Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 6

Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 6
6 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Prófkjörið fer fram laugardaginn 14. mars 2009. Þeir sem hafa rétt til þátttöku eru félagar í Samfylkingunni sem eru kjörgengir til Alþingis og fá meðmæli minnst 30 og mest 50 flokksfélaga með lögheimili í Reykjavík. Framboðsfrestur rennur út á hádegi laugardaginn 28. febrúar 2009. Þeir frambjóðendur sem uppfylla skilyrðin skili framboði sínu skrif- lega til formanns kjörstjórnar á skrifstofu Samfylkingarinnar við Hall- veigarstíg 1, 101 Reykjavík, ásamt þátttökugjaldi krónur 50.000. Kosningarétt hafa félagar í Samfylkingarfélögunum í Reykjavík sem eru skráðir félagar þann 28. febrúar 2009 og eiga lögheimili eða hafa kosningarétt í Reykjavík. Nánari upplýsingar á samfylking.is og í síma 414 2200. Kjörstjórn Samfylkingarinnar í Reykjavík PRÓFKJÖR SAMFYLKINGARINNAR Í REYKJAVÍK VEGNA VALS Á FRAMBOÐSLISTA TIL ALÞINGISKOSNINGA 2009 Auglýsing þessi er með fyrirvara um óbreytt kosningalög til Alþingis. Verði lögum breytt kann að vera nauðsynlegt að endurskoða tilhögun um val á framboðslista. A u g lý si n g a sí m i – Mest lesið ÍSRAEL, AP Benjamin Netanyahu hefur sex vikur til þess að mynda ríkisstjórn í Ísrael, og á í raun aðeins tvo valkosti: Annaðhvort myndar hann breiða hægristjórn með Tzipi Livni og Avigdor Lieb- erman, eða harðlínustjórn með Liebereman og litlu hægriflokk- unum. Þau Netanyahu, sem er leið- togi Likudflokksins, og Livni, sem er leiðtogi Kadima, gengu í gær bæði á fund Shimon Peres, forseta Ísraels, og stuttu síðar ákvað Peres að Netanyahu fengi stjórnarmyndunarumboð. Netanyahu byrjaði á að bjóða Livni til stjórnarsamstarfs, og hún tók því ekki illa, en á þó væntan- lega eftir að koma með kröfur sem Netanyahu á erfitt með að sætta sig við. Hún vill til að mynda að þau skipti með sér forsætisráð- herraembættinu, auk þess sem Likud gerir væntanlega kröfur um lykilembætti í stjórninni. Lieberman, leiðtogi Israel Bei- teinu, er ekki síður með erfið- ar kröfur til Netanyahus, þar á meðal um mikilvæg ráðherraemb- ætti. Þótt Lieberman sé þjóðernis- sinni vill hann síður samstarf með flokkum rétttrúaðra harðlínu- gyðinga, því flokkur Liebermans sækir einkum fylgi til fjölmenns hóps rússneskra innflytjenda og þar innanborðs eru margir trú- leysingjar. - gb Benjamin Netanyahu fær stjórnmyndunarumboð í Ísrael: Á erfitt verk fyrir höndum BENJAMIN NETANYAHU Fær sex vikna frest til að mynda ríkisstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP RRÍKISBANKAR Nýi Landsbankinn á 21 lúxusbifreið, sem stjórnendur bankans höfðu áður til afnota. Sex þeirra eru í notkun. Hina bílana á flesta að selja við tækifæri, þegar rétt verð fæst fyrir þá, að sögn Atla Atlasonar, framkvæmdastjóra starfsmannasviðs. Alls eigi bank- inn um fimmtíu bifreiðar, flestar nýttar í almennan rekstur bank- ans, svo sem sendibílar og pen- ingaflutningabílar. „En ef þú ert að spá í dýrari bif- reiðar fyrir stjórnendur og starfs- menn, þá er það 21 bíll sem gamli bankinn átti og flestir þeirra eru í geymslu eða til sölu,“ segir hann. Færri starfsmenn en áður hafi afnot af bíl sem hluta af sínum starfskjörum. Samkvæmt heimildum blaðsins er bankastjórinn Elín Sigfúsdótt- ir á einum bílanna og tveir fylgdu með starfsmönnum sem eru hætt- ir og voru hluti af starfslokasamn- ingum þeirra. Þrír séu svo til taks víðs vegar á landsbyggðinni. Eftir að ríkið kom að rekstri bankanna munu þrír bílar hafa verið seldir í nokkrum fljótheit- um en sala þeirra hafi síðan verið stöðvuð og nú sé farið varlega til að tryggja að bankinn fái hámarksverð fyrir eignirn- ar. Til greina komi að bíða alveg með frekari sölu til