Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 27

Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 27
SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 Mmhrn ■ Þjóðfáninn prýðir skrifstofu Nixons í Federal Plaza, sem er bygging í rikiseign i New York. ■ „Það dugir ekki að vopnast upp fyrir haus til þess eins að stoppa bölvaða Rússana". ■ „El Salvador þurfti á byitingu að halda.“ vopnastríð byrjað vegna tölvubilunar, tæknilegra galla og vegna tilviljunar. Ég skil viðhorf Þjóðverja vel, því ólíkt okkur þá vita þeir hvað það er að sjá barist í eigin landi.“ Blm: „Skilningur er ágætur, en betra væri að hafa engar eldflaugar." Nixon: „Það er alls ekki hægt að útiloka að stríð brjótist út fyrir einhverja tilvilj- un. En það er hægt að minnka hættuna. Eftir atburð eins og þann er Júmbó-þot- an var skotin niður, þá hefðu þeir Andropov og Reagan átt að ræðast við símleiðis undir eins. Það hefði strax átt að geta skýrt að þetta var verk leikbrúða í hernum, en ekki skipun þess gáfaða stjórnmálamanns Andropovs.“ Blm: En Reagan forseti hefur ekki neinn beinan síma til höfðingjans í Kreml. Það er því ekki að ástæðulausu að Þjóðverjar knýja fast á um að þessir æðstu menn hittist." Nixon: „Það eru góðar líkur á að þetta geti orðið. Reagan forseti hefur aldrei útilokað slíkan fund æðstu manna í ræðum sínum eftir að Júmbó-þotan var skotin niður. Ég væri sjálfur meðmæltur reglulegum fundum æðstu manna. Menn ættu tvímælalaust að halda gott sam- komulag því þá er auðveldast að leiða hinum fyrir sjónir að það sé beggja hagur að árekstrar verði ekki að út- breiddum átökum." Blm: „En Richard Nixon telur að það sé engin leið að vera án Pershing og Cruise flauganna í Evrópu?“ Nixon: „Ég þekki vel niðurstöður skoð- anakannana í V-Þýskalandi sem sýna að þrír-fjórðu íbúa V-Þýskalands telja að Pershing-flaugarnar muni auka stríðs- hættuna. Ég held aftur á móti að þær minnki hana. Sovétríkin, sem miða SS- 20 flaugum sínum á alla hernaðarlega mikilvæga staði í V-Evrópu eru nefni- lega svo geysilega miklu öflugri á sviði meðaldrægra kjarnorkueldflauga. Þessa yfirburði gætu Sovétríkin notað sem ógnunarvald og til þess að beita Vestur- veldin þrýstingi. Auk þess finnst mér það varla verjandi að láta þá 300 þúsund bandarísku hermenn sem eru í V-Þýska- landi standa nær varnarlausa gagnvart gífurlegum yfirburðum Sovétríkjanna þarna, bæði á sviði kjarnavopna og á sviði hefðbundinna vopna.“ Blm: „En þetta er aðeins hálfur sann- leikurinn. Washington hefurekki aðeins SS-20 eldflaugarnar í huga, þegar rætt er um Pershing og Cruise eldflaugar í Evrópu, heldur er einnig verið að hugsa um að geta haft hönd í bagga með atburðarásinni í Norður-Afríku, og þar með Líbýu, sem skjóta mætti á frá stöðvunum í V-Þýskalandi.“ Nixon: „Já, þettaerkórrétt. Þarhittirðu naglann á höfuðið.“ Blin: „Ef Bandaríkin geta notað Persh- ing flaugar á þýskri grund til þess að heyja stríð í Austurlöndum nær, er þá ekki skiljanleg sú ósk Franz Josef Strauss, að Þjóðverjar fái að hafa hönd í bagga með því hvenær þessum vopnum skuli beitt?