Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 11

Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 11
Laugardagur 25. júlí 1987 Tíminn 11 llllllllllllll ÍÞRÓTTIR lllllllllillllllllllllilinnillllllílilSllllllll^ Helcna Ólafsdóttir í dauðafæri við Þórsmarkið en boltinn endaði í horni. Helena gerði tvö mörk í leiknum. Tímamynd Pjetur. íslandsmótið í knattspyrnu, 1. deild kvenna: Stórsigur KR á Þór - sanngjarn Skagasigur í Keflavík KR-ingar sigruðu Þórsara með 6 mörkum gegn engu í Ieik liðanna í 1. deild kvenna á KR-vellinum í gærkvöldi. Tölurnar eru fjarri því að gefa rétta mynd af leiknum því Þórsliðið var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik án þess þó að skapa sér verulega hættuleg tækifæri, voru miklu ákveðnari og virtust hafa alla burði til að vinna leikinn. Staðan í hálfleik var 0-0 en KR liðið mætti UMSJÓN: Hiotdis Árnadóttir BLAÐAMABUR ákveðið í seinni hálfleikinn. Arna Steinsen skoraði fyrsta markið úr víti eftir 10 mínútna Ieik en ein Þórsstúlkan hafði þá handleikið knöttinn innan vítateigs. Kolbrún Jóhannsdóttir bætti við öðru marki með skalla af markteig sjö mínútum síðar og þriðja markið skoraði Kolbrún einnig með skalla, kastaði sér fram eftir aukaspyrnu sem Arna Steinsen tók, fallegt mark. Það var fyrst eftir þriðja markið sem KR fór að hafa verulega yfir- burði og þá urðu þeir algerir. KR- liðið fór að spila skemmtilega saman, nokkuð sem ekki hafði sést fyrr í leiknum og á það við um bæði lið. Þórsliðið var aftur á móti alveg steinhætt og síðustu 10 mínúturnar urðu mörkin þrjú til viðbótar. Hel- ena Ólafsdóttir gerði fjórða markið með skoti af stuttu færi eftir ágæta sókn og Arna bætti því fimmta við, alein á markteig og hafði nógan tíma til að leggja boltann fyrir sig. Helena skoraði svo sjötta markið með lausu skoti. Sanngjarnt í Keflavík Akranes vann ÍBK 2-0 í Keflavík. Sigur þeirra var sanngjarn miðað við gang leiksins. Fyrra markið kom á 28. mín. þegar Halldóra Gylfadóttir komst ein innfyrir vörn Keflvíkinga og skoraði af öryggi. Stuttri stund áður hafði Ragnheiður Jónasdóttir átt stangarskot. Á 40. mín. kom óvænt mark. Engin hætta virtist á ferðum þegar Halldóra Gylfadóttir sendi fyrir markið en boltinn datt í markið framhjá Guðnýju markverði í nærhornið. Á 52. mín. átti Ragnheiður aftur stangarskot eftir fyrirgjöf frá Hall- dóru og 65. mín. skaut Halldóra í slá. Keflvíkingar áttu sín færi en þær voru alls ekki nógu ákveðnar. Best í liði ÍA var Halldóra Gylfadóttir en engin afgerandi best í ÍBK. ms/HÁ ERUM FLUTTIR að Ármula 3 (Hallarmúlamegin) Símanúmer okkar er eftir sem ðður „ - * SAMVINNU LÍFEYRISSJÓDURINN íslandsmótið í knattspyrnu, 2. deild: IR vann Þrótt í opnum og skemmtilegum leik ÍR sigraði Þrótt 4-2 í leik liðanna í 2. deildinni á Laugardalsvelli í gærkvöld. Leikurinn var opinn og skemmtilegur. Það voru Einar Ólafsson, Bragi Björnsson með tvö mörk og Sigurfinnur Sigurjónsson sem skoruðu fyrir ÍR-inga en Heimir Karlsson misnotaði víti stuttu fyrir leikslok. Atli' Helgason (víti) og Kristján Svavarsson svöruðu fyrir Þrótt. Tveir leikmenn voru fluttir á sjúkrahús eftir að þeir skölluðu sam- an í loftinu. Gömlu góðu og sterku leikföngin! + HÚSIÐ HJÁLPARSTÖÐ RKÍ fyrir bóm og unglinga TJARNARGÖTU 35 SÖLUUMBOÐ HJÁ R.K. HÚSINU TJARNARGÖTU 35 - SÍMI 622266 - styrkið gott málefni! Allur ágóði af sölimni rennur í rekstur Rauða kross hússins, Tjamargötu 35 í Reykjavík, sem er hjálparstöð fyrir böm og ungllnga af öllu landinu. Bílunum fylglr skoðunarvottorð þar sem eigandi er tilgreindur og bílnúmer. armqT/

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.