Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 15
14 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 15 ■ ftýáfýMiíf ■ . ■ ■ ■ ■ Mál málanna í dag er komandi Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 3. til 6. nóv. nk. og þarber að sjálfsögðu efst formannskjör, þar sem þrír kand- ídatar munu berjast um formannssætið, sem Geir Hallgrímsson yfirgefur á sunnudaginn eftir eina viku, eftir lOárasetu. Þeirsem berjast um sætiðeru eins og kunnugt er alþingsmennirnir þrír, Birgir ísleifur Gunnarsson, Friðrik Sóphusson, varafor- maður flokksins og Þorsteinn Pálsson. Eru menn þeirrar skoðunar að þessi barátta þeirra þriggja brjóti blað í sögu stærsta stjómmálaafls landsins, Sjálfstæðisflokksins, þar sem sagan hafi hingað til hagað því svo til, að ávallt hafi uppalinn erfðaprins verið til reiðu innan flokksins, sem tæki við af formanni, þegar til formannsskipta hefur komið, og hafa þær erfðir þótt sjálfsagður og eðlilegur hlutur. Flestum er þessi nýi háttur fagnaðarefni, og segja menn hann færa flokkinn í átt til lýðræðislegri vinnubragða, og það sé ekki nema heilbrigt og eðlilegt að menn keppi um þessa valda- og virðing- arstöðu. Aðrir eru hins vegar þeirrar skoðunar, að með þessu minnki reisn embættisins, virðing þess hljóti að þverra og næsti formaður verði að vinna sig upp til metorða og álits eftir að hann er kominn í formannssætið, í stað þess að fyrri formenn hafi þegar verið komnir á toppinn þegar þeir tóku við formennskunni, og sest í formannssætið með þeim virðuleik, og myndugleik sem embættinu sæmdi. 'Um það hafi ekki verið að ræða eftir að í formannsstólinn var komið, að menn þyrftu að stefna upp á við. Tíminn hefur undanfarið snúið sér til allmargra sjálfstæðismanna, sem tilheyra ólíkum öflum flokksins, ss. flokkseigendaklíku, þingfiokki, stuðn- ingsmönnum Alberts, stuðningsmönnum hvers frambjóðanda um sig, ungum sjálfstæðismönnum, Geirsmönnum, Gunnarsmönnum og þar fram eftir götu. Hefur Tíminn rætt við þessa viðmælendur sína í trúnaði, og varð það sameiginleg niðurstaða blaðamanns og viðmælenda hans, að ekki yrði um nafnbirtingar að ræða, þótt vitnað væri í ummæli einstakra manna, og er ástæða þess einkum sú, að menn töldu sig geta verið opinskárri en ella, ef nafnleynd væri viðhöfð. Viðmælendur Tímans svöruðu spurningum blaðamanns og reyndu eftir megni að spá í stöðuna eins og hún lítur út nú, viku áður en nýr formaður verður kosinn í Sjálfstæðis- flokknum. Þar sem langhundur mikill er hér í uppsiglingu er ekki úr vegi að útlista í tveimur setningum eða svo hvernig ég hyggst skipta honum upp í minni einingar. Fyrsti hlutinn verður nokkurs konar fréttaskýring, byggð á viðtölum við menn úr innsta valdahring Sjálfstæðisflokksins, menn úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins, menn úr stuðnings- hóp Alberts og menn úr ungliðahreyfingunni. Seinni hlutinn er einskonar samanburður á hug- myndum stuðningsmanna frambjóðendanna þriggja og í lokakafla reyni ég að draga saman niðurstöður. Viðmælendur mínir eru flestir sammála um að raunveruleg niðurstaða um það hver verði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins fáist ekki fyrr en að kosningu lokinni í Sigtúni við Suðurlandsbraut, á sunnudaginn eftir viku. Scgja þeir, að þótt svo virðist í dag, sem Þorsteinn hafi mest fylgi og mestan meðbyr, þá geti slíkt breyst áður og þegar á Landsfund kemur. Um sé að ræða þrjá frambæri- lega menn, sem flestir telja að hafi svipaðar málefnalegar meiningar, þannig að hér sé um persónukosningu að ræða, en ekki málefna. Ekki eru þó allir viðmælendur mínir þeirra skoðunar, en ég kem betur að því seinna. Þá