Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 14

Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 25. júlí 1987 LESENDUR SKRIFA llilllllll! Jóhannes Straumland: Hvalfriðunarstríð Þjóðviljans Nú hefur Þjóðviljinn lýst því yfir („Klippt og skorið", 21.07.’87), að andstaða gegn heimsvaldastefnu Bandaríkjanna sé „þjóðremba" í sama klassa og nasismi Hitlers; - og er þessi speki greinilega hugsuð sem áminning til samtaka herstöðvaand- stæðinga, þótt svokallað„hvalamál“ sé haft að yfirvarpi. Undireins kem- ur fram gáfuleg söguskýring á eðli nasismans, - þess er lagði Evrópu í rúst á sínu tíma - nefnilega að nasisminn hafi stafað af spéhræðslu Hitlers og þó einkum og sérílagi af því að hann hafi „verið gyðingur að einum fjórða“. - (Hvað skyldi gamla Marx hafa fundist um söguskýringu af þessari sort? - Hann var nú reyndar gyðingur að meiru en „ein- um fjórða", - nefnilega að fórum fjórðu; kannski hefur marxisminn einmitt stafað af því!!) Fyrir utan þetta vísindalega fram- lag Þjóðviljans til „hvalamálsins“, þá hafa ýmis önnur blaðaskrif um títtnefnt mál verið með furðulegum hætti, sérstaklega í svokölluðum fréttagreinum. Hvað eftir annað er staglast á því að „Bandaríkjastjórn" sé „undir miklum þrýstingi" frá Gre- enpeace og öðrum hvalfriðunarsinn- um, og fyrirsögn eins og þessi: „Óttast að Bandaríkjastjórn láti undan hvalfriðunarsinnum“ (DV, 21.07) er dæmigerð. Það sem er, fáránlegt við þennan málatilbúnað er að þarna er hlutunum gjörsamlega snúið á haus. Greenpeace og Co. stjórna nefnilega ekki Bandaríkja- stjórn né beita hana „þrýstingi“ í raunveruleikanum. Þvert á móti er það Bandaríkjastjórn sem stjórnar Greenpeace og öðrum hvalfriðunar- samtökum (þar á meðal Sea Sheperd). - Þeir sem ráða ferðinni setja svo „sel“ í staðinn fyrir „hval“ þar sem það á betur við eins og í hernaðinum gegn Grænlendingum. - Hitt er annað mál, að Bandaríkja- stjórn er vissulega stjórnað. Hún á sína húsbændur sem eru bandarísku auðhringarnir og sú samsteypa auð- hringa og herveldis sem öllu ræður. En Greenpeace og önnur slík sam- tök eru algjörlega gerð út af Banda- ríkjastjórn og húsbændum hennar, bæði fjárhagslega og í öðrum grein- um, og stjórnað af þeirra hand- löngurum. Til að Ieyna þessu forræði og blekkja „almenningsálitið í heim- inum“ er svo Greepeace látið setja á svið eitthvert málamynda andóf gegn kjarnorkuvopnum sem er tóm- ur leikaraskapur og hræsni. Þeir sem hafa trausta vitneskju um hvernig allt er í pottinn búið, sjá auðveldlega í gegnum hræsnina. Bandaríkjastjórn er nefnilega staðráðin í að sigra alveg gjörsam- lega í þessu hvalamáli vegna þess, að það er liður í framtíðaráætlun bandarísku heimsvaldastefnunnar, - en hún er hin sönnu trúarbrögð hins vesturheimska peningaskríls, - og skiptir þá sáralitlu máli hverjir eru í stjórn (óþægir forsetar eru ekki hafðir lengi við völd, - og jafnvel ekki of lengi á lífi heldur). Eitt óumdeilanlegt trúaratriði er að Bandaríkin eigi að ráða algjörlega yfir Noröur-Atlantshafinu og þeim löndum sem að því liggja. Ekki er nóg að hafa hernaðarráðin heldur er óumflýjanlegt uppá framtíðina að hafa í smáu og stóru yfirráðin yfir efnahags- og atvinnulífi á þessum