Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.02.2009, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 21.02.2009, Qupperneq 32
32 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR R unólfur er fljótur að hugsa og fljótur að tala, það þekkja þeir sem hafa unnið með honum og reynt að fylgja honum eftir, hlaupa með honum eins og hann orðar það sjálfur. Þegar blaðamað- ur mætir á umsamdan stað, kaffi- húsið Prikið í Bankastræti, er hann í símanum með tölvuna opna. Sím- talinu er slitið fljótt eftir að Run- ólfur kemur auga á blaðamann og kaffihúsaspjall á hinni óformlegu skrifstofu hans hefst. „Hingað kem ég mjög oft, þetta er eiginlega skrifstofan mín þegar ég er í bænum,“ segir Runólfur sem undanfarin rúm tvö ár hefur verið framkvæmdastjóri hjá Keili, háskólasetrinu á Miðnesheiðinni, þar sem bandaríski herinn hafði sína bækistöð um árabil. Nú er því tímabili að ljúka, hann hættir 3. mars, hvers vegna skyldi það vera? „Ég hef lært að þekkja mín takmörk, nú hef ég verið þarna í uppbyggingarstarfi, ég er góður í því. En það hentar mér ekki að vera á skrifstofunni frá níu til fimm. Ég er ekki góður í að búa til skipurit og verkferla, það er kominn tími til að einhver annar taki við verkinu.“ Ætlar þvert yfir Ástralíu Það sem tekur við á næstunni er ævintýralegt. „Ég er að fara til Ástralíu, ætla að aka þvert yfir landið, frá Perth til Sydney og taka sex vikur í túrinn,“ segir Runólfur sem hlakkar til. Stefnt er að því að ferðalagið endi í ferðabók, um það hafa tekist samningar Runólfs og ónefnds útgefanda. „Þetta verður verkefnið mitt fram á sumar, svo bara sé ég til, það hlýtur einhver að vilja mig í vinnu,“ segir Run- ólfur sem segist gera lítið af því að skipuleggja hlutina í þaula fram í tímann. „Ég hugsa svona fram í næstu viku sirka.“ Að takast á hendur ferðalag ein- samall er ögrandi segir Runólf- ur. „Maður upplifir hlutina öðru- vísi og myndar öðruvísi tengsl við fólk. Ég gerði þetta líka í fyrra, fór í fimm vikur til Kyrrahafseyja, dvaldi meðal annars þrjár á Jóla- eyju, þar sem sjö þúsund manns búa, lifa á fisk og kókoshnetum og lífið snýst um að afla sér matar. Þar var ekki símasamband og þá ekki netsamband, ég eyddi dög- unum í rólegheitum með sjálfum mér og í spjalli við heimamenn,“ segir Runólfur sem sér fram á langar gæðastundir með sjálfum sér í væntanlegri Ástralíuferð. „Ég mun aka mörg hundruð kíló- metra eftir slóða í eyðimörkinni, í fimmtíu stiga hita. Þetta verður áskorun.“ Kennsla frekar en lögfræði Runólfur er fæddur og uppalinn í Fljótshlíðinni á bænum Teigi. Hann flutti að heiman sextán ára gamall eins og sveitakrakkar gerðu hefðu þau áhuga á að mennta sig. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólan- um í Hamrahlíð og dvaldi svo sem skiptinemi í Bandaríkjunum. Kom- inn heim vann hann sem leikhúsrit- ari Leikfélags Reykjavíkur í tvö ár. Svo tók við lögfræðinám og starf sem sýslufulltrúi í Borgarfirði. Þaðan lá leiðin í stundakennslu í Bifröst og brátt átti kennslan hug hans allan. „Mér fannst kennslan miklu skemmtilegri en lögmennsk- an,“ segir Runólfur. Rektorstíð Runólfs á Bifröst ein- kenndist af mikilli uppbyggingu , nemendum fjölgaði úr 100 í 800. Námsframboð var aukið og upp- byggingin var ævtintýraleg. Við- skilnaður hans við háskólann var kannski með öðrum hætti en hann hafði séð fyrir, en deilur urðu um starf hans og í kjölfarið sagði hann því lausu. Runólfur segir að hann