Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 13

Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 13
Tíminn 13 Laugardagur 25. júlí 1987 Það var grimm skepna sem réðist á 71 árs gamla konu í Steinafjöllum í Georgíuríki í síðustu viku, dró hana yfir innkeyrsluna og gekk svo frá konunni að sauma þurfti hundrað spor í líkama hennar. Það var einnig grimrn skepna sem réðist á mann í Rochester á þjóðhát- fðardaginn 4. júlí og beit hann og meiddi svo alvarlega að hann lést í síðustu viku af sárum sínum. Þessi skepna hefur einnig haft sig í frammi í Atlanta, Houston og Ramsay í Michiganríki þar sem hún hefur ráðist á lítil börn og bitið og molað þau til bana. Skepnan sem staðið hefur fyrir þessum voðaatburðum í Bandaríkj- unum er hundur sem landsmenn kalla „pit bull“ og má lauslega yfirfæra á kynblending sem kominn er af bandarískum Staffordshire terríer og bandarískum bolaterríer þ.e. blendingi af bolabít og rott- uhundi. Hundurinn hefur sterkan og vöðvamikinn skrokk og stáltennur enda kominn af bolabítum nítjándu aldarinnar í Englandi. Á síðustu tveimur og hálfu ári hefur þessi hundur verið valdur að dauða sextán manns víðs vegar um Bandaríkin og hafa mörg bæjarsamfélög hert mjög reglur um eignarhald á svona hund- um í kjölfar þessa. Flestir eiga þó hundana án þess nokkurn tímann að skrá þá.Talið er að um hálf milljón svona hunda séu í eigu vafasamra einstaklinga á borð við eiturlyfjasala og manna sem ala hunda sína til að berjast fyrir pen- inga. Þá eru margar smáglæpaklík- urnar sem hafa þennan hund með í ferðum og oftar en ekki hefur verið reynt að misþyrma honum svo að hann þyrstir í blóð. Þeir sem starfa að dýravemdun í Ekki er svipurinn góðlegur á þessum ingi frá New York. Umsjón: Heimir Bergsson. Bandaríkjunum hafa oft séð hvernig fáfróðir og einfaldir eigendurnir reyna að gera hundinn grimman og viðskotaillan. Sumir gefa þeim litla hunda til að rífa á'hol, aðrir telja í heimsku sinni að hundurinn verði grimmari sé hann fóðraður á byssu- púðri og sterkri sósu. Þeir sem vilja Bandaríkin: „Tímasprengja á fótum“ - Þannig er hinum grimma kynblendingiaf terríerkyni lýst - Margir eigendur misþyrma hundunum til aö gera þá að drápurum Margir þessara kynblönduðu hunda eru „skapgóðir og einstaklega tr>gg'r»“ þegar uppeldið er rétt. þriggja ára gamla terríerkynblend- styrkja kjálka skepnunnar, sem þó eru nógu öflugir fyrir, láta hundinn bíta í dekk sem síðan er sveiflað í kaðli. Franklin Loew rektor við Tufts dýralækningaháskólann segir þessar aðferðir breyta hundinumismám sam- an í „tímasprengju á fóturn". Margir hundanna eru notaðir í hundaslag sem er nokkuð vinsæll víða í Banda- ríkjunum jafnvel þótt þessi blóðslag- ur varði við lög í 36 ríkjum landsins. Grimmir hundar af þessu kyni eru líka sjáanlegir í fylgd eiturlyfjasala í borgum á borð við Chicago og Filadelfíu. Hundarnir bera nöfn eins og „Hitler“ og „Morðingi" og eru með járnslegna hálskraga þar sem sölumennirnir geyma sitt „krak“ og kókaín. „Þetta þykir karlmannlegt, eins og að bera vopn“, segir einn meðlim- ur dýraverndunarsamtaka. En af hverju lifa svo margir Bandaríkjamenn sig inn í þetta sambland af sársauka og ofbeldi? „Hundarnir eru eins og framlenging af sjálfsímynd eigandans," segir Or- ville Walls dýralæknir frá Fíladelfíu og bætir við að eigendurnir séu oft neðarlega í þjóðfélagsstiganum en vilji bæta sér það upp með því að eiga grimmasta og sterkasta hundinn í hverfinu. Eigendurnir sjálfir grípa oft til ofbeldis og sumir sjá þetta samband breytast í raunverulega hryllings- mynd þegar þeir þjálfa hunda sína til að vera eins konar „framhald af þeim sjálfum“. Versta tegundin af þessum hund- um er sú sem hefur einnig verið blönduð þýskum fjárhundi eða Dó- berman hundi. Þessi kynblöndun, segja þeir sem hafa vit á, er slæm og úr verða „ruslhundar". Ed Almeida hundaþjálfari í E1 Monte í Kaliforníu bendir á að einu sinni hafi Dóberman hundarnir verið þeir grimmustu en nú, eftir vandlega kynblöndun í mörg ár, séu þeir eins og góðlegir risar í samanburði við terríerkynblendingana. Ekki má þó setja þessa hunda alla undir sama hatt, að sjálfsögðu eru margir þeirra vel kynblandaðir og vel uppaldir og þá eru þetta “skapgóðar og einstaklega tryggar skepnur“, segir Richard Laue for- maður eigendasamtaka terríerkyn- blendinga í Norður-Kaliforníu. Byggt á Time KAPLAHRAUNI 18 220 HAFNARFIRÐI: S-91.651800 KUABÆNDUR ATHUGIÐ Sýklamælarnir komnir. Til afgreiðslu strax íslenskur leiðarvísir fylgir Verð kr. 9.000.- HR REYKJHIÍKURBORG ffl 'V Aautevi Stödcci ^ 1. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa við: Barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Starfið er sjálfstætt. Það felst m.a. í heimilisvitjun- um, móttöku á stöðinni og námskeiðahaldi. Um er að ræða bæði afleysingar og starf til frambúðar, einnig fullt starf og hlutastarf. Heilsugæslu í skólum. Um er að ræða skóla víðs vegar um bæinn, bæði fullt starf og hlutastarf. Starfið er mjög sjálfstætt. Það felst m.a. í heilbrigð- iseftirliti, ráðgjöf og fræðslu, en hjúkrunarfræðingur getur mótað það nokkuð sjálfur. Hægt er að semja um ráðningu aðeins yfir skólaárið. 2. Deildarmeinatæknir óskast til starfa við rann- sóknarstofu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. þetta er lítil rannsóknarstofa, staðsett miðsvæðis í stöðinni. Hún þjónar öllum deildum stöðvarinnar svo og Heilsugæslustöð Miðbæjar. Meinatæknirinn starfar í nánum tengslum við starfsfólk þessarar deildar, en er að öðru leyti eigin húsbóndi. Ákjósanlegt er að tveir starfsmenn skipti starfinu með sér. 3. Tannfræðingur óskast til starfa við skólatann- lækningar. Starfið felst í fræðslu og e.t.v. kliniskri meðferð, eftir nánari samkomulagi. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri og yfirmenn viðkomandi deilda í síma 22400.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.