaðamenn gerðu mikið til að gera þessi böll falleg. í Lídó var safnað saman málverkum í eigu blaðamanna og þau hengd upp þar sem veggpláss var auk þess sem við fengum leiktjaldasmiðina Gunnar Bjarnason og Steinþór Sigurðs- son í lið með okkur til að skreyta salinn og ekki má gleyma Binna í Blóm og ávextir", segir Atli en fyrsta ballið í Lídó fór þó nokkuð úr skorðunum’. Sagt var að lyftan í eldhúsið hefði bilað en sennilega var málið það að ekki var nóg starfslið til staðar til að þjóna til borðs og dróst borðhaldið því úr hömlu, stóð í eina 3-4 tíma og voru margir af þeim sökum leiðir og reiðir.Menn gengu í barinn og afgreiddu sig sjálfir enda barþjónarnir komnir í borðþjónustuna á fullu“... Tignarlegasta ballið Það gekk oft á ýmsu í kringum komur hinna erlendu gesta hingað. Þannig setti veðrið strik í reikninginn, bæði er Per Hækkerup og Edward Heath komu. „Þegar Edward Heath kom fórum við Tómas Karlsson suður til Keflavíkur til að taka á móti honum en þá var sendiherrann mættur á staðinn. Mjög

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.