hafi lært af þeirri reynslu. „Ég var of lengi á Bifröst, ég var rektor í átta ár, ætlaði að vera eitt ár í viðbót, en svo kom þetta mál upp og ég hætti. Ég var þá kominn með miklar áætlanir um stækk- un háskólans þar enn frekar, en þær hugmyndir hlutu ekki stuðn- ing starfsfólks. Vinur minn, Gunn- ar Ólafur Haraldsson, þá kennari háskólans og núverandi stjórnar- formaður FME, sagði síðar við mig að það að koma fram með þessar áætlanir hefði verið eins og ég hefði sagt við fólk sem ég hefði fengið til að hlaupa 5.000 metra hlaup með mér að við værum að hlaupa maraþon, í miðju hlaupi. Fólk var ekki tilbúið í það.“ Skammaður fyrir klæðaburð Runólfur er ör maður og krefj- andi stjórnandi að eigin sögn. „Ég hringi í fólk klukkan ellefu á kvöldin ef því er að skipta. En ég lít ekki stórt á mig og hef aldrei gert. Ég lít líka á fólkið sem vinnur með mér sem samstarfsmenn, ekki undirmenn. Það kann ég ekki, ég kem bara fram við fólk eins og fólk og vil fá þannig viðmót á móti.“ Runólfur segir skondið að hugsa til þess er stjórn starfsmannafé- lags Bifrastar kallaði hann á fund og benti honum á að rektor háskóla ætti ekki að klæða sig í gallabuxur og köflótta skyrtu. „En ég hugsa ekki svoleiðis og hef aldrei upplifað það þannig að ég ætti að vera í ein- hverjum sérstökum fötum í starf- inu, ég tala heldur ekki við nem- endur eða starfsfólk af einhverjum stalli, heldur eins og jafningja.“ Þetta hefur skilað góðu sambandi Runólfs við marga fyrrverandi nemendur sem hann segir einkar gaman að fylgjast með í starfi og leik hér heima og erlendis. Frábær tækifæri Runólfur er stoltur af starfi sínu á Bifröst. „Það má kannski segja að Bifröst hafi verið ævistarfið mitt, já og Keilir líka. Ég er mjög þakk- látur yfir því að hafa fengið þessi tvö frábæru tækifæri,“ segir Run- ólfur sem hefur ekki eytt tíman- um í að velta sér upp úr því hvern- ig Bifrastarævintýrinu lauk. „Það hefur ekkert upp á sig, ég lærði af því og það eru engin sárindi milli mín og fyrrum samstarfsmanna þar. Margir þeirra voru og eru vinir mínir.“ Skömmu eftir að starfi Runólfs á Bifröst lauk var honum boðið að taka Keili að sér. „Fyrstu mán- uðirnir fóru í að safna hlutafé, auk þess að skipuleggja hvernig háskólinn ætti að starfa.“ Það er skemmst frá því að segja að hluta- fjársöfnun gekk vel og skynsam- leg ávöxtun á því fé hefur gert það að verkum að fjárhagslega stend- ur Keilir mjög vel, nokkuð sem Runólfur er stoltur af. Hann er sömuleiðis mjög ánægður hvern- ig til hefur tekist í uppbyggingu námsins. „Það eru margir í svo- kallaðri háskólabrú hjá okkur, en hún miðar að því að búa fólk undir háskólanám. Svo höfum við mark- visst einbeitt okkur að sviðum þar sem námsframboð var takmark- að, til dæmis tækninámi, auk þess sem við gerum út á nálægðina við flugvöllinn.“ Runólfur er hrifinn af Suður- nesjunum sem samfélagi, segir það dýnamískt og skemmtilegt. „Ég er sannfærður um að Suðurnesin verði fyrst upp úr kreppunni þó að atvinnuleysið sé mest þar núna, meðal annars vegna nálægðarinn- ar við flugvöllinn og álversupp- byggingar. Það hefur verið frábært að vinna á Suðurnesjum, samskipti við sveitarfélög eru mjög lipur og ákvarðanataka hröð.