Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 8
8 Tíminn Laugardagur 25. júlí 1987 Tímititi MÁLSVARI FRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason NíelsÁrni Lund OddurÓlafsson BirgirGuömundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 (tæknideild) og 686306 (ritstjórn). Verð í lausasölu 55.- kr. og 65.- kr. um helgar. Áskrift 550.- Mótmæli hverra? í síðustu viku barst ríkisstjórninni undirskriftarlisti frá starfandi líffræðingum við Háskóla íslands þar sem þeir mótmæla hvalveiðum íslendinga í vísindaskyni. Pessi áskorun kom fram á sama tíma og viðræður íslendinga og Bandaríkjamanna stóðu sem hæst og fullkomin leynd hvíldi yfir því semfram fór áfundunum. Birting hennar á þessari stundu vekur því athygli. Nú skal það tekið fram að þeir líffræðingar sem undir þessa áskorun skrifa taka það fram að „rannsóknir Hafrannsóknarstofnunar á lifandi hvölum eru líklegar til að bæta verulega þekkingu á fjölda, útbreiðslu og atferli hvala og gera kleift að meta veiðiþol hvalastofna við landið“. Undir það skal tekið. í áskoruninni er einnig látið liggja að því að vísindaveiðar okkar séu í þeim einum tilgangi gerðar að kosta með þeim rannsóknir á hvalastofninum. Petta er ekki rétt og það vita líffræðingarnir best. Efnahagsleg afkoma íslensku þjóðarinnar byggist á hafinu umhverfis landið. Það er því ekki aðeins þörf heldur nauðsyn fyrir okkur að þekkja vel til lífríkis hafsins og geta gert samanburð á því nú og áður. Með því móti getum við fylgst með breytingum og vitað að einhverju leyti hverju við eigum von á í framtíðinni. Lífríki sjávarins breytist og það gerir hafið einnig. Daglega berast fréttir af óheillavænlegum áhrifum mengunar á einstaka staði og heil landssvæði. Ósk- hyggja ein væri að ætia að mengunin hefði ekki áhrif á hafið einnig. Vitað er að það gerist og því er það einn af þeim þáttum sem íslendingar þurfa að fylgjast grannt með. Vitað er að dýr og menn taka í sig hvers konar efni sem eru í andrúmsloftinu þar á meðal eiturefni sem sífellt aukast og koma frá mönnum. Þetta á einnig við um sjávardýr. Vegna þess hve hvalir hafa langa ævi safnast þessi efni fyrir í þeim og með samanburðarrann- sóknum er hægt að fylgjast með þróun þeirra mála-. Þetta er því aðeins mögulegt að hvalirnir séu veiddir. í grein sem Ólafur Jensson, yfirlæknir Blóðbankans ritaði í Morgunblaðið s.I. laugardag ræðir hann einmitt þessi atriði. Par segir hann m.a.: „í stórborgum leita menn þekkingar um mengun frá þungum málmum og fleiru, m.a. með því að athuga líffæri gamalla hesta, sem á æviferli sínum hafa andað að sér og etið með fóðri sínu alls kyns óhroða frá iðjuverum og ökutækjum. Segja má að hvalir gegni sama hlutverki í hafinu og séu einskonar kjördýr fyrir mengunarrannsóknir, t.d. á þungum málmum, skordýraeitri og beinsæknum geisl- avirkum efnum“. Nú skal því ekki haldið fram að hvalarannsóknir íslendinga snúist um þennan þátt einan, því fer fjarri, en hann er einn af þeim sem þörf er á fyrir okkur að fylgjast með. í raun er það kaldhæðni örlaganna að hópar sem telja sig boðberar friðunar og náttúruverndar skuli hafa á móti því að ítarlegar rannsóknir skuli fara fram á lífríkinu. Ekki síst í ljósi þess að vitað er að margar dýrategundir eru í verulegri útrýmingarhættu, ekki vegna ofveiði heldur vegna mengunar frá mönnum. Pað sama á við um heilu gróðursvæði jarðarinnar. Vísindaveiðar íslendinga eru ekki stundaðar í gróða- skyni. Með þeim er verið að kanna hegðun, stærð og breytingar á hvalastofninum og þar með lífríki hafsins sem við byggjum afkomu okkar á. Mótmæli gegn þeim rannsóknum verða að vera reistar á rökum. Enn sem komið er hefur það ekki gerst, hvorki frá íslenskum aðilum né erlendum. A, .