Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 15

Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 15
Laugardagur 25. júlí 1987 Tíminn 15 lllllllllllllllllllll MINNING llllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllll Kristján Jóhannesson Fæddur 29. nóvember 1892 Dáinn 21. júlí 1987 Er ísland var hernumið af Bretum á vordægrum 1940 var talið að búast mætti við einhverjum hernaðarað- gerðum Þjóðverja í því tilefni. Var jafnvel búist við loftárásum á Reykjavík. Vegna þessa var skipu- lagður brottflutningur barna úr Reykjavík og var allmikill fjöldi fluttur að Laugum í Suður-Þingeyj- arsýslu. Ég fékk að fara með þessum krökkum norður því foreldrar mínir höfðu fengið fyrir mig dvöl í Klam- braseli hjá föðursystur minni Þuríði Þorbergsdóttur og manni hennar Kristjáni Jóhannessyni. Það er skemmst frá því að segja að í Klambraseli var við mér tekið sem þeirra eigin syni og ekki var langt um liðið er „flóttamaðurinn" bað þau hjón leyfis um að mega kalla þau mömmu og pabba á sama hátt og önnur börn á heimilinu. Þegar ég lít til baka og skoða húsakynnin í gamla Klambraselsbænum undrast maður hvað margir gátu búið þröngt án þess að maður yrði þess nokkurn tímann var. Á þessum tíma voru öll börn þeirra hjóna 8 talsins heima svo og systir Þuríðar (föðursystir mín) Guðrún Þorbergsdóttir. Ellefu manns voru í heimilinu og svo kom einn í viðbót 9 ára gamall snáði sem hlaut að auka enn frekar á erfiði húsmóðurinnar. En enga grein gerði ég mér fyrir því þá og aldrei var ég látinn verða þess var. Gamalt mál- tæki segir: „Þar sem er hjartarúm þar er líka húsrúm.“ Þetta átti sannarlega við um dvöl mína í Klambraseli, þaðan á ég margar góðar minningar en engar slæmar. Mér veittist sú ánægja að vera áfram í Klambraseli næsta vetur og sumar- ið eftir, þannig að ég kynntist heimil- isfólkinu vel svo ogsveitarstörfunum eins og barni var unnt. Ég bar mikla virðingu fyrir bóndanum, enda var hann fjölhæfur og áhugasamur um flesta hluti og á mörgum sviðum meðal brautryðjenda í sinni sveit. Má þar til nefna að þá þegar árið 1940 hafði hann rafvætt bæ sinn og einnig rak hann refabú, en refaskytta sinnar sveitar var hann um fjölda ára. Einn atburður er mér einkar bóndi minnisstæður sem lýsir vel hve úr- ræðagóður Kristján var þegar vanda bar að höndum. Það var einhverju sinni að hestur sló annan hest svo illilega að stórt skeifumyndað sár opnaðist á lend hestsins og lærvöðv- inn þrýstist út. Bóndinn dó ekki ráðalaus. Voru nú teknir strengirnir úr fiðlunni, vöðvanum þrýst á sinn stað og sárið saumað saman. Að- gerðin tókst vel og lífi hestsins þar með borgið. Eftir að Kristján og Þuríður brugðu búi fluttu þau til Þorbergs sonar síns og Guðfinnu konu hans í nýbýlið Brúnahlíð, sem reist var við hlaðvarpann í Klambraseli. Þarna undu þau sér vel því bæði var að þau voru áfram á heimaslóðum og jafn- framt nutu þau í ellinni hlýrrar umönnunar yngri hjónanna. Síðustu árin hefur Kristján dvalið á Dvalarheimili aldraðra Hvammi á Húsavík, við heldur lélega líkamlega heilsu en alveg ern andlega. Hann var sí skrifandi og nær níræður reit hann tvær greinar í Árbækur Þingey- inga. Aðra um mæðiveikina og hina um byggð á Þeystareykjum, en um það svæði var hann sérlega fróður og varla leið það sumar að hann ekki vitjaði Þeystareykja. En hann fylgd- ist og með daglegum málum okkar þjóðfélags og var vel heima í þeim málum til hinstu stundar. Það er ekki lengra síðan en í vor að hann sendi mér bréf þar sem hann fjallaði um áfengis og vímuefnavandamál þjóðarinnar og hve mikilvægt væri að leita úrræða í þeim efnum. 