“ Ekki efni í þingmann Ástralíuferðalagi Runólfs lýkur rétt fyrir kosningar. Hann hefur stundum verið orðaður við fram- boð á vegum síns flokks, Sam- fylkingarinnar, en segist hafa gert upp hug sinn í því máli. „Ég er ekki fyrir langar fundasetur, ég held að þingmennska ætti ekki við mig. Auk þess held ég að það verði bara alveg nógu mikið fram- boð af miðaldra karlmönnum, það þarf fjölbreyttari einstaklinga. Ég hins vegar hringdi í góða konu, Sigríði Ingibjörgu [fyrrum stjórn- armann í Seðlabankanum], þá einu úr stjórnkerfinu sem axlaði ábyrgð í bankahruninu vel að merkja, og hvatti hana til framboðs. Gladdi mig mjög að hún steig það skref. Þar fer heiðarleg og einbeitt kona með stórt hjarta. Slíkt fólk þurfum við í stjórnmálin.“ Umpólun í samfélaginu Þar með víkur tali okkar að efna- hagshruninu og kreppunni. „Ég var einn þeirra sem áttu eignar- haldsfélag og tapaði miklum pen- ingum í hruninu. En ég vorkenni mér ekki neitt og ekki þeim sem svipað er komið fyrir, peningar eru bara peningar, það á enginn að lifa fyrir peninga. Ég hins vegar finn til með þeim sem eru atvinnu- lausir og finnst að stjórnvöld ættu að gera það að meginmarkmiði að sporna gegn atvinnuleysi, meðal annars með sköpun nýrra starfa á vegum ríkisins. Svo verður að gera það fýsilegan kost fyrir atvinnu- lausa að fara í nám. Það voru fjöl- margir umsækjendur nú um ára- mót sem hættu við það hjá okkur vegna þess að atvinnuleysisbætur eru hærri en námslán. Slíkt er frá- leitt rugl.“ Kreppunni fylgja tækifæri að mati Runólfs, tækifæri til þess að gera eitthvað nýtt. „Kreppan felur í sér tækifæri og ég held að það verði umpólun í samfélag- inu. Nýtt fólk kemur fram með nýjar og spennandi hugmyndir sem verða grundvöllur framtíð- ar okkar.“ Hef lært að þekkja mín takmörk Runólfur Ágústsson ætlar að aka einn þvert yfir Ástralíu. Hann hættir brátt sem framkvæmdastjóri hjá Keili, frumkvöðlastarfi hans þar er lokið. Öðrum fer betur að búa til verkferla og skipurit, segir hann í samtali við Sigríði Björgu Tómasdóttur. RUNÓLFUR Á Prikinu, skrifstofunni þegar hann er í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN. Fæddur: Hinn 9. apríl árið 1963. Uppalinn: Fæddur uppi á lofti á Teigi í Fljótshlíð í hjónaherberginu hvar faðir minn beið eftir syni sínum á meðan ljósmóðir sveitarinnar græjaði málin með heitu vatni og hreinum handklæðum – mamma hafði fyrir mér þá sem ætíð síðar. Nám: Barnaskóli Fljótshlíðarhrepps að Goðalandi, Gagnfræðaskóli Selfoss, Menntaskólinn í Hamra- hlíð, lagadeild Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóli. Ég er ekki viss um að gæði námsins hafi verið í þessari röð – mögulega í öfugri röð. Maki: Enginn nú um stundir. Börn: Skarphéðinn Án, nemandi í stjórnmálafræði við HÍ, Stefán Bjartur, nemandi við Fjölbrautaskól- ann við Ármúla, og Eyvindur Ágúst, nemandi við Hagaskóla. Mesta afrek: Að reyna að vera ærlegur maður frá æsku til aldurs. Uppáhaldsbókin: Breytist vikulega, núna er ég að lesa „Hægláta Amer- íkumanninn“ eftir Graham Greene. Fyrsta starfið: Vinnumaður hjá Árna fóstra mínum í Hlíðarendakoti í Fljótshlíð. Uppáhaldsnámsgreinin í æsku: Náttúrufræði sem eru hin dásam- legu fræði um allt hið lifandi í kring- um okkur. Í þá daga tíndi ég egg og veiddi hornsíli. Fallegasta landið: Afríka. Þeir sem þangað koma fara þaðan í raun aldrei aftur. Mig langar annaðhvort að deyja í Afríku eða í íslenskri sveit, líklega þó frekar í Afríku, þar er hlýrra. Draumaríkisstjórn eftir kosning- ar: Ríkisstjórn jafnréttis, frelsis og velferðar. Draumaforsætisráðherra: Þeirri sem nú er í því starfi treysti ég best. ➜ RUNÓLFUR Í HNOTSKURN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.