Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 6
6 Tíminn
Laugardagur 25. júlí 1987
Hjúkrunarfræðingar
Staða deildarstjóra við Geðdeild Fjórðungssjúkra
hússins á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan
veitist frá 1. september n.k. Æskilegt að viðkom-
andi geti hafið störf ekki síðar en 1. október 1987.
Einnig eru lausar stöður hjúkrunarfræðinga við
hinar ýmsu deildir sjúkrahússins. Vert er að minna
á hin nýju ákvæði í samningum varðandi 80%
starf og 60% næturvaktir.
Allar nánari upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri
Ólína Torfadóttir og hjúkrunarframkvæmdastjórar
Sonja Sveinsdóttir og Svava Aradóttir.
Sjúkraliðar
Sjúkraliðar óskast til starfa við öldrunardeild í Seli
F.S.A. strax eða 1. september.
Um er að ræða vaktavinnu og einnig fastar vaktir,
s.s. morgunvakt frá 7.30-13.00, kvöldvakt frá
16.30-20.30 og fastar næturvaktir.
Einnig vantar sjúkraliða á Lyflækningadeild strax.
Nánari upplýsingar eru gefnar hjá hjúkrunarstjórn
F.S.A. kl. 13.00-14.00, daglega.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Utboð
Reykjanesbraut,
Reykjavík-Hafnarfjörður
Vegagerö ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint
verk. Helstu magntölur: Malbikun 47.400 m2,
malaraxlir 34.900 m2, klæðing á axlir 7.200 m2 og
veglýsing 7.300 m.
Verki skal lokið 15. október 1987.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í
Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 28. þ.m.
Skila skal tilboðum á sama stað fyrir kl. 14.00 þann
10. ágúst 1987.
Vegamálastjóri.
Tilkynning um bann
við akstri fjórhjóla
í Ölfushreppi
Hreppsnefnd Ölfushrepps hefur samþykkt að
banna alla umferð fjórhjóla á eftirtöldum stöðum:
1. á afrétti Ölfushrepps.
2. [ Þorlákshöfn, innan landgræðslugirðinga.
Athygli er vakin á því að öll umferð fjórhjóla um
einkalönd er bönnuð, nema með leyfi landeigenda.
Sveitarstjóri Ölfushrepps.
Vinna erlendis
Hjá okkur getur þú fengið bók, sem er full af upplýsingum um störf um
allan heim, til lengri eða skemmri tíma. Um er að ræða stöður í:
Málmiðnaði, olíuiðnaði, kennslu, útivinnu, sjómennsku, hótel og
veitinga 'fum, au-pair, ferðaleiðsögn, ávaxtatínslu í Frakklandi og
U.S.A :störfum, fyrirsætustörfum, vinnu á búgörðum og bænda-
býlum skemmtiferðaskipum o.m.fl.
Bókinni; ja umsóknareyðublöð. Þetta er bók sem þú þarfnast ef þú
hugar ac nnu erlendis, þú færð upplýsingar um störf, íbúðakost,
vinnutíma o.fl. þar að auki heimilisföng c.a. 1000 staða og
vinnumiðlana. Þú kaupir þessa bók fyrir kr. 98.- sænskar, innifalið
burðargjald og 10 daga skilaréttur. Pantaðu í dag.
Skrifaðu til CENTRALHUS
Box 48,142 00 Stockholm
Ordretelefon: 08-744 1050
P.S. Við ráðum ekki í störf.
Drögum vel úr ferð
við blindhæðir og brýr.
GÓÐA FERÐ!
UMFEROAR
RÁÐ
llllllllllllllllllllllllllll NEYTENDASIDAN llllllllllllllllllllll
Sala franskra
almanna fyrirtækja
Öðar og samsteypustjórn Chirac
settist að völdum í Frakklandi, hóf
hún samningu frumvarps að lögum
um sölu almanna fyrirtækja. Var
frumvarpið síðan samþykkt á
franska þinginu. í því sagði, að
andvirði þeirra skyldi annað hvort
varið til að greiða skuldir ríkisins
eða til að fjármagna óseld almanna
fyrirtæki.
Franska ríkisstjórnin tiltók síðan,
hvaða almanna fyrirtæki skyldu seld
og hver ekki. Á meðal hinna síðar-
nefndu eru stáliðnaðurinn og raf-
orkuverin, Renault-bílaverksmiðj-
urnar og ríkis-járnbrautirnar, CDF-
Chimie og fjarskiptafélag rfkisins. -
Á sölulista setti ríkisstjórnin 65 fyrir-
tæki, á meðal þeirra fjóra af helstu
bönkum Frakklands, Paribas, Soc-
ieté Generalé og Credit Commercial
de France og Compagnie Financiere
de Suez; olíufélagið Elf Aquitaine,
og St. Gobain. Vænti ríkisstjórnin
að söluandvirði þessara 65 almanna
fyrirtækja yrði um 65 milljarðar
franskra franka.
