Fréttablaðið - 21.02.2009, Side 72

Fréttablaðið - 21.02.2009, Side 72
40 21. febrúar 2009 LAUGARDAGUR Samkvæmt fyrstu sögum af Hábeini heppna var hann ættleiddur af systur Jóakims, Matthildi, eftir að foreldrar hans höfðu dáið úr ofáti í lautarferð. Þessu var síðar breytt og Hábeinn gerður að syni Dagnýjar og eiginmans hennar, Gústafs. Dagný er dóttir Ömmu andar og því eru erkifjendurnir Hábeinn og Andrés systkinabörn sem skýrir kannski af hverju slagsmálin milli þeirra um hylli Andrésínu geta oft verið ansi blóðug; frændur eru jú frændum verstir. Andrésína var í fyrstu talin vera alls óskyld öllum aðalpersónum í Andabæ. Sumir Andabæjarfræðingar hafa hins vegar gert því skóna að hún sé föðursystir þeirra Ripps, Rapps og Rupps. Þetta gæti útskýrt ástúð henn- ar og umhyggju gagnvart bræðrunum og af hverju þeir kalla hana stundum „frænku“ sína. Aðrir fræðimenn hafa haldið því fram að Andrésína og Andrés séu í raun fjarskyld og hafa meðal annars bent á „Duck“-nafnið sem þau bera bæði í enskri útgáfu. Einn helsti höfundur Andabæjar, Don Rosa, hefur hins vegar alltaf vísað því á bug og segir „Duck“ nafnið vera álíka jafn algengt og Smith í mannheimum. Annars hefur lítið verið skrifað um ættir Andrésínu og fortíð hennar því nokkuð á huldu. T eiknarinn Carl Barks á heiðurinn að Anda- bæjarheiminum. Barks teiknaði og skrifaði allar fyrstu sögurnar um lífið í Andabæ. Sú fyrsta kom út árið 1944 en þess ber þó að geta að Andrés önd átti þá tíu ára afmæli, birtist fyrst á hvíta tjaldinu árið 1934. Sögurnar úr Andabæ eiga því 65 ára afmæli í ár. Þótt reglur Walt Disney-fyrirtækisins kvæðu skýrt á um að allar myndasög- ur skyldu vera eignaðar Disney- fyrirtækinu tóku gagnrýnendur snemma eftir því að fyrstu Anda- bæjarsögurnar höfðu allar sömu blæbrigði og sama stíl og varð því ljóst að þarna væri á ferðinni einn maður en ekki heill her manna. Andabær hefur því alltaf verið talið sköpunarverk Barks en ekki Disneys. Barks lagði mikið á sig við teikna upp ættartré og skrifa sögu Andabæjar frá grunni og var alla ævi sína að bæta við smá- atriðum og útskýra betur óljós atriði. Hann tengdi meðal ann- ars sögu bæjarins við raunveru- lega viðburði úr mannheimum og gerði bæinn því áþreifanlegan. Á korti er Andabær á svipuðum stað og Pittsburg. Barks hélt sínum ættartrjám fyrir sig en þau hafa síðar meir verið teiknuð af grúskurum sem hafa legið yfir sögum Barks frá Anda- bæ. Sá sem tók við keflinu af Barks sem aðalteiknari og höfundur Andabæjarsagna heitir Don Rosa og hann reyndi að halda í allar hefðir sem hann erfði frá Barks. Rosa gerði sín ættartré út frá bréfum Barks en þau hafa tekið margvís- legum breytingum í gegnum tíð- ina. Seinni tíma fræðimenn rífast reglulega um ætterni og frænd- skap aðalpersóna í Andabæ en nokkrar staðreyndir eru á hreinu og verður hér skýrt frá þeim. Harmsaga Andrésar andar Hver hefði trúað því að fortíð og uppruni Andrésar andar og fjölskyldu hans væri harmi þrungin og flókin örlagasaga. Að bak- sviðs hnjóti maður um mannshvörf, afbrýðisemi og óuppgerðar fjölskyldusakir. Júlía Margrét Alexandersdóttir rýndi í ættartré Andrésar andar og komst að raun um af hverju Andrés Önd hefur ágætis ástæðu fyrir því að vera ekki alltaf í jafnvægi. Amma önd, eins og hún er oftast kölluð, er barna- barn Kornelíusar, þess sem stofnaði Andabæ. Hún er dóttir Geirþrúðar og Gylfa en Gylfi er sonur Kornelíusar. Amma kynntist honum Humper- dink ung að árum og eignaðist með honum þrjú börn; Dagnýju, móður Hábeins, Dagga, pabba Andrésar og Eið. Amma hefur öll sín ár búið á sveitabæ sínum og stundað þar búskap auk þess að liðsinna sínum nánustu ættingjum í hversdagslegum vandræðum þeirra. Jóakim aðalönd er af bæði skoskum og írskum ættum. Samkvæmt heimildum er hann fæddur árið 1867 í Skotlandi. Faðir Jóakims var Skotinn Fergus McDuck en móðir hans, Downy O’Drake, var írsk. Downy þótti mikil húsmóðir og ól manni sínum þrjú börn; Jóakim, Matthildi og Hortensíu. Jóakim hefur hvorki eignast konu né börn. Á sínum yngri árum, þegar hann