Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 26

Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 26
SUNNUDAGUR 30. OKTÓBER 1983 Blm: „Herra forseti. Þegar suðurkór- eanska þotan var skotin niður á dögun- um, þá varð það til þess að tengsl milli Moskvu og Washington kólnuðu mjög mikið. Hve lengi teljið þér að Reagan forseti geti staðið gegn þeim haukum í Washington, sem vilja minnka og ef til vill höggva á öll tengsl við Sovétríkin?'1 Nixon: „En ég er sjálfur meðal hauk- anna. Þeir sem þér ræðið um eru ein- hverskonar stór-haukar, sem helst vildu slíta öllum samningaviðræðum, hætta viðskiptum og lýsa samninga milli land- anna ógilda. Þannig mundi þeim hafa tekist að færa okkur fram á hengiflug heimsstyrjaldar. En Reagan hefur haldið á málunum af skynsemi og í stað þess að leika sér að fjöreggi heimsins hefur hann haldið áfram samskiptum við Moskvu á öllum sviðum. Því eitt er víst, - stríð á milli stórveldanna, hvort sem um atóm-' stríð yrði að ræða eða stríð með hefð- bundnum aðferðum má aldrei verða, - ekki undir nokkrum kringumstæðum." Blm: „Bíðum nú við. Við erum þó að ræða hér við þann sama Nixon sem sagði í bók sinni „The Real War“ fyrir þremur árum að þriðja heimsstyrjöldin milli austurs og vesturs væri þegar byrjuð?" Nixon: „Þegar ég ritaði þetta var Jimmy Carter við völd og vesturveldin hlutu eitt áfallið á fætur öðru, efnahagslega, hern- aðarlega og hugmyndafræðilega. Þá vildi ég fyrst og fremst vekja athygli á þeim hættum sem að okkur steðjuðu frá Moskvu." Blm: „Þegar nú Sovétríkin skjóta niður farþegaflugvél, sem í sjálfu sér jafngildir hernaðarárás, þá ræðið þér um að rétt sé að halda að sér höndum og láta allt ganga sinn vanagang?" Nixon: „Ég var búinn að gcra grein fyrir skoðunum mínum á þessu sviði, þegár áður en farþegaþotan var skotin niður, Það gerði ég í nýrri bók minni, „The Real Peace,“ og ég þarf engu að breyta. Einmitt þegar kreppur dynja ýfir, þá á 'ekki að skera á tengslin, heldur efla þau.“ Blm: „Þetta hefði einnig átt að gilda fyrir þremur árum. En þá lagði Richard Nixon til að stöðvaðir yrðu flutningar á hveiti til Sovétríkjanna og að afvopnun- arviðræðum yrði hætt að sinni?“ Nixon: „Ég var að þreifa mig áfram að því leyti að ég vildi komast að hvernig Bandaríkin og Vesturveldin ættu að bregðast við hinni vaxandi sovésku ógnun. Nú hef ég einkum velt því fyrir mér hvaða möguleika við höfum á að varðveita frið í heiminum, eins og hann er í dag. Þá hefur það sýnt sig að alls lags viðskiptabönn koma ekki að notum af þeirri ástæðu að samstaða hefur ekki fengist." Blm: „Óttast Reagan forseti, ef til vill, að bandarískir bændur muni ekki endur- kjósa hann, ef hann eyðileggur fyrir þeim kornsöluna til Sovétríkjanna?“ Nixon: „Vissulega hefur það haft sín áhrif. Það er nú eitt sinn svo að við framleiðum miklu meira korn en við þurfum. Ef við viljum koma við kaunin á Sovétmönnum, þá verða öll Vestur- lönd að vera samtaka. Svo lengi sem t.d. Japan, sem samkvæmt stjórnarskrá sinni, sinnir varnarmálum lítið og leggur lítið fé til varnarmála, selur Sovétríkjun- um hluti til gasleiðslunnar miklu frá Síberíu í okkar stað, - nú, þá hefur viðskiptabann lítil áhrif.