Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2009, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 21.02.2009, Qupperneq 8
8 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR 1. Hvað heitir þingflokksfor- maður Samfylkingarinnar sem ákveðið hefur að hætta á þingi? 2. Hvaða evrópska stjórn- málamanni býðst nú að verða framkvæmdastjóri NATO? 3. Með hve miklum mun töpuðu bikarmeistarar Stjörn- unnar í körfubolta fyrir KR á fimmtudag? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 70 ALÞINGI „Það mætti færa rök fyrir því að sá Seðlabanki sem við stæð- um uppi með eftir þessar breyt- ingar væri Seðlabanki Jóhönnu Sigurðardóttur,“ sagði Árni Mathiesen, fyrrverandi fjármála- ráðherra, í umræðum um Seðla- bankafrumvarp forsætisráðherra á Alþingi í gær. Sjálfstæðismenn telja að breytingarnar sem kveð- ið er á um í frumvarpinu færi forsætisráðherra of mikil völd yfir Seðlabankanum. Frumvarpið um breytingar á yfirstjórn Seðlabankans var til umræðu á þingi í allan gærdag, eftir að meiri- hluti viðskipta- nefndar hafði afgreit t það með breyting- um til annarrar umræðu Í nefndaráliti minnihlutans, sem í eru fjórir fulltrúar Sjálf- stæðisflokks, segir að breyting- arnar séu afar víðtækar og sanni að kastað hafi verið til höndum við samningu fyrstu draga þess. Hins vegar er það gagnrýnt að ekki hafi verið gengið mun lengra við breyt- ingarnar. Þannig séu hæfniskröf- ur til bankastjóra til dæmis enn of þröngt skilgreindar. Sjálfstæðismenn gagnrýna að samkvæmt frumvarpinu hafi for- sætisráðherra skipunarvald yfir seðlabankastjóra, staðgengli hans og tveimur fulltrúum í fyrirhug- aða peningastefnunefnd. Ráðherra eigi þar með að skipa fjóra af fimm fulltrúum í peningastefnunefnd, og það alla samtímis þegar og ef lögin taka gildi í núverandi mynd. Þetta veki spurningar um sjálf- stæði bankans. Þeir undrast jafnframt að ekki skuli hafa verið ráðist í endur- skoðun á peningastefnu bankans, samhliða breytingum á yfirstjórn hans. Þrátt fyrir gagnrýni sína sögðu sjálfstæðismenn þó að breyting- arnar sem hafa verið gerðar á frumvarpinu væru til bóta frá því sem áður var. Meðal þess sem fram kom í máli stjórnarliða var að til greina kemur að fengnir verði sérfræð- ingar erlendis frá til að sitja í pen- ingastefnunefndinni. Málið mun að öllum líkindum vera tekið aftur upp í viðskipta- nefnd á milli annarrar og þriðju umræðu á þingi. Stjórnarliðar von- ast til að geta afgreitt málið sem lög frá þingi í næstu viku. stigur@frettabladid.is Óttast vald Jóhönnu yfir Seðlabankanum Forsætisráðherra eru færð of mikil völd yfir Seðlabankanum í endurskoðuðu frumvarpi um bankann, að mati sjálfstæðismanna. Þeir tala um „Seðlabanka Jóhönnu Sigurðardóttur“. Þó sáttir við breytingar sem frumvarpið hefur tekið. ■ Í stað þess að forsætisráðherra ráði aðeins einn seðlabankastjóra ræður hann einnig aðstoðar- seðlabankastjóra, sem er stað- gengill bankastjórans. ■ Hæfniskröfur til bankastjóra og aðstoðarbankastjóra voru rýmkaðar. Áður var kveðið á um að þeir skyldu hafa meistaragráðu í hagfræði, en nú háskólagráðu „í hagfræði eða tengdum greinum og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á fjármálastarfsemi og efnahags- og peningamálum“. ■ Seðlabankstjóri setji starfsreglur um varðveislu gjaldeyrisvara- sjóðsins í stað bankaráðs, eins og sagði í fyrstu drögum. ■ Skipunartími bankastjóra og aðstoðarbankastjóra styttur úr sjö árum í fimm, til samræmis við það sem gengur og gerist í íslenskri stjórnsýslu. ■ Þriggja manna nefnd meti hæfi umsækjenda um störf banka- stjóra og aðstoðarbankastjóra. ■ Í fyrirhugaðri peningastefnunefnd sitji bankastjóri, aðstoðarbanka- stjóri, einn yfirmaður úr Seðla- bankanum og tveir utanaðkom- andi sérfræðingar skipaðir af forsætisráðherra. ■ Skipunartími aðstoðarbankastjóra og sérfræðinga í peningastefnu- nefnd er annar við fyrstu skipan til að koma í veg fyrir að skipun- artími allra renni