Ð LOKNUM Iöngum viðræðum um stjórnarmyndun virðist innlendur vettvangur allt í einu orðinn næsta fátæklegur a.m.k. fyrir þá sem við fréttir og blaðaútgáfu fást. Menn kalla slíkan tíma gúrkutíð, enda er þá oft minni alvara yfir tíðindum en í annan tíma. Þetta hafa þeir notfært sér á Þjóðviljanum og eru nú byrjaðir að veita gúrku fyrir helstu uppáfinningarsemi vikunnar í fréttaheiminum. Við Tímamenn urðum fyrstir að- njótandi verðlauna Þjóðviljans, en þegar við komum til að vitja verðlauna okkar voru Þjóðvilja- menn búnir að éta verðlaunin. Þetta fór þó betur en á horfðist, því gúrkuna fengum við að lokum, enda kom ekki annað til mála. Svona gamansemi léttir stritið og á auðvitað að vera innanhússmál. Atvikið sýnir ein- ungis hve snautt er um tíðindi þessa daga. Að hafa skoðun Jón Óttar Ragnarsson stýrir Stöð 2 og hefur meiningar um margt. Nýlega ræddi hann við blaðamenn í sjónvarpsstöð sinni um skoðanir í fjölmiðlum og kom þar á daginn, að ljósvaka- fjölmiðla skortir flutning skoð- ana þegar linnir trommusóló þann rýra klukkutíma sólar- hringsins sem ætlaður er undir annað en popptónlist. Helst var að heyra að „frjálsar stöðvar“ tækju upp kjaftaþátt um daginn og veginn til að Ieysa úr skoðanaleysi, og tækju þar gamla gufuradíóið til fyrirmynd- ar. Þar er auðvitað ekki um skoðanir að ræða sambærilegar við þær skoðanir sem eru undanfari framfara í þjóðfélög- um og bornar eru fram af stórum samtökum og staðfestar í kosn- ingum á landsvísu, heldur er um að ræða sjónarmið einstaklinga misjafnlega þörf, þótt þau geti verið skemmtilega fram sett og vakið umræðu í augnablikinu. Þá ber þess að geta að þáttur um dag og veg í Ríkisútvarpinu var til skamms tíma og er kannski enn þannig að hann er skammt- aður af stjórnmálaflokkum í út- varpsráði og hugsaður til að halda við margrómuðu jafnvægi í fjölmiðlinum í hlutfalli við styrk flokka í útvarpsráði. Þar er því hvorki um leiðarvísi eða staðfestu að ræða heldur hring- ferð skoðana á mánaðarfresti eða svo. Upplýsingar og skoðan- ir er sem sagt enn að finna í blöðum. Þeir fá sex til sjö orð skömmtuð Og fyrst talað er um blöð er ekki úr vegi að benda lesendum á, að lítill tími vinnst jafnan til að grunda talað orð eða mynd, sem flýgur hjá í ljósvakafjöl- miðlum á sama tíma og næði gefst til að skoða það sem stend- ur í blöðum. Að því leyti eru ljósvakafjölmiðlar eins og ein stór skrautsýning. Þegar áhorf- andinn vaknar að morgni er hann búinn að gleyma því sem hann sá og heyrði kvöldið áður. Aftur á móti getur hann flett upp í blöðum vilji hann minna sig á einstök atriði þess sem á undan er gengið. Thomas Griff- ith skrifaði nýverið dálk í Time, þar sem hann rekur nokkuð ágalla ljósvakafjölmiðla, eink- um sjónvarps og ber saman amerískt sjónvarp og breskt sem hann telur sýnu skárra. Engin ástæða er til annars en álykta að um síðir verði íslenskt sjónvarp háð sömu annmörkum