Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.07.1987, Blaðsíða 3
Laugardagur 25. júlí 1987 Tíminn 3 Ólafur Ólafsson landlæknir: Dauðsföll vegna lyfja fleiri en vitað er um „Það er rétt, dauðsföll sem rekja má til aukaverkana lyfja kunna að vera langtum fleiri en landlækni- sembættinu hefur borist upplýsing- ar um“, sagði Ólafur Ólafsson landlæknir í samtali við Tímann. „I nýútkomnu riti Hjúkrunarfé- lags íslands; Hjúkrun, ritar Ólafur Ólafsson landlæknir grein sem hann nefnir „Dauðsföll af völdum aukaverkana lyfja.“ Þar vitnar hann í tvær rannsóknir sem gerðar hafa verið á innlögnum vegna aukaverkana. Annars vegar á Sjúkrahúsi Akraness þar sem rann- sóknin náði til 1410 sjúklinga með 2671 legudag. Hins vegar á lyf- læknisdeild Landspítalans þar sem um var að ræða 795 sjúklinga sem lögðust inn vegna aukaverkana á fjögura mánaða tímabili. Þar kem- ur fram að dauðsföll af völdum aukaverkana eru skráð fimm, og er þar um að ræða fólk á aldrinum 59-78 ára. Athyglisvert er að sýkla- lyf eru hvað hættulegust og fram kemur að af 1410 innlögnum á Sjúkrahús Akraness, vegna auka- verkana lyfja er réttur helmingur vegna aukaverkana sýklalyfja. Ólafur bendir á, að aukaverkan- ir séu mun algengari en fram kemur í tilkynningum lækna. Ef litið er á þessar niðurstöður má skrifa miklar þjáningar og jafnvel dauða á kostnað aukaverkana !yfja. Ólafur bendir einnig á að kostn- aður sé umtalsverður og tekur sem dæmi, að ef sjúklingur með auka- verkun vegna lyfja, vistist allt að þrefalt lengur á sjúkrahúsi en aðrir, eins og fram kemur í skýrslum lækna, má búast við að aukakostn- aður við legu 51 sjúklings, þ.e. um 1.000 legudagar, hafi verið 7-8 milljónir króna. Þannig að fyllsta ástæða sé að fylgjast með gangi mála. Ólafur Ólafsson sagði ennfrem- ur, að áríðandi væri fyrir almenn- Tafla 1: Lyflækningad. Áætlaðartölur Sj.h. Akran. lyfld. og Landsp. landsins/ár Fjöldi innlagna 3.466 ca. 8000 Fjöldi aukaverkana 317 >700 Fjöldi einstaklinga með aukaverkanir 253 i> 600 Aukaverkanir sem orsök innlagna 51 > 100 Dánir 5 12? Sjúklingar sem dóu voru á aldrinum 59- 78 ára. Tafla 2: Algengustu lyf er valda aukaverkunum eru þessi: Sjúkrahús Akraness Landspítalinn (fj.sjúkl. 1410) % (fj. sjúkl. 795) Fj. Sýklalyf 50,0% Hjartalyf 10 Joðlyf 9,0% Hormónalyf 7 Geðlyf 9,0% Öndunarfæralyf 7 Þvagfæralyf 8,5% Sýkingalyf 6 Giktarlyf 4,5% Giktarlyf 5 Hjartalyf 1,5% Blóðlyf 4 Önnurlyf 1,8% Önnurlyf 11 ing að vera vakandi og þá sér í lagi hvað sýklalyf varðaði. Hann sagði að vinnuálag íslendinga væri einn þáttur í því sambandi, að allir vildu vera frískir til að geta haldið áfram vinnu og menn þrýstu því oft á lækna að fá lyf sem oft væri ekki þörf á. Aðspurður sagði Ólafur að enn gerðist það að rekja mætti dauða til aukaverkana af völdum sýkla- lyfja. Hann teldi fulla þörf á að vekja bæði foreldra og lækna til umhugsunar um hættuna sem staf- aði af því að ætla að leysa veikindi barna með sýklalyfjum til að for- eldrarnir kæmust til vinnu. Þar erum við íslendingar sér á báti í samanburði við hinar Norðurland- aþjóðirnar. Að lokum sagði landlæknir að öllum væri hollt að hafa orð Bern- hards Shaw í huga; Vísindi leysa . ekkert vandamál án þess að vekja upp tíu í staðinn. - BD Óskar Vigfússon formaöur Sjómanna- sambands íslands: Fiskbúðirnar hækka verðið „Samkvæmt könnun okkar, á meðal fisksala og fiskmarkaða, bæði fyrir og eftir opnun markaðanna, er niðurstaða okkar algjörlega öfug við það sem mér finnst koma fram hjá viðmælanda Tímans í gær,“ sagði Óskar Vigfússon formaður Sjóm- annasambands íslands. „Ástæða þess að við hvöttum til opnunar uppboðsmarkaðar var sú að verið var að taka stóran hlut aflans framhjá skiptum við sjómenn, til fisksala á miklu