út á sama tíma. HELSTU BREYTINGAR Á FRUMVARPINU SEÐLABANKI ÍSLANDS Ríkisstjórnin hefur haft það sem eitt af sínum markmiðum að losna við núverandi seðlabankastjóra úr bankanum. FRÉTTABLAÐIÐ / HEIÐA JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR LETTLAND, AP Ríkisstjórn Lettlands baðst lausnar í gær. Valdis Zatl- ers forseti féllst á afsagnarbeiðni Ivars Godmanis forsætisráðherra og samsteypustjórnar hans, sem skipuð var miðju-hægriflokkum. Stjórn Godmanis hafði átt mjög undir högg að sækja síðustu mán- uði vegna reiði almennings yfir meintri vanhæfni hennar til að bregðast við efnahagskreppunni; undanfarnar vikur voru mótmæli gegn stjórninni daglegt brauð í höfuðborginni Riga. Undir það síðasta naut stjórnin aðeins um fimmtungs stuðnings í viðhorfs- könnunum. Godmanis t i lkynnti um afsagnarbeiðni sína eftir að tveir af ríkisstjórnarflokkunum skor- uðu á hann í gærmorgun að víkja. Zatlers forseti sagði að hann myndi á mánudaginn hefja við- ræður við stjórnmálaleiðtoga um myndun nýrrar stjórnar. Líkt og á Íslandi hefur alþjóð- lega fjármálakreppan leitt til alvarlegrar efnahagskreppu í Lettlandi. Á síðasta ársfjórð- ungi nýliðins árs dróst þjóðar- framleiðslan saman um tíu pró- sent frá sama tímabili árið áður. Norðurlöndin, Evrópusamband- ið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa heitið lettneska ríkinu sam- tals 7,5 milljörðum evra í neyðar- lán. - aa Forsætisráðherra Lettlands biðst lausnar í kjölfar efnahagshruns: Brugðist við reiði almennings VÍKUR Ivars Godmanis, fráfarandi for- sætisráðherra Lettlands. NORDICPHOTOS/AFP FÉLAGSMÁL Kynbundinn launamun- ur var sautján prósent samkvæmt rannsókn ParX úr launabókhaldi 37 fyrirtækja í september. Í sam- bærilegri könnun frá því í fyrra var launamunurinn átján prósent. Þegar búið var að taka tillit til annarra skýribreyta, svo sem ald- urs, menntunar, starfshlutfalls og vinnutíma stóð eftir sjö prósent launamunur, en var tólf prósent fyrir ári síðan. Helsta skýringin á því að minna hlutfall er nú óútskýrt er að tekið var tillit til fleiri breytna nú en í fyrra, svo sem vinnutíma. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Hannes G. Sigurðsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri SA, sögðu launa- könnunina lið í að kortleggja betur launamun kynjanna, til að hægt sé að bregðast við honum. Verið er að þróa jafnlaunastað- al, í samstarfi ASÍ, SA og félags- málaráðuneytisins þar sem tekið verður tillit til atriða eins og launa og starfsþróunar. Hannes segir að faggiltar skoðunarstofur muni veita vottun um slíkan staðal. Nefnd félagsmálaráðuneytisins á að ljúka störfum fyrir áramót, en ekki er ljóst hvenær staðallinn verður tekinn til notkunar. - ss Rannsókn á kynbundnum launamun úr launabókhaldi 37 fyrirtækja: Kynbundinn munur 17 prósent ÁHRIFAÞÆTTIR LAUNAMYNDUNAR Breytur Ótútskýrður launamunur kynja Kyn -17,1% Kyn og aldur -14,0% Kyn, aldur og menntun -11,0% Kyn, aldur, menntun og starfshlutfall -8,3% Kyn, aldur, menntun, starfshlutfall og starfsheiti -7,4% Kyn, aldur, menntun, starfshlutfall, starfsheiti og fyrirtæki -7,9 Kyn, aldur, menntun, starfshlutfall, starfsheiti, fyrirtæki og vinnustundir -7,3% Heimild: ParX KIRGISISTAN, AP Utanríkisráðu- neytið í Kirgisistan sendi form- lega tilkynningu til sendiráðs Bandaríkjanna í landinu um lokun herstöðvar Bandaríkjanna, sem hefur gegnt lykilhlutverki í flutn- ingi hergagna til og frá Afganist- an. Bandaríkjaher fær hálfs árs frest til að rýma flugstöðina. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna sagði málinu ekki lokið. Bandaríkin hafa áður sagt að til greina komi að greiða Kirgísum meira fyrir aðstöðuna, eins og þeir hafa krafist. Að öðrum kosti þarf að finna aðstöðu fyrir her- gagnaflutninga annars staðar í nágrenni við Afganistan. - gb Kirgisistan lokar flugvelli: Bandaríkin fá hálfs árs frest VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.