Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 16
SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 aukast, Þorsteini í hag. Hins vegar segjast þeir hafa fundið að fylgi Birgis hafi farið vaxandi síðustu daga, þótt þeir treysti sér ekki til þess að ákvarða hversu sterkt það sé. Telja þeir að Friðrik og Birgir standi nokkuö jafnfætis í baráttunni nú, en Þor- steinn hafi ótvírætt forskot. Þá vilja Þorsteinsmenn meina að stuðningur Gústafs B. Einarssonar feli það í sér að Albert hyggist styðja Þorstcin, því þcir telja að Gústaf myndi ekki vjnna að formannskjöri Þorsteins, nema hann hafi fengið grænt ljós frá Albert. Aðrir sem eru á fullu í áróðursherferðinni fyrir Þorstein cru menn eins og Guðmundur H. Garðarsson, Óskar V. Friðriksson, Friðrik Friðriksson og fleiri. Stuðningsmenn Friðriks segja að hann sem varaformaður flokksins hafi ekki getað farið af stað með undirbúning og könnun á fylgi sínu í formanns- sætið, fyrr en formaðurinn væri búinn að gefa út yfirlýsingu. Friðriksmenn segja það tilefni til bjartsýni að Friðrik hafi á þessum tveimur árum sem hann hefur verið varaformaður flokksins, upprætt þá andúð sem honum mætti í upphafi. Nú sé slík andstaða vart finnanleg., enda menn farnir að átta sig á gildi Friðriks, sem þeir segja traustan og glöggan stjórn- málamann. Þcir benda á að þetta sé ekki svo lítill árangur, þegar á það sé litið að Friðrik sé kominn þar sem hann cr, á skjön við allt flokksapparatið. Hann hafi verið kosinn í miðstjórn flokksins á sínum tíma, gcgn vilja Bjarna Benediktssonar, hann hafi hlotið nauma kosningu sem formaður SUS, þegar sonur Bjarna, Björn hafi boðið sig fram á móti honum, en þá munaði aðeins 12 atkvæðum. Og fyrir tvcimur árum hafi hann verið kjörinn varaformaður flokksins. Hann hafi náð þctta langt fyrir eigin dugnað og fyrir það að fólkið í flokknum studdi hann. Meirihluti SUS styður Þorstein Þorsteinn á fylgi meirihluta fulltrúa SUS, sam- kvæmt því scm ungur SUS-ari telur.Hann segir þó að Friðrik eigi nokkru fylgi að fagna í SUS, hjá mönnum eins og Vilhjálmi Egilssyni, Gústaf Nícls- syni, Birni Hermannssyni, Auðuni Svavar og fleirum. SUS-arinn bendir hins vegar á, að með varamönnum, þá séu SUS fulltrúarnir á Landsfund- inum batterí upp á 37 menn, og næsta öruggt megi telja að 27 þessara fulltrúa komi til með að styðja Þorstein. Friðrik á aftur meira fylgi að fagna í Hcimdalli en Þorsteinn. Heimdallur hefur yfir u.þ.b. 25 atkvæðum að ráða. Á það er að horfa, að sonur Birgis ísleifs, Gunnar Jón er í þessum hópi, og líklegt má telja að hann fái einhverja til þess að styðja föður sinn, og segir SUS-arinn að það séu kannsi 3 til 4, auk hans sem munu styðja Birgi. SUS-arinn telur að Þorsteinn fái 7 til 8 atkvæði Heimdellinga, en Friðrik eigi síðan afganginn, 13 til 15 atkvæði. Fróðlegt er að skoða það og bera saman, hverja þingmanna flokksins stuðningsmenn hvers fram- bjóðenda um sig, telja að megi bóka í sínum hópi. Að vísu eru sumir þingmenn sem alfarið neita að gefa upp stuðning sinn, en aðrir hafa látið að ýmsu liggja, þótt ekki hafi verið um beinar yfirlýsingar að ræða. Til gamans flokka ég þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins niður í fjóra flokka, samkvæmt því sem mér hefur verið sagt: Spurningarmerkið merkir að viðmælendur mínir voru ekki vissir um stuðning þessara manna, töldu hann þó líklegan: Það er næsta athyglisvert við þessa töflu, að enginn hefur trcyst