Fyrirtækin voru seld sem almenn-
ings hlutafélög. Til sölu voru fyrst
boðin hlutabréf í olíufélaginu Elf
Aquitaine, en einungis nokkur hluti
þeirra. Bréfin seldust greiðlega, og
athygli vakti, að kaupendur urðu
290.000. Listglerjagerðin St. Gobain
varð fyrst fyrirtækja til að verða
boðin til sölu að öllu leyti. Kaupend-
ur urðu enn fleiri en við fyrri söluna
eða 1,5 milljónir manna. Þá kom
röðin að Paribas. „Aðstreymi áskrif-
enda að hlutabréfum í (næsta boðna
fyrirtæki), bankasamsteypuna Par-
iban, olli allt að því hræðslufári á
meðal embættismanna fjármálaráð-
uneytisins, sem efna þurftu gefin
heit,“ (að Financial Times segir frá
15. júní 1987). Að hlutabréfum
Paribas skrifuðu sig 3,8 milljónir
manna. Komu aðeins 4 hlutabréf á
hvern og einn. Og utan gátta urðu
sjóðir og stofnanir, sem að venju
kaupa hlutabréf á verðbréfamörkuð-
um. Greip ríkisstjórnin til þess óynd-
isúrræðis „að taka frá“ handa þeim
nokkurn stokk bréfa. Mæltist það
misjafnlega fyrir. Vandinn var þá
ekki leystur. 1 auglýsingum hafði
verið heitið einu hlutabréfi í kaup-
bæti á hver tíu, sem upphaflegir
kaupendur hefðu í fórum sínum í 18
mánuði. Munu þau nú hljóða upp á
4/10 úr bréfi.
Næst kom röðin að Segenal, dótt-
urbanka Societe Cenerale í Alsace,
þá að Societe Generale sjálfum,
þriðja stærsta viðskiptabanka
Frakklands, síðan að Credit Com-
mercial de France og loks að Com-
pagnine Generale d’Electricité.
Andvirði hlutabréfa hins síðastnefn-
da var 14,5 milljarðar franka og
urðu liðlega 2 milljónir kaupenda að
þeim.
Andstæðingar sölu almanna fyrir-
tækja gagnrýna ríkisstjórnina fyrir
að hafa sett verð hlutabréfa þeirra of
lágt, undir markaðsverði þeirra.
Formælendum sölu þeirra kom hinn
mikli fjöldi kaupenda hlutabréfanna
í opna skjöldu og þykir þeim ónóg
breyting hafa orðið á stöðu þeirra.
Tillagan að
„lýsistolli“ EBE
Efnahagsbandalag Evrópu hefur
undanfarin 10 ár styrkt ræktun jurta,
sem gefa af sér olíur. Hefur það sett
fast verð á jurtaolíur og greitt rækt-
endum styrk, sem nemur mismun
hins tryggða verðs og alþjóðlegs
markaðsverðs jurtaolfanna. En
undanfarin 10 hefur hvort tveggja
gerst, að alþjóðlegt markaðsverð
jurtaolía hefur fallið og að ræktun
jurtanna hefur farið ört vaxandi í
löndum EBE. Styrkgreiðsla þess til
ræktendanna hefur þess vegna
hækkað ár frá ári. Nam styrkurinn
$4,5 milljörðum 1986.
Frá 1977 til 1986 jókst ræktun
jurta þessara, í milljónum tonna,
eins og hér segir: Repjufræja úr 1,1 í
3,7, sólfífla úr0,6 í 3,2, sojabauna úr
0,02 í 0,8. Hvernig verður stungið
við fæti? Kann stjórnarnefnd EBE
þrjú ráð til þess: Lækkun verðs
jurtanna, ýmist um 6 eða 3%, setn-
ingu lækkandi skorða við ábyrgri
ræktun þeirra og loks upptöku tolls
á innfluttum jurta- og dýraolíum.
Tillaga stjórnarnefndarinnar um
innflutningstollinn hefur vakið
snarpari andstöðu en nokkur áþekk
tillaga, sem frá henni hefur komið.
Bandaríkin hóta EBE „viðskipta-
stríði", eða a.m.k. tolla, ef hinn
fyrirhugaði tollur verði á settur, en
þau seldu löndum þess soja-baunir
fyrir $ 2 milljarða 1986. Bretland og
Vestur-Þýskaland hafa snúist gegn
tollinum.