leitaði eftir gulli í villta vestrinu í Bandaríkjunum, átti Jóakim þó vingott við hina fögru Gullveigu sem dansaði á bar einum. Blossinn brann þó fljótt út enda hafði Jóakim sett markið hátt og hafði engan tíma fyrir hefðbundið fjölskyldulíf. Lengi vel var því haldið leyndu hverjir foreldrar þessa frægasta sonar Andabæjar væru. Í gömlum ættartrjám sem finna má á Netinu eru andlit þeirra hulin og nöfn þeirra dulkóðuð. Ekki eru svo mörg ár liðin síðan þau voru dregin fram í dagsljósið, sem er vel, því saga Andr- ésar er ansi hreint mögnuð. Andrés getur rakið ættir sínar aftur til Kornelíusar Blesandar en Kornelíus þessi stofnaði Andabæ (og er afi Ömmu andar). Foreldrar Andrésar eru Hortensía, systir Jóakims aðalandar, og Daggi Önd, sonur Ömmu andar. Fáir vita að hann á tvíburasystur sem heitir Della Telma önd. Hún hvarf sporlaust ásamt eiginmanni sínum fyrir mörgum árum. Nánar er fjallað um það í kaflanum um Ripp, Rapp og Rupp. Pabbi Andrésar og mamma áttu það sameiginlegt að vera skaphundar miklir og fljótfær. Andrés fékk því bræð- ina í vöggugjöf. Daggi vann um skamma hríð hjá Jóakim mági sínum og sá um rekstur fyrirtækisins á meðan Jóakim þeyttist um heiminn á höttunum eftir meira gulli. Dagga og Hortensíu lentu illa saman við Jóakim sem varð til þess að þau hættu bæði að vinna hjá honum og fluttu úr Andabæ. Þó er ekki vitað hvort Andrés hafi flutt með þeim, sumir halda því fram að honum hafi verið komið í fóstur hjá Ömmu önd, aðrir telja að hann hafi flutt burt frá Andabæ með foreldrum sínum og systur. Andrés sneri hins vegar aftur til Andabæjar og hefur unnið, með nokkrum hléum, hjá Jóakim. Þessi forsaga ætti að skýra af hverju það er stundum stirt á milli þeirra Jóakims og Andrésar. Og sé litið til þess sem Andrés hefur mátt þola er auðvelt að fyrirgefa honum flest hans bræðisköst. Saga Ripps, Rapps og Rupps er ekki síður döpur en saga stóra frænda og forráðamanns þeirra. Í raun veit enginn hver raunverulegur faðir þeirra er. Ein sagan er sú að hann hafi verið bróðir Andrésínu. Móðir bræðranna óstýrilátu er hins vegar Della Telma, tvíburasystir Andrésar. Sagan segir að þeir bræður hafi stórslasað föður sinn og hann lent á spítala. Kínverjar ku tengjast þeirri uppákomu. Svo illa reyndist faðir þeirra vera lemstraður og brenndur að ekki reyndist unnt að sinna honum í Andabæ. Hann var því fluttur á háþróað sjúkrahús erlendis. Á meðan voru þeir látnir dúsa hjá móðurbróður sínum, Andrési önd, og ekkert heyrist frá pabbanum. Þegar Dellu fór að leiðast þófið ákvað hún að reyna að hafa uppi á manni sínum. Della sneri aldrei aftur úr þeirri för sinni og því eru báðir foreldrar unganna taldir af. Þeir Ripp, Rapp og Rupp urðu því bæði föður- og móðurlausir ungir að árum og hefur Andrés neyðst til að gegna foreldrarhlutverkinu á bænum með dyggri aðstoð Andrésínu og Ömmu andar. Andrés önd er aðalpersónan í Anda- bæ og nafn hans er svo samofið karakternum að enska nafnið sem hann ber, Donald Duck, hljómar framandi, sem er þó hans uppruna- lega nafn. Andrésblöðin voru lengi vel aðeins fáanleg á dönsku hér á landi og þess vegna draga íslensk nöfn hetjanna dám af því, annað hefði væntanlega ekki verið tekið í mál af íslenskum unnendum Andr- ésar. Hér er yfirlit yfir nöfn persón- anna í Andabæ á ensku og dönsku: Andrés önd: Heitir Anders And á dönsku en Donald Duck á ensku. Andrésína: Heitir Andersine á dönsku en Daisy Duck á ensku. Jóakim aðalönd: Heitir Joakim von And á dönsku en Uncle Scrooge McDuck á ensku. Ripp, Rapp og Rupp: Heita Rip, Rap og Rup á dönsku, en Huey, Dewey og Louie á ensku. Hábeinn frændi: Fætter Højben heitir hann á dönsku en á ensku Gladstone Gander. Amma önd: Heitir Bedstemor And á dönsku en Grandma Duck á ensku. Andabær: Heimabær Andrésar heitir Andeby á dönsku en Duckburg á ensku. ➜ HVERS VEGNA HEITIR ANDRÉS ANDRÉS? Fékk bræðina í vöggugjöf Lukkuriddarinn Hábeinn Stóra ástin í lífi Andrésar Ættmóðirin í Andabæ Ríkasta önd Jarðar Föðurlausir grallarar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.