Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 6
SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 bridge umsjón: Guömundur Sv. Hermannsson Helgar-Tíminn kennir Nákvæmnislaufið \/Actnr nnn'ir q 1 hiQrtQ rin Kqt CAm ■ Síðan Precision Club eða Ná- kvæmnislaufið var fundið upp af auðjöfr- inum C.C. Wei fyrir um 15 árum hafa vinsældir þessa sagnakerfis aukist og margfaldast eins og hagvöxtur Japana. Um leið hefur kerfið þróast og breyst í meðförum spilara, ýmsir vankantar ver- ið sniðnir af og sífellt bætt flóknari sagnvenjum á kerfisgrindina. Það eru því til ýmsar útfærslur af kerfinu og í raun geta allir spilarar, frá byrjendum upp í heimsmeistara fundið sér útfærslu við hæfi. Sú útfærsla á kerfinu, sem á næstu vikum verður kynnt hér í Helgar-Tíman- um er að mörgu leyti einföld enda er hún frekar miðuð við þá sem eru að kynnast kerfinu í fyrsta skipti. í rauninni er Precision einfalt kerfi sem allir geta lært og skilið, þó hægt sé að gera það flókið eins og raunar öll sagnkerfj. Hér verður beðið með það en ef undirtektir lesenda verða jákvæðar kemur vel til greina að kynna ýmsar flóknari útfærslur kerfisins seinna sem þá er hægt að bæta inn í grunnkcrfið. Það skal tekið fram að sú kerfisút- færsla sem hér verður sýnd byggist á hugmyndum margra aðila og margt er ólíkt því sem C.C. Wei setti fram forðum. Helgar-Tíma kerfið er byggt upp eftir mínum smekk og er því að mestu á mína ábyrgð. Fyrirhugað er að þessir þættir verði 8-9 talsins og í hverjum þætti verði tekin fyrir ein opnunarsögn, svör við henni og síðan áframhald sagna eftir því sem rúm gefst. Þessi fyrsti þátturverðurhinsvegar helgaður kerfinu almennt og er hugsaður sem einskonar inngangur. Punktatalning í kerfinu eru notaðir svokallaðir miltonpunktar til að meta gildi háspil- anna. Þannig er ás talinn jafngilda 4 punktum, kóngurinn 3 punktum, drottn- ingin 2 punktum og gosinn 1 punkti. Þannig eru alls 40 hápunktar í hverjum spilastokk. Til að hefja sagnir, opna, þarf minnst 11 punkta og 25 punkta þarf samanlagt til að hægt sé að spila geim í gröndum og hálitum (3 grönd og 4 hjörtu/spaða). 28 punkta þarf til að spila geim í láglitum (5 lauf/tígla), 33 punkta til að spila hálfslemmu og 36-7 punkta til að spila alslemmu. Þegar tromplitur hefur verið fundinn (8 spila samlega eða meira) er hægt að bæta við skiptingarpunktum fyrir stuttliti og hugsanlega trompunarmöguleika á þann hátt að 3 punktar bætist við fyrir eyðu, 2 punktar fyrir einspil og 1 punktur fyrir tvíspil Uppbygging kerfisins Hornsteinn kerfisins er opnunin á 1 laufi. Þessi opnun er sterk og sýnir að opnarinn á a.m.k. 16 hápunkta, sem gerir það að verkum að nær allar aðrar opnanir takmarkast við 15 hápunkta (undantekningar eru opnanir á 1 grandi og 1 gröndum en að því verður vikið síðar). Laufopnunin sýnir í fyrstu ekkert annað en að þessi punktastyrkur sé fyrir hendi en síðan er spilunum lýst nánar. Hugmyndin með því að opna á 1 laufi með sterkar hendur er að þannig geti mótspilararnir skipst á sem mestum upplýsingum á sem lægstu sagnstigi, þegar styrkur spilanna er mestur. í flestum tilfellum vita spilararnir það eftir 2-3 sagnhringi hvort eigi að spila bút, geim eða hvort óhætt sé að leita að slemmu. Þar sem flestar aðrar opnanir kerfisins eru takmarkaðar við 15 punkta eru engar afmeldingar í kerfinu, á aðrar sagnir en eitt lauf. Og svör við opnunum í lit eru flest mjög eðlileg sem gerir kerfið auðlært. Þar er aðeins stuðst