Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 4
4 Tíminn Laugardagur 25. júlí 1987 Hæstiréttur klofnar í afstöðu sinni: Vanhæf isdómur yfir Hallvarði staðfestur Hæstiréttur staðfesti í gærmorg- un hinn kærða frávísunardóm Sakadóms í Reykjavík í máli fyrr- verandi forráðamanna Hafskips hf. Það liggur nú fyrir hjá Jóni Sigurðs- syni, dómsmálaráðherra, að skipa nýjan saksóknara í Hafskipsmál- inu, þar eð Hallvarður Einvarðs- son hefur endanlega verið dæmdur vanhæfur í málinu. Jafnvel hefur verið rætt að saksóknarar verði skipaðir tveir, annar til að annast Útvegsbankaþátt málsins og hinn til að sjá um mál forráðamanna skipafélagsins. En nú hefur heyrst að Jónatan Sveinsson, hæstaréttar- lögmaður, verði skipaður saksókn- ari yfir þessu máli öllu. Það yrði undir honum komið hvort aðrir eða fleiri aðilar yrðu ákærðir í Hafskipsmálinu en áður var, en Þorsteinn Geirsson í dómsmála- ráðuneytinu hefur áður sagt í við- tali við Tímann, að hann teldi óþarft að hefja rannsókn málsins frá upphafi. Margir þættir þess væru fullkannaðir þrátt fyrir allt. Hæstaréttardómarar voru fimm, en hafðir þrír í viðaminni málum. Málið dæmdu Magnús Thor- oddsen, Guðmundur Jónsson, Guðrún Erlendsdóttir, Halldór Þorbjörnsson, sem skilaði sérat- kvæði og var á öndverðunt meiði við meirihluta dómara, og síðast Gaukur Jörundsson, settur hæsta- réttardómari. Hinn kærði frávísunardómur var kveðinn upp 16. þessa mánaðar, en þá taldi Sakadómur Hallvarð Einvarðsson, ríkissaksóknara, vanhæfan til að fjalla um Hafskips- málið þar sem bróðir saksóknara átti sæti í bankaráði Útvegsbank- ans og þóttu mál bankans og skipa- félagsins svo tengd að þau bæri að fjalla um í einu máli. Þá lýsti vararíkissaksóknari, Bragi Stein- arsson, yfir því að hann, af hálfu ákæruvaldsins, kærði dóminn til Hæstaréttar og krefðist þess að hinn kærði dómur yrði felldur úr gildi. í greinargerðum verjenda ákærðu er þess aftur á móti krafist að frávísunardómurinn yrði stað- festur og varnaraðiljum dæmdur kærumálskostnaður. I dómi Hæstaréttar segir: „Fall- ast ber á rök héraðsdómara fyrir því að rétt sé að vísa ákæru í máli þessu frá dómi. Samkvæmt því er niðurstaða hins kærða frávísunar- dóms staöfest." Eftir þessum málalokum er ríkis- sjóði gert að greiða allan kærumálskostnað sakarinnar, þar með talda þóknun til skipaðra verjenda ákærðu, 25. þúsund krón- ur til hvers þeirra. Halldór Þorbjörnsson, hæsta- réttardómari, skilaði sératkvæði. í áliti sínu tekur hann fram að ríkis- saksóknari skuli tilkynna það dómsmálaráðherra ef hann er svo við mál riðinn að hann mætti ekki gegna dómarastörfum í því og skipar þá ráðherra annan í hans stað. „Mat á því hvort slíkrar ráðstöfunar sé þörf ber endanlega undir dómsmálaráðherra, enda er hvorki í nefndri 22. gr., 124. gr. sömu laga né annars staðar í lögum gert ráð fyrir því að máli verði vísað frá dómi sakir þess að hand- hafi ákæruvalds mætti eigi gegna dómarastörfum í því. Samkvæmt því ætti að vísa kröfu varnaraðila, þeirri sem um er dæmt í þessu máli, frá héraðsdómi." Halldór segir að ríkissaksóknari sé ekki í neinum tengslum við varnaraðila máls þessa er mundu gera hann vanhæfan sem dómara í máli á hendur þeim, né heldur að sýnt hafi verið fram á vanhæfi hans af öðrum ástæðum. Halldór lýkur svo áliti sínu: „Tel ég því að fella eigi hinn kærða frávísunardóm úr gildi og leggja fyrir Sakadóm Reykjavíkur að taka málið til með- ferðar að efni til.