kemur glögglega fram í þessari grein, að fullvíst er talið að Geir Hallgrímsson og flokkseig- endaklíkan styðji Þorstein, Birgir njóti hvað mests fylgis í þingflokknum, Friðrik sæki sitt fylgi til gróinna flokksmanna sem ekki eru í fremstu víglínu í flokknum, og að menn eru almennt þeirrar skoðunar að sama sé hver niðurstaðan verði í formannskjörinu, engar ósættir muni rísa upp í flokknum í kjölfar úrslitanna. Mat á stöðunni nú fyrst og fremst tilfinningalegs eðlis Flokkseigendur telja það rangt að Friðjón styðji |Friðrik eins og Friðriksmenn segja, en segja að hitt geti vel staðist með Gunnar G. Schram og Pálma. Benda þeir á að Friðjón sé náskyldur eiginkonu Sveins R. Eyjólfssonar stjórnarformanns DV og það sé vitað mál að bæði Sveinn og Hörður 'Einarsson framkvæmdastjóri DV styðji Birgi, þann- ig að þeir telja sig hafa ríka ástæðu til þess að ætla' |að Friðjón styðji einnig Birgi . Þeir eru þeirrar skoðunar að mat á stöðunni, nú viku fyrir landsfund, sé miklu frekar tilfinningalegs eðlis, heldur en að hægt sé að tala um staðreyndir. Eru þeir einnig þeirrar skoðunar, að Friðriksmenn hafi beitt því sem áróðursbragði upp á síðkastið, að Friðrik fyndi fyrir auknum meðbyr. Þetta sé herbragð Friðriksmanna, en ekki staðreynd, og það sé einnig herbragð Friðriksmanna að láta að því liggja að Birgir muni draga sig í hlé, áður en til kosninganna kemur. Ekkert sé hæft í því. Þeir segja jafnframt að það sé mjög áberandi að fólk sé ekki búið að gera upp hug sinn, og að fjölmargir fulltrúar svari aðspurðir, hvern þeir ætli að styðja, „Er engin leið að fá Geir til þess að halda áfram?“ eða „Heldur þú að Albert gefi kost á sér?“ Þeir segja, eins og aðrir viðmælendur mínir, „þessi kosning vinnst á Landsfundinum sjálfum, og úrslitin erum mjög mikið undir stemmningu fundarins komin.“ Ef við reynum að átta okkur á því hvaða fylkingar eru að baki þessum þremur mönnum, í flokknum, með hliðsjón af þeim upplýsingum sem viðmæl- endur mínir veittu mér, þá má ímynda sér eftirfar- andi. Þorsteinn hefur breiðustu fyikinguna á bak við sig Þorsteinn sækir fylgi sitt til ólíkra afla innan Sjálfstæðisflokksins. Hann hefurvinnuveitendurað miklum hluta á bak við sig, hann sækir fylgi í verkalýðsarm Sjálfstæðisflokksins, hann á mikið fylgi innan SUS, margir telja meirihlutafylgi þar, hann fær örugglega góðan stuðning kvennaliðs Sjálfstæðisflokksins, út á konu sína Ingibjörgu Rafnar, borgarfulltrúa. Þá er ekki síður mikilvægt að Þorsteinn nýtur m ikillar samúðar Geirs- EyKons- Moggaklíkunnar og er næsta öruggt að hann er þeirra maður, þótt ekki sé um neinar opinberar yfirlýsingar að ræða frá þessum aðilum til stuðnings Þorsteini, enda munu ákveðnir aðilar innan þessararvaldaklíku telja að þaðyrði Þorsteini ekki svo mjög til framdráttar að honum yrði haldið. svo mjög á lofti. Ljóst er af þessu að stuðningurinn við Þorstein er geysilega öflugur valdalega og hagsmunalega séð, og þegar hann þar að auki er þingmaður Suðurlands, með stuðning sinna heima- manna og að líkindum fjölmargra annarra lands- byggðarfulltrúa, þá getur dæmið litið mjög vel út fyrir hann, með þeim fyrirvara að vísu, sem gera verður ráð fyrir, vegna Landsfundarins sjálfs, og þess sem þar kynni að koma upp á. Birgis styrkleiki að menn segja „Strakurinn er of ungur“ Ef við lítum á fylgi Birgis, þá nýtur hann þess að sjálfsögðu að vera búinn að vera á ferðinni innan Sjálfstæðisflokksins í 25 ár. Hann nýtur góðs af starfi sínu sem erindreki flokksins og starfi sínu í SUS. Þau kynni og þau störf eiga eftir að skila sér í fylgi í kosningunni. Þá nýtur hann, a.m.k. að einhverju leyti þess að hafa verið oddviti borgar- stjórnar í Reykjavík í langan tíma, þótt einhverjir óréttlátir segi að hann tapi á því að hafa tapað borginni, og að sjálfstæðismenn vilji ekki „looser" í formannssætið, nóg sé komið af slíku. Birgis styrkur felst að líkindum aðallega- í því að menn munu segja urn Þorstein „Strákurinn er of ungur.