21. febrúar 1920 kvæntist Kristján Þuríði Þorbergsdóttur, frá Litlu Laugum í Reykjadal, fædd 7. janúar 1895, dóttur hjónanna Þorbergs Da- víðssonar bónda og konu hans Sigur- veigar Jónatansdóttur. Hjónaband þeirra var einkar farsælt og ljúft og bjuggu þau börnum sínum gott og kærleiksríkt heimili. Þuríður lést 18. ágúst 1977. Þeim hjónum varð 8 barna auðið og eru 7 þeirra á lífi. Þau eru: 1) Jóhannes Sigþór, bóndi í Klambraseli, kvæntur Sigríði Jóns- dóttur. 2) Kristín, lést 25. 25.7 1942 aðeins 20 ára. 3) Sveinbjörn Kristj- ánsson, málmsteypumaður í Garða- bæ, kvæntur Sylvíu Kristjánsson. 4) Þorbergur, bóndi í Brúnahlíð í Reykjarhverfi, hann var kvæntur Guðfinnu Árnadóttur, en hún lést 15. júní 1985. 5) Sigurveig, gift Þórarni Jónssyni bónda í Skarða- borg í Reykjahverfi. 6) Sigríður Kristjana, gift Matthíasi Björnssyni, trésmíðameistara á Akureyri. 7) Gísli, starfsmaður við Laxárvirkjun og bóndi í Lækjarhvammi í Aðaldal, kvæntur Helgu Jónsdóttur. 8) Ásdfs, gift Haraldi Þórarinssyni trésmiði á Húsavík. Minn tryggi aldni vinur verður nú jarðsettur í dag frá Grenjaðarstaðar- kirkju. Hinni löngu ævi hans er lokið en við hjónin erum þakklát fyrir hinar mörgu ánægjustundir sem við höfum átt með þeim hjónunum Þur- íði og Kristjáni og reyndar allri þeirra stóru fjölskyldu. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð en sérstakar samúðarkveðjur send- um við dóttur hans Sigríði sem liggur á sjúkrahúsi í Reykjavík og getur því ekki fylgt föður sínum hinsta spölinn. Eilíft líf. ver oss huggun, vörn og hlíf, líf í oss, svo ávallt eygjum ædra lífid, þó að deyjum. hvað er allt, þá endar kíf? Eilíft líf. Matth. Jochumsson Sigurður Jörgcnsson. CARRIE SYSTIR - eftir Theodore Dreiser, ný útvarpsssaga á Rás 1 Eitt af höfuðverkum bandaríska stórskáldsins, Theodore Dreiser, skáldsagan „Carrie systir" (Sister Carrie), hefur göngu sína sem út- varpsssaga á Rás eitt á mánudags- kvöld kl. 21.30. Atli Magnússon þýðir söguna og les. „Carrie systir“ kom út í New York árið 1900. Sagan átti erfitt uppdrátt- ar til að byrja með, því umfjöllun höfundar um ýmis viðtekin siðferðis- norm þótti útgefendum um skör fram á sinnar tíðar mælikvarða. Löngum hefur verið sagt að með þessari sögu hafi bandarískar bók- menntir stigið fyrsta skrefið inn í 20. öldina. Carrie Meeber kemur átján ára til hraðvaxandi stórborgar, Chicago, árið 1889. Hún kynnist dapurlegum kjörum systur sinnar sem þar er gift og kjörum verkastúlkna í verksmiðj- um. Margt verður til þess að henni greiðist Ieið til kynna við vel stæða menn í borginni og hún gerist ást- kona sölumannsins, Charles Drouet, er hún síðan yfirgefur með hinum glæsilega framkvæmdastjóra nætur- klúbbs Fitzgeralds og Moe, Charles Hurstwood. Hurstwood, sem er kvæntur, stelur fé úr eigin hendi og flýr með Carrie til Kanada og þaðan til New York. Þar tekur óðfluga að halla undan fæti hjá framkvæmda- stjóranum, en Carrie opnast leið til frama á vettvangi