betri efnahagstíð- ar eða að selja þá á næstunni til útlanda. Þriðji möguleikinn sé að auglýsa bílana til sölu hér heima, en það þykir ekki sérlega vænlegt til árangurs í þessu árferði. Fáir geti keypt bíla á tíu, fimmtán millj- ónir nú til dags. Rætt hafi verið við bílasölur og umboð en enginn sýnt kaupum á sanngjörnu verði mik- inn áhuga. Atli segir að bílarnir hafi ekki verið verðmetnir við núverandi aðstæður og hann viti ekki á hversu mikið þeir hafi verið metn- ir fyrir bankahrun. Hann sjái enga ástæðu til að veita blað- inu aðgang að skrá yfir bílana og ekki megi taka ljósmynd af þeim. „En þetta eru aðallega ein- hverjir Land Cruis- er-jeppar,“ segir hann. Hafi einhver áhuga á að kaupa bílana megi sá hinn sami hins vegar líta á þá. Atli tekur fram að eignirnar skuli fara á góðu verði og að enginn óeðlilegur afsláttur verði veittur. klemens@frettabladid.is Landsbankinn á enn 21 lúxusbifreið Landsbankinn geymir 15 lúxusbíla í geymslu og hefur sex í notkun. Þrír voru seldir strax eftir bankahrunið en nú er beðið með sölu, enda markaðsaðstæður slæmar og enginn kaupir 10 til 15 milljóna bíl í dag. Ekki má mynda flotann. GÓÐGERÐARMÁL „Við erum afar stolt af þessu og það er frábært að sjá loksins myndir af skólanum, rúm- lega hálfu ári eftir að hann var byggður,“ segir Erna Hrund Her- mannsdóttir, nemandi í Verslunar- skóla Íslands. Erna var meðlimur í góðgerðarráði skólans á síðasta ári, en fyrir féð sem ráðið safn- aði til styrktar ABC-hjálparstarfi tókst að byggja barnaskóla í Rack- oko-héraði í Norður-Úganda. Skól- inn ber nafnið „Litli-Versló“. Góðgerðarnefndin tók til starfa í byrjun síðasta skólaárs í þeim tilgangi að safna fé til styrkt- ar þörfum málefnum. Ráðið stóð fyrir ýmsum uppákomum í skól- anum, meðal annars góðgerðar- knattspyrnuleik og góðgerðar- viku þar sem nemendur þreyttu ýmsar raunir í skiptum fyrir áheit um stuðning. Einnig var leitað til fjölda fyrirtækja um stuðning og voru flest þeirra afar hjálpsöm að sögn Ernu Hrundar. „Það söfnuðust 1,2 milljónir króna og fyrir það var hægt að byggja forskóla fyrir börn upp að sex ára aldri og leikvöll í kring. Það tókst vel til með söfnunina og sýnir það samstöðuna innan skól- ans. Nemendur voru fúsir til að leggja sitt af mörkum og gerðu sér grein fyrir því að safnast þegar saman kemur,“ segir Erna Hrund. Góðgerðarvika stóð yfir í Versl- unarskólanum í vikunni sem leið. Í ár rennur allur ágóði söfnunarinn- ar til mæðrastyrksnefndar. - kg Barnaskóli í Úganda var byggður fyrir söfnunarfé góðgerðarráðs Versló: Afar stolt af „Litla-Versló“ LITLI-VERSLÓ Í ÚGANDA Nemendur í Verslunarskóla Íslands styrktu byggingu barnarskóla í Norður-Úganda. Ert þú farin(n) að skipuleggja sumarfríið? Já 33% Nei 67% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er rétt að friðlýsa Ísland fyrir kjarnorku og umferð kjarnorku- vopna? Segðu skoðun þína á visir.is BRUSSEL, AP Evrópusambandið hefur umturnast í ólýðræðislegt elítubatterí, sambærilegt við ein- ræðiskerfi kommúnista í Austur- Evrópu á tímum kalda stríðs- ins, þar sem gagnrýnin hugsun gagnvart ríkjandi valdaskipulagi var bönnuð. Þetta sagði Vaclav Klaus, forseti Tékklands, sem gegnir nú formennskunni í ESB, í ræðu á Evrópuþinginu. Margir þingmenn gerðu hróp að Klaus fyrir vikið, sumir gengu úr salnum frekar en að sitja undir palladómum Klaus um ESB. Hinn litli minnihluti hægri- jaðarþingmanna og öfgaþjóðern- issinna klappaði hins vegar. - aa Tékklandsforseti um ESB: Ólýðræðislegt elítubatterí LANDSBANKINN Bankinn á alls 21 lúxus- bifreið og eru fimmtán þeirra í geymslu en sex í notkun. Forsvarsmenn bankans íhuga að bíða með að selja þá þar til betur árar í efnahagslífinu. KJÖRKASSINN
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.