“ Friðrik hefur talsvert fylgi af landsbyggðinni Það má ef til vill segja að fylgi Friðriks sé ekki ósvipað Birgis, ákveðið en ekki breitt. Gamli kjarninn í kringum Friðrikeru menn einsog Ragnar Kjartansson, Pétur Sveinbjarnarson, Jónína Mik- haelsdóttir og Inga Jóna Þórðardóttir. Friðrik, eins og Birgir býr að sínu starfi innan flokksins í langan tíma. Þá býr hann að því hversu virkur hann hefur verið í flokksstarfinu í Reykjavík í mörg ár. Hann eins og Birgir hefur ræktað garðinn sinn í flokknum, enda báðir aldir upp í flokknum. Þorsteinn er alinn upp á öðrum vígstöðvum, - hann heyrir hinni nýju línu til, ef svo má segja. Haslar sér völl kornungur sem stjórnmálaskrifari á Mogga, er ritstjóri á Vísi, framkvæmdastjóri VSÍ, þar sem hann var mikið í sviðsljósinu. og þótti standa sig vel - alltof vel að mati launþega. Þá telja margir að það sé hálfgert áfall fyrir Friðrik að hafa fengið stuðning Alberts og hans manna í varaformannsembættið 1981, fyrir tveimur árum, en ekki nú. Er kosið um menn eða málefni - eða hugsanlega hvort tveggja? Því hefur verið haldið fram, bæði af stuðnings- mönnum kandídatanna og svo af þeim sjálfum, að þetta formannskjör verði fyrst og fremst kosning um menn, því málefnalegur ágreiningur sé ekki fyrir hendi. Heyrst hafa þó raddir úr innstu og valdamestu röðum sjálfstæðismanna að þetta sé rangt. Segja þessir menn að það sé um málefnalegan ágreining að ræða milli þessara manna og rökstyðja mál sitt eitthvað í þessa veru: Þeir sem stutt hafa Geir, og munu styðja Þorstein halda því ákveðið fram að stjórnmálaflokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn eigi að reka og fylgja eigin pólitík, en ekki að hlaupa á eftir almenningsálitinu. Þeir segja „við höfum stefnu og við eigum að standa við hana hvað sem á gengur.“ Er talið að Þorsteinn sé þessararsömu skoðunar, og því munu Geirsmenn og reyndar fleiri, eins og Jón G. Sólnes og margir • Sættir eru komnar á í Sjálfstæðis- flokknum • Úrslit ráðast ekki fyrr en aLands- fundinum sjálfum • Þorsteinn nýtur í dag áberandi mests fylgis • Birgir hefur mest fylgi í þingflokknum úr gamla Gunnarsarminum vera þcirrar skoðunar að forystan sé best komin í höndum hans. Þessar sömu raddir segja að Friðrik sé þeirrar skoðunar, og Ellert B. Schram hafi ávallt verið hennar einnig, að flokksforystan ætti að endur- spegla vilja og sjónarmið almennings og þeir sem eru þeirrar skoðunar að þetta sé röng stefna segja að Friðrik og hans lið vilji hlaupa á eftir almennings álitinu. Birgir er af þessum mönnum sagður standa með sinnhvorn fótinn í báðum hcrbúðum, og segja þeir að hann hafi löngum verið þekktur fyrir það innan flokksins, að sigla milli skers og báru. Hann hafi að vísu einnig sýnt að hann geti verið skæður baráttumaður, en einhvern veginn sé það nú svo að Birgi sé tamara að vera hlés megin í átökunum. Þessir sömu menn benda á að það hafi verið gríðarlega mikið sálrænt álag fyrir Birgi að tapa Reykjavíkurborg, en þeir segja að Birgir hafi orðið meiri maður á eftir, svo vel hafi hann axlað alla þá erfiðleika sem á honum mæddu vegna þess. Þorsteini og Birgi treyst til þess að framfylgja utanríkis- stefnu flokksins Valdamenn innan Sjálfstæðisflokksins og óbreyttir, telja samkvæmt mínum heimildum, að Þorsteini væri vel treystandi til þess að framfylgja utanríkisstefnu