Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 7
Laugardagur 25. júlí 1987 Tíminn 7 Íllllll BÓKMENNTIR Þær myrku miðaldir Sagnir, tímarit um söguleg efni, 8. árgangur 1987. Það eru miðaldirnar sem segja má að séu meginviðfangsefnið í þessu nýjasta hefti af Sögnum. Þetta tíma- rit er gefið út af sagnfræðinemum við Háskóla Islands og gefur lesend- um meðal annars tækifæri til að kynnast afrakstrinum af vinnu þeirra þar. Sérstök ástæða er til að hrósa þeim sagnfræðinemum fyrir þá smekkvísi sem þeir sýna í frágangi þessa tímarits síns. Það er í nokkuð stóru broti, ríkulega myndskreytt og með djarflegu umbroti, a.m.k. ef tekið er mið af því sem menn eiga að venjast um fræðileg tímarit. Nú veit ég að vísu ekki í smáatriðum hver útgáfustefna þeirra sagnfræði- nema er, en hitt sýnist mér þó ljóst að með riti í líkingu við þetta sé ótvírætt stefnt hér beint inn á hinn almenna tímaritamarkað, en ekki inn á fræðiritamarkaðinn, nema þá jafnhliða hinum. Það er þannig ekki hin harða fræðimennska sem þarna ræður ferð- inni, heldur verður ekki betur séð en að fyrst og fremst sé þar um að ræða skipulega viðleitni til að koma fræði- legum niðurstöðum á framfæri með þeim hætti að henti almennum les- endum. Þess vegna er að mínu mati alveg á mörkunum að telja eigi Sagnir til þeirra fræðilegu tímarita sem hér eru gefin út, rita á borð við Sögu, Skírni, Árbók Fornleifafél- agsins og önnur slík. Það liggur við að tala megi um að hér sé öllu fremur á ferðinni vönduð blaða- mennska heldur en skipuleg fræði- mennska, og undirstrika ég þá að þetta er ekki sagt í niðrunarskyni, heldur þvert á móti. Stefnan í efnisvali og framsetn- ingu virðist mér líka taka nokkurt mið af þessu. Að þessu sinni er fyrst og fremst fjallað í ritinu um efni frá sautjándu og átjándu öld, og athygli vekur við lestur greinanna hvað í þeim er lítið af beinum frumrann- sóknum. Þetta sést best ef litið er yfir þær heimildaskrár sem fylgja hverri grein fyrir sig; þar er nánast eingöngu vitnað til prentaðra bóka. Það þýðir með öðrum orðum að hér er lítið unnið upp úr skjölum eða öðrum óprentuðum frumheimildum og fátt nýtt dregið fram af áður óþekktum sögulegum staðreyndum. Þvert á móti sýnist áherslan hér vera á því að fjalla um áður kunnar staðreyndir, máski að raða þeim saman upp á nýtt, en umfram allt að leitast við að draga af þeim nýjar ályktanir, skoða þær í nýju ljósi. Það kann svo sem meir en vel að vera að þetta stafi af því öðrum þræði að hér eru stúdentar að leggja fram verk sín, fólk sem enn er að læra og hefur af þeim sökum ekki markað sér endanlega fræðilega stefnu í því sem það er að láta frá sér fara. Og greinilegt má líka telja að fjallað sé um efnin af áberandi mestri yfirsýn í tveim greinum þarna eftir eldri sagnfræðinga, þá Gísla Gunnarsson sem skrifar um tveggja alda ártíð einokunarverslunarinnar og Loft Guttormsson sem skrifar umsögn um 7. árgang Sagna. En eigi að síður er furðanlega lítill byrjend- abragur á ritinu í heild, miðað við þær forsendur sem ég nefndi. Þarna er ráðist á afmörkuð viðfangsefni og yfirleitt