Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 5
Laugardagur 25. júlí 1987 Tíminn 5 Halldór Ásgrímsson um vísindaviðræöurnar: Ríkisstjóm og utanríkis- málanefnd fjalla um málið Yfirlýsingar íslenskra náttúrufræðinga koma á einkennilegum tíma íslenska sendinefndin sem ræddi við Bandaríkjamenn er nú að ganga frá skýrslu sinni um funda- höldin og stöðuna í málinu. Verður skýrslan lögð fyrir utanríkismála- nefnd og ríkisstjórn. Lítið hefur því í raun gerst í málinu, nema hvaða unnið er að málatilbúnaði fyrir frekari viðræður um vís- indaveiðarnar. Halldór Ásgríms- son sagði í samtali við Tímann að eftir umfjöllun ríkisstjórnar og utanríkismálanefndar um málið yrðu menn að gera tillögur um hvernig áfram verður haldið á málinu. Ekki hefur verið ákveðið hvenær viðræðunum verður fram haldið. Talsverður þrýstingur er fyrir hendi, þar sem Kristján Loftsson hefur sagt að sandreyðar verði ekki veiddar, verði hlé á veiðum mjög langt. Þá hafa miklar umræður spunn- ist vegna fréttatilkynninga frá hópi líffræðinga og Náttúruverndarráði íslands. Tíminn spurði Halldór hvort þessar fréttatilkynningar hefðu gert starf sendinefndarinnar erfiðara en ella. Yfirlýsingar Náttúruverndarráðs Halldór sagðist hafa rennt yfir þessar fréttatilkynningar og um fréttatilkynninguna frá Náttúr- uverndarráði sagði hann að eina sem fram kæmi í þeirri tilkynningu væri að rök vantaði fyrir veiðunum. „Annað kemur nú ekki fram í þeirri fréttatilkynninu að mínu mati. Ég var mjög undrandi á þessari tímasetningu því við höfum lagt okkur fram um það að veita Náttúruverndarráði allar upplýs- ingar um þessi mál. Sjávarútvegs- ráðuneytið hefur gefið Náttúr- Steingrímur Hermannsson utanríkis- ráðherra um hvalamálið: Látum ekki kúga okkur Steingrímur Hermannsson utan- ríkisráðherra og Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra áttu langan fund um viðræður íslensku sendinefndarinnar og Bandaríkja- manna um vísindahvalveiðarnar þegar Halldór kom til landsins í gærmorgun. í viðtali við Tímann sagði Steing- rímur að hann og Halldór hefðu farið yfir málin. „Ég tel að fundirn- ir með Bandaríkjamönnum í Was- hington hafi verið mjög gagnlegir og að íslensku sendinefndinni hafi tekist að skýra ágætlega okkar sjónarmið. Þar ber fyrst að nefna það meginsjónarmið okkar að við teljum og leggjum áherslu á það að það þarf að ríkja jafnvægi með hvölum og öðru lífi í sjónum. Við teljum að það eigi að nýta hvalastofnana undir ströngu eftir- liti. Til þess að geta gert það á skynsamlegan hátt þurfum við að framkvæma þær rannsóknir sem uverndarráði kost á fulltrúa í sendi- nefndina sem sótt hefur fundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins. Ráðið skrifaði okkur bréf á sínum tíma og við svöruðum því. Þeir komu á okkar fund og hafa rætt þessi mál við vísindamenn, þannig að mér er ekki ljós tilgangurinn með þessari fréttatilkynningu núna, þar sem hún segir afar lítið og í henni eru ýmis spurningamerki," sagði Halldór. 