Sjálfstæðisflokksins, og það væri Birgi einnig, en eitthvað telja þeir að Friðrik gæti verið linari í að framfylgja henni en hinir tveir, hvað svo sem þeir hafa fyrir sér í því. • Friðriksmenn mjög bjartsýnir • Tímanna tákn að erfðaprinsar í Sjálfstæðisflokknum ekki lengur sjálfsagðir • Þorsteinn talinn eiga möguleika á meirihluta í fyrstu umferð • Ef ekki, þá er talið að Friðrik eða Birgir verði næsti formaður ■ Kristján, LÍÚ ■ Pétur Svein- bjarnar... Leiðtogaímyndin þýðingarmikil? Því hefur oft verið fleygt, eftir að formannsum- ræðan komst í hámæli og Ijóst var hvaða þrír menn hygðust berjast um formannssætið, að enginn þessara þriggja hefði til að bera þá reisn og þann myndugleik sem til þyrfti, í þetta virðulega embætti. Segja Þorsteinsmenn í því sambandi, að þótt hann sé ungur, þá sé hann skörungur, ræðumaður góðuT og hann komi frábærlega fyrir í sjónvarpi. Eru þeir einnig þeirrar skoðunar, að Þorsteinn, einn þessara manna hafi möguleika á því að halda utan um þetta mikla afl, Sjálfstæðisflokkinn.af einhverjum skör- ungsskap og myndugleik. Friðrik er ekki talinm' koma nægilega sterkur út í sjónvarpi, en það verður. að viðurkennast að sá hæfileiki er nútímamælistika á leiðtogahæfileikamenn. Þá segja margir, og þó einkum þeir, sem eru Friðrik andsnúnir, að hans vandamál sé einkum fólgið í því að hann hafi fengið tækifæri til þess að gegna varaformannsembættinu í tvö ár, án þess að sýna svo sem nokkurn skapaðan hlut, en stuðningsmenn Friðriks segja á hinn bóginnn að hann, manna helst hafi sameinað flokkinn á þessum tveimur árum, því hann láti eingöngu stjórnast af flokkshagsmunum, en ekki eiginhagsmunum. Um leiðtogahæfileika Birgis eru menn svo til á eitt sáttir. Þeir eru ekki miklir. Maðurinn er hálflitlaus pólitíkus, en hann hefur mikla og góða reynslu af fjölmörgum ólíkum sviðum, þannig að hann yrði eflaust farsæll formaður Sjálfstæðisflokks- ins, en ekkert meira, segja þeir. Albertsmenn hallast frekar að Birgi Sá maður sem stendur Albert hvað næst og þekkir hann hvað best segir að Albert hafi ekki og muni ekki gefa upp afstöðu sína og ekki lýsa stuðningi við neinn ákveðinn frambjóðanda. Hann sé þó óneitanlega þeirri hugmynd hliðhollari, að Birgir eða Þorsteinn verði formenn, en að Friðrik verði það. Stuðningsmenn Alberts þvertaka einnig fyrir að Albert hyggist sjálfur gefa kost á sér í formannskjörið, og það hefur Albert sjálfur reyndar einnig gert í samtali við mig. Þótt afstaða Alberts liggi ekki fyrir, a.m.k. ekki opinberlega, þá segja stuðningsmenn Alberts að það væri ódrengilegt af Albert að styðja nokkurn annan en Birgi. Birgir hafi stutt Albert í forseta- kosningunum 1980 auk þess sem samstarf þeirra í borgarstjórn og á þingi hafi verið langt og gott. Albert hafi ávallt reynst sínum vinum og stuðnings- mönnum vel, og því myndi það koma stuðnings- mönnum Alberts meira en lítið á óvart, ef Albert snéri baki við Birgi. Hulduherinn hans Alberts hefur lagt að Albert að gefa kost á sér og það hafa einnig menn úr röðum gamla Gunnarsarmsins gert, en Albert hefur þvertekið fyrir þann möguleika. Albertsmenn benda á, að þótt frambjóðendurnir þrír séu allir hinir mætustu menn, þá séu þeir einu sinni þannig gerðir, að þeir haft ekki áunnið sér þá miklu og breiðu tiltrú flokksins, sem sá maður þarf að hafa gert, sem verður formaður flokksins, þannig að það er Ijóst að í röðum Albertssinna er gamla formannsímyndin í góðu gildi enn. Er að merkja á orðum þeirra Albertsmanna, að þeir sakni gamla erfðaprinsakerfisins, þar sem menn hafi beinlínis verið aldir upp innan flokksins, til þess að taka við formennsku í flokknum. Albertsmaður segist