Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 12
Laugardagur 25. júlí 1987
12 Tíminn
Hæstiréttur í Svíþjóö:
Ætlar að taka fyrir
mál dauðs kattar
Milljónir Kínverja unnu saman
Yangtzefljót.
gær við að styrkja flóðgarða við
Kína:
Milljónir manna
í flóðgarðavinnu
Pekíng - Keuter
Milljónir bænda, verkamanna og
hermanna voru í gær komnir að
bökkum Yangtzefljótsins í Kína tii
að styrkja flóðgarða. Það var Kín-
verska dagblaðið sem skýrði frá
þessu.
Blaðið sagði að vatnsmagnið í
efri hluta Yangtze, lengstu á Kína-
veldis, væri nú það þriðja mesta
síðan árið 1949 er kommúnistar
komust til valda.
Li Peng varaforseti og yfirmaður
flóðavarnanefndar landsins hafði
beðið héraðsstjórnir í Hubei og
Hunan að kalla út allt tiltækt lið til
að styrkja flóðgarðana og í gær var
fólk að störfum alls staðar með
fljótinu þar sem það rennur í
gegnum Hubeihérað. Siglingar þar
voru einnig bannaðar.
Mörg hundruð ntanns hafa látist
í flóðum það sem af er þessu ári í
Kína enda hefur rignt mikið víðs
vegar í larídinu.
f Shanghæ lést tíu ára drengur á
miðvikudag af völdum eldingar og
gífurleg rigning gerði ræktað land
fyrir utan borgina að einu stöðu-
vatni.
1-á hafa tólf þorp í Jiangsuhéraði
orðið flóðum að bráð á síðustu
dögum svo og 32 þúsund hektarar
ræktaðs lands.
FRÉTTAYFIRLIT
COLOMBO — Valdamesti I
foringi Tamila á Sri Lanka flaug
til Indlands til viðræðna um
áætlun er miðar að því að
binda enda á hið fjögurra ára
skæruliðastríð á eynni.
KÚVAIT — Olíuflutninga-
skipið Bridgeton, sem er í eigu
Kúvaitbúa en siglir nú undir
bandarískum fána, sigldi á
djúpsjávarsprengju í norður-
hluta Persaflóa í fyrrinótt.
Nokkrar skemmdir urðu á skip-
inu en engin meiðsl á mönnum
og það gat haldið áfram ferð
sinni.
PARIS — Hópur öfgamanna
í Líbanon, hlynntur Iranstjórn,
er hefur þrjá franska gísla I
haldi sínu ítrekaði kröfur sínar
við frönsk stjórnvöld og hótuðu
gíslunum lífláti.
NÝJA DELHI - Rajiv
Gandhi forsætisráðherra
Indlands, sem hefur verið mik-
ið gagnrýndur að undanförnu,
viðurkenndi að hópur stuðn-
ingsmanna sinna hefði ráðist
að Vishwanath Pratap Singh,
fyrrum ráðherra og helsta
gagnrýnanda Gandhis.
ALGEIRSBORG - Rilw-
anu Lukman forseti OPEC
sagði þessi samtök þrettán
ríkja qeta hækkað yfirlýst
olíuverð sitt upp í 18 dollara á
tunnu á næsta fundi samtak-
anna í desember.
MOSKVA — Tveir sovéskir
geimfarar og fyrsti sýrlenski
geimfarinn tengdu Soyuz
geimflaug sína við geimstöð-
ina Mir og fóru strax að undir-
búa brottför þar sem fara þurfti
með veikan geimfara, sem
dvalið hefur í Mir síðustu sex
mánuðina, til jarðar.
KAUPMANNAHÖFN -
Sir Geoffrey Howe utanríkis-
ráðherra Bretlands sagðist
vera hóflega bjartsýnn a að
stórveldin tvö næðu að komast
að samkomulagi um eyðingu
meðaldrægra og skamm-
drægra kjarnaflauga bæði frá
Evrópu og öðrum stöðum í
heiminum.