“ Blm: „Er sá munur sem orðinn er á anna „Stríð milli stórveld- má aldrei verða...” Viðtal við Richard M. \ixon, fyrrum forseta Bandaríkjanna Richard Nixon 1980 og Richard Nixon 1983 ekki fyrst og fremst sá að nú lítur hann á Sovétríkin (sem Reagan nefndi „Ríki hins illa“) sem jafningja, sem jafnoka meðal stórveldanna, sem ekki verður yfirunninn hernaðarlega?“ Nixon: „Strax sem forseti umgekkst ég Bresjnev sem jafnréttháan fulltrúa stór- veldis. Aðeins þess vegna varð okkur ágengt í samningaviðræðum við hann. Sovétríkin eru ákaflega viðkvæm í þessu tilliti. Einmitt nú er það mikilvægt að Reagan fari eins að. Við erum á sinn hátt líkir og á sinn hátt alls ólíkir. Við búum í tveimur fullkomlega ólíkum heimum. Eina leiðin til þess að búa í friði með Sovétríkjunum er að sætta sig við þenn- an mun og hætta að setja hann fyrir sig. Við verðum að læra að lifa við þennan mismun.“ Blm: „Þannig hefur hljóðið í eftirmanni yðar, þeim sem nú situr í Hvíta húsinu, ekki verið. Ronald Reagan ræðir um Bandaríkin sem númer eitt í heiminum, stórveldi sem ekki skal þurfa að óttast neina keppinauta.“ Nixon: „Ég er ekki að álasa neinum sérstökum þótt ég segi að margir stjórn- málamenn í þessu landi leggja of mikla áherslu á að vera í fyrsta sætinu. Við búum í heimi þar sem hvorki Bandaríkin né Sovétríkin geta verið í fyrsta sætinu eða ættu að vera það. Þvert á móti. Bæði stórveldin ættu að vera jafn öflug, eigi að varðveita friðinn. Eitt sinn vorum við öflugri, en það er nú liðin tíð.“ Blm: „Ef það er nóg að báðir aðilar séu jafn öflugir, hvers vegna vill Reagan forseti þá fá Iangdrægar eldflaugar, B-1 sprengjuvélarnar, kjarnorkukafbáta og Pershing-II flaugarnar, auk efnavopna. Þingið hefur nú veitt 187 milljarða dollara til þessara hluta eftir áfallið vegna Jumbo-þotunnar?“ Nixon: „Við höfum yfirburði yfir Sovét- menn hvað kafbáta varðar. Þeir hafa hins vegar fjölmennari hersveitir á landi. Við höfum þar í móti vinninginn í lofti. Það sem okkur er erfiðast að sætta okkur við eru stöðugt vaxandi yfirburðir Sovét- manna á sviði lang- og meðaldrægra eldflauga. Við þurfum að fá MX og Pershing eldflaugarnar, ekki til þess að heyja stríð með þeim, heldur til þess að forðast það að hægt verði að beita okkur þrýstingi með meiri kjarnorkuvopna- rnætti." Blm: „Ef til vill líta reiknimeistarar ógnarjafnvægisins alveg fram hjá ótta hins almenna borgara. Margir borgarar V-Þýskalands telja að þeim stafi meiri ógn af staðsetningu nýrra meðaldrægra eldflauga Bandaríkjanna í V-Þýskalandi en Sovétríkjunum. Vegna þess hve flaugarnar eru fljótar í mark, verða Rússar að bregðast við með eldingar- hraða. Tími mun varla gefast til þess að ganga úr skugga um hvort um feilskot hefur verið að ræða. Þá fer eins fyrir Þjóðverjum og farþegum Júmbó-þot- unnar. Fyrst verður skotið, en síðan byrjað að rannsaka málið.“ Nixon: „Að mínu áliti eru fjórir mögu- leikar til þess að koma stríði af stað. Minnsta hættu tel ég stafa af skyndiárás Sovétmanna. Slíkt væri allt of áhættu- samt fyrir Sovétríkin. Stríð gæti einnig sprottið af því að menn mætu aðstæður rangt eða fengju rangar upplýsingar. Einnig gæti eitthvert minna ríki, sem hefur yfir kjarnavopnum að ráða, notað kjarnavopn í átökum. Ég skelfist þá tilhugsun að Líbýumenn, sem ekki eru með öllum mjalla undir stjórn Gadhafi-, fengju kjarnavopn. Þá gæti kjamorku-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.