Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 20

Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 20
wmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmm ÍR-INGAR unnu Þróttara í leik liöanna í 2. deildinni í knattspyrnu í gærkvöldi. Þá vann KR Þór og ÍA vann ÍBK í 1. deild kvenna. Á myndinni hér til hliðar skorar Atli Helga- son fyrir Þrótt úr vítaspyrnu í 2. deildarleiknum ■■■■ Sjá íþróttir bls. 10-11. STRUMPARMR HRESSA KÆTA 1917 1987 . 17. MARS Ií 111 i II11 Sting III á íslandi?: Breskt „pappírsfyrirtæki" blekkti fiskútflytjendur Svo viröist sem ísienskir fisk- útflytjendur hafi orðiö fórnar- Iömb vel skipulagðrar glæpa- starfsemi sem á rætur sínar að rekja til Englands. Rannsóknar- lögregla í Keflavík fékk nýverið kæru inn á borð til sín frá umsvifamiklu fiskverkunarfyrir- tæki á Suðurnesjum. í kærunni var greint frá sölu á ferskum físki til Bretlands, þar sem kaup- endur virtust hafa gengið á bak orða sinna og stungið af með stórar upphæðir. Málið er þannig vaxið að samið var um sölu á ferskum fiski við fyrirtæki í Englandi, sem virtist sam- kvæmt heimildum viðskiptabanka í Bretlandi vera hið ágætasta. Greiðsl- ur fyrir vikulegar sendingar af fiski bárust fyrst í stað skilvíslega, en síðar meir fór að bera á vanskilum og var sífellt samið um greiðslufrest. Þrátt fyrir þessi vanskil fór fiskur áfram flugleiðis frá seljanda. Þegar potturinn var orðinn nægilega mikill pakkaði fyrirtækið saman, en það virðist ekki hafa verið til nema á pappírunum samkvæmt heimildum Tímans. Einu ummerkin eftir starf- semina var autt leiguhúsnæði en grunur leikur á að skipuleggjendurn- ir hafi þegar komið sér út úr Bret- landi. Hefur þessu máli verið líkt við hina frægu kvikmynd „Sting" sem naut mikilla vinsælda meðal ís- lenskra kvikmyndaáhugamanna. Rannsóknarlögreglan í Keflavík segist aðeins hafa eina slíka kæru til meðhöndlunar en að í hennar eyru hafi borist upplýsingar um þrjú önn- ur svipuð mál. í gærdag var unnið við það í dómsmálaráðuneytinu að senda út kæru til Alþjóðalögregl- unnar Interpol, þar sem lýst er eftir skúrkunum. íslendingar virðast ekki vera þeir einu sem hafa fengið að finna fyrir vel skipulagðri glæpastarf- semi þessa pappírsfyrirtækis, þar sem dönsk fyrirtæki og jafnvel fyrir- tæki frá fleiri þjóðlöndum hafa ein- nig að því er virðist tapað verulegum fjármunum í viðskiptum við þessa sömu aðila. Sýnt þykir að starfsemin hefur verið vel skipulögð, þar sem fyrir- spurnumltil banka í Bretlandi um áreiðanleika kaupenda var svarað jákvætt, að óhætt væri að eiga við- skipti við nafngreint fyrirtæki. Virð- ist því sem brugðist hafi sú sía sem slíkar fyrirspurnir jafnan eru og að skúrkarnir og skipuleggjendurnir hafi hugsað fyrir öllu á allt að því reifarakenndan hátt. Samningar um söluna virðast hafa verið gerðir aðallega upp á heiður seljanda og kaupanda. Tryggingar og annað þessháttar svo sem skrif- legir samningar virðast ekki vera fyrir hendi. ES FRAMDRIFSBILL Á UNDRAVERDI Lada Samara hefur alla kosti til aö bera sem íslenskar aöstœöur krefjast af fólksbíl, í utanbœjar- sem innanbœjar akstri. Þaö er ekki aö ástœöulausu sem Lada Samara er metsölubíll, því veröiö er hreint undur og ekki spilla góö greiöslukjö Lada Samara 5 gíra Lada Samara 4 gíra Meðan birgðir endast. kr. 265.000.- kr. 249.000.- Opiö alla daga frá kl. 9—18 og laugardaga frá 10-16. VERIÐ VELKOMIN < £ •O

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.