og sjón- varp í fyrrgreindum löndum. Það þurfi bara aldur og reynslu til. Mr. Griffith segir að í bresku kosningunum hafi helstu fram- bjóðendur fengið fjórar til fimm mínútur í sjónvarpi til að gera grein fyrir máli sínu, sem hafi í augum Ameríkumanns verið heil lífstíð. Væri ræðan leiðinleg þá var það vandamál frambjóð- andans. Hinsvegar dregur mr. Griffith dæmi af framboði Fritz Mondale þegar sjónvarpsskvís- an eyddi mestu af sjónvarpstím- anum í að lýsa ferðalögum, óhöppum, viðbrögðum fjöldans og dægurflugum. Stundum vildi svo tii að sást í frambjóðandann einhvers staðar í bakgrunni að halda ræðu, og mátti þá kannski heyra eina setningu eða tvær. Þessar hljóðgjafir eru kallaðar „sound bites“, og það er alltaf 'verið að stytta þær. Tíðkast orðið að hafa þær ekki lengri en sex til sjö orð. Hinsvegar fær fréttamaðurinn alltaf að ljúka sínum setningum. Minnir þessi lýsing mr. Griffith á eitthvað? Sársaukinn í stórflokknum Geymsluskylda ljósvaka- fjölmiðla er engin, nema þá til þess að geta í einstöku tilfellum flett upp á texta telji einhver að sér hafi verið misboðið eða hann þurfi í mál af heilsufarsástæðum. Þessi geymslutími er auðvitað takmarkaður og á honum byggir enginn íslandssögu. Þannig verða seint rifjuð upp sárindin innan Sjálfstæðisflokksins vegna síðustu kosninga, svo dæmi sé tekið, að tilstuðlan ljósvaka- fjölmiðla. Ætli blöðin séu ekki enn sú staðreynd sem styðjast verður við. í því sambandi má minna á skrif í DV, þar sem ritstjóri skýrir frá „svartri klíku“ vegna stjórnarmyndunar 1983, þegar láðist að gera hann að ráðherra. Og minna má á upp- gjörið í þingflokki stórflokksins vegna myndunar stjórnar Þor- steins Pálssonar þegar flest ráð- herraefnin brugðust ókvæða við nema Sverrir Hermannsson. Hann hefur aftur á móti heitið því að gerast útvörður lands- byggðarinnar í stórflokknum undir kjörorðinu: Landið er eitt. Mega framsóknarmenn fagna slíkum liðsauka á síðustu dögum. Sjálfur er stórflokkur- inn svo víðsfjarri því að vilja taka á vandamálum öðrum en þeim sem snerta ákveðna landshluta, að hann vildi með engu móti taka að sér landbún- aðarmálin í núverandi ríkis- stjórn, vegna þess að þeir landshlutar þar sem landbúnað- ur er efstur á baugi virðast honum ekki að skapi. Stjórn undir spádómum Miklu er alltaf verið að spá um nýja ríkisstjórn, og ríkis- stjórn Þorsteins Pálssonar er þar engin undantekning. Vegna þeirrar önugu stöðu stórflokks- ins að hafa klofnað fyrir kosn- ingar þykir líklegt að hann verði ekki lengi í værðum í núverandi ríkisstjórn. Ólíkt fór betur um hann í samstarfi við Framsókn- arflokkinn einan í fyrri ríkis- stjórn. Þróun mála hefur sýnt að þótt stórflokkurinn hefði gengið heill til kosninga hefði Fram- sókn ekki verið inni í myndinni að kosningum ioknum. Svo- nefnd viðreisnarstjórn var talin liggja á borðinu, þ.e. stórflokk- urinn og kratar. Albert Guð- mundsson sá fyrir því plani með alkunnum afleiðingum. Það er því Ijóst að þegar vel gengur og unnið er saman af heilindum má ekki minnast á framhald þegar stórflokkurinn er annars vegar. Spádómar um núverandi ríkis- stjórn byggjast mjög á ástandinu í stórflokknum (18 menn). Borgarstjórnarkosningar verða 1990, og hafi Albert Guðmunds- son þá óbreyttan styrk er eins

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.