“ þj Önnur hver vændiskona á Ítalíu smituö: Eyöni eykst með fíklum í skýrslu dagsettri 31. mars 1987 frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni, þar sem gefinn er upp fjöldi eyðnitil- fella í Evrópuíöndum, kemur fram að farsóttin hefur síðastliðin ár auk- ist meira meðal fíkniefnaneytenda en samkynhneigðra og að mcðal fíkniefnaneytenda beri mikið á ung- um konum á aldrinum 20 til 29 ára. Það rennir stoðum undir þá skoðun að eyðni breiðist óðfluga út meðal vændiskvenna. Samkvæmt skýrsl- unni ber því að beina forvarnarað- gerðum sem mest að þessum hópi. Á ráðstefnu stofnunarinnar í Genf nýverið kom fram að margir af gagnkynhneigðum, sem hafa smitast af eyðniveirunni, hafa smitast vegna skyndikynna við vændiskonur. Tölur frá ftalíu leiða í Ijós að 58% vændis- kvenna í Aviano, sem neyta eitur- lyfja, voru með jákvæða mótefna- mælingu gegn eyðniveirunni. Það er því meira en önnur hver vændiskona á lyfjum sem mögulega getur smitað aðra af eyðni. Talið er að þessi hlutfallstala sé svipuð í mörgum borgum í S-Evrópu og löndum Afríku. þj Vísbending um sektina áreiðanleg: íslendingum skipuð vörn í fíkniefnamáli Lögregluþjónn afhendir ökumanni „Ferðafélagann" Tímamynd brein Lögreglan: w Uthluta ökumönn- um ferðafélaga íslendingarnir tveir og Hollend- ingurinn, sem hnepptir voru í varð- hald í Málmey í Svíþjóð á þriðju- daginn, vegna ábendingar um að þeir hefðu smyglað til landsins umtalsverðu magni af amfetamíni, sitja enn inni og ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þeir verði framseldir til Danmerkur. Danska fíkniefnalögreglan hefur farið fram á það vegna tengsla þeirra við mál 53 ára gamals íslendings sem grip- inn var í Kaupmannahöfn með 1,3 kílógrömm af amfetamíni. Að sögn lögreglunnar í Málmey hefur hún enn ekki haft uppi á þeim fikniefnum, sem grunur leik- ur á um að smyglað hafi verið til Svíþjóðar, en vísbending þeirra er áreiðanleg. Saksóknari í Málmey hefur skipað þeim verjendur. Ekki er vitað til þess að íslendingarnir þrír, sem sitja í gæsluvarðhaldi erlendis, hafi æskt aðstoðar sendi- ráða íslands eða ræðismanna. þj íþróttasamband lögreglumanna í samvinnu við Umferðarráð mun dreifa „Ferðafélaganum" til öku- manna um allt land. Byrja laganna verðir að dreifa þessu í dag. „Ferða- félaginn" er lítil handbók, þar sem fjallað er um margt sem viðkemur umferð og æskilega umgengni far- þega og öryggiskröfur. Lögð verður sérstök áhersla á að börn verði í aftursætum. Lögregluþjónar munu víða um land stöðva ökumenn og ræða við þá um leið og handbókin verður afhent. Við það tækifæri verður börnum í aftursæti afhent lítil stjarna, sem um leið er happ- drættismiði. Tugir vinninga eru á boðstólunum, reiðhjól og sitthvað fleira. Vinningshafar verða síðan tilkynntir eftir ferðahelgina miklu, verslunarmannahelgina. -ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.