leikhúsa og nætur- lífs. Atli Magnússon. Sem í öðrum verka Dreisers eru það hinar sterku og margslungnu lýsingar á stórborgarlffi og þeirri refskák sem tefld er á landaskilum auðs og örbirgðar, sem gæða þessa löngu sögu klassisku gildi. Hér er það þó lýsingin á framkvæmda- stjóranum Hurstwood og örlögum hans, sem orðið hefur mörgum les- anda minnisstæðust. Theodore Dreiser var fæddur í Terre Haute í Indiana 1871. Faðir hans var af ættum þýskra innflytj- enda, sem löngum barðist í bökkum, og settu þröng kjör fjölskyldunnar sinn svip á mótun sonarins í uppeld- inu. Ungur braust hann að heiman, tókst með tilstyrk frænku sinnar að stunda nám við Indianaháskóla einn vetur, en hafði síðan ofan af fyrir sér Theodore Dreiser. sem járnbrautaverkamaður, spreytti sig á tímaritaútgáfu og gerðist loks blaðamaður, sem hann var lengi framan af ævi. Eftir útkomu „Sister Carrie" réðst hann f ritun „Jennie Gerhard“ (1911). Loks 1912 hóf hann svo að rita hina miklu „trilogíu" sína - „Thc Financier," „The Titan“ og „The „Stoic.“. Heimfrægð öðlaðist hann með útkomu „An American Tragedy" 1925. Meðal annarra verka hans má nefna “The Bulwark" og „The Genius.“ Á fyrri hluta þessarar aldar má heita óumdeilt að Dreiser var lengst af „sá stóri" í bókmenntasköpun í heimalandi sínu og verðugur skrá- setjari umbrotasamrar samtíðar. Hann lést í Hollywood 1945. Auglýsing frá Reykjahreppi Reykjahreppur í Suður-Þingeyjarsýslu býður upp á ýmsa möguleika: Jarðnæði til loðdýrabús og annarra skyldra bú- greina. Lóðir fyrir iðnaðarhús. Lóðir fyrir íbúðarhús. Lóðir fyrir sumarhús. Möguleikar fyrir fiskeldi. Hreppurinn er vel staðsettur, með ódýra hitaveitu, stutt í verslun og aðra þjónustu. Daglegur akstur barna í grunnskóla. Möguleikar á leigu eða söluíbúðum nú þegar. Allar nánari upplýsingar veitir oddvitinn Stefán Óskarsson í síma 96-43912. REYKJMJÍKURBORG Acuucvi Stödíci Viltu gefandi vinnu? Við starfsfólkið á Laufásborg, viljum fá hressar og góðar manneskjur til að vinna með okkur á dagheimilinu Laufásborg frá og með 4. ágúst 1987. Okkur vantar: Yfirfóstru Fóstrur Starfsfók í 100%, 75% og 50% vinnu. Matráðskonu Starfsmann til aðstoðar í eldhúsi í 50% vinnu f.h. Laufásborg er stórt og fallegt steinhús sem stendur við Laufásveg og er í gamla miðbænum. Sigrún forstöðumaður gefur upplýsingar í síma 14796 (líka á kvöldin). Við hiökkum til að sjá þig! St. Jósefsspítali Landakoti Deildarritari Óskum eftir að ráða deildarritara nú þegar á lyflækningadeild 1A. Upplýsingar veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra í síma 19600/220 alla virka daga kl. 9.-13. Reykjavík 24. júlí 1987. Bændur athugið Maurasýran er komin á lækkuðu verði. Tryggið ykkur gott súrhey og notið maurasýruna frá Olís. Ennfremur allar olíuvörur. Söluskali Olís Arnbergi, Selfossi Sími 99-1685 c 2 Skipaflutningar Óskað er tilboða í flutning áfengis, tóbaks og iðnaðarvara fyrir Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins frá höfnum í Evrópu og Ameríku, næstu 12 mánuði. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri og verða tilboð þar opnuð föstudaginn 7. águst n.k. kl. 11. f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓSTHÓLF 1441 TELEX 2006 •,epAS'0 ** Bil %

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.