við nokkrar reglur sem gera það að verkum að samherjarnir geta skipst á nokkuð nákvæmum upplýsingum tiltölulega snemma í sögnum. Þar sem svarhendi passar niður opn- unarsögn með lítil spil eru flestar sagnir hennar krafa um minnst einn sagnhring. Venjulega er miðað við að svarhendi eigi að minnsta kosti 8 hápunkta fyrir svari. En nokkrar sagnir svarhandar takmarka spil hennar einsog í öðrum kerfum. Eftir t.d. opnanir á 1 hjarta og 1 spaða, sem lofa a.m.k. 5-lit í opnunar- litnum, eru svörin 2 hjörtu og 2 spaðar takmörkuð við 7-10 punkta og 3-4 litarstuðning við opnunarlitinn. Ogsvör- in 3 hjörtu eða spaðar eru takmörkuð við 11-12 punkta og stuðning við opnun- arlitinn og sýna um leið tiltölulega jafna skiptingu. Með þessar upplýsingar er það opnara að ákveða hvort nægur styrkur sé fyrir hendi til að spila geim á spilið. A KD874 V A73 0 A84 4 G8 Þessi hendi er með 14 hápunkta og 5-lit í spaða og þessvegna heiðarleg opnun á 1 spaða. Ef svarhendi segir 2 spaða við opnuninni þarf opnarinn þó ekki að hugsa sig um áður en hann passar, því mjög ólíklegt er að geim standi í spilinu, þetta eru hugsanlegar * A932 V K65 0 DG102 4 107 2. * G932 KDIO 0 107 * AD83 Þarna er raðað upp tveim höndum, einni lágmarkshendi og annarri há- markshendi og á móti þeim báðum á sagnhafi ekki í neinum vandræðum með að fá 10 slagi og vinna geimið. f meginatriðum byggist kerfið síðan á venjulegum reglum: svarhendi þarf fleiri punkta eftir því sem hún segir á hærra sagnstigi, til að svara 1 hjarta með 1 spaða þarf hún aðeins 8 punkta; til að svara 1 hjarta með 2 laufum þarf hún a.m.k. 11 hápunkta og til að svara 1 hjarta með 3 laufum þarf hún a.m.k. 16 hápunkta. Vestur opnar á 1 hjarta og þar sem austur á 17 punkta og góðan lauflit stekkur hann í 3 lauf. Vestur á góða opnun og stuðning við laufið þannig að hann styður í 4 lauf og sýnir þar með slemmuáhuga. Austur segir þá frá tígul- ásinum með 4 tíglum og vestur segir 4 hjörtu og sýnir þarmeð fyrirstöðu í hjarta. Þá segir austur 5 lauf og neitar með því fyrirstöðu í spaða og þá veit vestur að andstæðingarnir geta tekið 2 spaðaslagi og passar. Það væri ómögu- legt að segja á þetta spil með einhverri nákvæmni ef aðeins er notuð ásaspurn- ing. Auðvitað er gamla góða ásaspurningin hluti af kerfinu því á sum spil er ekki hægt að segja án hennar. Þar er notast við Blackwood ásaspurninguna, þ.e. 4 grönd. Vonandi gefst betra rými seinna SpiBaþraut nr. 1. Sudur spilar 6 hjörtu ■ Bridge er ekki sagnkerfið eintómt og því munu spilaþrautir fylgja með þessum kerfiskennsluþáttum til bragðbætis. Fyrirhugað er að spilaþrautirnar verði milliþungar, hvorki of léttar né of þungar og einnig að til sé lausn sem gengur upp hvernig sem spil andstæðinganna skiptast. Á myndinni hér að ofan er fyrsta spilaþrautin. Suður er sagnhafi í 6 hjörtum án þess að andstæðingarnir hafi gefið frá sér hljóð í sögnum. Vestur spilar út tígulgosanum og nú er spurt: hvernig getur suður gulltryggt 6 hjörtu ef miðað er við að hjörtun liggi ekki ver en 3-1. Lausnin á þrautinni verður birt í næsta Helgar-Tíma. hendur meðspilarans 1. ♦ A92 <? G862 O D103 * D7 2. A G932 K642 O D4 4 D73 Svarhendi getur að vísu átt þannig spil fyrir 2ja spaða svarinu að unnt sé að vinna 4 spaða en það er mjög á móti líkunum og í þessum tveim dæmum er yfrið nóg að spila 2 spaða á spilin. Ef svarhendin segir hinsvegar 3 spaða við spaðaopnuninni þarf opnari heldur ekki að hugsa sig um áður en hann hækkar í 