Fréttablaðið - 21.02.2009, Síða 28
28 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR
Nefnið þrjú atriði um hvort annað
sem þið vitið ekki hvort eru sönn
eður ei en gætuð engu að síður
trúað að væru það?
Bragi: Hún Guðrún gæti hald-
ið dagbók. Hún drekkur kaffi á
morgnana. Og hún hengir viður-
kenningarskjölin sín upp á vegg...
afskaplega snobbuð hún Guð-
rún. Nei, ég held hún sé nefnilega
afskaplega lítið snobbuð.
Guðrún: Jú, ég held ég sé dálítið
snobbuð, á ákveðinn hátt. Þegar
ég var krakki þá kvaldi ekkert
mig meira en ljótleiki af öllu tagi.
Í Hafnarfirði á þeim tíma var bók-
staflega ekkert að sjá nema njóla
og moldarflög í kringum vist-
arverur mannanna. Og ég var
óskaplega glöð þegar ég fór að
rækta í kringum húsið heima. En
þetta kvaldi mig. Það er eitt var
að vera fátækur eða peningalaus
en fátæktinni fylgir oft ljótleiki
sem fólk gefst upp fyrir. Það er
það andstyggilega við fátækt, að
menn láta hana fara að stjórna sér.
Það kostar ekki mikið að kveikja á
kertum þótt maður sé fátækur, en
menn hætta því bara. En hvað mér
finnst um þig Bragi? Þú kemur
mér mikið á óvart! Manni finnst
stundum að þessir krakkar sem
eru í poppinu, séu óttalegir ruglu-
dallar. Mér líkar illa að sletta, en
geri það þó núna - ég held þú sért
frekar „streit“ karakter.
Bragi: Ferkantaður?
Guðrún: Nei, þú þarft ekkert að
vera það endilega. Mér líkar þetta
nefnilega að mörgu leiti vel. Ég
er kannski svolítið bóhem í mér
en ég vil nú samt hafa fæturna á
jörðinni. Ég myndi giska að að þú
værir fjölskyldufaðir, giftur kon-
unni þinni og ættir jafnvel barn.
Og reyndir að hafa stjórn á fjár-
hagsstöðu heimilisins. Traustur og
áreiðanlegur - er það ekki?
Bragi: Jú, segjum það bara. Þetta
er nokkuð vel af sér vikið hjá þér.
Konur á vagúmpakkningar
Nú hefur íslenskur matur mikið
verið í fréttum og virðist eitt af
því fáa sem útlendingar vilja
sækja hingað þessa dagana.
Hvaða íslenski mat haldið þið að
við ættum alls ekki að markaðs-
setja fyrir túristana og hvaða mat
ættum við að útnefna sem „þjóð-
arréttinn“?
Guðrún: Að minnsta kosti ekki heit
svið. Vegna bragðs og ljótleika.
Bragi: Nei, þau eru ekki frýnileg.
Ég held það sé líka mjög erfitt að
útskýra súran hval. Út frá næring-
argildi og mannúðarsjónarmiðum.
Ég myndi allavega ekki bjóða mig
fram í að koma því á framfæri. Ég
hugsa hinsvegar að pulsa með öllu
komi vel til greina sem þjóðarrétt-
ur. Það er eitthvað svo dásamlegt
við það að steiktur laukur, remúl-
aði og sinnep geti lifað hamingju-
sömu lífi saman.
Guðrún: Góð lambasteik myndi
ekki bregðast þar heldur.
Bragi: Hófí er hið fullkomna andlit
Íslands. Það væri hægt að dubba
hana upp á pakkningarnar.
Guðrún: Já, bíddu nú við. Mér dett-
ur nú bara í hug sjálfur forsetinn
okkar fyrrverandi, Vigdís Finn-
bogadóttir.
Bragi: Þær saman, ég styð það,
þær yrðu guðdómlegar.
Lifa ekki án internetsins
Segjum svo að hér á landi verði
verulegur vöruskortur og þið fáið
að hamstra þrjár vörutegundir
fyrir ykkur prívat og persónulega,
hvað verður fyrir valinu?
Bragi: Ég veit að dóttir mín yrði
mjög sár ef það yrðu ekki til súkk-
ulaðirúsínur á laugardögum. Þjóð-
in komst nú líka ágætlega langt á
því að eiga kindur og sæmilega
skóflu.
Guðrún: Ég myndi nú sakna þess
að eiga ekki Nivea-kremið mitt.
