Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 22

Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 22
PSYCHIC TV TIL ÍSLANDS — ein þekktasta „neðanjarðarhljómsveit” Breta heldur sína fyrstu opinberu tónleika hér ■ Breska hljómsveitin PSYCHIC TV kemur til íslands þann 23. nóvember n.k. og heldur hér tónleika en þetta er ein þekktasta „neðanjarðarhljómsveit" Bretlands nú og eru tónleikarnir hér jafnframt fyrstu opinberu tónleikar sveitarinnar en héðan fara þeir svo í hljómleikaför um Banrdaríkin. Hljómsveitina skipa þeir Genesis P. Orridge og Petcr Christopherson og hefur ferðalag þeirra hingað vakið mikla athygli í bresku popppressuni en varla líður sú vika þar að ekki eru birtar „furðufréttir" af þeim félögum í tímarit- um eins og NME, raunar var Orridge þess heiðurs njótandi hjá því tímariti að vera kosin „The Man You Love To Hate“ og að sögn fær hann jöfnum höndum aðdáendabréf og morðhótanir. Psychic TV á rætur sínar í hljómveitinni THROBBING GRISTLE sem menn deilir á um hvort hafi verið Punk-hljóm- sveit eða samansafn af geggjuðum heim- spekingum sem gátu túlkað sig í gegnum tónlist. Tófileikar með Throbbing Gristle þóttu alltaf miklir viðburðir og dómar blaða voru yfirleitt á þá leið að blaðamennirnir sögðust ekki alveg vissir hvaö hefði verið að gerast, en eitt væru þeir þó alveg vissir um: Það sem gcröist var stórkostlcgt! Þeir Genesis og félagar hafa alla tíð þótt snillingar í því að kalla fram viðbrögð og þá sjaldan hirt um þaö hvort þcir væru að stuða fólk eða hcilla. Að verða frægir, eða frægir að endcmum er eitthvað sem þeir líta á scm aukavcrk- un af því að koma boðskap sínunt áleiðis. Tónlistarmcnn sem hafa oft oröið skotspónn hæðni þcirra hafa gjarnan kvartað undan svokallaðri mannfyrir- litningu Gencsis, en hann svarar því til að fyrirlitning á sjálfselskum smá- strákum, sem séu uppteknir við að skoða á sér naflann. -cða þá citthvað VINSÆLDA- LISTINN... ■ Eins og lesendur vorir tóku eftir í síðasta Nútíma ákváöuin við að birta vinsældalista félagsheimilisins Garðalundar hér á opnunni og verð- ur svo í vetur og verður hann frant- vegis birtur aöra hverja viku og er það gert vegna plássleysis. TROMMARA- SKIPTI HJÁ KIKK ■ Sigurður Helgason trommulcik- ari hljómsveitarinnar KIKK er nú hættur með þeirri hljómsveit en KIKK hefur þegar haft uppi á öðrum og er það fyrrum trommuleikari KOS, Jón. Lítið hefur heyrst frá KOS síðan þeir gerðu stormandi lukku á Melarokkinu i dcn tid og virðist sú hljómsveit hafa lagt upp laupana. KIKK hinsvegar er að æfa upp hinn nýja trommuleikara sinn og kemur væntanlega fram að því loknu síðar í vetur. SKÍFAN GEFUR ÚT Q4U ■ Skífan hefur ákveðið að gefa út nýja plötu með hljómsveitinni Q4U en nokkuð er um liðið síðan hljóm- sveitin tók upp efni á litla plötu. Þessi plata á hinsvegar að vera 12 tomma, 45 sn. og er Qið því á leið í stúdíó til að taka upp tvö lög til viðbótar þeim fjórum sem þegar voru til staðar. cnn verra, eigi á engan hátt skylt við mannfyrirlitningu. Hann líti á list sem tæki til þess að vekja fólk til meðvitundar en ckki sem cnnþá eina svefntöfluna. Söngvarinn Marc Almond sem gerði garðinn frægan mcð Soft Ccll (hvcr man ekki cftir Tainted Love?) hefur undan- farin ár verið náinn samstarfsmaður Psyc- hic TV. Han segir sjálfur að lögin sem hann söng mcð þeim á hljómplötunni „Forcc the Hand of Chance" séu það besta sem hann hafi nokkurn tíma gert og allt það megi rekja til heilnæms innblásturs frá Genesis P. Orridge. Al- mond telur að Psychic TV sé að öðrum ólöstuðum sú hljómsveit scm hafi mest fram að færa í bransanum í dag og hann er greinilega ekki einn um þá skoðun. Hljómleikaför