Fréttablaðið - 21.02.2009, Side 65

Fréttablaðið - 21.02.2009, Side 65
Drukpa Kinley var drykkfelldur munkur og djarfur kvennabósi. Hvernig fer það saman og hvernig getur eina búddíska ríkið í heimi haft þvílíka fígúru sem sinn merk- asta postula? Svarið liggur í skop- skyni, látleysi og víðsýni Bútana. Skyldi það auka víðsýni að búa svona hátt yfir öllum öðrum þjóð- um? Drukpa Kinley er nefndur Hinn himneski vitfirringur. Með kyn- ærslum, klámvísum og drykkju- skap reið hann um dali og fjöll í viðleitni sinni til að fullnægja fýsn- um sínum og frelsa fólk undan bók- stafstrú og kreddum. Hans trúboð var endurskoðun, sjálfstæð og per- sónuleg nálgun við guð. Með gríni, hneykslanlegum uppátækjum og kjánaskap fangaði hann athygli fólks og ungra meyja. Eftir honum var haft: Guðirnir, þeir eru tómleiki hugans. Með fögrum orðum eða klúrum eru bænir mínar þær sömu. Hugleiðsla mín er ungar stúlkur og vín, Hefur verg þjóðarhamingja Íslendinga verið mæld? Nei, líkleg- ast ekki og þrátt fyrir að Íslend- ingar hafi mælst ein hamingju- samasta þjóð í heimi er hætta á að sá sess sé í hættu núna. Bútanar leggja áherslu á verga þjóðarham- ingju íbúanna. Eins konar mót- vægi við verga þjóðarframleiðslu. Að sjálfsögðu er þetta ekki mæl- anlegt, í það minnsta ekki á sama hátt og þjóðarframleiðsla, en í þessu felst ákveðin áminning til þjóðarinnar og er um leið hálfgert slagorð Bútans. Ég tel það vera einn af höfuð- kostum Bútans sem áfangastað ferðafólks að þeirra bíður ekki listi yfir staði sem þeir verða að sjá. Þarna er engin gullslegin kon- ungshöll, sneisafullt þjóðminjasafn eða Gullfoss og Geysir. Bútan er einfaldlega mögnuð upplifun frá fyrstu stundu til þeirra síðustu fyrir þá sem hafa áhuga á fólki og náttúru. Bútan er land sem þarf að anda djúpt að sér. Það er ekki í eðli fólks í Hima- lajafjöllunum að klífa sín tignar- legu fjöll. Þess í stað tilbiður það fjöll sem helga vætti og ber um leið óttablandna virðingu fyrir þeim. Það eru fyrst og fremst kokhraust- ir Vesturlandabúar sem standast ekki mátið að klífa fjöllin. Í Bútan stendur hæsta ókleifa fjall heims og ef Bútanar fá sínu framgengt verður það aldrei klifið því lagt hefur verið bann við öllum frekari tilraunum til að klífa það eftir að síðasti leiðangur varð fyrir mann- falli. Dagatalið hafði skriðið yfir á septembermánuð þegar ég yfirgaf Bútan. Bútanar voru að hefja loka- undirbúning fyrir krýningu nýs konungs, hins unga og glæsilega Jigme Khesar Nagyel Wangchuck, sem 28 ára tók við af föður sínum Jigme Dorji Wangchuck sem er þó einungis 52 ára. Hinn 6. nóvember krýndi faðir son sinn hinum forna hrafnshatti sem hefur fylgt ætt- inni frá 1907 þegar forfaðir þeirra var kosinn til konungsdóms. Ævintýrið er magnað í Bútan. Landið er ekki allra og Bútanar ætla sér ekki að landið verði ein- hver miðstöð – hvað þá stoppistöð. Bútanar segjast vilja nútíma- væðast en það þýðir ekki að þeir viljið vesturvæðast. Þeir vilja alveg hamborgara en þurfa samt ekki McDonalds. Ég er viss um að guð muni blessa þessa þjóð og hef því engar áhygg- ur af henni. Bútanar geta litið til systurþjóðar sinnar í norðri og lært af okkur. Það er örugglega góð lexía fyrir smáþjóð á breyt- ingatímum. Viktor Sveinsson rekur The Ori- ental Travel og býr í Hua Hin í Taí- landi. Fagurt skraut Minnismerki um fallna her- menn í Bútan. Aðra leið með sköttum og öðrum greiðslum. Takmarkað sætaframboð og valdar dagsetningar á hvern áfangastað. Athugið að flugvallarskattur getur verið mismunandi á milli áfangastaða. Flugsæti, verð frá: 12.450 kr. 50% Börn: Börn, 11 ára og yngri í fylgd með fullorðnum, fá helmingsafslátt af verði fyrir skatta og aðrar greiðslur á völdum áfangastöðum. Kynntu þér 18 spennandi áfangastaði okkar og frábærar pakkaferðir Express ferða. Allar nánari upplýsingar og bókanir á www.icelandexpress.is og www.expressferdir.is 18 áfangastaðir Alicante Bologna Álaborg Gautaborg Billund Stokkhólmur Kaupmannahöfn Genf London París Berlín Reykjavík Akureyri Eindhoven Frankfurt Hahn FriedrichshafenBasel Kraká Varsjá Barcelona F í t o n / S Í A F I 0 2 8 5 0 5 Ferðaleikur í KRINGLUNNI alla helgina!
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.