Evrópska „flugrútan“
í Bonn var tilkynnt 3. júní s.l., að
Vestur-Þýskaland muni leggja fram
(endurkræfa) 4,9 milljarða marka
($2,6 rr.illjarða) á næstu 9 árum til
smíði flugvéla þeirra, sem nefndar
eru „evrópska flugrútan“. Um er að
ræða tvær flugvélar, A 330, miðlungi
langfleyga tveggja hreyfla vél, og Á
340, langfleyga fjögurra hreyfla vél.
Vænst er, að þær verði sýndar á
flugsýningunni í París næsta sumar,
en verði tilbúnar til sölu 1992. Jafn-
framt hvatti vestur-þýska stjórnin til
upptöku samvinnu við McDonnel-
Douglas, bandarísku flugvélaverk-
smiðjurnar, um smíði flugvélanna.
í Vestur-Þýskalandi er aðilinn að
smíði evrópsku flugrútunnar Deutsc-
he Airbus, dötturfélag Messersc-
hmidt Boelkow-Blohm, sem mun
eiga 37,9% þeirra. Breski aðilinn
að þeim er British Aerospace með
20% hlut, sá franski Aerospatiale
með 37,9% og sá spænski Casa með
5% hlut. I maí s.l. lagði breska
ríkisstjórnin fram til smíði flugvél-
anna $731 milljón og sú franska $980
milljónir.
Úr uppsprettum
Frakklands
Á Frakklandi setur Perrier SA á
flösku um 45% selds átappaðs lind-
arvatns þarlendis, en neysla þess er
þar 70 lítrar á mann á ári, hin mesta
í heimi. Selur fyrirtækið lindarvatn
undir 5 nöfnum: Perrier, Vichy,
Contrexville, Saint-Yorre og Volvic.
I stærstu verksmiðju fyrirtækisins, í
Vergezer í grennd við Nimes í
Suður-Frakklandi, er vatni tappað á
1 milljarð flaskna á ári. Um 60%
þeirra eru fluttar út.
Átappað vatn er helsta vara Perr-
ier S.Á., en ekki hin eina (lætur það
líka til sín taka á ostamarkaði, og á
Caves de Roquefort.) Sala Perrier
SA 1986 varð 10,3 milljarðar
franskra franka, en hagnaður þess
varð 250 milljónir franka ($41,1
milljón). Sala fyrirtækisins í Banda-
ríkjunum jókst um 6% 1986. En í
síðasta mánuði, júní 1987, festi það
kaup á BCI Arrowhead Drinking
Water Co. fyrir $400-500 milljónir,
(að sögn blaða). Og í ársbyrjun
keypti það ostagerð í Kaliforníu,
Dairy Fresh Co. á um $20 milljónir.
Væntir Perrier SA að sala þess í
Bandaríkjunum muni tvöfaldast af
þessum sökum. Ef svo fer, mun það
selja þriðjung átappaðs neysluvatns
í Bandaríkjunum, en árleg sala þess
þar er nú um $1,4 milljarðar. Telur
Perrier SA, að í náinni framtíð muni
sala átappaðs vatns þarlendis aukast
um 20% á ári. International Bottled
Water Association fer hins vegar
vægar í sakirnar og væntir 15%
árlegrar söluaukningar þess.
Hjarðir pampas þynnast
Kjöt er nú aðeins 5% af útflutningi
Argentínu, fjórðungur þess, sem út
var flutt fyrir 60 árum að magni.
Tvennt hefur valdið þeim aldahvörf-
um. Stofnun Efnahagsbandalags
Evrópu á sínum tíma og uppkoma
verndartolla þess. Og síðan Falk-
landseyjastríðið, sem stöðvaði við-
skipti Argentínu og Bretlands. Þá
hefur EBE með niðurgreiðslum und-
irboðið kjöt frá Argentínu í Egyp-
talandi og öðrum löndum í nálægum
Austurlöndum og Norður-Afríku og
einnig í Ráðstjórnarríkjunum.
Ofan á þennan vanda kvikfjár-
ræktar í Argentínu hefur bæst, að
gin og klaufaveiki hefur brotist út í
landinu og breiðst til um 40% hjarða
landsins. Því olli, að dýralæknar
landsins töldu fyrir þremur árum
óhætt að falla frá bólusetningu naut-
gripa gegn sjúkdómnum.
Atvinna í Borgarnesi
Kjötiðnaðarstöð K.B. Borgarnesi óskar eftir starfs-
fólki til eftirtalinna starfa sem fyrst:
Starfsfólk í kjötvinnslu (heilsdagsstörf og hálfsdags-
störf.) Starfsfólk í söludeild.
Upplýsingar gefa Geir Björnsson og Georg Her-
mannsson í síma 93-71200.
Kaupféiag Borgfirðinga Borgarnesi