þeirra félaga hefst með lítilli afhöfn í breskri sveitakirkju en síðan verður flogið beint til íslands og búast má við fjölda breskra poppskríb- cnta hingað mcð þeim auk aðdáenda og hafa þeir lofað að tónleikarnir hér verði Ji Halldór Ingi í hinni nýju búð sinni. ■ Halldór Ingi Andrésson (fyrrum hjá Fálkanum) hefur opnað nýja plötubúð á Laugavegi 26, Plötubúðina, mitt í allri umfjölluninni um erfiða stöðu hljóm- plötuiðnaðarins hér á landi. „Ég er bjartsýnn á þennan rekstur enda felldu þeir niður vörugjaldið af hljómplötum sama dag og ég opnaði búðina" sagði Halldór í samtali við Nútímann og bætti því síðan við að verðlag á plötum nú hefði aldrei verið lægra hér síðan hann byrjaði að kaupa þær 1970. Að sögn Halldórs mun búðin fyrst og fremst leggja áherslu á að vera með nýjar poppplötur, þar af helmingur titlar sem Halldór flytur sjálfur inn en stór mjög óvenjulegir. Nánar verður sagt frá þeim félögum í Nútímanum á næstunni. - FRI ROKKTÓN- LEIKAR Á AKUREYRI ■ Viðamiklir rokktónleikar verða haldnir í íþróttaskemmunni á Akur- eyri í kvöld, laugardagskvöld, en það cr Pálmi Guðmundsson (Bimbó) sem stendur að húllumhæinu. Stærsta atriðiö átti upphaflega að vera Dez, Joð Ex, Brjálað tóbak, Ærufákar og ' Svörtu ekkjurnar en sú síðastnefnda - mun vera „baneitruð" kvennahljóm- sveit. Skemmtunin hefst kl. 21. Nú-Tímamynd Róbert þáttur í rekstrinum verður sérpantanir á plötum fyrir viðskiptavini búðarinnar. plötum sem fást ekki hér og sagði hann að vel hefði verið tekið í slíkt. „Við munum leggja áherslu á að vera jafnsnöggir með plötur á markað hér og í London enda .þýðir lítið, eins og markaðurinn er, að koma með þær löngu eftir að þær hafa verið gefnar út þar eins og tíðkast í öðrum Evrópu- löndum". Halldór hefur um árabil séð um plötu- . kaup og plötuútgáfu Fálkans þannig að hann er öllum hnútum kunnur á þessu sviði en þa'r áður var hann m.a. umsjón- armaður Nútímans og viljum við óska honum velfarnaðar í hinu nýja starfi. -FRI ■ „Það er ákaflcga erfitt að dæma eigin verk strax eftir að þau eru komin í dagsljósið. En þó vona ég og held að okkur hafi tekist býsna vel upp“, sagði Aðalsteinn Ásberg Sig- urðsson, einn meðlima Hálft í hvoru flokksins sem fyrir skemmstu sendi frá sér hljómplötu er nefnist Áfram. Undirritaður hitti þrjá meðlimi flokksins s.l. miðvikudag á heimili Aðalsteins á Óðinsgötunni og var platan og fleira þar rætt. Þess í milli var vel lagað kaffi sötrað af áfergju. Þegar blm. mætti á Óðinsgötuna voru þar fyrir þeir Aðalsteinn og Ingi Gunnar. Skömmu ^síðar bættist Eyjólfur Kristjánsson í hópinn. NT: Sem sagt ánægðir með nýja afkvæmið? I: Ég held að okkur hafi tekist að gera það sem við ætluðum að gera. Við skildum ekki við neitt lag án þess að vera ánægðir með það. NT: Hver var stefnan með þessa plötu. Hvað átti að gera? A: Fyrst og fremst átti hún að vera röklegt framhald frá síðustu plöt- unni. Við reyndum náttúrulega að þróa okkar tónlist. Á þessari plötuer allt efnið okkar eigið. Allt er frum- samið. I: Við vönduðum til verksins sem framast við gátum. Notuðum ekta fiðlur en ekki strengjavél. Það er stór biti að gefa út plötu og fannst okkur að fyrst við á annað borð fórum út í þetta að gera þetta sem best úr garði. NT: Er platan ekki miklu meira en vísnatónlist? I: Á plötunni gefum við hvorum öðrum lit. Hver kemur sinni stefnu á framfæri. Ég held að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á plötunni. Vísnapopp er kannsi orðið .sem hægt væri að nota ef skilgreina ætti plötuna. NT: Nú voruð þið að koma úr ferðalagi. Hvernig gekk úti á landi? A: Ég held að ég megi fullyrða að þetta hafi gengið ntjög vel. Yfirleitt þetta 70-80 manns