Nei ekki þetta í bláu dollunni -
ég er nú orðin aðeins forframað-
ari, ég er farin að kaupa þetta í
túpunum. Svo yrði ég að hafa ost,
skratti myndi ég vera slæm ef ég
hefði ekki ost. Og það þriðja, drott-
inn minn dýri, ég myndi nú segja
tölvan mín!
Bragi: Já, almáttugur, internetið!
Guðrún: Jú, ég nota það nú líka en
er þó ekki með Facebook eða hvað
það heitir. Ég er allt of mikil prí-
vatmanneskja til þess. Það fer svo-
lítið í taugarnar á mér að fólk er að
frétta það í gegnum facebook að ég
hafi boðið börnunum mínum í mat
eitthvert kvöldið og það veit það
allt í einu hálfur bærinn. Eitthver
af þessum ættmennum mínum eru
dottin í þetta.
Bragi: Það er búið að troða sálar-
lausa borgarlífinu inn í smábæinn
aftur með þessu. Allir með nefið
ofan í hvers manns koppi.
Guðrún: Nákvæmlega, þetta er
engu betra en í Hafnarfirði í
gamla daga. Þetta er nákvæmlega
þannig.
Bragi: Einmitt. Fólk er búið að
berjast við að losna úr smábæj-
arslúðrinu í gegnum árin og svo
kemur þetta allt aftan að okkur
þarna.
Guðrún: Svo áttu einhverja 1400
vini sem þú þarft aldrei að hitta.
Ég veit ekki hvað ég á - ég á
kannski svona fjóra vini - í mesta
lagi. En mér þykir voðalega gaman
að hitta þá.
„Facebook-kjaftæði“
Hemmi Gunn á einmitt 5000 vini
á Facebook. Nefnið mér annan
Íslending sem þið gætuð trúað að
ætti svo marga vini.
Bragi: Hver gæti átt svona marga
vini?
Guðrún: Ég hef umgengist svo
mikið af stjórnmálamönnum í líf-
inu að ég get alveg afskrifað að
þeir eigi þann fjölda vina.
Bragi: En fimmþúsund vinir? Þetta
er alveg óskaplegt magn ef maður
ætlar að eiga þá í alvörunni. Og
sinna þeim. Á einhverjum tíma-
punkti hlýtur einhver þeirra að
breytast í kunningja. Eða hrein-
lega óvin.
Guðrún: Og það er líka kannski
eitthvað sem maður vill gera og
það er að velja sér sjálfur vini sína.
Það gerir maður náttúrulega ekki
á þessu Facebook-kjaftæði.
Í dag er talað um að fólk sem
keyrir um á Range Rover líði eins
og glæpamönnum. Hvaða aðra
hluti er „erfitt“ haldiði að eiga í
dag - án þess að lenda í fordóm-
um?
Guðrún: Ja, mig langar reynd-
ar svolítið í flatskjá. Ég er svo
eldhrædd og mér er sagt að það
kvikni ekki í flatskjám.
Bragi: Þú getur náttúrlega bara
sagað aftan af túbusjónvarpinu
þínu. Annars held ég að það sé svo-
lítið erfitt að eiga Hummer-limm-
ósíu.
Guðrún: Ég hugsa að það séu smá
fordómar gegn einkaþotum í þjóð-
félaginu.
Bragi: Líka erfitt að eiga banka
örugglega. Ég náði hinsvegar ekki
að kaupa mér flatskjá í góðærinu.
Algjör bömmer.
Guðrún: Ég náttúrulega lærði
dálítið á kreppunni sem var hér
árið 1983. Þegar ég keypti þessa
íbúð hér. Það tók mig tuttugu ár að
telja smáaura til að halda henni og
það gerðist ekki fyrr en í sumar
sem leið að þau merkilegu tímamót
urðu í lífi mínu að ég varð skuld-
laus. Það var mikið frelsi. Skuld-
laus í fyrsta skipti síðan ég varð
stúdent en þá sló ég mitt fyrsta lán
til að kaupa mér stúdentsdragt því
það var enginn peningur til heima
hjá mér fyrir svoleiðis löguðu.
Enda átti ég níu yngri systkini.
Svoleiðis að ég ætla aldrei það sem
ég á eftir ólifað að slá lán. Ég fer
hvort sem er ekki í búð nema ég
viti hvað mig vantar, mér finnst
ekkert sport að rápa í Kringlunni.
Bragi: Sem minnir mig á það. Ég
á náttúrulega einn góðærishlut.
Lán. Sem ég verð sennilega búin
að borga upp árið 2412. Og svo
keyptum við brauðvél.
