Tíminn - 28.03.1987, Page 2
2 Tíminn
Laugardagur 28. mars 1987
Allt að 20-30% verðlækkun lyfja
vegna baráttu landlæknis:
Verðlækkun
á 4 lyfjum
sparar 20-50
milljónir
„Eftir þá umræðu sem landlækn-
ir og fleiri komu af stað um hátt
lyfjaverð þá ákváðum við að veðja
á það að læknar séu orðnir það
meðvitaðir um lyfjaverð að við
njótum góðs af þvf að lækka verð
lyfja sem við framleiðum," sagði
Ottó Ólafsson, framkvæmdastjóri
lyfjafyrirtækisins Delta hf. spurður
hvers vegna og hvernig þeir hafi
getað lækkað verulega verð sumra
þeirra lyfja sem þeir framleiða,
samkvæmt nýrri lyfjaverðskrá, sem
tekur gildi nú 1. apríl.
Ottó sagði þarna um að ræða 4
söluhæstu lyfin sem Delta hf. fram-
Ieiðir og verðlækkunina allt að
20-30%. Miðað við núverandi
markaðshlutdeild Delta hf. í sölu
þessara fjögurra lyfja sagði hann
um 20 milljóna króna sparnað fyrir
ríkissjóð - og þar með skattgreið-
endur - að ræða, en með því að
ítrustu vonir þeirra um aukna hlut-
deild í sölu út á verðlækkunina
gæti sá sparnaður farið í allt að 50
milljónir króna á ári.
„Síðan á eftir að koma í Ijós
hvort læknarnir standa við bakið á
okkur því það eru þeir sem ráða
hvaða lyf eru seld. En sem innlend-
ir framleiðendur ætlum við að
veðja á að við njótum góðs af að
velja þessa leið, þ.e. að við náum
aukinni sölu út á að lækka verðið,
því ég hef ekki trú á að þetta hafi
nein áhrif hvað varðar verð erlendu
lyfjanna," sagði Ottó.
Eitt þeirra lyfja sem hér um
ræðir er t.d. magalyf, sem eru dýr
Jyf, og eftir verðlækkunina nú sagði
Ottó það orðið u.þ.b. þriðjungi
ódýrara en erlenda sérlyfið. Á því
lyfi taldi hann að salan hafi til þessa
skipst nokkuð jafnt á milli lyfsins
sem Delta framleiðir og þess er-
lenda, en með verðlækkuninni
vonast hann til að Delta nái um
20-30% söluaukningu á sitt lyf.
Raunar skiptist sala þessa ákveðna
lyfs ekki lengur á milli þessara
tveggja aðila, því annað íslenskt
lyfjaframleiðslufyrirtæki kom með
samsvarandi lyf á markaðinn um
síðustu áramót. Eftir verðlækkun-
ina nú, er Delta hins vegar einnig
fyrir neðan það fyrirtæki í verði.
Ottó sagði verðmun erlendra sér-
lyfja og samsvarandi íslenskra
framleiðslu geta orðið allt að tífald-
an. Um 75% af lyfjasölunni eru
erlend lyf. -HEI
Árbæjarkirkja vígð á morgun
-14 árum eftir skóflustunguna
Á morgun verður Árbæjarkirkja
vígð við hátíðlega athöfn. Sérstök
sókn í Árbæjarhverfi , Árbæjarsókn,
var mynduð út úr Lágafellssókn í
Mosfellsprestakalli árið 1968 og
sóknarnefnd kjörin. Sóknin var gerð
að prestakalli í Reykjavíkur-
prófastsdæmi 1. janúar 1971 og
sóknarprestur skipaður frá þeim
tíma.
Fyrst í stað fór safnaðarstarfið
fram í Árbæjarskóla og einnig fékk
söfnuðurinn afnot af Safnkirkjunni í
Árbæ. Frá upphafi var þó ljóst að
reisa þyrfti safnaðarheimili og kirkju
í hinu nýja prestakalli. Kirkju-
byggingarnefnd var sett á laggir og
starfaði hún við hlið sóknarnefndar.
Fyrsta skóflustungan að safnaðar-
heimili og kirkju var tekin 1973 en
framkvæmdir hófust ekki fyrr en að
vori 1974, þegar byrjað var að reisa
jarðhæð byggingarinnar, sjálft safn-
aðarheimilið. Var það fullgert fjór-
um árum síðar, vígt og tekið í
notkun í mars 1978. Næsti áfangi
byggingarframkvæmdanna var að
rcisa klukkuturn við safnaðarheimil-
ið og fá í hann kirkjuklukkur og
hringingarverk. var þeim fram-
kvæmdum lokið í desember 1980 og
kirkjuklukkurnar vígðar við jóla-
messu sama ár.
Nú varð tveggja ára hlé á bygging-
arframkvæmdum, en haustið 1982
var síðan hafist handa um að reisa
sjálft kirkjuskipið, - þann áfanga
sem nú á að vígja. Húsið varð
fokhelt síðla árs 1984, en frágangi
utanhúss var að mestu leyti lokið
haustið 1985. Síðan hefur verið unn-
ið nær óslitið við framkvæmdirnar,
allt til þessa dags.
Salurinn á efri hæð hússins er með
föstum bekkjum og tekur 152 í sæti,
en bæta má við 44 stólum, -og
suðursal með 160 - 180 lausum
stólum. Til nýlundu má teljast
söngloft, sem hengt er upp í þak-
sperrur á mótum salanna tveggja.