stöðum. En þar stóð nú hnífurinn í kúnni um tíma, (þó ekki mjög lengi, guði sé lof!). Það var nefnilega erfiðara við þetta að eiga en að drottna yfir Suður-Ameríku, - það gerði blessað „almenningsálitið í Gamla heimin- um“ og sögulegar erfðir þjóðanna við Norður-Atlantshaf, sem ekki voru alveg á réttu róli. Þá var nú betra að eiga við Indíánana forðum, - þeir höfðu engan bakhjarl; „Gamla heiminum“ og „almenningsálitinu" var skítsama um þá. Á þessu varð að ráða bót, og það var gert. Það er klók aðferð hjá „drottnur- um heimsins" að ráðast fvrst á veikustu hlekkina, eins og atvinnulíf smáþjóða, (ég tala nú ekki um veiðimannaþjóða, sem auðvitað eru hin viðbjóðslegustu fyrirbæri í aug- um siðvæddra stórvelda sem lifa á manndrápum, eins og USÁ)-j>á fyrst á fjárhagslega veika hlekki í atvinnu- lífi viðkomandi smáþjóða og færa sig svo upp á skaftið. Gagnvart „almenningsálitinu í heiminum" sáu þeir gullið tækifæri í dýravinafélög- um. Greenpeace og önnur slík, sem fyrr á árum voru fámenn, félítil og lítt áberandi, blómstruðu skyndilega með ótakmarkaða fjármuni og áróðursaðstöðu. Þegar búið er að afgreiða hvala- málið verður tekið til við þorskinn. Það er ekki mikill vandi að gera þessa gáfuðu og tilfinninganæmu skepnu að næsta gæludýri „almenn- ingsálitsins" í „heiminum" (þ.e. USA). Bandaríska heimsvaldastefn- an, veit hvað hún syngur og hvað hún vill. Þegar undirstöðuatvinnu- vegir okkar eru komnir í rúst munu Bandaríkin bjóða okkur efnahags- aðstoð, með sínum skilyrðum. Og þá fáum við að sjá hvar Davíð keypti ölið. Bandaríska heimsvaldastefn- an, er grimmasta kúgunarafl sem nú er upp. Það er nefnilega bandaríska heimsvaldastefnan sem er sannur arftaki þýska nasismans, en ekki sjálfstæðisviðleitni smáþjóðanna. Nú ætti Þjóðviljinn að vera sjálf- um sér samkvæmur og letra gullnum stöfum á blaðhausinn sitt nýja kjörorð: Drepa hval: nei, nei, nei! Drepa fólk: já, já, já! Lengi lifi friðunarstefna USA! Jóhannes Straumland REYKJkMIKURBORG Jlau&ar Stödcci Dagvist barna óskar að ráða: 1. Fóstrur óskast til starfa nú þegar eöa eftir nánara samkomulagi á eftirtalin dagvistarheimili Reykjavíkurborgar: Laufásborg v/Laufásveg, sími 14796 Bakkaborg v/Blöndubakka sími 71240 Hólaborg v/Suöurhóla sími 76140 Staðarborg v/Háageröi sími 30345 Sundaborg v/Sólheima sími 36385 Um er að ræöa heils- og hálfsdags störf. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn viðkomandi heim- ila eöa umsjónarfóstrur í síma 27277. 2. Forstöðumenn óskast til starfá frá og með 1. ágúst á eftirtalin dagheimili Reykjavíkurborgar: Fálkaborg og Hólakot. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Dagvista og umsjónarfóstrur í síma 27277. 3. Dagvist barna óskar að ráða umsjónarfóstru með dagvist á einkaheimilum. Nánari upplýsingar veitir Fanný Jónsdóttir, deildar- stjóri í síma 27277. 4. Ritari óskast til almennra skrifstofustarfa. Upplýsingar veitir Fanný Jónsdóttir, deildarstjóri í síma 27277. Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð á sérstökum eyðublöðum sem þar fást. Dagvist barna í Reykjavík tilkynnir opnun leyf- isveitingu fyrir daggæslu á einkaheimilum á tímabilinu 1. ágúst til 31. október. Nánari upplýs- ingar veita umsjónarfóstrur með dagvist á einka- heimilum á skrifstofu Dagvista í Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu. Umsóknareyðublöð liggja frammi á afgreiðslu Dagvista. Læknastofa Hef opnað stofu í Læknastöðinni hf., Álfheimum 74. Tímapantanir í síma 686311 alla virka daga frá kl. 9-17. Einar Ólafsson Sérgrein: Háls nef og eyrnalækningar. Óskar Valdimarsson Fæddur 26. júlí 1918 Dáinn 13. júlí 1987 Hér er kvaddur Óskar Valdimars- son móðurbróðir minn, sem lést á Landsspítalanum eftir langa og erf- iðasjúkdómslegu. Það varundravert hvað hann gat lengi barist gegn þessum ógnvekjandi sjúkdómi sem herjar svo hart á mannkyninu í dag. Óskar var fæddur að Streiti í Breiðdal, sonur Valdimars Bjarna- sonar og Kristínar Kristjánsdóttur sem flest sín búskaparár bjuggu á Fáskrúðsfirði, þar sem Óskar ólst upp elstur af átta systkinum. Óskar fór snemma að vinna eins og þá var títt. Árið 1939 var farið að þrengjast um hópinn í litla húsinu hans afa, Sjónarhóli, og var ákveðið að reyna að kaupa stærra. Kom þá Óskar til hjálpar sem oftar þó ungur væri og lánaði þá upphæð sem upp á vantaði í útborgun í Laufás sem var mun Höfn í Hornafirði stærra hús, og þaðan á ég ljúfar minningar í faðmi afa og ömmu og frændsystkina minna. Skömmu seinna kynnist hann heilladísinni sinn, Maren Júlíusdótt- ur, og hófu þau búskap á Fáskrúðs- firði í leiguhúsnæði, en frændi minn var stórhuga og hóf byggingu á stóru tveggja hæða húsi, Sólbrekku, í næsta nágrenni við Laufás. Þar bjuggu þau í nokkur ár en fluttu síðan til Hafnar í Hornafirði, sénni- lega vegna þess að þar var styttra í fengsæl fiskimið og þar átti konan hans sínar rætur. í Höfn byggði Óskar húsið þeirra á Bogaslóð 14, þar sem þau bjuggu alla tíð síðan. Ég á góðar minningar um þessi elskulegu hjón; og í mínu minni man ég ekki eftir að hafa séð jafn fallega ástfangin hjón í gegnum öll þeirra samveruár. Við systkini mín og móðir okkar heitin sem var þriðja í röðinni af sínum systkinum, fylgdumst vel með fréttum í útvarpinu af Óskari á Gissuri hvíta sem fengsælum og heppnum sæfara og vorum að vonum afskaplega stolt af honum. Hann var traustur og góður maður. Ekki vissi ég fyrr en nú síðustu ár að Óskar var góður hag- yrðingur, þar var farið dult með sem og fleiri náðargáfur. Ég læt hér fylgja ljóð sem hann orti til þeirrar byggðar sem hann tók mestu ást- fóstri við. Séð af Almannaskarði Horfi ég á þig Hornafjörður hátt af brattri fjallabrún, listaverk af Guði gjörður gróin engi, akrar, tún. Eyjakrans um fjörðinn flýtur, fjöllin prýða jökullín, ekki vfða auga lítur yndislegri fjallasýn. ÓV. Far þú í friði frændi minn. Blessun fylgi þér Maja mín, dætrunum og fjölskyldum þeirra um ókomna tíð. Gunný Gunnarsdóttir. Vöruskemma til sölu á Patreksfirði Vöruskemma Kaupfélags Vestur-Barðstrendinga við Patrekshöfn, Patreksfirði ertil sölu ef viðunandi tilboð fæst. Húsnæðið er Héðinsskemma 480 fm. Allar nánari upplýsingar veitir Jens H. Valdimars- son í síma 94-1308. Netamann vantar Hraðfrystihús Patreksfjarðar hf. vantar starfsmann til að annast netaverkstæði félagsins. Upplýsingar veitir: Jens H. Valdimarsson í síma 94-1308

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.