telja næsta öruggt að Geir styðji Þorstein, og færir þau rök fyrir því, að bæði Birgir og Friðrik harfi leikið af sér eftir prófkjörið í fyrra, þegar Geir hafnaði í sjöunda sæti. Þá hafi þeir báðir viljað að Geir drægi sig í hlé, þá þegar, en að mati Albertsmanna hefði slíkt tvístrað flokknum, þannig að Albertsmenn eru eindregið þeirrar skoðunar að Geir hafi leikið réttan leik þá, með því að ákveða að taka sjöunda sætið. Það hafi verið farið eftir settum reglum, sem settar hafi verið undir hans forystu sem formanns. Þegar Geir svo hafi orðið fyrir barðinu á þessum reglum, þá hafi hann einfaldlega ekki getað hlaupið frá þeim. Þetta telja Albertsmenn að sé einnig sjónarmið Mogga- klíkunnar, og þar sé enn ein ástæðan komin fyrir Moggaklíkuna að styðja Þorstein, en þar að auki hafi Moggaklíkan góðar og gildar ástæður fyrir stuðningi við Þorstein, svo sem þær, að stjórnmála- lega séð hýtur hann sitt uppeldi á Mogganum, og að vinnuveitendur standa svo til sem órofin heild á bak við Þorstein. Það er auðheyrt á máli Albertsmanna að Birgir nýtur mikillar tiltrúar þeirra. M.a. sagði einn Albertsmaður: „Birgir hefur ákaflega margt gott til að bera. Við stuðningsmenn Alberts erum þeirrar skoðunar að formannsstarfið sé best komið í höndum Birgis, af þessum þremur mönnum." Albertsmenn segja að þótt þeir telji formennsk- unni ef til vill best borgið í höndum Birgis, að hann sé svolítið daufur og seinn til ákvarðanatöku. Hans týpa passi eiginlega ekki í formannsfötin, og það sama megi einnig segja um hina tvo, en kannski síður um Þorstein. Miðað við þessi svör Alberts- manna, þá er kannski ekki að undra að stuðnings- menn Birgis og Þorsteins hafi talið sínum frambjóð- anda fylgi Albcrts víst. Albertsmenn hafa þá trú að Friðrik komi til með að gefa kost á sér í varaformannssætið á nýjan leik, ef hann nærekki kjöri sem formaður, en slíkt ráðist þó að sjálfsögðu ekki fyrr en á fundinum sjálfum. Ekki finnst öllum að framkoma Geirs sé drengileg Sjálfstæðismenn eru ekki á eitt sáttir, um það hvort Geir hafi sýnt drengilega framkomu í þessu formannsmáli, því ég hef fregnað að Geir hafi boðað kandídatana þrjá á sinn fund í sumar, og lagt fyrir þá spurningu þess efnis, hvort væri hægt að komast að samkomulagi um einn mann. Þá hafi Friðrik spurt formanninn hvort hann hefði tillögu fram að færa í því efni, og Geir hafi kveðið nei við. Því þykir Friðriksmönnum og Birgismönnum það skjóta nokkuð skökku við, að Geir styðji nú Þorstein, þótt óbeint sé, því hann hafi haft fullt tækifæri til þess að lýsa því yfir á þessum fundi í sumar, og hreinsa þar með andrúmsloftið. En reynum nú aðeins að gera okkur grein fyrir því hvernig hljóðið er í herbúðum hvers frambjóð- anda fyrir sig. Friðriksmenn segja aðspurðir um helsta fylgi Friðriks í flokknum að kjarni stuðningsfólks Friðriks sé ekki úr flokksforystu, heldur almennir félagar í Sjálfstæðisflokknum, einkum þeir sem staðið hafa í framlínu í flokknum í félagsmálum. Flokksbatteríið sé með Þorsteini, og að hluta til með Birgi. Stuðningsmenn Friðriks fullyrða hins vegar að það sé alrangt að Friðrik hafi ekki stuðning í þingflokknum. Segja þeir að sumir þingmenn gefi að vísu ekki upp hvern þeir styðji, en það sé nokkuð öruggt að Pálmi, Gunnar G. Schram, Friðjón og Salóme styðji Friðrik og jafnvel Þorvaldur Garðar. Segja þeir nokkuð öruggt að Friðrik eigi fylgi um þriðjungs þingflokksins. Kjarninn er eins og áður sagði þeir sem starfað hafa í fremstu línu í flokknum að félagsmálum, eins og formaður Varðar, formað- ur Heimdallar, fyrrverandi framkvæmdastjóri full- trúaráðsins og fleiri. Friðriksmenn segja að menn verði að