Fréttablaðið - 21.02.2009, Page 37
É
g er á leið til Bútan. Það eru ekki
margar leiðir sem liggja þang-
að því enn er þetta ríki, sem
liggur klemmt á milli stórveld-
anna tveggja, Kína í norðri og Indlands
í suðri, eitt það einangraðasta í heimi.
Ég flýg frá heimalandi mínu Taílandi
þar sem ríkisflugfélag Bútan, Druk
Air, hefur lent annarri af tveimur
flugvélum sínum til að sækja mig,
nokkra Bútana og Bangladessa.
Ég uppgötva þegar ég innrita mig að ég
hef aldrei áður hitt Bútana. Ætli þeir séu
ekki vandfundnari en Íslendingar? Ég hef
svo lengi beðið þess að komast til Bútan að
ég er ögn uppnuminn, líkt og að hitta popp-
stjörnu. Áberandi myndarlegur og karl-
mannlegur stöðvarstjórinn er mættur til að
fylgjast með því að innritun gangi rétt fyrir
sig. Minn fyrsti Bútani. Smjörþefur af karl-
mennsku Bútans. Beinvaxinn, dökkleitur,
sterklegur og með friðsæld Himalajafjalla
í augunum. Seinna á ég eftir að hitta munka
og bændur sem eru myndrænni en heims-
fræg módel og kvikmyndastjörnur.
Hverjir eru skyldleikarnir við Ísland?
Í Bútan, þessu síðasta konungsríki Hima-
lajafjalla, eru samkvæmt opinberum upp-
lýsingum, um 600.000 þegnar en til flug-
vélaflotans teljast tvær flugvélar sem
Þetta litla ríki í Himalaja-
fjöllunum hefur verið
kallað Konungsríki
þrumudrekans. Viktor
Sveinsson segir frá
ferðalagi sínu til þessa
afskekkta lands.
AÐ ANDA AÐ SÉR BÚTAN
FRAMHALD Á BLS. 4
[ SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM FERÐALÖG ]
ferðalög
FEBRÚAR 2009
Vistvænn lúxus
Glænýtt heilsulindarhótel á partí -
eyjunni Ibiza BLS 2
Í tilefni af
tískuviku
Þrennt sem þú
verður að gera í
París
BLS 6