4 spaða. Hann veit að a.m.k. 25 punktar eru til staðar og eins er opnunin nokkuð góð: tveir ásar og spaðahjónin. Þetta gætu verið hugsan- legar hendur hjá mótspilaranum, fyrir 3ja spaða sögninni: Slemmusagnir Fyrirstöðusagnir eru aðalslemmutæki kerfisins en þær segja frá fyrirstöðum: Ás, kóng, einspili eða eyðu í litum sem sagðir eru eftir að tromplitur hefur verið fundinn. Þetta kemur í stað ásaspurning- arinnar sem til dæmis er aðalslemmu- hjálpartæki Vínarkerfisins. Þegar trompliturinn hefur verið fund- inn skiptast meðspilararnir á fyrirstöðu- sögnum og þá er venjulega fyrst sagt frá ásum eða eyðum og síðar kóngum og einspilum. Ef spilari hleypur yfir lit í þessum sagnröðum er það merki um að hann eigi ekki fyrirstöðu í þeim lit: ♦ 42 <2 KD1042 O KD 4, AG82 A D8 A 0 ADIO 4, KD109743 til að ræða nánar um þessar sagnir. Eftir opnun á 1 laufi er í sumurn stöðum notast við spurnarsagnir. Þessar spurnarsagnir tröllriðu kerfinu á fyrstu árum þess en síðan hafa menn fyllst efasemdum um ágæti þeirra margra og nú er svo komið að flestir notast aðeins við tvær tegundir: spurning um háspil (ása og kónga) og spurning um litargæði. Nánar verður farið út í þessar sagnir í kaflanum um opnun á 1 laufi. Opnunarsagnir og merking þeirra Hér á eftir fer listi yfir opnunarsagnir og hvað þær merkja: 1L : 16f punktar, allar skiptingar nema jafnskiptar 16 punkta hendur og jafn- skiptar 20-21 punkta hendur. 1T : 11-15 punktar, annað hvort jafn- skiptar hendur eða 11-13 punkta hendur þegar ekki er 5-litur í hálit til staðar, eða 11-15 punkta hendur.með tígullit eða þannig skiptingu að ekki er hægt að opna á einu grandi. Þessi opnun er mjög svipuð laufopnun í Vínarkerfinu og hefur oft verið kölluð ruslakistan. 1 H/S : 11-15 punktar, minnst 5-litur í opnunarlitnum. Með 5-liti í báðum há-' litum er opnað á 1 spaða, hærri litnum. Með 5-lit í hálit og 6-lit í láglit er opnað á láglitnum. 1 Gr: 14-16 punktar, jafnskipt hendi og neitar 5-lit í hálit, en getur haft 5-lit í láglit. Hugsanlegar hendur eru: ♦ KD5 ♦ AK54 * 74 V AD54 V K654 V KDG O K54 O K97 O AG987 4, D43 4 G4 4 KG4 2 L : 11-15 punktar með minnst 5-lit í laufi ef 4-litur í hálit er til hliðar, annars lofar opnunin 6-lit í laufi. Með 5-lit í laufi og 4-lit ítígli eropnaðá 1 tígli; með 5-lit í laufi og skiptinguna 5-3-3-2 er annaðhvort opnað á 1 tígli eða 1 grandi eftir punktastyrk. 2 T : 11 -15 punktar og sýnir skiptinguna 4-4-1-4 með einlit í tígli eða 3-4-1-5 (4-3-1-5) 2 H/S : 6-10 punktar og 6-litur í opnunarlitnum. Þessar opnanir hafa hindrunargildi en eru einnig uppbyggj- andi því þær lofa vissum punktastyrk og sæmilegum lit. 2 GR : 20-21 punktur og jafnskipt hendi. Sama skipting og þegar opnað er á 1 grandi. 3 L/T/H/S : Hindrunarsagnir sem sýna 7-lit í litnum en lítið annað. 3 GR : Sýnir nákvæmlega þéttan 7-lit í láglit og neitar hliðarstyrk 4 L/T : Yfirfærslur í 4 H/S og geta verið sterkar hendur með 8-lit eða þéttan 7-lit og hliðarstyrk. 4 H/S : Hindrunarsagnir sem sýna veikari spil en opnanir á 4 L/T. Ég vona að þessi inngangur hafi gefið einhverja hugmynd um hvernig sagna- kerfið er byggt upp. í næsta þætti verður opnunin á 1 tígli tekin fyrir. -GSH BATAVEL GMC150 ha. Til sölu bátavél 150 ha. GMC, með öllu tilheyrandi. Vélin er í mjög góðu lagi, 24 volta rafkerfi, tveir rafalar fyigja. Gott verð ef samið er strax. Upplýsingar í síma 32101. 31. OKTÓBER MFERÐAR

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.