sér til þess að geta sér til um hvern Matthías Á. Mathicscn muni styðja, og hallast sumir að því, að þögn hans þýði ef til vill það, að hann langi sjálfan. Þá er það einnig athyglisverður punktur að þingmennirnir Friðjón og Albert cru taldir ákveðnir stuðningsmenn í fylkingum tveggja frambjóðendanna. Viðmælendur mínir vildu þó hafa allan varann á, þegar þeir reyndu að flokka þingmennina, og sögðu t.d. að þeir tækju stuðningsyfirlýsingar Sverris Hermanns- sonar og Eggerts Haukdal mátulega alvarlega, og að urn þær væri í rauninni ekkert hægt að fullyrða nema hægt væri að fylgjast með því hvað þeir skrifuðu á seðilinn í sjálfum kjörklefanum. Greini- legt af þessum orðum, að -flokksbræður þcirra Sverris og Eggerts telja þá ekki meðal ábyggilcgustu manna. Verður það seinni umferðin, en ekki sú fyrri, sem ræður úrslitum? Það er pð ásettu ráði sem ég hef ekki gert að umtalsefni hér, spursmálið um varaformannskjörið, því viömælendur mínir upp til hópa virðast vera á þeirri skoðun að ekkert sé hægt að segja til um varaformannsembættið og hver er líklegur í það, fyrr en ljóst er hvernig formannskjörið fer. Þó eru menn á því, að sá sem hljóti næstflest atkvæðin hljóti að bjóða sig frani til varaformanns, og ef hann geri það, þá eigi enginn annar neinn möguleika á að fella hann, því svo mikil áhersla verði lögð á að sættir haldist í flokknum. Segja menn að jafnvel þótt Davíð Oddsson kæmi fram á fundinum og tilkynnti spútnikframboð sitt í vara- formannsembættið, þá myndi það ekki duga honum, ef sá sem hlýtur næstflest atkvæði ákveður að bjóða sig fram. Þá eru menn almennt á því að framboð Sigrúnar Samhygðarkonu sé ekki nema til þess að hlæja að því, en þó heyrast þær raddir, sem sjá alls ekkert hlægilegt við þetta framboð, og segja að þetta framboð Samhygðarkonunnar sýni bara að formannsumræðan og framboð í kringum toppem- bætti flokksins séu komin á annað og lægra plan, en hér á árum áður. Hér áður fyrr, hefði bókstaflega enginn leyft sér að fara í framboð til varaformanns eða formanns, nema hann/hún kæmi úr forystuliði Sjálfstæðisflokksins. Fær Þorsteinn hreinan meirihluta í fyrstu atkvæðagreiðslunni? Ég má til með að greina frá skoðun nokkuð margra viðmælenda minna, sem tilheyra ólíkum öflum Sjálfstæðisflokksins, og verða því ekki flokk- aðir frekar. Þeir voru á því að svo gæti farið að Þorsteinn næði að merja meirihluta atkvæða í fyrstu atkvæðagreiðslunni, þannig að aðeins yrði um eina umferð að ræða. Ef hins vegar Þorsteinn næði því ekki, heldur væri innan við 50% atkvæðanna, þá væri öllu líklegra að sá sem yrði í öðru sæti, yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Ekki hétdu menn að um neitt sérstakt „plot“ yrði að ræða, til þess að niðurstaðan yrði þessi, heldur væri stað- reyndin einfaldlega sú, að Friðrik og Birgir sæktu fylgi sitt í líka hópa, og líklegt væri að fylgi annars flyttist yfir á hinn, ef þeir yrðu í öðru og þriðja sætinu, þegar atkvæðagreiðsla færi fram öðru sinni. Ég má til með aö leggja áherslu á þcnnan möguleika, því viðmælendur mínir voru margir mjög svo trúaðir á að þessi staða gæti komið upp. Þeir sögðu því: „Ef Þorsteinn fær meirihluta í fyrstu atkvæðagrciðslunni, þá verður hann að sjálfsögðu næsti formaður, ef ckki þá getur allt gerst." Er Þorsteinn næsti formaður Sjálfstæðisflokksins? Ég álykta sem svo, að Þorsteinn Pálsson, sé næsti formaður Sjálfstæðisflokksins, með þeim fyrirvara að nú er vika þar