“ Nixon: „Væri ég sjálfur Þjóðverji, þá mundi ég ekki kæra mig um að einn né neinn byrjaði stríð við Persaflóa frá mínu landsvæði, einkum þegar litið er til þess hve Þýskaland er háð olíuuppsprett- um þar. Þarna yrði líka um saniráð að ræða, þegar á hólminn væri komið. Mér dettur ekki í hug að nokkur bandarískur forseti mundi nota kjarnorkuvopn í V-Þýskalandi, án samráðs við ráðamenn landsins. Því er það í þágu Þjóðverja sjálfra að samráð milli kanslara þeirra og þess sem í Hvíta húsinu situr séu svo náin sem hugsast má. Sem betur fer er ágætt samkomulag á milli þeirra Reag- ans og Kohl og það er mikilsvert. Því í strangasta skilningi hefur Bonn-stjórnin ekkert ákvörðunarvald um það hvenær við beitum okkar vopnum.“ Blm: „Ef Washington vill verja olíusvæðin í Austurlöndum nær með Pershing og Cruise eldflaugum fyrir sovéskri árás, þá hafa bandarískir ráða- menn varla mikinn áhuga á að ná samkomulagi í Genf, sem mundi hindra staðsetningu þeirra í Evrópu?“ Nixon: „Hefðum við ekki áhuga á öðru en að koma upp sífellt fleiri og fullkomn- ari vopnum, þá væri auðvitað ekki um neinar afvopnunarviðræður að ræða. En því er ekki svo varið. Menn láta ekki endalaust stjórnast af óttanum. Sá sem vill halda styrkleikastöðu sinni í lýðræð- isríki, hann verður líka að eiga til nokkra bjartsýni. Hér kemur til sögunn- ar takmörkun vígbúnaðar og hún hefur hér úrslitagildi. En samkomulag í þá átt hefur ekki þýðingu nema báðir aðilar standi jafnfætis og við verðum fyrst að jafna stöðuna á sviði eldflauga á landi. Hér held ég mig við fyrri sannfæringu mína.“ Blm: „Bandaríkin hafa orðið fyrir vax- andi gagnrýni fyrir það að þau leggja of þunga áherslu á hernaðarlegu hliðina og slík gagnrýni kemur einnig fram í orðum yðar hér. Hvort sem er í Austurlöndum nær, í Afríku eða þá í Mið-Ameríku, — alls staðar reynir Reagan stjórnin að ná sínu fram með vopnavaldi." Nixon: „Þarna er ég yður sammála. Víst lítur svo út sem við reynum að mæta öllum vanda með vopnavaldi. Enginn áróður um töframátt friðar og frelsis fær breitt yfir þetta. Við eigum að veita efnahagshjálp til landa þarsem rússneski sósíalisminn hefur brugðist svo hrapal- lega eins og í Nigaragua. Rússneski sósíalisminn hefur hvergi virkað í framkvæmd, nema í Austur-Þýskalandi, þar sem svo vill til að Þjóðverjar búa og í Ungverjalandi, en Ungverjar eru einn- ig einstök þjóð.“ Blm: „Álítið þér ef til vill að kapítalism- inn virki vel í Chile?“ Nixon: „í tíð sósíalistans Allende var ástandið enn verra en það er nú. Við eigum að styðja Chile, eins og hvert annað það land sem ekki lýtur kommún- isma, en við eigum líka að hjálpa til við að skapa forsendur fyrir því að koma þar á lýðræði. Sovétríkin hafa tapað orrust- unni um þriðja heiminn, en Vesturlönd hafa ekki heldur unnið orrustuna enn hvað komið er.“ Blm: „En hvað getur gengið úr skaftinu, þar sem kapítalisminn frá Bandaríkjun- um tekur kommúnismanum svo langt fram?“ Nixon: „Ég átti ekki við hvor kosturinn væri betri eða hvor verri í svipinn, heldur skoða ástandið eins og það er. Þótt engin sovésk ógn beindist að Mið- Ameríku, þá varð að gerast bylting í E1 Salvador. Þótt Moskva hefði hvergi komið nærri, þá átti E1 Salvador við fjölda vandkvæða að etja, eins og svo mörg lönd önnur í þriðja heiminum. Þau voru blátt áfram: Fátækt, spilling og kúgun. Efviðhöldumað okkurhöndum, þá gefum við Sovétríkjunum færi á að blanda sér í málið. Auðvitað heldur stríðið áfram í Asíu, Afríku