Tíminn - 28.03.1987, Page 6

Tíminn - 28.03.1987, Page 6
6 Tíminn Laugardagur 28. mars 1987 ' f ItÉ Það eru sýningardömustælar á þeim þessum. „Oft er rigning á sumrin, svo þá er gott að eiga fallegan galla - ódýran og heimasaumaðan - sem þolir pollaslark.“ Tímamyndir Sverrír Félag vefnaðarvörukaupmanna tók höndum saman og hélt svokall- aða „saumadaga" frá 23.-31. mars. Einkunnarorð saumadaganna var fyrirsögnin hér að ofan. Tilefni saumadaganna er, að nú eru vefnaðarvörukaupmenn að taka upp nýjar vor- og sumarvörur, og allt til sauma. Þess vegna héldu kaupmenn tískusýningu í Húsi verslunarinnar og þar voru aðeins sýnd heimasaumuð föt sem vöktu mikla aðdáun sýningargesta. Ekki síst þegar kynntur var kostnaður- inn við fatnaðinn, sem þarna var til sýnis, en reiknað var með að með heimasaumi fengjust þrjár flíkur fyrir eina út úr búð! Hópur af ungum og fallegum fyrir- sætum sýnir sumarföt fyrir böm bæði í sól og regni. Hún Elizabeth Taylor eldist eins og við hin, og nýlega hélt hún upp á 55 ára afmælið sitt. Það voru vinir hennar Burt Bacharach og Carole Bayer Sager sem héldu afmæli Liz hátíðlegt á heimili sínu. Sagt var að það væri aðeins við Oscars-verðlaunahátíðir sem svo frægt fólk væri saman komið og þegar Elizabeth Taylor byði vinum sínum. Hún hefur sjálf verið stórstjarna frá barnæsku og umgengist sem vini og kunningja alla frægustu leikara Hollywood um áratugi. Meira að segja Bette Davis mætti til veislunnar í hjólastól. Einnig má nefna Joan Collins, Whoopi Goldberg, Shirley MacLaine, Stevie Nicks og Bob Dylan, sem öll komu í afmælið ásamt mörgum öðrum til að óska Elizabeth til hamingju með afmælið. Elizabeth Taylor kemur til veislunnar ásamt vininum George Hamilton. Það má sjá, að þau eru með lífverði í bak og fyrir. Lífverðirnir eru búnir talstöðvum og skammbyssum. Liz er mittismjó eins og í gamla daga, - en það gerir þrönga lífstykkið, sem hún neyðist til að vera í sökum bakveiki. Stevie Nicks ætlaði ekki að komast inn í veisluna fyrir rithandasöfnurum og aðdáendum. Bette Davis lætur ekki deigan síga; hún mætti til veislunnar í hjólastól eftir mikil veikindi undanfarna mánuði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.