til nýr formaður verður kosinn, og margt getur breyst á þeirri viku, auk þess sem margt getur breyst á Landsfundinum sjálfum, eins og allir viðmælendur mínir segja hér að framan. Jafnframt álykta ég, með hliðsjón af því sem hér kemur fram á undan, að sættir séu komnar á í Sjálfstæðisflokknum, þótt ekki séu allir jafnsáttir, ef svo má að orði komast. Þá er ekki fráleitt að álykta sem svo, að Þorsteinn verði ekki of sæll af hlutskipti sínu, með formennskuna, ef af verður, því ef marka má það sem kemur fram hér að framan, þá nýtur Birgir mests fylgis í þingflokki Sjálfstæðisflokksins, og löngum hefur það verið sagt, að formaður í stjórnmálaflokki gæti ekki orðið farsæll í starfi nema flokksforystan styddi hann í einu og öllu, enda hefur það löngum verið talið höfuðvandamál Friðriks Sóphussonar, varafor- manns flokksins, að hann nyti ekki trausts og tiltrúar þingflokksins. En þessu kann vel að verða öðru vísi farið í Þorsteins tilfelli. Mögulega á tíminn eftir að leiða það í Ijós. Ég dreg jafnframt þá ályktun, að meirihluti sjálfstæðismanna fagni því að nú verður kosið lýðræðislegri kosningu á milli þriggja manna, en ekki um það hvort flokkurinn vilji sætta sig við einn ákveðinn erfðaprins, og heyrist mér sem flokksmenn telji, að með þessu færist flokkurinn í átt til lýðræðislegra vinnubragða. Ég get ekki ályktað um hver pólitísk framtíð þeirra tveggja verður, sem verða undir í baráttunni um formannssætið, því mjög svo eru skiptar skoðanir um það mál. Þó er í hnotskurn hægt að segja, að ef Friðrik verður hvorki kjörinn formaður né varafor- maður, þá sé ekki hægt að tala um bjarta stjórn- málalega framtíð hans, ef nokkra. Um Birgi er það að segja, að hann hcfur á sér hálfgerðan „looser" stimpil, sem hann þarf að afmá. Verði hann formaður, eða varaformaður, þá má segja að hann geti átt alla möguleika í pólitíkinni á næstu árum, en ef hann fær hvorugt cmbættið, þá er það sama um hann að segja og Friðrik, hans framtíð í stjórnmálum getur ekki talist björt. Þorsteinn, sem fyrir þessa kosningu virðist standa mcð pálmann í höndunum, lítur einnig út fyrir að vera sá sem á allt að vinna og engu að tapa. Því sem þingmaður er hann óskrifað blað - hann á eftir að sýna og sanna á sviði stjórnmálanna hvað í honum býr, og hvort sem hann gerir það sem formaður Sjálfstæðisflokks- ins eða óbreyttur þingmaður, þá nýtur hann þess fram yfir hina tvo að vera nýi maðurinn, sem ætti alla mögulcika á að vinna sig upp á toppinn, þótt svo að þessi fyrsta barátta hans innan Sjálfstæðis- flokksins tapaðist, sem ég tel þó'varlegt að álykta að gerist. BIRGIS-MENN Halldor Blondal EgitlJónsson OlafurG. Einarsson Petur Sigurðsson Sverrir Hermannsson Alberi Guðmundsson LárusJónsson? Friðjón Þórðarson Birgir ísleifur FRIÐRIKS-MENN Fríðjón Þorðarson PálmiJonsson Salóme Þorkelsdóttir GunnarG. Schram - Þorvaldur Garðar? Valdimar Indriðason Friðrik ÞORSTEINS-MENN GeirHallgrimsson Matthías Bjarnason ÁrniJohnsen Eggert Haukdal Ragnhildur Helgadóttir Albert Guðmundsson Þorsteinn ÓFLOKKADIR Matthias á. Mathiesen? LarusJonsson? Þorvaldur Garðar? 1. Hverja telja frambjódendurnir stöðu sína vera viku fyrir Landsfund? 2. Hver er afstaða frambjoðendanna til núverandi stjórnarsamstarfs? 3. Hver væri afstaða frambjóðendanna til hugsaníegs stjórnarsamstarfs við Alþýðubandalagið? Ég leitaði svara hjá frambjóðendunum við þessum spurningum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.