MANILA — Mörg hundruð
vinstrisinnaðir bændur mót-
mæltu hinum nýju lögum
stjórnarinnar á Filippseyjum
um dreifingu lands og sögðu
þau vera svik ein.
MAXIXE, Mósambik -
Bandaríkjamaðurinn Mark Van
Koevering sagðist hafa verið
vitni af fjöldamorðunum um
síðustu helgi þegar hægrisinn-
aðir skæruliðar skutu til bana
386 manns I þorpi einu. Þetta
eru ein verstu fjöldamorðin í
sögu Mósambik.
Stokkhólmur - Reuter
Hæstiréttur í Svíþjóð mun innan
tíðar taka fyrir óvenjulegt mál svo
ekki sé meira sagt, nefnilega mál
sem snýst um umráð yfir dauðum
ketti.
Fresskötturinn Astor lifði hálf-
gerðu hundalífi fram til ársins 1985
er Else Wigh, meðlimur dýravinafé-
lags í Gautaborg, tók hann að sér.
Wigh veitti kettinum húsaskjól og
gaf honum mat þar til hún lét hann
í hendurnar á Askefors fjölskyld-
unni.
Astor fór hinsvegar aftur á flæking
en Wigh vann nótt og dag að því að
finna köttinn að nýju og tókst það
eftir sex vikur.
í samningnum sem gerður var
þegar Wigh lét Askefors fjölskyld-
unni köttinn í hendur var klásúla um
illa meðferð. Wigh benti á þessa
klásúlu og neitaði að láta köttinn
fara aftur til fjölskyldunnar. Hún
brást illa við og lét lögregluna sækja
Astor hið snarasta.
Wigh fór í mál og krafðist umráða-
réttarins yfir Astor. Margir hefðu
haldið að málinu væri lokið þegar
Astor dó í maímánuði en hæstiréttur
landsins ætlar samt að fjalla um það
í haust á þeim forsendum að hér sé
um lagalegt fordæmi að ræða.
Sviss:
Áhöfnin yfirbugaði
flugvélaræningjann
- ungur Líbani rændi stórri farþegaflugvél í gær og
skaut einn Frakka til bana
Genf - Reuter
Áhöfn DC-10 flugvélar afríska
flugfélagsins Air Afrique sýndi mik-
inn hetjuskap í gærmorgun þegar
hún yfirbugaði mannræningja sem
hafði drepið einn franskan farþega
vélarinnar með köldu blóði. Atburð-
ur þessi átti sér stað á flugvellinum í
Genf í Sviss.
Áhafnarmeðlimirnir réðust á
byssumanninn eftir að farþegar
frammi í vélinni höfðu náð að opna
neyðardyr og tekið að laumast út úr
vélinni. Mannræninginn tók eftir
hrcyfingu og’hugðist aðgæta hvað
væri á seyði en þá réðust áhafnar-
meðlimirnir á hann. Þeirra á meðal
var flugþjónn sem fékk skot í mag-
ann og særðist alvarlega.
Svissnesk víkingasveit réðist inn í
flugvélina þegar þeir sáu fólkið
streyma út um neyðardyrnar og gátu
komið áhöfninni til hjálpar.
„Við voru heppnir hvernig þetta
ævintýri okkar endaði... “, sagði
flugstjórinn eftir að ógnaratburður-
inn var yfirstaðinn.
Flugvélaræninginn hóf byssu á
loft þegar vélin, með 148 farþega og
15 áhafnarmeðlimi innanborðs, var
á leið frá Róm til Parísar. Ræning-
inn, rúmlega tvítugur Líbani, sagðist
eiga ýmislegt vantalað við Frakka og
skipaði flugstjóranum að halda til
Beirút. Flugstjórinn fékk hann hins
vegar til að leyfa lendingu á Genfar-
flugvelli fyrst til að taka eldsneyti.
