Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 23

Tíminn - 30.10.1983, Blaðsíða 23
■ Bjöm Thoroddsen ásamt hljómsveit sinni Gammarnir Nú-Tímamynd Árni Afsláttar- kort KRON hafa verið send út til félags- manna. Kortin eru 7 talsins og gilda til 19. desember. Hægt er að ganga í félagið í öllum verslunum KRON og á skrifstofu félags- ins, Laugavegi 91, þar sem afsláttarkort- in eru afhent. Nýir félagsmenn njóta auðvitað einnig þessara viðskiptakjara. Gítarskólinn tekinn til starfas „BYGGIST MIKID Á MANNI SJÁLFUM” — segir Björn Thoroddsen kennari skólans ■ „Ég fékk þessa hugmynd strax og ég kom frá Bandaríkjunum í fyrra og hún hefur þróast smátt og smátt síðan. Þá talaði ég við Birgi Hrafnsson, sem var til í þetta með mér og eftir að hafa haft þetta bak við eyrað í nokkurn tíma var ákveðið að byrja með skólann í miðjum þessum mánuði“ sagði Björn Thor- oddsen gítarleikari í samtaii við Nútím- ann en hann er kennari hins nýstofnaða Gítarskóia að Laufásvegi 17. Þar er kennt á rafmagnsgítar og er þetta í fyrsta sinn sem slíkur skóli er settur á laggimar hérlendis. Kennslutilhögun er þannig að nem- endum er skipt í nokkra hópa og verða 3-5 í hverjum hóp. Þeir -fá þjálfun í spuna, lestri beint af blaði, samspili og mismunandi tegundum nútímatónlistar, t.d. blús, rokk, jazz og bræðslu. Auk þess verður farið í hljómfræði, tónheyrn og nótnalestur. „Það sem hver nemandi fær út úr þessu byggist mikið á manni sjálfum. Það hefur enginn getað íært á rafmagns- gítar hér áður og egja má að það sem tók mann áður um hálft ár að ná upp á þessu sviði taki um vikutíma í skólanum" sagði Björn. Það kom fram hjá Birni að skólinn er alls ekki eingöngu fyrir byrjendur heldur gítarista á öllum stigum, meðal nemenda má þannig nefna Þórð í Stuðmönnum og Sigurgeir í Start...„þetta er mjög góður skóli fyrir þá sem hyggja á starf í hljómsveit því þeir fá innsýn í flest svið þess bransa, fylgjast með í stúdíói, fá að koma á tónleika í Tónkvísl, og eiga umræður við reynda menn sém verða gestir skólans.“... Hvað framtíðina varðar þá segir Björn .að strax sé mikill áhugi fyrir skólanum og hugmyndin sé að gera hann að föstum skóla, en hver námsönn stendur í tvo mánuði og er kennt einn dag í viku..„strax eftir áramótin ætlum við svo að bæta við bassa- og trommukennslu og verið er að leggja grunninn að hljóm- borðskennslu" segir hann. Björn Thoroddsen hefur leikið á gítar í 13 ár og komið víða við. Hann nam klassískan gítarleik í 3 ár og fór síðan í framhaldsnám til Bandaríkjanna eftir að hafa leikið með j azzkvartett Guðmundar Ingólfssonar. í fyrra útskrifaðist hann svo úr Guitar Institute of Technology og hafði þá leikið inn á 20 plötur sem „session" maður. Þá hefur komið út með ■ BjörnThoroddsen.SkúliSverris- son, Steingrímur Óli og Hjörtur Howser, alias Gammarnir, djömm- uðu í hljóðfæraversluninni Tónkvísl síðastliðinn sunnudag að viðstöddum fjölda manna. Var djammað í tilefni af því að Tónkvísl er flutt í nýtt og betra húsnæði (og bjartara). Er undirritaður mætti á svæðið með Haffa undir hendinni var allt í fullu swing hjá þeim kumpánum. Bjössi var með sérsmíðaða undragít- arinn, Hjörtur umkringdur ótrúleg- ustu hljómborðum, Skúli með Music Mán bassann sinn og Steingrímur Óli sat við Sonor settið. Djammið þeirra félaga samanstóð af djassrokki og nýdjassi og örlítið eitlaði af swinginu stórskemmtilega. Skemmst er frá því að segja að undirritaður á ekki orð til að lýsa færni Björns. Maðurinn er galdra- maður og ég fullyrði án þess að blikna að hann sé nú okkar langbesti gítaristi, með fullri virðingu fyrir Þórði, Bjögga og þeim hinum. honum sólóplatan Svif. Hann er nú kennari við Tónlistarskóla F.