og Mið- Ameríku..." Blm: „En þér sögðuð að stríð kæmi ekki til greina? Nixon: „...stríð hugmyndakerfanna. Kapítalismi hér, sósíalismi þar. Það er ekki nægilegt að veita ríkisstjórnum sem ógnað er af Moskvu einhverja hernaðar- hjálp. Við þurfum ekki að búast við því að allar þjóðir þriðja heimsins standi einhuga að baki okkur. Ég álít raunar að um þessar mundir beitum við hvorki réttum vopnum í baráttunni um þriðja heiminn, né held ég að þeim vopnum sem beitt er sé vel stjórnað.“ Blm: „Þetta er hörð gagnrýni að flokks- félaga yðar, sem nú situr í Hvíta húsinu.“ Nixon: „Ég er Republikani, eins og Ronald Reagan. Ég held að þær skoðan- ir sem ég set fram séu ekki langt frá hans skoðunum. í nýrri bók minni reyni ég að benda á nýja stefnu í viðskiptunum við Sovétríkin, slem byggist á því að lifa og láta aðra lifa. Heimurinn þolir ekki lengur að stórveldin standi sem reiðir kettir hvort framan í öðru." Blm: „Væri ekki skynsamlegra að nota þá mörgu milljarða sem Reagan vill veita til kaupa á nýjum vopnum, til þess að mæta neyðarástandi í félagsmálunt í þessu landi? Nú eru m eira en tíu milljónir atvinnulausra hér í Bandaríkj- unum og í fyrsta sinn frá því í kreppunni í byrjun fjórða áratugarins sveltur fólk í ríkasta landi heimsins.“ Nixon: „Eigi friður að haldast, þá mcgum við ekki standa Sovétríkjunum að baki hernaðarlega. En þar með er ekki sagt að ég mæli sjónarmiðum „stór- haukanna" bót, sem vilja vopnast upp fyrir haus, til þess að bjóða bölvuðum Rússunum byrginn. Hvað varðar hluta af brúttó-þjóðarframleiðslu, þá eyðum við minnu til hermálanna núna en við gerðum fyrir tíu árum. Víst eigum við úr vöndu að ráða á sviði félagsmála. Þegar efnahagslífið fer að rétta úr kútnum - og þetta á við um V-Þjóðverja líka, - þá munum við aftur geta lagt meira fram til félagsmálanna en nú. En þótt hér sé mörgu ábótavant, þá bregst það ekki þegar ég er á leið til skrifstofu minnar í New York, að langar biðraðir séu fyrir framan innflytjendaskrifstofurnar. Þetta eru hundruð manns sem vilja búa hér í landi okkar. Það hlýtur líka að eiga sér sínar orsakir að í V-Þýskalandi liggur enginn straumur flóttamanna frá vestri til austurs." Blm: „í bók yðar ræðið þér um kapp- hlaupið á milli austursog vesturs. Haldið þér ekki að árið 2000 muni alvarlegri hættur steðja að mannkyninu, svo sem offjölgun, tölvuþrælkun og mengun um- hverfisins?" Nixon: „Um tölvur veit ég ekki nokkurn hlut. En ég get séð þau fyrir mér þessi miklu vandamál, sem þér nefnið. Ég er bjartsýnismaður. Hingað til hefur öllu fleygt fram á við. Meira að segja felur ógnunin sem stafar af atómvopnunum í sér ódýrustu og bestu lausnina, sé henni aðeins haldið hæfilega í skefjum. Menn ættu ekki að láta þau mál fylla sig svartsýni. Lítum á það sem unnist hefur: Nú er ekki nein barnalömunarveiki lengur, krabbameinsrannsóknum fleygir fram og við munum vinna bug á hungurs- neyðinni. Ég minnist þess er flakkarar stóðu í verslun föður míns og betluðu sér brauðbita. Nú kvartar fólk vegna þess að það fær of litla opinbera aðstoð. Þá var engin opinber aðstoð. Og gleymið því ekki að án Bandaríkjanna hcfðum við enga möguleika á að njóta friðar og frelsis hér á jörð.“ (Þýtt ú ítern -AM)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.