Guðrún: Það er nú bara sparnað-
ur. Já, veistu ég er hugsa um að
gera það líka! Ég hefði nú átt að
vita þetta þegar ég var spurð að
því hvernig maður þú værir. Þú ert
nefnilega akkúrat maðurinn sem
gæti átt brauðvél.
Þjakaður Jón Bjarni
Jóhanna Guðrún, söngkona
íslenska Eurovison-lagsins í ár, er
fyrrum barnastjarna. Hvaða núlif-
andi Íslendingur haldið þið að hafi
verið einstaklega skemmtilegur
krakki?
Bragi: Ég held að Ómar Ragnars-
son hafi verið skemmtilegt barn.
Guðrún: Já, hann gæti sko alveg
hafa verið það.
Bragi: Hugsið ykkur bara Magn-
ús Scheving og Ómar Ragnars-
son saman, úff, maður hefði nú
ekki hleypt þeim nálægt nýbygg-
ingarsvæðum. Með Davíð Odds-
son í matrósarfötum á kantinum
að hvetja þá áfram. En eru ekki
börn almennt ágæt. Er ekki ljótt
að segja að einhver hafi verið leið-
inlegt barn?
Að lokum. Ef þið fengjuð að
bæta spurningu í viðtalið - handa
hvort öðru - hver yrði spurningin
og hvert yrði svarið?
Guðrún: Segðu mér Bragi; Hvern-
ig gengur þér að framfleyta þér á
þinni list?
Bragi: Ég framfleyti mér barasta
ekki neitt á minni list. Ég vinn
á auglýsingastofu. Þá spyr ég
þig Guðrún: Hvað er að frétta af
honum Jóni Bjarna?
Guðrún: Eini Jón Bjarninn sem ég
hef heyrt af lengi er héraðslæknir
í Hafnarfirði sem bölvar í sand og
ösku þessari kerlingu sem bjó til
þá bræður. Annar hver sjúklingur
sem hringir í hann segir: Er þetta
ekki Jón Oddur? Og hann er orð-
inn ægilega leiður á þessu, elsku
Jón Bjarni.
Guðrún: Ja, mig langar reyndar svolítið í flatskjá. Ég er
svo eldhrædd og mér er sagt að það kvikni ekki í flat-
skjám. Bragi: Þú getur náttúrlega bara sagað aftan af
túbusjónvarpinu þínu. Annars held ég að það sé svolítið
erfitt að eiga Hummer-limmósínu í dag.
Fésbók engu betri en Hafnarfjörður
Guðrún Helgadóttir komst að því að hálfur bærinn vissi að hún væri á fá börnin sín í mat. Það fréttist í gegnum fésbók. Braga
Valdimar finnst líklegt að hann verði búinn að borga upp íbúðarlánið sitt árið 2412. Júlía Margrét Alexandersdóttir ræddi um
brauðvélar, vini og barnastjörnur við Rökstólapar vikunnar.
SKULDARINN OG SÚ SKULDLAUSA. GUÐRÚN UPPLIFÐI í sumar sem leið að vera skuldlaus í fyrsta skipti á ævinni. Bragi Valdimar er eins og flestir af hans kynslóð með íbúðalán.
Hann á brauðvél sem Guðrúnu finnst afar sniðugt og ætlar að fá sér eins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
...Guðrún var 20 ár á Alþingi, 4 ár
í borgarstjórn, 10 ár hjá Trygginga-
stofnun Ríkisins og 10 ár í Mennta-
skólanum við Reykjavík.
...Bragi hefur verið.... hefur
starfað á leiksóla, kennt við HÍ,
verið í hljómsveitinni Klamidíu X,
unnið á Árnastofnun og í fatahengi
Þjóðarbókhlöðunnar, setið fundi
um samevrópskan málningargrunn í
Brussel, samið Snjallræðissögur fyrir
börn, gefið út barnaplötu og rekið
hugbúnaðarverkfræðistofu.
...Guðrún Helgadóttir telur að
ef fólkið sem hefur vinnu myndi
taka til í skápunum hjá sér, gæti
það klætt börn alls atvinnulausa
fólksins.
...Bragi hefur verulega áhyggjur
af öllu skápaplássinu sem þá færi
til spillis
...ef Bragi ætti að semja texta við
viðlag Eurovisionlagsins yrði hann
í formi hæku: Elsku Evrópa. Okkar
þykir það mjög leitt, Við borgum
ekki.
Elsku Evrópa - okkur finnst það
leiðinlegt - við borgum ekki.
...ef Guðrún ætti að semja viðlag-
ið myndu hún koma því á framfæri
í textanum að víst væri Evrópa góð,
en Norðurlöndin þó betri.
➜ VISSIR ÞÚ AÐ