hærra verði heldur en til skiptanna kom. Það sem gerðist í raun við opnun mark- aðanna var það að allir þeir aðilar sem voru í skiptum við fisksala óskuðu eftir því að halda þeim viðskiptum áfram. Fisksalar hafa hins vegar sagt að úr því að markaðurinn væri kominn myndu þeir kaupa fiskinn þar. Það DAUDA- SLYSÍ ÖXNA- DAL Banaslys varð í Öxnadal í fyrri- nótt þegar bíll fór út af veginum við Bakkasel og valt. Ung kona var ein í bílnum. Vöruflutningabílstjóri til- kynnti lögreglu um slysið um klukkan 2:30, en ekki er nákvæm- lega ljóst hvenær slysið átti sér stað. þj væri full ástæða til að kanna það af hverju þessi afstaða var upp tekin af hálfu þeirra. Nú fá þeir fiskinn almennt á mun lægra verði en þeir þurftu að borga fyrir hann inn á borð til sín áður. Þannig er þessu alveg öfugt farið miðað við það sem haldið er fram af fisksala í fréttinni.“ Hann kvaðst vita til þess að ýsan hafi verið að seljast á 30-40% hærra verði en ekki þó daglega. Þetta sagði hann að tekið hefði verið til greina af hálfu verðlagsráðs í sambandi við neytendamarkaðinn. Hann sagði að hátt verð á ýsu út úr fiskbúð hefði verið kvörtunarefni þeirra vegna þess að það kemur ekki til skipta við sjómenn. „Með opnun markaðanna fór að skapast leið fyrir fisksala að fá jafnvel fisk á miklu lægra verði heldur en áður í föstum viðskiptum. Fisksalarnir hafa almennt farið á markaðina til að kaupa fisk, beinlín- is vegna þess kostnaðar sem þeir áður lögðu í að fá fiskinn. Fisksalar hafa fullyrt við mig að þetta hafi verið Gósenland fyrir þá. Fyrir opn- unina voru þeir að endasendast hér um allt Suðurland og vestur á Snæf- ellsnes til að afla sér fiskjar. Þennan kostnað hjá fisksölum hefur neyt- andinn verið látinn borga. Nú koma menn þarna á ákveðnum tíma inn á fiskmarkað á svæðinu og kaupa það sem þá vantar. Tilkost- naður þeirra hlýtur að hafa lækkað eitthvað við þetta. Trillukarlar og aðrir sem selt hafa áður beint til fisksala eru núna hundóánægðir með verð til sín og þetta verð sem fisksalinn nefnir í Tímanum í gær er fjarri sanni." Óskar Vigfússon sagði að lokum að rétt væri að spyrja fisksala að því hvað þeir hafi nú þegar hagnast á því að þurfa ekki lengur að hendast eftir fiski allar nætur, hingað og þangað um landið. KB Krísuvíkursöfnunin: Hringhjólid komið eftir erfiða ferð Þrettán unglingar úr félagsmið- stöðvunum Þróttheimum og Frostaskjóli komu þreytt en ánægð á Lækjartorg á föstudaginn eftir að hafa hjólað í heila 24 daga til styrktar Krísuvíkursamtökunum sem hyggjast byggja meðferðar- heimili fyrir unglinga sem orðið hafa vímuefnum að bráð. Á Lækj- artorgi var samankominn mann- fjöldi til að taka á móti Hringhjól- inu. Davíð Oddsson borgarstjóri flutti ávarp, Takk-dúettinn flutti nokkur lög og krökkunum var afhent viðurkenning fyrir frábæra frammistöðu. Úlfar Snær Arnarson og Kristján Maack fararstjórar krakkanna sögðu að ferðin hefði gengið vel en væri jafnframt búin að vera mjög erfið. Ýmis óhöpp hentu Hring- hjólið á leiðinni, rútan bilaði í tvo daga auk þess sem hjólin biluðu öðru hverju. Kaupfélög um allt land sáu hópnum fyrir mat og alls staðar kváðust krakkarnir hafa hlotið frábærar móttökur. Þau sögðu mótvindinn hafa verið sinn versta óvin en hann þurftu þau að berjast við mestan hluta leiðarinn- ar. Söfnunin gekk vonun framar. Söfnunarféð hafði að vísu ekki verið talið endanlega en síðast er talning fór fram höfðu safnast 2,5 milljónir. Sigurlfna Davíðsdóttir formaður Krísuvíkursamtakanna hrósaði unglingunum mjög í ávarpi sem hún flutti á Lækjartorgi. „Unglingar sem geta hjólað hring- inn í kringum landið til styrktar góðu málefni geta allt,“ voru lok- aorð Sigurlínu. IDS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.