Maðurinn sem rændi vélinni er
Hussein Ali Amir Mohamed Hariri,
21 árs gamall Líbani sem var leystur
úr fangelsi árið 1985 þegar skipti
fóru fram á palestínskum og líbönsk-
um skæruliðum og ísraelskum her-
ntönnum. Lögreglan sagði í gær að
hann yrði ákærður um morð á
franska farþeganum en vitni að at-
burðinum sögðu drápið hafa verið
gert með köldu blóði.
Flugvélin hóf þetta flug sitt í
Brazzaville, höfuðborg Kongó, og
millilenti í Bangui, höfuðborg Mið
Afríkulýðveldisins, áður en hún
lenti á Rómarflugvelli. í gær var
staðfest að flugræninginn hefði kom-
ist um borð í vélina í Bangui með 94
öðrum farþegunt.
Air Afrique er flugfélag í eigu
nokkurra Áfríkuþjóða og hefur
höfuðstöðvar sínar á Fílabeins-
ströndinni.
íran:
Ný hefndarstefna
Lundúnir - Reuter
Helsti talsmaður íranstjórnar í
hermálum sagði í gær að Iranher
myndi ekki hika við að gera árásir á
bandamenn íraka við Persaflóann ef
írakar gerðu árásir á olíustöðvar og
önnurefnahagsleg mannvirki í íran.
Það var Ali Akbar Hashemi Rafs-
anjani forseti íranska þingsins sem
hótaði þessu, nú þegar aðeins fimm
dagar eru liðnir frá því að Öryggis-
ráð Sameinuðu Þjóðanna krafðist
þess að vopnahlé yrði tafarlaust virt
í hinu sjö ára gamla stríði írana og
íraka.
írakar hafa lýst yfir að þeir vilji
virða samþykkt öryggisráðsins ef
íranir gera slíkt hið sama. franir
hafa enn ekki svarað þessari kröfu
formlega en ólíklegt verður að telj-
ast að þeir fallist á hana.
Ríkin í Persaflóaráðinu, Bahrein,
Kúvait, Óman, Qatar, Saudi Arabía
og Sameinuðu arabísku furstadæmin
eru öll hliðholl írökum þótt þau
forðist að taka beina afstöðu í stríð-
Rafsanjani: Tilkynnti í gær að Iran-
stjórn hefði tekið upp „nýja hefndar-
aðgerðastefnu“.
inu.
Hin opinbera fréttastofa í íran
hafði eftir Rafsanjani að stjórn sín
hefði tekið upp „nýja hefndarað-
gerðastefnu" sem væri afleiðing af
íhlutun Bandaríkjamanna í Persa-
flóanunt.
Amma
Whitney
klifrar upp
á Fujifjall
Tokyo - Reuter
Bandarísk amma, 91 árs að
aldri, komst upp á tind Fujifjalls
í vikunni og varð þar með elsta
konan til að klifra þetta hæsta
fjall Japans.
Hulda Crooks frá Loma Linda
í Kaliforníu, sem þekkt er undir
nafninu Amma Whitney þar
vestra, er reynd fjallgöngukona
og henni var ekki skotaskuld úr
þvf að klifra þetta 3.776 metra
háa fjall á tveimur dögum.
Hulda sagði í samtali við borg-
arstjórann í Loma Linda að aldur
væri ekkert mál og yngra fólk ætti
að hafa þann anda í sér að vilja
takast á við erfiðar þrautir.
Hulda sagðist hafa hrópað
„Banzai" þegar hún komst upp á
tindinn rétt þegar sólin var tekin
að rísa. „Banzai" er japanskt
heróp og kveðja til keisarans.
Hulda hefur gengið upp á
Whitneyfjall í Kaliforníu í 22
skipti síðan hún var 66 ára gömul
og fékk þá viðurnefnið „Amma
Whitney". Þess má geta að
Whitneyfjall er 4.418 metra hátt
og er hæsta fjall Bandaríkjanna
utan Alaska.