gera sér það Ijóst að hér sé um kosningu að ræða sem sé mjög svo frábrugðin fyrri formanns- kosningum. Hér sé ekki um neinn málefnalegan ágreining að ræða, og vinskapur ríki milli þessara þriggja manna, þótt mismikill sé. Hér sé því fyrst og fremst verið að kjósa um menn en ekki málefni. „Birgir sækir fylgi sitt til víðfeðms hóps“ Birgismenn segja að fram á daginn í dag, hafi Þorsteinn haft ákveðið forskot, en þeir telja að þetta sé að breytast, og eigi eftir að breytast mun meira á þessari síðustu viku fram að formannskjöri. Þeir telja að Birgir og Friðrik séu nú mun meira inni í myndinni, en þeir voru fyrir tveimur vikum eða svo. Einkum halda þeir að þetta sé satt hvað Birgi varðar, því hann hafi í upphafi verið talinn hafa veikustu stöðuna. Þeir benda á, að staðan í dag sé mjög óljós, og háð tilfinningalegu mati. Birgir segja þeir að sæki fylgi sitt til mjög víðfeðms hóps. í þeim hópi séu menn úr báðum þeim örmum flokksins sem talað var um, og þar að auki séu stuðningsmenn Birgis úr hópi þeirra sem hvorugum arminum tilheyrðu. Þetta séu menn sem þekkja Birgi af langri reynslu og meti sem pólitíkus. Menn sem hafi fylgst lengi með og telji að víðtæk reynsla Birgis sem borgarstjóri, borgarfulltrúi, alþingismaður og erindreki sé það sem Sjálfstæðis- flokkurinn þurfi. Þá segja þeir að þeir aðilar sem meti friðinn innan flokksins mikils, séu þeirrar skoðunar að Birgir.sé hæfastur til þess að viðhalda þessum friði. Þeir telja að yfirvegun Birgis, sem stjórnmála- manns ásamt áræðni hans og þori til þess að takast á við mál, sé samfara hans miklu reynslu flokknum ómetanlega dýrmætt, og nýtist flokknum best, með Birgi í forystuhlutverkinu. Þorsteinsmenn telja Þórstein njóta mests fylgis Þorsteinsmenn telja að þeirra maður njoti mests fylgis, og verður það að segjast eins og er að þeir eru ekki einir um þá skoðun. Segja þeir að þar sem menn hafi gefið upp afstöðu sína, komi Þorsteinn áberandi sterkastur út, og nefna þá kjördæmi eins og Vestfjarðakjördæmi, Norðurland eystra, Suður- land og fleiri staði. Þá telja þeir til stuðningsmanna Þorsteins Geir og hans stuðningsmenn og segjast hafa fyrir sér persónuleg einkasamtöl við Geir. Matthías Bjarnason hefur einnig verið orðaður við stuðning við Þorstein og sömu sögu er að segja um alþingismennina Eggert Haukdal, Árna Johnsen, Ragnhildi Helgadóttur og Albert Guðmundsson. Aðrir þingmenn eigna stuðningsmenn Þorsteins sér ekki ákveðið, en segja að auðvitað séu margir. þingmenn sem vilji ekki gefa upp afstöðu sína fyrir fundinn, því slíkt geti jafnvel verið skaðlegt fyrir flokkinn. Þótt Þorsteinsmenn séu bjartsýnir og telji fylgi Þorsteins vera mest, eins og blæs í dag, þá eru þeir jafnframt þeirrar skoðunar að úrslitin geti orðið tvísýn, og ráðist líklega ekki fyrr en í seinni umferð. Þeir segja þó að allt fari þetta eftir fundinum og þeirri stemmningu sem verður á honum. Það hvernig frambjóðendurnir koma fram á fundinum, hvernig ræðurnar þeirra verða og það hvernig stemmningin verður í kringum þá eigi eftir að hafa úrslitaáhrif á ákvarðanatöku mjög margra, a.m.k. mjög margra utan af landi. „Er verið að þakka Geir það sem Friðrik hefur gert“ Friðriksmenn benda á að það sé alls ekki rétt að Friðrik sé alls staðar og hvergi, eins og sumir hafa haldið fram. Þeir segja að það sé fyrst og fremst Friðrik að þakka að flokkurinn er sameinaður á nýjan leik. „Það er verið að þakka Geir það sem Friðrik hefur gert,“ segir einn stuðningsmanna Friðriks, „því hann hefur unnið að sáttum, án þess að hugsa um eigin frama. Hann stakk til dæmis upp á því á þingflokksfundinum þar sem ráðherraefni flokksins voru valin að þeir Geir og Albert yrðu ráðherrar, og þar með var hann að sjálfsögðu að ganga á eigin frama. Jafnframt barðist Friðrik fyrir því að Þorsteinn yrði ráðherra, svo að maður úr röðum ungu þingmannanna yrði ráðherra. Þetta vita fjölmargir, en hafa ekki hátt um. Hann er því harður í horn að taka, en hann setur ávallt flokkslega hagsmuni, ofar sínum eigin.