tekið á þeim af töluverðri fræðilegri rökfestu. Um efni heftisins er það að öðru leyti að segja að þarna á Gunnar Halldórsson ýtarlega grein um Móðuharðindin, Hulda Sigurborg Sigtryggsdóttir skrifar um upphaf leiguábúðar og hjáleigubúskapar og Árni Helgason skrifar um bólusótt- ina á fyrstu árum átjándu aldar. Sigríður Þorgrímsdóttir skrifar um þá Hannes Finnsson og Eggert Ólafsson og tekur fyrir spurninguna um það hvort þeir hafi verið and- stæðingar eða skoðanabræður, og Lára Agústa Ólafsdóttir skrifar um það sem hún nefnir danska búauðg- istefnu í íslensku kargaþýfi. Ámi Enn minni fyrirhöfn að greiða orkureikninginn /ffepnam M8A! Nú býður Rafmagnsveita Reykjavíkur þér nýja, mjög þægilega leið til að greiða orkureikninginn. Þú getur látið taka reglulega út af VISA-reikningnum þínum fyrir orkugjaldinu, án alls auka- kostnaðar. Þannig losnar þú við allar rukkanir, færð einungis sent uppgjör og greiðsluáætlun einu sinni á ári. Með þessari tilhögun, sem er nýjung í heiminum, sparar þú þér umstang og hugsanlega talsverða peninga því að það er dýrt rafmagnið sem þú dregur að borga. Jafnframt ertu laus við áhyggj- ur af ógreiddum reikningum og dráttar- vöxtum. Hafðu samband við Katrínu Sigur- jónsdóttur eða Guðrúnu Björgvinsdótt- ur í síma 68-62-22. Þú gefur upp núm- erið á VISA-kortinu þínu og málið er afgreitt! Láttu orkureikninginn hafa forgang — sjálfkrafa! RAFMAGNSVEITA REYKIAVÍKUR SUDURLANDSBRAUT 34 SIMI686222 Forsíðumynd Sagna er eftir Guðvarð Halldórsson og tengist grein í heftinu um Móðuharðindin. Eins og sjá má af þessari upptaln- ingu er hér komið víða við í efnum frá einum helsta hörmungatíma í sögu þjóðarinnar. Framsetning er hér aðgengileg, uppsetning, eins og ég nefndi, öll vönduð og efnið jöfn- um höndum áhugavert og læsilegt. Það er því full ástæða til að óska þeim sagnfræðinemum til hamingju með rit sitt, sem og hins að þeir eigi í framtíðinni eftir að bæta við sig enn meiri fræðilegri yfirsýn og vísinda- legri stefnufestu. -esig Daníel Júlíusson skrifar um það sem hann kallar stökkið mikla framávið, og tekur yfir búháttabreytinguna hér á landi fyrir og um síðustu aldamót, sem hann skoðar m.a. í ljósi ýmissa erlendra fræðikenninga. Þorlákur A. Jónsson skrifar um forboðna höndlun, og er þar fjallað um launverslun íslendinga fram hjá einokunarkaupmönnum. Oddný Yngvadóttir skrifar um breiðfirskar sjókonur, fróðlega grein um sjó- róðra kvenna, Theodóra Kristins- dóttir skrifar um tilraunastöðina Vestmannaeyjar, nánar til tekið um það hvernig eyjarnar voru notaðar í eins konar tilraunaskyni áður en einokunin var sett á, og Jón Ólafur ísberg skrifar um æru etatsráðsins, þ.e. um Jörund hundadagakonung og skiptin sem Magnús Stephensen hafði af valdaráni hans. Loks skrifar Magnús Hauksson grein um einveld- isskuldbindinguna 1662, þar sem hann skýrir m.a. hvað líklegast sé að hafi staðið í eyðu í bréfabók Bryn- jólfs biskups, þar sem verið hafa gögn um Kópavogsfundinn. Er það trúlega ein markverðasta sagnfræði- lega nýjungin í þessu hefti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.