Í.H. Frábært var að heyra Bjössa smclla á gítarinn eins og hann væri með bassa, skapaði það virkilega skemmtilegt sánd. Skúli (Pax Vobis) er mjög góður og varla sanngjarnt að segja hann efnilegan lengur. Hann virðist hafa allt á valdi sínu. Það sem mér finnst einnig skemmtilegt við hann að hann er ekki eins og allir djassbassistar nútímans, þ.e.a.s. smellandi á bass- ann í tíma og ótíma. Nei hann „swingaði" sko strákurinn og smellti svo létt annað slagið. Hjörtur var einnig í þrumustuði. Allavega sýndi hann skemmtileg til- þrif í sólóunum. Ég öfunda hann ekkert smá... af Oberheiminum. Þvílíkt tæki. Steingrímur Óli var sá eini sem virtist ekki finna sig almennilega en stóð þó fyllilega fyrir sínu. Það var gaman að þessu djammi þeirra Gamma og Nútíminn vill nota tækifærið og óska Birgi innilega til hamingju með nýja húsnæðið. Þetta er allt annað líf.... -Jól. -FRI Djammað í nýju Tón- kvíslinni KAUPFELAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS eIeIbIbIgIeIbIéIeIeIbIeIeIbIeIeIeIéIeIBJ EJ ra la ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ra ii BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖDUR Deildarstjóri Staða deildarstjóra hjúkrunardeildar Hvítabandsins er laus til umsóknar nú þegar. Deildarstjóri Staða deildarstjóra á Dagdeild Geðdeildar Eiríksgötu 5 (Templarahöll), er laus til umsóknar. Geðhjúkrunarmenntun áskilin. Staðan veitist frá 1. janúar 1984. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1983. Aðstoðardeildarstjóri Staða aðstoðardeildarstjóra hjúkrunardeildar Hvíta bandsins er laus til umsóknar nú þegar. Aðstoðardeildarstjóri Staða aðstoðardeildarstjóra á Slysa- og sjúkravakt Borgarspítalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1984. Umsóknarfrestur er til 1. desember 1983. Hjúkrunarfræðingur Stöður hjúkrunarfræðinga á Geðdeild Borgarspítalans í Arnarholti á Kjalarnesi, eru lausartil umsóknar nú þegar. Húsnæði á staðnum. Daglegar ferðir frá Hlemmi. Stöður hjúkrunarfræðinga á ýmsar deildir. Um er að ræða vaktavinnu fullt starf, hlutastarf og einnig fastar næturvaktir. Upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 81200 kl. 11.00-12.00 daglega. Reykjavík, 28, október 1983 Borgarspítalinn BORGARSPÍTALINN tí 8T200 ej QJ EJ m EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ 1 EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ EJ ÉJ ÉJÉJÉJÉJÉJÉJÉJÉJÉJÉJÉJÉJÉJÉJÉJÉJÉJÉJÉJ ÉJ Laxveiðimenn Árnar Laxá og Norðurá í Engihlíðar- og Vinhælis hreppum A-Hún. eru til leigu næsta sumar. Tilboðum skal skilað fyrir 1. des. til Árna Jónsson- ar Sölvabakka. 541, Blönduós sími 95-4329 og veitir hann allar nánari upplýsingar. F.h. Veiðifélagsins Hængs Árni Jónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.