“ Stuðningsmenn Birgis segja: „Við þurfum mann- inn með reynsluna, manninn sem nýtur trausts úr röðum vinnuveitenda og launþega og víðar í flokknum til þess að verða formaður Sjálfstæðis- flokksins. Birgir hefur unnið mjög vel á þingi, eftir farsæl borgarstjórastörf. Hann hefur kynnt sér orkumál einstaklega vel, hann hefur tileinkað sér þær hugmyndir sem uppi eru varðandi friðarum- ræðuna, og hann hefur yfirleitt skynjað það sem mikilvægt var í umræðunni hverju sinni, þannig að jákvæður vitnisburður sem hans eigin ferill ber honum, er ástæða þess, að við, sem þurfum að velja einn, úr þriggja vina hópi, veljum hann.“ Aðspurðir um helstu kosti Þorsteins sem gætu nýst honum sem formaður Sjálfstæðisflokksins segja Þorsteinsmenn: „Þorsteinn nýtur mjög mikill- ar virðingar fyrir festu sína og þekkingu, og þann hæfileika hans að koma fram sem ákveðinn talsmað- ur ákveðinnar stefnu. Hann hefur mikla reynslu beint úr atvinnulífinu, sem ritstjóri og stjórnmála- skríbent og sem framkvæmdastjóri VSÍ. Slíkt er ómetanlegt manni sem á eftir að gegna formanns- embætti Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn er fastur fyrir og ákveðinn en hann getur einnig verið lipur, einkum í samningaviðræðum.“ Þorsteinsmenn benda á að hann hafi ótvíræða forystuhæfileika, sem þeir segja að ekki verði sagt um aðra frambjóðendur. Þeir segja að Friðrik sé of sleipur og mjúkur, en Birgir sé aftur á móti hálflitlaus stjórnmálamaður. „Tilfinning sem við í Sjálf- stæðisflokknum höfum ekki haft í langan tíma“ Birgismenn, eins og aðrir, líta þessa kosningu jákvæðum augum, því þeir segja m.a. að í formannskjörinu verði valið á milli þriggja sam- herja, sem allir séu hæfir menn. Það sé skemmtilegt við þessa kosningu, að menn verði að taka afstöðu til manna, og þeir viti það að sama hver niðurstaðan verður þá sé ekki hætta á illindum í flokknum eftir á, eða eins og einn Birgismanna orðaði það: „Það er tilfinning sem við í Sjálfstæðisflokknum höfum ekki haft í langan tíma. Við vitum að Sjálfstæðis flokkurinn nú er einn sameinaður flokkur." Þorsteinsmenn segja, að ef til annarrar umferðar komi í kosningunni, þá sé það stór spurning hvert atkvæði kandidatsins sem verður í þriðja sæti fari. Þeir telja að vísu, að sá sem verður í þriðja sæti, ráði ekki miklu um það hvért hans atkvæði fara, og er það í megindráttum sama skoðun og aðrir viðmælendur Tímans höfðu í þessu efni, en engu að síður geti atkvæði 3. mannsins ráðið úrslitum. Það sé litið á þessa þrjá menn sem þeir séu allir frambærilegir, þannig að fulltrúar muni gera það upp við sig og sína samvisku hvern þeir vilja kjósa í seinni umferð, en ekki láta segja sér fyrir verkum. Þá eru Þorsteinsmenn á sömu skoðun og aðrir viðmælendur mínir, um að ekki verði um illindi að ræða í flokknum eftir að þessi kosning hefur farið fram. Friðriksmenn virðast ekki óttast svo mjög þann meðbyr sem Þorsteinn hefur haft, því þeir benda á að þótt hann hafi verið með mikið apparat í gangi, frá því í sumar, þá sé það lokaspretturinn sem ráði úrslitum, og svo auðvitað Landsfundurinn sjálfur, en Friðriksmenn eins og aðrir eru á því að úrslit ráðist ekki fyrr en á fundinum sjálfum, og að mjög mikið sé þar undir frambjóðendunum sjálfum komið, hvernig þeim tekst upp , og til hverra þeir