á hljómleikum sem hlýtur að teljast gott í litlum sjávarplássum. I: Eini staðurinn sem brást var Nes- kaupstaður. Það voru allir að horfa á vídeó þegar við spiluðum. A: í sumar gáfum við út litla plötu sem átti að verða undanfari stóru plötunnar en það var nákvæmlega ekkert fjallað um hana í blöðunum. I: Jú ég held að það hafi verið smáklausa um þetta í Mogganum við hliðina á milli grein um að Herdís væri hætt í Grýlunum. Þó er ég ekki viss. NT: Þið hvggist auðvitað halda áfram að fylgja plötunni eftir? A: Jú við ætlum í framhaldsskólana og víðar. NT: Eftir að hafa hlustað á plötuna er greinilegt að mikil vinna er í útsetningum og fiðlur notaðar, kór og fleira. Er þessi ekki mun dýrari en sú síðasta? I: Hún er vissulega dýrari en ekki mikið. Við vorum búnir að æfa vel og þetta voru eitthvað á milli 120 og 130 tímar í allt. Bættist nú Eyjólfur í hópinn og verður hann héreftir merktur með E. NT: Baksíða plötunnar vakti athygli mína. Ekki ósvipuð forsíðunni á Abbey Road. Þið gangið þar yfir gangbraut og einn berfættur. Var þetta meiningin? A: Nei þetta þróaðist bara út í Abbey Road umslagið. Við vorum búnir að ákveða að hafa lappirnar á okkur aftan á þar sem á forsíðunni sést bara í okkur fyrir ofan mitti. Þetta er líka dulítið táknrænt fyrir nafnið á plötunni, Áfram. NT: Þegar svo mikiö er lagt í útsetningar hlýtur það að gera ykkur erfiðara fyrir að spila sum laganna á hljómleikum með ykkar einföldu hljóðfæraskipan? E: Það eru orð að sönnu en raddirnar eru nú á sínum stað og lögin jafngóð. Við erum farnir að nota meiri effekta en áður á gítarana og sönginn og það skilar sér vel. Svo erum við með hljóðmann góðan þar sem Guð- mundur Árnason er. Draumurinn er samt alltaf að gera konsert með öllu þessu liði sem er á plötunni, með strerigjasveit og hvaðeina. NT: Þið fóruð til Svíþjóöar í sumar að spila ekki satt? A: Jú og vorum í hálfan mánuð. Það var ansi gaman og ágætlega launað meira að segja. Innan skamms fáum við úr því skorið hvort við förum til Noregs að spila. Það er nokkuð líklegt að af því verði. Ríkið þar styrkir nefnilega alþýðutónlist. NT: Snúum okkur aftur að plötunni. Eruð þið ánægðir með „sándið“? E: Mjög svo og því er fyrst og fremst að þakka upptökumanninum honum Gunnari Smára. Hann er ljúfmenni hið mesta og algjört séní. Auk þess stjórnaði Gísli Helgason upptökunni og hann er engu líkur. NT: En á hvað hlusta meðlimir Hálft í hvoru mest? E: Ég hlusta mest á ameríska tónlist. Eagles, America, Crosby, Stills Nash and Young og svoleiðis bönd. I: Ég er alveg á sömu línu og Eyfi. A: Það er svolítið annað með mig. Ég hlusta mest á skandinavíska vísnatónlist og djass en lítið sem ekkert á popp. NT: Hvcrnig finnst ykkur að hlusta á ykkur sjálfa. Sumir popparar eru þannig að þeir hata að hlusta á sjálfa sig? E: Við hlustum á okkur á ferðalögum okkur til yndisauka og erum bless- unarlega lausir við að þola ekki okkur sjálfa. NT: Hvað finnst ykkur um íslenska tónlist í dag og síðastliðin ár? I: Mér finnst pönkið hafa haft óheillavænleg áhrif. Menn voru á tímabili hættir að horfa annað og skrifa um annað. Pönk hefur fengið of mikla umfjöllun miðað við hve áhorfendafjöldinn hefur verið á tón- leikum hljómsveita á þeirri línu. A: Mér finnst allt gott um íslenska tónlist að segja og aðstaða til að troða upp hefur stórbatnað. Samt vantar hérna algjörlega stað sem þjónar eingöngu því hlutverki að halda hljómleika. Stað sem tæki svona 250 manns og bæri sig. Þar sem alltaf væri eitthvað að gerast. NT: Eitthvað að lokum? A: Já það skal tekið fram að Eyjólfur er ekki kona.... -Jól. HALLDÓR OPNAR PLÖTUBÚÐINA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.