Þar stendur nýtt tölvustýrt kirkju-
orgel. Virðist hljómburður ætla að
verða afbragðsgóður. Á neðri hæð
er salur sem tekur um 160 manns.
Prestur í kirkjunni er sr. Guðmund-
ur Þorsteinsson. - SÓL
F.v. er á myndinni Jón Mýrdal, organisti, Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt,
Konráð Ingi Torfason, byggingarmeistari, sr. Guðmundur Þorsteinsson,
prestur, Jóhann Björnsson, formaður sóknarnefndar og Heiðar Hallgríms-
son, formaður byggingarnefndar.
Eins og sést á myndinni er kirkjan hin fallegasta og
jafnframt hin óvenjulcgasta.
Enn nálgast uppsagnir
„Ég sé ekki hvernig okkar mál
ættu að leysast fyrir miðvikudag
miðað við þessa niðurstöðu," sagði
Auðna Ágústsdóttir formaður
samstarfshóps þeirra háskóla-
manna sem sagt hafa upp störfum.
Hún og kollegar hennar áttu tvo
fundi með yfirstjórn ríkisspítal-
anna í gær en niðurstaðan var sú,
eftir að fjármálaráðherra hafði gef-
ið umsögn sína, að kjaradeilur
þessara hópa og uppsagnir, verði
eingöngu afgreidd hjá einum og
sama vettvangi, samninganefnd
ríkisins. Háskólafólkið hefur talið
uppsagnirnar og verkföllin sem
aðskilin mál og að sögn Auðnu
Ágústsdóttur þarf því mikið að
gerast til að uppsagnahnúturinn
leysist um helgina.
Óvíssa um graskögglaverksmiöjuna í Flatey:
Öllum tilboðum hafnað
Á síðasta ári voru boðnar út
nokkrar graskögglaverksmiðjur í
eigu ríkisins, þar sem ekki var talinn
grundvöllur fyrir rekstri þeirra. Þar
á meðal var heykögglaverksmiðjan í
Flatey í A-Skaftafellssýslu. Öllum
tilboðum sem bárust í Flateyjarverk-
smiðjuna var hafnað þar sem þau
þóttu of lág. Einnig var tilboði
heimamanna, sem vildu helst að
Kynnið ykkur
NÝJU M-F 300 LfNUNA
Góður - Betri - Bestur
|Mp Dráttarvélin
sem þig vantar
hægt yrði að reka verksmiðjuna
áfram, þar sem þeir höfðu af henni
atvinnu, hafnað af sömu ástæðu.
Hugmynd þeirra var að stofna um
hana hlutafélag og reyna að finna
leið til þess að láta þann rekstur bera
sig.
Flateyjarverksmiðjan tók til starfa
síðla sumars 1975 og hefur starfað
síðan, að frátöldu sumrinu 1985.
Síðastliðið sumar voru aðeins fram-
leidd 500 tonn, en afkastagetan er1
2.500 tonn. Birgðir eru nú 1.500
tonn. Sala á graskögglum minnkaði
auk þess verulega 1985, en virðist nú
heldur vera að aukast aftur.
Meðan verksmiðjan var í fullum
rekstri unnu um 18 manns við hana
um sumarbil og 4 eða 5 um vetur. í
vetur hafa starfað þar 2 menn.
Ekkert hefur bólað á aðgerðum
ríkisins frá því tilboðunum var hafn-
að og ekki vitað hvað framundan er
í atvinnurekstri í Flatey. þj
Utgáfufélag framhaldsskólanna:
Úrslit í Ijóða- og
smásagnasamkeppni
KOMIÐ OG KYNNIST m-F 300
Massey-Ferguson ©gýassasSSa*
Bók í uppsiglingu
Ljóða- og smásagnasamkeppni á aði...
vegum Útgáfufélags framhaldsskól-
anna var háð á dögunum. Mikið af
efni barst og lenti dómnefndin í
miklum erfiðleikum með að velja og
hafna úr því fjölbreytilega ljóða- og
sagnaflóði sem flæddi yfir hana.
Ástæðuna fyrir þessari miklu þátt-
töku má fyrst og fremst rekja til
mikillar vakningar sem ekki hefur
farið fram hjá neinum meðal ungs
fólks. Æ fleiri geysast fram á ritvöll-
inn með látum, eða hljóðlega, en
allar hreyfingar eru af hinu góða.
Niðurstaða dómnefndar var þessi:
Fyrir ljóð:
1. Steinar Guðmundsson - Stjörnur.
2. Þórunn Björnsdóttir - 39 dagar.
3. Uggi Jónsson - Hugannir.
Þau ljóð og þær sögur sem lentu í
vinningssætum stendur til að gefa út
í bók. Dómnefnd auk stjórnar fé-
lagsins mun velja ljóð og sögur sem
bárust í keppnina og birta með
samþykki höfundar. Er fyrirhugað
að bókin komi út fyrir skólaslit, svo ,
hægt sé að selja hana áður en seinni
önn skólaársins er lokið.
-SÓL
Reykmönnum brá
ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900
Fyrir smásögur:
1. Garðar Arnarson - Minningar
spámanns.
2. Uggi Jónsson - Skeljar
3. Elsa Valsdóttir - Þegar ég opn-
Þau leiðu mistök urðu í frétt
Tímans í gær af reyklausa deginum,
að eitt orð féll niður. Sagði í fréttinni
að útsölustaðir tóbaks seldu ekki
. tóbak á reyklausa daginn. Þetta átti
eingöngu við Seyðisfjörð. Mörgum
hefur sennilega brugðið við að lesa
þetta og eru þeir beðnir velvirðingar.
-ES