ná. Friðriksmenn taka það mátulega alvarlega, þótt Þorsteinn sé sagður njóta svo og svo mikils fylgis, bæði í röðum atvinnurekenda, verkalýðs, flokks- apparati og víðar, og benda á að þótt Þorsteinsmenn hafi verið hvað iðnastir við hringingar og að reyna að tryggja sér stuðning fulltrúa Landsfundarins, þá sé ckki jafnmikið að marka jáin sem gefin hafi verið og ætla mætti. því það sé Þorsteini síst til framdrátt- ar hversu Kristján Ragnarsson, formaðuY LÍÚ hafi beitt áhrifum sínunt í svo til hverju sjávarplássi, til þess að fá menn til þcss að lofa stuðningi. Menn þori einfaldlega ekki að segja nei við þcnnan mikla áhrifamann í íslensku þjóðlífi, en jáið þeirra þurfi síður en svo að cndurspegla val þeirra á Landsfund- inum. Eru Friðriksmenn þess fullvissir að lang- stærsti hópurinn muni ekki gera upp hug sinn fyrr en á Landsfundinunt sjálfum. Telja þeir Friðriki það til tekna, því langstærstur hópur fulltrúanna sé flokksfólk sem starfað hcfur í flokknum áratugum saman, og líti því fremur á þá Friðrik. og Birgi sem sína fulltrúa, en Þorstein sem ekki er alinn upp í flokknum. Mcnn úr röðum stuðningsmanna Birgis benda á, að af þeim þingmönnum serh þegar sé hægt að flokka sem stuðningsmenn ákveðinna frambjóð- énda, þá fylgi flestir þingmannanna Birgi að máli, og megi telja honum það til tekna. Eru þcir þeirrar skoðunar að það mat sé rétt, miðað viö stöðuna cins og hún er í dag. Þeir tclja að Halldór Blöndal, Egill Jónsson, Ólafur G. Einarsson, Pétur Sigurðsson, Sverrir Hcrmannsson, Friðjón Þórðarson, Albert Guðmundsson og líklcga Lárus Jónsson styðji Birgi. Birgismenn, sem aðrir, eru þeirrar skoðunar að þrátt fyrir ákveðnar vísbendingar um fylgi einstakra frambjóðenda í dag, þá verði það Landsfundurinn einn, sú stemmning sem þar ríkir og frammistaða frambjóðendanna sem ræður úrslitum um það hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Segja þeir í því sambandi, að margir fulltrúanna séu enn óákveðnir og enn. aðrir eigi eftir að skipta um skoðun þegar á fundinn verður komið. Það eigi sérstaklega við um þá, sem hafi hugsanlega tekiö afstöðu, án þess að ígrunda málið eða hugsa af ábyrgð. „Tímanna tákn að erfðaprinsar eru ekki lengur sjjálfsagðir“ Friðriksmenn eru spurðir nvern þeir veðji á sem sigurvegara í formannskjörinu: „Við höldum að Friðrik sigri og þetta verður fyrst og fremst kosning á milli Friðriks og Þorsteins. Það verður ekkert um það sem fjölmiðlar hafa verið að spá í upp á síðkastið, að frambjóðendurnir muni reyna að hafa áhrif á val kjósenda sinna í seinni umferð, það er einfaldlega ekki hægt að ráðstafa atkvæðum ann- arra.“ Eru Friðriksmenn þess fullvissir að sjálfstæðis- menn eigi eftir að meta það.við Friðrik að hann hefur átt sinn drjúga þátt í því að sameina þasr tvær stríðandi fylkingar í flokknum sem voru, og sjálf- stæðismenn segja ekki lengur til, þ.e. Geirs-arm og Gunnars-arm. Það sé vitað mál að Sjálfstæðisflokk- urinn, flokksmennirnir vilji engar fylkingar meir. Því segja þeir að sama hvernig þessar kosningar fari, þá verði þær flokknum til góðs. Þeir hafi enga trú á því að ósættir gætu orðið í flokknum eftir þetta formannskjör. „Það eru einfaldlega nýjir tímar f stjórnmálum í dag,“ segir einn Friðriksmanna, „það er tímanna tákn að erfðaprinsar eru ekki lengur fyrir hendi í flokknum, heldur þarf að kjósa lýðræðislegri kosningu milli manna.“ Þorsteinsmenn segja þessa síðustu daga, að það sé ekki rétt sem Friðriksmenn hafi látið í skína, síðustu daga, þ.e. að Friðrik sé að saxa á forskot Þorsteins. Þvert á móti, segja þeir bilið vera að X 'i; S - Sjð næstu sfóu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.