21 líffræðingur Um yfirlýsingu 21 líffræðings sagði sjávarútvegsráðherra: „Líf- fræðingarnir segja að sjálfsagt sé að rannsaka, en ekki með því að deyða þessi dýr. Ef til vill má segja að þetta sé það atriði sem efst er á baugi. Ég vil hinsvegar minna á það að Alþingi markaði þá stefnu að niðurstöður þyrftu að liggja fyrir árið 1990. OkkarVísinda- mönnum var falið að koma með þessar niðurstöður. Þeir gerðu áætlun sem byggðist á því að þeir gætu gert það. Það liggur alveg fyrir að ekki er hægt að afla allra niðurstaðna nema með veiðum á dýrum. Hinsvegar er hægt að afla upplýsinga um margt af því sem um var rætt, án veiða. Okkar vísindamenn eru að nota slíkar aðferðir í eins miklum mæli og þeir mögulega geta. Það tekur langan tíma að þróa aðferðir til rannsókna og ef við eigum eingöngu að fram- kvæma þær án veiða, þá kostar það svo mikið að við ráðum ekki við það fjárhagslega. Því er eðlilegt að menn spyrji: Til hvers að leggja í allan þann óskaplega kostnað, ef um er að ræða töku dýra úr stofn- um sem ekki eru í nokkurri hættu?,“ sagði sjávarútvegsráð- herra. Rétt er að geta þess að Alþjóða hvalveiðiráðið hefur hvorki talið sanreyðarstofninn né langreyðar- stofninn vera meðal þeirra stofna sem eru í útrýmingarhættu. Halldór sagði ennfremur: „Og enn má spyrja. Hverjir munu fram- kvæma þessar rannsóknir ef ekki við? Þessir ágætu líffræðingar verða að taka tillit til kostnaðar- þáttarins.“ Skoðanafrelsi í nafni þekkingar? Um tímasetninguna sagði hann að allt af þessum toga væri óþægi- legt, „en auðvitað búum við við skoðanafrelsi í landinu og ekki getum við haft áhrif á tímasetning- ar sem þessir aðilar velja. Þeir hljóta þó að geta gert sér í hugarl- und að það er ekki mikil tillitssemi, svo ekki sé nú meira sagt, að birta þetta með þessum hætti. Eðlilegra hefði verið að þeir hefðu gert okkur grein fyrir málinu áður en þeir sendu þetta út, þannig að við hefðum getað komið á umfjöllun milli þeirra og líffræðinga sem starfa mest við þetta.“ Halldór sagði mikinn fjölda líffræðinga starfa við þessar rannsóknir, en hópur sá sem sent hefði frá sér fréttatilkynninguna hefði afar lítið komið nálægt málinu. Engu að síður gæfi þetta fólk út yfirlýsing- una í nafni þekkingar sinnar, sem hann leyfði sér að draga í efa að væri réttlætanlegt í þessu tilfelli. - Ferðu bjartsýnn í seinni áfanga viðræðnanna? „Ég er hvorki bjartsýnn né svartsýnn, en bendi á það sem ég hef alltaf gert að á endanum erum það við sem tökum þær ákvarðanir sem þarf að taka. Ég hef einnig sagt að tryggja þyrfti að þær ák- varðanir valdi sem minnstum árekstrum,“sagðiHalldór. -ES við teljum nauðsynlegar innan okkar fiskveiðilögsögu. Við leggjum jafnframt áherslu á það að við sem sjálfstæð þjóð erum þeir einu sem ákveða hvað gert er innan íslenskrar fiskveiðilögsögu. Þessu mikilvæga atriði hefur tekist betur að koma til skila en áður. Næsta verkefni okkar er að fara vandlega yfir öll þessi mál og athuga hvemig við högum okkar framhaldsaðgerðum og þá hvort við breytum okkar rannsóknar- áætlun eða ekki. Það er okkar mál og við látum ekki erlenda þjóð kúga okkur til eins eða neins. Eg hef nú kallað sendiherra okkar í Bandaríkjunum, Ingva S. Ingvason heim og í næstu viku munum við móta okkar afstöðu til málsins.“ Steingrímur sagði að lok- um að öðru leyti allt óákveðið um framvindu málsins og engin fund- arhöld ríkjanna tveggja ákveðin. ÞÆÓ Á. © SUMARFERÐ '87 Laugardaginn 8. ágúst nk. FJAIUBAESUD SYDBl upp úr Fljótshlíð um Emstrur og Mælifellssand komið niður í Skaftártungu Ávörp flytja: Guðmundur G. Þórarinsson og Jón Helgason Lagt af stað frá Nóatúni 21 klukkan 8. Verð kr. 1.200,- fyrir fullorðna, Mætið stundvíslega kr. 700,- fyrir 7-15 ára og og munið eftir að ókeypis fyrir þá yngstu. taka með ykkur nesti Nánari upplýsingar og skráning í síma 24480. FRAMSÓKNARFELOGIN ÍREYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.